Morgunblaðið - 12.05.2001, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 12.05.2001, Blaðsíða 54
KIRKJUSTARF 54 LAUGARDAGUR 12. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÁSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 14:00 á vegum Ísfirðingafélagsins í Reykjavík. Sr. Halldóra Þorvarðardóttir messar. HJÚKRUNARHEIMILIÐ SKJÓL: Guðs- þjónusta kl. 15:30. Árni Bergur Sig- urbjörnsson. BÚSTAÐAKIRKJA: Barnamessa kl. 11:00. Eftir barnamessuna verður grillað og farið í leiki fyrir utan kirkj- una. Allir hjartanlega velkomnir. Guðsþjónusta kl. 14:00. Pálmi Matthíasson. DÓMKIRKJAN: Guðsþjónusta kl. 11:00. Sr. Hjalti Guðmundsson. Dómkórinn syngur. Organisti Guðný Einarsdóttir. GRENSÁSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 14:00. Ath. breyttan tíma. Kirkja heyrnarlausra tekur þátt í guðsþjón- ustunni. Prestar sr. Miyako Þórðar- son og sr. Ólafur Jóhannsson. Tákn- málskórinn syngur. Kirkjukór Grens- áskirkju syngur. Organisti Árni Arinbjarnarson. Kaffisala Kvenfélags Grensássóknar hefst strax að lokinni guðsþjónustu. GRUND dvalar- og hjúkrunarheimili: Guðsþjónusta kl. 10:15. Organisti Kjartan Ólafsson. Guðmundur Óskar Ólafsson. HALLGRÍMSKIRKJA: Vorhátíð safn- aðarins. Messa og barnastarf kl. 11:00. Umsjón barnastarfs Magnea Sverrisdóttir. Mótettukór og Schola cantorum syngja. Organisti Hörður Áskelsson. Sr. Jón Dalbú Hróbjarts- son prédikar og þjónar fyrir altari, ásamt sr. Ingþóri Indriðasyni. Eftir messu verður grillað, sungið og sýnt leikrit fyrir börnin. LANDSPÍTALINN Hringbraut: Messa kl. 10:30. Sr. Bragi Skúlason HÁTEIGSKIRKJA: Messa kl. 11:00. Barnakór Háteigskirkju syngur undir stjórn Birnu Björnsdóttur. Organisti Douglas A. Brotchie. Sr. Helga Soffía Konráðsdóttir. LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guð- brands biskups. Vorhátíð fjölskyld- unnar kl. 11:00. Stund fyrir alla fjöl- skylduna. Leikritið „Ósýnilegi vinurinn“ verður sýnt, umsjón Eggert Kaaber. Mikill söngur. Á eftir verður farið í leiki. Síðan verður grillið heitt og fólk beðið að koma með pylsur til að grilla, en sósur og djús verða á staðnum. Umsjón með stundinni hafa Jón Helgi Þórarinsson, sóknar- prestur, Lena Rós Matthíasdóttir, guðfræðingur og Jón Stefánsson, org- anisti. Aðalsafnaðarfundur Lang- holtssafnaðar hefst kl. 20:00. Venju- leg aðalfundarstörf. LAUGARNESKIRKJA: Vorferðalag Laugarneskirkju og Foreldrafélags Laugarnesskóla kl. 11:00. Ferðin hefst á helgistund í kirkjunni, þar sem við skírum eitt barn, sjáum biblíusögu með myndum og syngjum, áður en lagt er í hann að Reynisvatni. Veiði og hestamennska. Grill, leikir og gaman! Allir aldurs- og heilsufarshópar sam- an. NESKIRKJA: Messa kl. 11:00. Prest- ur sr. Frank M. Halldórsson. Organisti Reynir Jónasson. Kaffisopi eftir guðs- þjónustu. Kirkjubíllinn ekur um hverf- ið á undan og eftir messu. Tónleikar Kirkjukórs Neskirkju kl. 18:00. Ein- söngur Inga J. Backman. Píanóleikari Elías Davíðsson. Harmonikkuleikari og stjórnandi Reynir Jónasson. SELTJARNARNESKIRKJA: Messa kl. 11:00. Organisti Viera Manasek. Prestur sr. María Ágústsdóttir. Verið öll hjartanlega velkomin. ÓHÁÐI SÖFNUÐURINN: Guðsþjón- usta kl. 14:00. Barnastarf á sama tíma. Sýnt verður Barnaleikritið „Æv- intýrið um óskirnar þrjár“. Veislukaffi fyrir nýja félaga. FRÍKIRKJAN í Reykjavík: Messufall er sunnudaginn 13. maí vegna óvið- ráðanlegra aðstæðna. ÁRBÆJARKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11.00. Prófastur sr. Gísli Jónasson setur sr. Sigrúnu Óskarsdóttur inn í embætti prests við kirkjuna. Sóknar- prestur sr. Þór Hauksson þjónar fyrir altari fyrir prédikun ásamt prófasti. Sr. Sigrún Óskarsdóttir prédikar og þjónar síðan fyrir altari. Organisti er Pavel Smid og kirkjukór Árbæjarkirkju syngur. Veitingar að athöfn lokinni í safnaðarheimilinu. Allir velkomnir! Prestarnir. BREIÐHOLTSKIRKJA: Mæðradagur- inn. Messa kl. 14:00 í umsjá Kven- félags Breiðholts. Ath. breyttan tíma. Guðrún Ásmundsdóttir leikkona pré- dikar. Organisti: Sigrún Þórsteinsdótt- ir. Kaffisala kvenfélagsins eftir messu. Gísli Jónasson. DIGRANESKIRKJA: Útvarpsguðs- þjónusta kl. 11. Prestur sr. Gunnar Sigurjónsson. Organisti: Bjarni Þ. Jón- atansson. Kór Digraneskirkju. Léttur málsverður í safnaðarsal að lokinni messu. FELLA- OG HÓLAKIRKJA: Vorhátíð í Fella- og Hólakirkju. Guðsþjónusta kl. 11. Börn og unglingar syngja og fagna sumarkomunni. Eftir guðsþjónustuna verður veitingasala á vegum æsku- lýðsfélagsins. Prestarnir. GRAFARVOGSKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 11:00. Sr. Anna Sigríður Páls- dóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Grafarvogskirkju syngur. Organ- isti: Hörður Bragason. Aðalsafnaðar- fundur Grafarvogssóknar verður hald- inn eftir guðsþjónustu. Léttur hádeg- isverður. Prestarnir. HJALLAKIRKJA: Messa kl. 11. Prest- ar kirkjunnar þjóna. Félagar úr kór kirkjunnar syngja og leiða safnaðar- söng. Organisti: Jón Ólafur Sigurðs- son. Aðalsafnaðarfundur Hjallasókn- ar hefst að messu lokinni. Venjuleg aðalfundarstörf. Léttur hádegisverður fram borinn á meðan fundurinn stend- ur. Orgelandakt kl. 17. Lára Bryndís Eggertsdóttir leikur verk eftir J.S. Bach og Oliver Messiaen. Við minn- um á bæna- og kyrrðarstund á þriðju- dögum, neðri hæð kl. 18. Prestarnir. KÓPAVOGSKIRKJA: Messa kl. 11:00. Kór Kópavogskirkju syngur og leiðir safnaðarsöng. Organisti: Guð- mundur Ómar Óskarsson. Sr. Ægir Fr. Sigurgeirsson. SELJAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 14.00. Minnst verður 20 ára afmælis Kvenfélags Seljasóknar. Ingibjörg Júlíusdóttir fyrrum formaður kven- félagsins prédikar. Félagskonur lesa ritningarlestra. Kvennakórinn Seljur syngur og leiðir söng. Organisti er Gróa Hreinsdóttir. Sr. Irma Sjöfn Ósk- arsdóttir þjónar fyrir altari. Kaffisam- sæti á vegum Kvenfélags Seljasókn- ar að guðsþjónustu lokinni. KFUM og KFUK v/Holtaveg: Sam- kom kl. 17. Samkoman er í höndum Þórdísar Ágústsdóttur, formanns KFUK. Hún mun segja af ferð sinni á slóðir kristniboða í Kenýa og halda ræðu dagsins út frá guðs orði. Fundir fyrir börnin á meðan samkoma stend- ur yfir. Heitur matur eftir samkomuna á vægu verði. Allir velkomnir. Vaka kl. 20.30. Yfirskrift: Hvar er guð í erfið- leikum? Ræðumaður Ragnhildur Ás- geirsdóttir. Einsöngur Sólrún Ásta. Mikil lofgjörð. Boðið verður upp á fyr- irbæn í lok samkomu. Komið og njót- ið samfélgsins. ÍSLENSKA KRISTSKIRKJAN: Morg- unguðsþjónusta kl. 11. Fræðsla fyrir börn og fullorðna. Almenn samkoma kl. 20. Mikil lofgjörð og fyrirbænir. Edda Matthíasdóttir Swan prédikar. Allir velkomnir. FRÍKIRKJAN VEGURINN: Fjölskyldu- samkoma kl. 11. Léttur hádegisverð- ur á eftir. Samkoma kl. 20. Erna Eyj- ólfsdóttir prédikar, lofgjörð og fyrir- bænir. Allir velkomnir. Mánudag: Fjöl- skyldubænastund kl. 18.30. Súpa, brauð og samfélag á eftir. KEFAS, Dalvegi 24: Samkoma laug- ardag kl. 14. Gestaprédikari Ray McGraw. Þriðjud: Almenn bænastund kl. 20.30. Miðvikud: Samverustund unga fólksins kl. 20.30. BOÐUNARKIRKJAN: Samkoma í dag kl. 11–12.30. Lofgjörð, barnasaga, prédikun og biblíufræðsla þar sem ákveðið efni er tekið fyrir, spurt og svarað. Á laugardögum starfa barna- og unglingadeildir. Létt hressing eftir samkomuna. Allir hjartanlega vel- komnir. KLETTURINN: Almenn samkoma fyrir alla fjölskylduna sunnudag kl. 11. Mikil lofgjörð og tilbeiðsla. Fimmtud: Kl. 20 bæna- og lofgjörðarstund. Bæn, lofgjörð og orð guðs. Allir vel- komnir. FÍLADELFÍA: Almenn samkoma kl. 16.30. Lofgjörðarhópurinn syngur. Ræðumaður Vörður L. Traustason, forstöðumaður. Barnakirkja fyrir 1–9 ára börn meðan á samkomu stendur. Allir hjartanlega velkomnir. KAÞÓLSKA KIRKJAN: 13. maí–20. maí 2001. Reykjavík – Dómkirkja Krists Kon- ungs: Sunnudagur: Hámessa kl. 10.30. Messa kl. 14.00. og kl. 18.00 (á ensku). Alla virka daga: Messa kl. 18.00. Reykjavík – Maríukirkja við Raufar- sel: Laugardagur 12. maí kl. 09.00: pílagrímsganga að Kristskirkju, þar verður sungin messa. Sunnudagur 13. maí : Messa kl. 11.00 : Messa kl. 18.30 á ensku. Virka daga: Messa kl. 18.30. Riftún: Sunnudagur: Messa kl. 17.00. Hafnarfjörður – Jósefskirkja: Laugar- dagur 12. maí: Maríuandakt kl. 18.00. Messa (sunnudagsmessa) kl. 18.30. Sunnudagur: Maríuandakt kl. 10.00. Messa kl. 10.30. Miðviku- dagur: Skriftir kl. 17.30. Maríuandakt kl. 18.00. Messa kl. 18.30. Laugar- dagur 19. maí: Maríuandakt kl. 18.00. Messa (sunnudagsmessa) kl. 18.30. Karmelklaustur: Sunnudagur: Messa kl. 08.30. Alla virka daga: Messa kl. 8.00. Keflavík – Barbörukapella: Skóla- vegi 38: Sunnudagur 13. maí: Messa kl. 14.00. Messa á pólsku kl. 16.00. Fimmtudagur: Skriftir kl. 19.30. Mar- íuandakt kl. 20.00. Grindavík: Sunnudagur: Messa kl. 18.00 að Víkurbraut 25. Garður: Sunnudagur 13. maí: Messa kl. 12.30 (á pólsku). Stykkishólmur, Austurgötu 7: Sunnudagur 13. maí: Messa kl. 10.00. Grundarfjörður: Sunnudagur 13. maí: Messa kl. 16.30. Ólafsvík: Laugardagur 12. maí: Messa kl. 19.00. FÆREYSKA SJÓMANNAHEIMILIÐ: Samkoma á morgun kl. 16. LANDAKIRKJA í Vestmannaeyjum: Mæðradagurinn. Guðsþjónusta kl. 11 á mæðradaginn. Mæður aðstoða við helgihaldið. LÁGAFELLSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Ath. breyttan tíma. Jón Þor- steinsson. HAFNARFJARÐARKIRKJA: Fjöl- skyldumessa kl. 11. 20 ára ferming- arbörn heimsækja kirkjuna ásamt fjölskyldum sínum. Organisti Pavel Mánasek. Félagar úr kirkjukórnum leiða söng ásamt leiðtogum sunnu- dagaskólanna sem einnig leika á hljóðfæri. Prestur sr. Gunnþór Inga- son. Samkvæmi fermingarbarnanna í Hásölum eftir messu. VÍÐISTAÐAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Kór Víðistaðasóknar syngur. Org- anisti Úlrik Ólason. Aðalsafnaðar- fundur að lokinni guðsþjónustu. Sig- urður Helgi Guðmundsson. FRÍKIRKJAN í Hafnarfirði: Hin árlega fjölskylduhátíð í Kaldárseli sunnudag kl. 11. Þeim sem ekki koma á eigin bílum er bent á rútuferð frá Fríkirkj- unni kl. 10.30. Fjölbreytt dagskrá fyrir börn og fullorðna. Gönguferð undir leiðsögn og leikir og skemmtidagskrá fyrir börnin sem Örn Arnarson og hljómsveit leiða. Helgistund og fjölda- söngur. Grill fyrir börnin og veislukaffi fyrir hina eldri. Sunnudagskvöld kl. 20.30. Guðsþjónusta í kirkjunni á vegum Kvennakirkjunnar. Einar Eyj- ólfsson. VÍDALÍNSKIRKJA: Guðsþjónusta í Vídalínskirkju sunnudaginn 13. maí, kl. 11:00. Kór kirkjunnar leiðir al- mennan safnaðarsöng. Organisti: Jó- hann Baldvinsson. Sr. Hans Markús Hafsteinsson, þjónar við athöfnina. Léttur málsverður í umsjá Lions- félaga í Garðabæ á eftir guðsþjón- ustu, í boði sóknarnefndar. Mætum vel og fögnum sumri, með guðsþjón- ustu og sameiginlegri máltíð bræðra og systra í Kristi. Prestar Garða- prestakalls. BESSASTAÐAKIRKJA: Guðsþjónusta í Bessastaðakirkju sunnudaginn 13. maí, kl. 14:00. Kór kirkjunnar leiðir al- mennan safnaðarsöng. Organisti: Jó- hann Baldvinsson. Sr. Hans Markús Hafsteinsson, þjónar við athöfnina. Mætum vel og fögnum sumri, með guðsþjónustu. Prestar Garðapresta- kalls. GRINDAVÍKURKIRKJA: Guðsþjón- usta sunnudag kl. 11. Prestur sr. Hjörtur Hjartason. Organisti Örn Falk- ner. Kirkjukór Grindavíkur leiðir safn- aðarsöng. Aðalfundur safnaðarins að lokinni guðsþjónustu. Léttar veitingar í hádeginu. Sóknarnendin. KEFLAVÍKURKIRKJA: Fjölskyldu- guðsþjónusta kl. 11 árd. 5 ára börn boðin velkomin til kirkju ásamt for- eldrum sínum. Prestur sr. Sigfús Baldvin Ingvason. Undirleikari Helgi Már Hannesson. Meðhjálpari Laufey Kristjánsdóttir. SELFOSSKIRKJA: Messa kl. 11. Sr. Jón Hagbarður Knútsson prédikar. Morguntíð sungin þriðjudaga til föstu- daga kl. 9. Kaffi og brauð að henni lokinni. Foreldrasamvera miðviku- daga kl. 11. Leshópur kemur saman kl. 18 á miðvikudögum. Sakrament- isþjónusta kl. 19.30 að lestri loknum. Sóknarprestur. GAULVERJARBÆJARKIRKJA: Messa kl. 14. Aðalfundur safnaðarins eftir messu. Sóknarprestur. HVERAGERÐISKIRKJA: Orgelstund kl. 20. Jörge E. Sondermann leikur verk eftir J.S. Bach og tónskáld róm- antíska tímabilsins. Sóknarprestur. SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA: Fermingar- messa sunnudag kl. 14. Fermdur verður Andri Freyr Hilmarsson, Skál- holti. Kammerkór Biskupstungna syngur. Sóknarprestur. BORGARPRESTAKALL: Borgarnes- kirkja. Guðsþjónusta kl 14. Sóknar- prestur. ÍSAFJARÐARKIRKJA: Messa með negrasálmum kl. 11. Kaffisala Kubbs á eftir. Sóknarprestur. HNÍFSDALSKAPELLA: Kvöldmessa með negrasálmum kl. 20.30. Guðrún Jónsdóttir syngur einsöng. Ingibjörg María Guðmundsdóttir prédikar. Sóknarprestur. Sending heilags anda. (Jóh. 16.) Morgunblaðið/Ómar Grindavíkurkirkja MESSUR HIN árlega fjölskylduhátíð Fríkirkj- unnar í Hafnarfirði verður haldin á morgun sunnudaginn 13. maí í Kald- árseli og hefst dagskráin kl. 11. Þeim sem ekki koma á eigin bílum er bent á rútuferð frá kirkjunni kl. 10.30. Að venju verður boðið upp á fjöl- breytta dagskrá fyrir alla aldurs- hópa. Hinum eldri verður boðið til gönguferðar undir leiðsögn um ná- grenni sumarbúðanna en börnin taka þá í leikjum og skemmtidag- skrá sem Örn Arnarsson og hljóm- sveit leiða. Að lokinni helgistund og fjöldasöng verður börnunum boðið til grillveislu en hinir fullorðnu setj- ast að veisluborði í húsnæði sumar- búðanna. Ef veður verður óhagstætt mun dagskrá fara fram í íþróttahúsi sumarbúðanna þar sem aðstaðan er mjög góð. Þetta er ellefta vorið sem Frí- kirkjusöfnuðurinn í Hafnarfirði stendur fyrir slíkri fjölskylduhátíð í Kaldárseli og hefur þátttakan ætíð verið mjög glæsileg. Starfsfólk Frí- kirkjunnar í Hafnarfirði væntir þess að sjá sem flesta taka þátt í þessari fjölbreyttu fjölskylduhátíð í Kaldár- seli á morgun í sumarbyrjun. Einar Eyjólfsson. Fjölskylduhátíð í Langholtskirkju BARNASTARFINU í Langholts- kirkju lýkur með fjölskylduhátíð á sunnudaginn. Fyrst verður stund í kirkjunni kl. 11 þar sem að við fáum m.a. að horfa á leikþáttinn „Ósýni- legi vinurinn“ sem Eggert Kaaber hefur umsjón með. Eftir stundina verður farið í leiki og síðan verður grillað. Fólk er beðið um að koma með pylsur en tómatsósa, sinnep og djús verða á staðnum. Það verður mikið fjör í Langholtskirkju á sunnudaginn og eru börn sem full- orðnir hvattir til að fjölmenna og ljúka þar með starfinu í vetur. Vorhátíð í Fella- og Hólakirkju SUNNUDAGINN 13. maí nk. verð- ur vorhátíð í Fella- og Hólakirkju. Hátíðin hefst kl. 11 með guðsþjón- ustu í kirkjunni þar sem söngurinn verður í fyrirrúmi. Sr. Guðmundur Karl Ágústsson þjónar fyrir altari. Í guðsþjónustunni mun barna- og ung- lingakór kirkjunnar syngja og leiða almennan söng, undir stjórn Þórdís- ar Þórhallsdóttur. Lenka Mátéová, organisti kirkjunnar, leikur á orgel og píanó. Karlakvartett syngur sum- arlag, kvenraddir úr kór kirkjunnar syngja gospellag, hugleiðing verður flutt í leikrænum búningi og brúður bregða á leik. Eftir guðsþjónustuna er boðið upp á kaffi og djús, ennfremur verður hægt að kaupa gosdrykki og pylsur sem unglingar í kirkjunni grilla. Ýmis leiktæki verða á svæðinu og e.t.v. koma óvæntir gestir. Allir eru hjartanlega velkomnir, ungir sem aldnir, í sumarskapi. Umsjón með vorhátíðinni hefur Margrét Ólöf Magnúsdóttir. Fella- og Hólakirkja. Kaffisala Kvenfélags Grensássóknar ÁRLEG kaffisala Kvenfélags Grens- ássóknar verður að þessu sinni á morgun, sunnudaginn 13. maí, og hefst strax að lokinni guðsþjónustu safnaðarins. Guðsþjónustan verður að þessu sinni kl. 14 (ath. óvanalegan tíma!) enda hentar best að fá sér miðdeg- iskaffið um þrjúleytið. Þessi guðsþjónusta er í samstarfi við Kirkju heyrnarlausra. Kirkja heyrnarlausra hefur starfsaðstöðu í Grensáskirkju og heldur yfirleitt guðsþjónustur þar annan sunnudag Fjölskyldu- hátíð Frí- kirkjunnar í Hafnarfirði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.