Morgunblaðið - 12.05.2001, Blaðsíða 76
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 LAUGARDAGUR 12. MAÍ 2001 VERÐ Í LAUSASÖLU 165 KR. MEÐ VSK.
VÍSITALA neysluverðs miðuð við
verðlag í maíbyrjun 2001 var 209,4
stig og hækkaði um 1,4% frá fyrra
mánuði. Umreiknað til árshækkunar
jafngildir þetta 18,2% verðbólgu.
Þetta er meiri hækkun en var búist
við og í spá fjármálafyrirtækjanna í
síðustu viku var almennt spáð 1,0 til
1,1% hækkun. Mest áhrif til hækk-
unar hafa verðhækkanir á innfluttum
vörum en verð á þeim hækkaði um
2,5% milli mánaða. Síðastliðna tólf
mánuði hefur vísitala neysluverðs
hækkað um 5,5%.
Tímabundin
aukning verðbólgu
Þórður Friðjónsson, forstjóri Þjóð-
hagsstofnunar, segir að vissulega sé
þetta mikil hækkun en varasamt sé að
draga of miklar ályktanir af þessum
tölum vegna mikilla sveiflna í gengi á
síðustu vikum. Búast megi við all-
nokkrum verðhækkunum fram í júní
og júlí en síðan býst Þórður við að
verðbólgan minnki verulega frá því
sem nú er. Þórður segir jafnframt að
staðan nú sé nokkuð viðkvæm, allar
þær aðgerðir sem miðist að því að
draga úr verðbólgu myndu jafnframt
hægja á efnahagslífinu. Það væri
hættulegt vegna þess að ekki væri út-
lit fyrir vöxt í efnahagslífinu og það
væru merki um að takturinn væri
hægari í þjóðarbúinu. Ef tekið væri of
þétt í taumana gæti það magnað erf-
iðleikana. Fyrirtæki og heimili gætu
lent í vandræðum vegna verðlags- og
gengisþróunar vegna þess að skuldir
hefði aukist mjög mikið á undanförn-
um árum. Skuldastaðan hefði versnað
og greiðslubyrði aukist. Þess vegna
væri afar mikilvægt að tækist vel til
með hagstjórn næstu mánaða. „Það
gæti jafnframt verið slæmt ef slakað
væri of mikið á því, þá væri hætta á að
víxlgangur verðlags, launa og gengis
færi af stað,“ segir Þórður.
Rannveig Sigurðardóttir, aðalhag-
fræðingur ASÍ, segir að hækkunin sé
umtalsverð en bendir jafnframt á að
þetta sé sama hækkun og í júní í
fyrra. Rannveig segir að hún búist við
að dragi úr eftirspurn á næstu mán-
uðum og gengið eigi eftir að ná jafn-
vægi. Fyrirtækin þurfi að taka á sig
meiri kostnaðarhækkanir en þau hafa
gert undanfarin ár og ekki að hækka
verð vegna tímabundinna sveiflna í
gengi. Fyrirtækin verði að reikna
verðlag út frá því gengi sem þau
keyptu vöruna á en ekki miða við
dagsveiflur. „Að öllum líkindum er
hér um verðbólguskot að ræða sem
vonandi gengur til baka sem fyrst.“
Birgir Ísleifur Gunnarsson seðla-
bankastjóri segir að hækkunin sé í efri
kantinum á því sem bankinn hafi búist
við. Það sem komi mest á óvart sé að
húsnæðisliður neysluverðsvísitölunn-
ar skuli halda áfram að hækka. Birgir
segir að stærsti óvissuþátturinn í þró-
un næstu mánaða sé hvernig lækkun á
gengi íslensku krónunnar komi inn
verðlag á næstu mánuðum. „Ef það
gerist hratt koma áhrifin til með að
fjara fyrr út en ef gengislækkunin
kemur hægt inn, eins og reynslan hef-
ur sýnt á síðastliðnu ári, þá nær hún
toppinum seinna og fjarar þar af leið-
andi seinna út,“ segir Birgir Ísleifur.
Vísitala neysluverðs hækkaði í apríl um 1,4%
Búast má við all-
nokkrum verðhækk-
unum fram á sumar
HEIMAMENN á Fáskrúðsfirði gera
sér vonir um að svörtu svanirnir
tveir, sem undanfarna daga hafa
dvalið fyrir austan, laði ferðamenn
að bænum í sumar. Svanirnir eru
mjög gæfir og sækja mjög í að éta
brauð sem íbúar Fáskrúðsfjarðar
færa þeim. Flest bendir því til að
þeir ætli að setjast þar að um sinn.
Svanirnir hafa nú flutt sig um set
í firðinum og virðast ætla að gera
sig heimakomna í stilltu lóni við
bæinn en svæðið þar í kring er vin-
sælt útivistarsvæði. Svanirnir eru
að sögn Björgvins Baldurssonar,
verkstjóra hjá Búðahreppi, afar
gæfir og góðu atlæti vanir. Flutn-
ingarnir skýrast einmitt af því
hversu gæfir og matvandir fugl-
arnir eru því þeir hafa verið einkar
hændir að Inga Egilssyni, sjómanni
á eftirlaunum, sem kemur á hverj-
um degi og gefur þeim brauð. „Á
fimmtudag kom Ingi færandi hendi
líkt og aðra daga og gaf svönunum
brauð. Hann fór svo upp í bíl og
keyrði í burtu en þegar hann leit í
baksýnisspegilinn sá hann hvar
svanirnir tveir komu kjagandi á eft-
ir bílnum. Hann keyrði því rólega
og stoppaði annað slagið og fugl-
arnir eltu hann alla leið að lóninu
þar sem þeir settust að,“ sagði
Björgvin og bætti við: „Enda sagði
ég það nú að svona fuglar sem röt-
uðu inn í þennan fjallahring – létu
sér náttúrlega ekki detta í hug að
fara þaðan aftur.“ Spurður hvort
menn litu á svanina sem mögulegt
aðdráttarafl fyrir ferðamenn sagð-
ist hann líta svo á enda væru svartir
svanir afar sjaldséðir á Íslandi.
Í vetur lét sveitarstjórnin útbúa
hólma í lóninu og í gær var tekið til
við að flytja mosa út í hann og gróð-
ursetja aspir og runnagróður.
Sagðist Björgvin vonast til að allt
næði þetta að þrífast í sameiningu,
fuglar, gróður og menn.
Þær sögur tóku að heyrast að
menn hygðust klippa flugfjaðrirnar
af svönunum til að halda þeim í
firðinum en aðspurður sagði Björg-
vin að það yrði ekki gert heldur
yrði haldið áfram að gera vel við
þá. „Sveitarfélagið fylgir þessu eft-
ir því þar sem fuglarnir þola ekki
harðan og kaldan íslenskan vetur
þá komum við til með að koma þeim
á hús og ala önn fyrir þeim al-
gjörlega næsta vetur,“ sagði Björg-
vin.
Svanirnir eltu bílinn
sem færði þeim brauð
Morgunblaðið/Albert Kemp
Svanirnir una sér vel á lygnu lóninu.
ÚTSKRIFTARNEMAR framhalds-
skólanna halda upp á það þessa dag-
ana að kennslu er víðast hvar lokið í
skólum og notuðu þeir tækifærið til
að skemmta sér áður en prófin taka
við. Í gær mátti víðsvegar um borg-
ina sjá ungmenni í sérkennilegum
búningum að ,,dimitera“, eins og
það er nefnt. Einn sprunginn hjól-
barði var bara smáræði í augum
stúlknanna sem ljósmyndari rakst á
við Langholtsveg í gær. Voru þær
fljótar að skipta um dekk og héldu
svo í bæinn að sýna sig og sjá aðra.
Ljósmynd/Tobías Sveinbjörnsson
Stúdentsefni
skipta um dekk
ALVARLEGT umferðarslys varð á
þjóðveginum við Botna í Eldhrauni
skammt frá Kirkjubæjarklaustri í
gærkvöldi er bifreið fór út af veg-
inum og valt. Hjón sem voru í bílnum
slösuðust nokkuð og voru flutt með
þyrlu Landhelgisgæslunnar á
sjúkrahús í Reykjavík.
Tveir sjúkrabílar frá Klaustri
fluttu hina slösuðu til móts við þyrl-
una og mættu henni við Ásólfsskála
undir Eyjafjöllum.
Skv. upplýsingum læknis á slysa-
deild Landspítalans í Fossvogi fékk
karlmaðurinn áverka á brjósthol og
var lagður inn á skurðdeild til eft-
irlits en konan hlaut beinbrot. Hvor-
ugt þeirra var þó í lífshættu.
Karl og kona
slösuðust
í bílveltu
RÍKISSÁTTASEMJARI sleit fundi í
sjómannadeilunni skömmu eftir mið-
nætti í nótt. Boðað er til nýs sátta-
fundar í dag. Samninganefndir Sjó-
mannasambandsins og Farmanna- og
fiskimannasambandsins lögðu nýtt
tilboð fyrir samninganefnd útvegs-
manna í gærkvöldi. Útvegsmenn
lýstu því hins vegar yfir á fundinum
að það væri með öllu óaðgengilegt, að
sögn Friðriks J. Arngrímssonar,
framkvæmdastjóra LÍÚ.
Lagfæringar uppsagnarfrests
og átak í starfsmenntamálum
Samninganefnd útvegsmanna lýsti
hins vegar yfir að hún væri tilbúin að
semja um ákveðin atriði sem vörðuðu
sérmál sjómanna. Er gert ráð fyrir að
samninganefndir Sjómannasam-
bandsins og FFSÍ svari þessum til-
lögum á sáttafundi í dag.
Í tillögunum leggja útvegsmenn í
fyrsta lagi til lagfæringar á uppsagn-
arfresti undirmanna, sem er ein vika í
dag en eykst svo með starfsaldri.
Lýsti samninganefnd útvegsmenn sig
reiðubúna að breyta þeim tímamörk-
um þannig að undirmenn ynnu sér
inn mánaðar uppsagnarfest mun fyrr
en verið hefði. Í öðru lagi lögðu út-
vegsmenn til tæknilega útfærslu sem
mundi hafa í för með sér hækkun á
tímakaupi. Í þriðja lagi lögðu útvegs-
menn fram tillögur um átak í starfs-
menntamálum undirmanna og að
sögn Friðriks hafa þessu verkefni
verið tryggðar umtalsverðar fjárhæð-
ir, eða 75 milljónir kr., miðað við fimm
ára samningstímabil.
Hann sagði útvegsmenn einnig til-
búna að ræða ýmis útfærsluatriði við
undirmenn, „en það er alveg ljóst að
línurnar í kjarasamningi af okkar
hálfu voru lagðar í samningi okkar við
vélstjórana,“ sagði Friðrik.
Nýr fundur boðaður kl. 11 í dag
Boðað er til nýs fundar kl. 11 í dag.
Þórir Einarsson ríkissáttasemjari
sagði eftir fundinn í nótt að erfitt væri
að segja nokkuð um stöðu mála en
deiluaðilar myndu þó halda áfram að
ræðast við í dag.
Sjómenn skoða nýjar
tillögur LÍÚ um sérmál