Morgunblaðið - 12.05.2001, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 12.05.2001, Blaðsíða 26
ERLENT 26 LAUGARDAGUR 12. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ SKÓLASTARF Í ÁSLANDI Kynningarfundur Hafnarfjarðarbær og Íslensku menntasamtökin kynna fyrirhugað skólastarf í Áslandi á almennum fundi í Hafnarborg næstkomandi mánudag, 14. maí, kl. 20:00. Fundurinn er einkum ætlaður foreldrum og öðrum aðstandendum þeirra barna sem munu stunda nám í grunnskólanum en aðrir áhugasamir eru að sjálfsögðu velkomnir. Á fundinum munu aðstandendur ÍMS og ráðgjafar þeirra kynna skólastarfið og faglega hugmyndafræði þess. Að kynningu lokinni verða almennar umræður og fyrirspurnir úr sal. Hafnarfjarðarbær www.hafnarfjordur.is Íslensku menntasamtökin www.ims.is FÍDEL Castro, forseti Kúbu, viðurkenndi í gær að hann væri frægur fyrir að tala of mikið – en fór engu að síður yfir sett ræðu- tímamörk. Staddur í fyrstu opin- beru heim- sókn sinni til Malasíu flutti Castro fyrirlestur um hnatt- væðingu. Tjáði Kúbuleiðtoginn, sem hafði verið úthlutað 30 mín- útna ræðutíma, áheyrendum sínum í gegnum túlk að honum hefði verið gefinn hálftími „vegna þess að ég er frægur fyr- ir að tala of lengi“. Hann talaði í 45 mínútur. Var meginboðskap- ur ræðunnar sá, að hnattvæð- ingin stefndi í að svipta þjóðir heims fullveldi sínu. Eftirlauna- löggjöf samþykkt ÞÝZKA þingið afgreiddi loks í gær löggjöf sem umbyltir eftir- launakerfinu í landinu, eftir ára- langa togstreitu þýzkra stjórn- málamanna um það hvernig stokka skyldi upp kerfið. Það stefnir nú í þrot vegna þess hve hlutfall eftirlaunaþega í saman- burði við vinnandi fólk fer sí- hækkandi, bæði vegna lækkandi fæðingartíðni og hækkandi líf- aldurs. Þýzka kerfið hefur hing- að til byggzt á „gegnum- streymi“, þ.e. þeir sem vinna í dag greiða eftirlaun þeirra sem hafa lokið starfsferli sínum. Með breytingunum á að reyna að forða þroti kerfisins með því að ýta undir einstaklingsbundinn lífeyrissparnað svo að þeir sem vinna í dag standi sjálfir undir stærri hluta eftirlauna sinna. Hætt við Wagner- tónleika? SKIPULEGGJENDUR menn- ingarhátíðar sem fram fer í Jerúsalem í sumar hafa farið þess á leit við píanóleikarann og hljómsveitarstjórann heims- kunna, Daniel Barenboim, að hann íhugi að hætta við að færa upp hluta óperunnar Die Walk- üre eftir þýzka tónskáldið Rich- ard Wagner á hátíðinni, eins og boðað hefur verið. Óopinbert bann hefur verið við lýði í Ísrael við flutningi tónlistar Wagners, „uppáhaldstónskálds Adolfs Hitlers“. Þokast í mál- um skaða- bótasjóðs BANDARÍSKUR alríkisdóm- ari ákvað í gær að vísa frá dómi kærumálum hópa fólks sem þýzkir nazistar þvinguðu til vinnu í síðari heimsstyrjöldinni. Þar með var rutt úr vegi veiga- mestu lagalegu hindruninni fyr- ir því að greiðslur geti hafizt úr skaðabótasjóði sem þýzka ríkið og þýzk fyrirtæki hafa sett á fót sérstaklega til að koma skaða- bótum til fólks sem lenti í nauð- ungar- eða þrælkunarvinnu á nazistatímanum og ekki hefur hlotið aðrar skaðabótagreiðslur. STUTT Talar of mikið Fídel Castro ÞAÐ fyrirsjáanlegasta við Norður- Kóreu er hvað hún er óútreiknanleg. Í síðustu viku fylgdumst við með því þegar sonur „hins dáða leiðtoga“ Kim Jong Il var handtekinn eftir að hafa reynt að ferðast til Japans á fölsuðu vegabréfi (að sögn til að fara með son sinn í Disney-skemmtigarð- inn í Tókýó). Næsta dag hétu stjórn- völd því að halda bann við eldflauga- tilraunum til 2003 og jafnframt að halda áfram að selja eldflaugatækni til landa á borð við Íran. En það er fleira sem tekur ekki breytingum í Norður-Kóreu: vanþróað efnahags- lífið. Talið er að um ein milljón manna hafi látist í hungursneyðinni í Norð- ur-Kóreu á árunum 1995-1997. Nú óttast Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna að önnur hungursneyð sé yfirvofandi – framleiðsla á helstu landbúnaðarafurð landsins, korni, mun líkleg minnka í 1,8 milljónir tonna en 4,8 milljónir þarf til að veita íbúum landsins þann litla dag- skammt sem þeir fá nú. Til að bæta gráu ofan á svart gengu matvæla- birgðir landsins til þurrðar í janúar og matvælaaðstoð frá Suður-Kóreu tekur enda í þessum mánuði. Matvælastofnun SÞ hefur heitið því að sjá börnunum í landinu, sem eru sex milljónir, fyrir fæðu en hinir fullorðnu, 17 milljónir, verða að bjarga sér sjálfir. (Svokölluð „Herinn fyrst-áætlun“ tryggir að hinn fjöl- menni her og embættismannakerfið fá forgang að matvælum.) Margir Norður-Kóreubúar þurfa að draga fram lífið með því að leita að ætileg- um rótum og laufum og elda súpur úr kálstilkum og grænmetisleifum. Þeir sem lifa af verða vannærðari en nokkru sinni fyrr. Í dag er vöxtur 2⁄3 hluta barna í landinu heftur vegna vannæringar og það hlutfall mun fara hækkandi. Hinnar litlu uppskeru í Norður- Kóreu er ekki að vænta fyrr en í lok júní og hún verður væntanlega enn minni en í fyrra. Á sama tíma eru Suður-Kóreumenn að minnka fram- lag sitt af áburði til hrísgrjónaræktar úr 300.000 tonnum í 200.000 tonn. Jafnvel þetta skerta framlag var um- deilt meðal almennings í Suður-Kór- eu, sem telur að setja eigi það skilyrði fyrir aðstoð að samskipti Kóreuríkj- anna batni. Þessar hræðilegu aðstæður eru af- leiðing „juche“-stefnunnar, hinnar undarlegu tegundar sósíalisma sem framfylgt er í Norður-Kóreu. Höf- undur stefnunnar var faðir núver- andi leiðtoga landsins og Kim Jong Il hefur haldið merki hennar á lofti í nær 900 bókum og greinum. Þrátt fyrir að marx/lenínismi hafi þurft að víkja fyrir „juche“ árið 1967 héldu Sovétmenn efnahagslífinu í Norður-Kóreu uppi allt fram til 1991. Eftir hrun Sovétríkjanna fór að halla undan fæti og allt fór svo í kaldakol í kjölfar endurtekinna flóða og þurrka árin 1995, 1996 og 1997. Þrátt fyrir að Kim Jong Il hafi ekki hátt um það op- inberlega hlýtur meira að segja hann að vera orðinn sannfærður um að „juche“ sé ekki farsæl stefna. Þess vegna hefur hann snúið sér til Kína í von um aðstoð. Það sem Kim sækist eftir frá Kína eru nákvæmar leiðbeiningar um hvernig Norður-Kórea megi rétta úr kútnum. Í fyrri ferð sinni þangað á síðasta ári spurði hann forsetann Ji- ang Zemin hvernig unnt væri að fær- ast í átt að markaðshagkerfi en við- halda samt einræðisstjórn. Það kvaðst Jiang forseti geta gert með ánægju. Í fyrsta lagi þyrfti að kveða niður alla andstöðu með harðri hendi um leið og hún léti á sér kræla. Í öðru lagi ætti að taka hlutabréfamark- aðina og sérstöku efnahagssvæðin í Kína til fyrirmyndar. Í seinni ferð Kim Jong Il til Kína, skömmu eftir sögulegan fund hans með Kim Dae Jung forseta Suður-Kóreu í júní á síðasta ári, fylgdi forsætisráð- herrann Zhu Rongji honum til Shanghai og sýndi honum hluta- bréfamarkað borgarinnar og hið gríðarstóra Pudong-þróunarsvæði. Enginn efast um að Jiang Zemin viti hvernig viðhalda eigi einræðis- stjórnarfari. En er hann endilega best til þess fallinn að gefa ráð um hvernig koma eigi efnahagslífinu í Norður-Kóreu á réttan kjöl? Senni- lega ekki: Norður-Kórea er ekki Kína. Ólíklegt er að stefnubreyting- arnar sem áttu sér stað í Kína á síð- ustu tveimur áratugum eigi eftir að virka í Norður-Kóreu. Þess er senni- lega langt að bíða að „hinn dáði leið- togi“ geti sannfært fylgismenn sína um að hlutabréfamarkaður, með til- heyrandi kröfur um markaðsvæð- ingu og jafnvel einkavæðingu, sam- ræmist á nokkurn hátt hinu umrædda „juche“. Eitt af mestu af- rekum kínverskra stjórnvalda undir forystu Deng Xiaoping var einmitt að láta sér skiljast að umbætur væru óhjákvæmilegar. Efnahagssvæði virka í Kína – einkum hin fimm sérstöku efnahags- svæði og Pudong-þróunarsvæðið í Shanghai – vegna þess að frá byrjun var litið á þau sem nokkurs konar rannsóknastofur fyrir efnahagsleg- ar, félagslegar og jafnvel pólitískar tilraunir. Helsti kostur svæðanna var að þar var hægt að gera tilraunir með markaðsöflin á takmarkaðan – og þessvegna pólitískt viðunandi – hátt, áður en farið var að fylgja þeim um allt landið. Deng Xiaoping, sem hleypti efna- hagssvæðunum af stokkunum, skildi að með því að opna kínverskt efna- hagslíf fyrir umheiminum skapaðist óhjákvæmilega hætta á því að „óheppileg“ áhrif bærust inn í landið. En hann sætti sig við þessa áhættu sem verðið er gjalda þyrfti til að bæta lífskjör þjóðar sinnar. Hann hafði rétt fyrir sér: spilling og glæpastarf- semi jukust og framfarasinnaðar og frjálslyndar hugmyndir skutu rótum – en síðast en ekki síst urðu Kínverj- ar margs vísari um umheiminn. Íbúar Norður-Kóreu eru hins veg- ar algjörlega einangraðir. Einu út- varpstækin sem leyfð eru í landinu er aðeins unnt að stilla á innlendar stöðvar. Fáir landsmenn fá að heim- sækja höfuðborgina Pyongyang, á meðan milljónir Kínverja ferðast og stunda nám erlendis á hverju ári. Þegar stjórnvöld föluðust eftir leið- sögn í viðskiptastjórnun frá sænsk- um sérfræðingum var meira að segja óskað eftir því að þjálfunin færi fram við skilyrði sem líktust aðstæðum í Norður-Kóreu eins mikið og auðið yrði. Stjórnendanámskeiðið verður því ekki haldið í Stokkhólmi eða ann- arri frjálsri borg, heldur í Hanoi, höf- uðborg kommúnistaríkisins Víet- nam. Leiðtogar Norður-Kóreu, frá Kim Jong Il og niður allan valdastigann, virðast hafa lítinn sem engan skilning á þeim áhrifum sem fylgja opnun efnahagslífsins. Ólíkt Deng munu þeir telja þau óviðunandi. Því miður er útlit fyrir að hin langþreytta þjóð í Norður-Kóreu muni enn um sinn fá lítið annað að borða en súpu úr kál- stilkum og grassalat. Reuters Hermenn og óbreyttir borgarar ganga framhjá áróðursspjöldum í Pyongyang, höfuðborg Norður-Kóreu, í byrjun mánaðarins. Eldflaugar, Mikki mús og Norður-Kórea Eftir David Wall David Wall er sérfræðingur um mál- efni Asíu við Konunglegu alþjóða- málastofnunina. Þessar hræðilegu að- stæður eru afleiðing „juche“-stefnunnar, hinnar undarlegu teg- undar sósíalisma sem framfylgt er í Norður- Kóreu. © Project Syndicate RÚSSNESKI auðjöfurinn Borís Berezovskí tilkynnti úr sjálfskipaðri útlegð sinni í Frakklandi í gær að hann hefði ákveðið að láta fé renna til 163 mannréttindasamtaka, í því skyni að styrkja þróun borgaralegs réttarsamfélags í Rússlandi. Fögnuðu ýmsir talsmenn mann- réttindasamtaka sem starfað hafa í Rússlandi þessum tíðindum, en aðrir lýstu tortryggni og vísuðu til þess að fyrri athafnir Berezovskís hefðu beinlínis grafið undan lýðræðinu. Styrkir mannrétt- indasamtök Moskvu. AP. ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.