Morgunblaðið - 12.05.2001, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 12.05.2001, Blaðsíða 12
FRÉTTIR 12 LAUGARDAGUR 12. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ HREINN Loftsson, stjórnarfor- maður Baugs, segir að sú fullyrðing forráðamanna fyrirtækisins að álagningin í verslunum Baugs hafi ekki hækkað milli áranna 1998 og 1999 geti vel farið saman við það sem fram kom í fréttatilkynningu fyrir- tækisins fyrir nokkrum dögum að álagning í verslunum Baugs hefði hækkað milli áranna 1996 og 2000. Í frétt í blaðinu sl. miðvikudag voru rifjuð upp þau ummæli Hreins og Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, for- stjóra Baugs, frá því í mars í fyrra, að álagning matvörusviðs Baugs hafi verið óbreytt á milli áranna 1998– 1999. Í yfirlýsingu stjórnar Baugs, sem birtist í blaðinu sl. þriðjudag, segir m.a. að „álagning í smásölu kunni að hafa hækkað milli áranna 1996-2000“. „Við höfum látið skoða þetta á nýj- an leik. Niðurstaðan er sú að álagn- ing í Hagkaup, Nýkaup og Bónus stóð því sem næst í stað á milli ár- anna 1998 og 1999. Verslanir 10-11 voru inni í rekstri Baugs árið 1999 en ekki árið 1998 þar sem keðjan var þá í eigu annarra aðila. Ef keðjan er höfð með í útreikningum um meðal- álagningu matvörusviðs hjá Baugi er hún um 1% hærri 1999 en 1998. Þetta er því óverulegur munur og þess vegna stendur yfirlýsingin frá því farið var af stað með „Viðnám gegn verðbólgu“ óhögguð,“ segir Hreinn. Hann bætir því við að ummæli sín og Jóns Ásgeirs hafi í sjálfu sér ekk- ert með átaksverkefnið að gera, það lúti að því að matvöruverð í versl- unum Baugs hækki ekki vegna auk- innar álagningar Baugs þann tíma, sem það stendur eða frá mars 2000 til mars 2002. „Viðnámið nær til allrar matvöru annarrar en afurða landbúnaðarins þar sem verðlagning þeirra er með öðrum hætti en almennt gerist og án þess að Baugur geti haft áhrif þar á. Sama gildir um gengisþróun. Sam- kvæmt mælingum Hagstofunnar hafa mjög litlar verðlagsbreytingar átt sér stað í matvöru frá því í mars 2000, þegar átaksverkefnið var kynnt, og fram í mars á þessu ári. Á þessum tíma hækkaði mat- og drykkjarvara um 1,1% á ársgrund- velli á sama tíma og vísitala neyslu- verðs hækkaði um 3,9%. Þrátt fyrir verðhækkanir vegna óhagstæðrar gengisþróunar, sem gert hafa smá- sölunni erfitt fyrir, munu verslanir Baugs að sjálfsögðu halda áfram „Viðnámi gegn verðbólgu“ út þann tíma, sem lofað hefur verið,“ segir Hreinn ennfremur. Áhrif af Viðnáminu komu berlega í ljós Þá segir Hreinn að starfsmenn Samkeppnisstofnunar hljóti að geta staðfest, að við vinnu skýrslunnar um matvörumarkaðinn hafi áhrif af Viðnáminu komið berlega í ljós, enda séu þau greinileg í línuriti því frá Hagstofunni sem birtist í skýrslu stofnunarinnar. „Framhjá þessu horfa á hinn bóg- inn þeir sem af einhverjum ástæðum vilja koma höggi á Baug enda henta staðreyndir málsins engan veginn í áróðursstríði þeirra. Staðreyndin er sú að vegna „Viðnáms gegn verð- bólgu“ er matarverð lægra en það annars væri,“ segir Hreinn að end- ingu. Guðmundur Sigurðsson, forstöðu- maður samkeppnissviðs Samkeppn- isstofnunar, staðfesti það í samtali við Morgunblaðið að hafa bent einum starfsmanni Baugs á það í óformlegu spjalli að vísitala dagvöru hefði náð hámarki í maí 2000 og haldist lítt breytt út árið. „Það má eflaust vísa til viðnáms Baugs gegn verðbólgu í þessu sam- bandi þó að við höfum ekki gert það í skýrslunni, enda töluverð óvissa um orsakir í þessu sambandi,“ sagði Guðmundur. Stjórnarformaður Baugs segir ekki ósamræmi í yfirlýsingum fyrirtækisins Álagning stóð því sem næst í stað milli 1998 og 1999 JÓN Gestur Ófeigsson, næturvörður á Hótel Sögu, tók á móti viðurkenn- ingu frá hótelinu og VÍS í fyrradag fyrir þá vasklegu framgöngu og snarræði sem hann sýndi þegar hann réð niðurlögum elds sem kviknaði á hótelinu aðfaranótt 1. maí sl. Afskipti hans af eldinum hófust er brunaboð bárust frá Súlnasalnum og varð hann fljótlega var við reyk sem kom á móti honum. Hann lét kalla á slökkvilið og fór síðan inn í salinn þar sem eldurinn brann og með að- stoð þjóna á vakt var eldurinn slökktur. Að loknu slökkvistarfi Jóns Gests og þjónanna komu lögregla og slökkvilið á vettvang. Ragnheiður Davíðsdóttir, for- varnarfulltrúi VÍS, Pétur Már Jóns- son, framkvæmdastjóri atvinnu- trygginga VÍS, og Hrönn Greipsdóttir, hótelstjóri Radisson SAS Hótels Sögu, afhentu Jóni Gesti viðurkenninguna, utanlandsferð að eigin vali og hótelgistingu, auk eld- varnarbúnaðar fyrir heimilið. Að- spurður sagðist Jón Gestur afar ánægður með viðurkenninguna og það væri skemmtilegt að fá staðfest- ingu á að hann hefði brugðist rétt við. Morgunblaðið/Jim Smart Jón Gestur Ófeigsson var ánægður með viðurkenninguna. Heiðraður fyrir afrek HEILDARKOSTNAÐUR við kristnihátíð á Þingvöllum 1. og 2. júlí í fyrra nam rúmlega 341 milljón króna, samkvæmt tilkynningu frá for- sætisráðuneytinu. Stærsti kostnaðar- liðurinn var tímbundnar framkvæmd- ir, 170,7 milljónir króna, og rúm 41 milljón var greidd vegna listviðburða. Þá kostaði löggæsla 21,5 milljónir og 31,9 milljónir fóru í kynningar og auglýsingar, svo dæmi séu tekin. Útgjöld vegna hátíðarinnar voru innan heimilda fjárlaga. Af kostnaðin- um greiddi Alþingi tæpar 24 milljónir króna vegna kostnaðar við þingfund og móttöku gesta, tæpar 35 milljónir vegna varanlegra framkvæmda en annar kostnaður, greiddur af fjár- lagalið kristnihátíðarnefndar, nam tæpum 283 milljónum. Á hátíðinni komu fram eða störfuðu við hana um 2.500 manns. Dagskrár- atriði voru um 130 og var aðstaða til dagskrárflutnings á sex stöðum á há- tíðarsvæðinu. Unnið er að lokaskýrslu kristni- hátíðarnefndar og heildaruppgjöri á kostnaði við starf á vegum nefndar- innar, sem kynnt verður fjölmiðlum í júní nk. Kostnaður við kristnihátíð nam um 341 milljón krónaHEILDARÚTGJÖLD Landspítala– háskólasjúkrahúss námu 19.909 milljónum kr. á síðasta ári en sér- tekjur voru 1.076 millj. kr. Rekstr- argjöld að frádregnum tekjum námu því tæpum 19 milljörðum, að því er fram kemur í ársskýrslu LSH fyrir síðasta ár. Höfuðstóll LSH, sem sýnir upp- safnaðan rekstrarárangur gagnvart fjárlögum og fjárheimildum var nei- kvæður í lok síðasta árs um 393,7 milljónir kr. og hafði versnað um 53,4 millj. kr. frá árinu áður, sem er rekstrarhalli ársins, skv. ársskýrsl- unni. Rekstrargjöld sjúkrahússins í fyrra voru lítið eitt lægri en á árinu þar á undan miðað við fast verðlag. Laun ársins 2000 voru 2% lægri en árið 1999 og námu um 13,5 milljörð- um kr., en vörukaup, þjónusta og annar kostnaður hækkuðu í heild um 3%. Kostnaður vegna eignakaupa, viðhalds og stofnkostnaðar dróst saman á seinasta ári samanborið við árið á undan. 512 millj. kr. tekjur vegna sérfræðiþjónustu Tekjur spítalans vegna sérfræði- þjónustu námu 512 milljónum kr. á seinasta ári og er þar aðallega um að ræða tekjur af seldum rannsóknum, af komum á göngudeildir og slysa- og bráðadeildir. Fram kemur í árs- skýrslu LSH að önnur seld þjónusta, sem inniheldur m.a. tekjur af sjúk- lingum sem ekki eru sjúkratryggðir, voru alls um 150 milljónir kr. á síð- asta ári. Heildarút- gjöld 19,9 milljarðar Landspítali – háskólasjúkrahús KIRKJURÁÐ ákvað á fundi sínum í gær að fresta ráðningu rektors við Skálholtsskóla og óska eftir nýrri og jafnframt rökstuddri tillögu skóla- ráðs um ráðstöfun starfs rektors við skólann. Skólaráð hafði áður mælt með ráðningu Guðmundar Einars- sonar kennara í starf rektors en kirkjuráði þykir sýnt að Guðmundur uppfylli ekki öll skilyrði fyrir ráðn- ingu. Þegar starfið var auglýst á sín- um tíma var tekið fram að krafist væri háskólaprófs og þekkingar og reynslu í kirkjulegu starfi, en sam- kvæmt gögnum þeim sem kirkjuráð hefur í höndum uppfyllir Guðmundur ekki það skilyrði að hafa háskólapróf. Kirkjuráð hefur því sent skólaráði Skálholtsskóla erindi og óskað eftir nýrri og jafnframt rökstuddri tillögu skólaráðs um ráðningu rektors og að tillagan berist eigi síðar en 25. maí nk. Biskup Íslands vék sæti í málinu og tók vígslubiskupinn á Hólum, séra Bolli Gústavsson, sæti forseta kirkju- ráðs í hans stað. Ráðningu rektors Skálholts- skóla frestað BRÖGÐ voru að því í nokkrum hverfum Reykjavíkur í fyrrakvöld að ungmenni gengu í hús og sögðust vera að selja Álfinn fyrir foreldra- samtökin Vímulausa æsku. Af þess- um sökum hringdi síminn látlaust hjá samtökunum í gær. Vímulaus æska er hins vegar ekki að selja Álf- inn heldur stendur SÁÁ eitt og sér að sölu hans, sem hófst í gær og stendur fram á sunnudag. Álfurinn að þessu sinni er skjannahvítur frá hvirfli til ilja með rautt band um hattinn og heldur á skilti sem á stendur „takk fyrir“. Dæmi eru um að reynt hafi verið að selja eldri gerðir af álfum en SÁÁ hefur árlega selt Álfinn í mismun- andi útgáfum síðastliðin tólf ár. Vímulaus æska ekki að selja SÁÁ-álfinn RÉTT fyrir klukkan tvö í fyrrinótt var brotist inn í veitingastaðinn Nauthól í Nauthólsvík í Reykjavík. Teknar voru 12–13 flöskur af áfengi, viskíi og vodka, og 10 flöskur af bjór en peningakassi látinn í friði. Þyrstur þjófur ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ÞRETTÁN fartölvum var stolið úr verslun BT-tölva í Skeifunni skömmu eftir miðnætti aðfaranótt fimmtudags. Verðmæti þeirra er 3–4 milljónir króna. Í tilkynningu frá lögreglunni í Reykjavík kemur fram að vitað er um tvær bifreiðir við verslunina á því tímabili þegar brotist var inn í versl- unina. Eigandi annarrar bifreiðar- innar hefur gefið sig fram við lög- reglu. Lögreglan vill einnig ræða við eiganda hinnar bifreiðarinnar sem þarna var á þessum tíma. Þeir sem geta gefið upplýsingar um mannaferðir og ferðir ökutækja við verslunina eftir miðnætti sl. fimmtudags eru einnig beðnir um að hafa samband við lögregluna í Reykjavík í síma 569 9020 eða 899 7819. Lögreglan leitar að eig- anda bifreiðar 13 fartölvum stolið frá BT ELDUR kom upp í potti í íbúð á fyrstu hæð í húsi við Brattholt í Hafnarfirði á sjöunda tímanum í gærkvöld. Slökkvilið höfuðborgar- svæðisins var kallað út og náði fljót- lega að slökkva eldinn sem var minniháttar. Ekki urðu miklar skemmdir á íbúðinni. Talsvert af fólki dreif að til að fylgjast með slökkviliðinu að störf- um. Eldur í potti Morgunblaðið/KristinnSlökkvilið náði fljótt að slökkva eldinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.