Morgunblaðið - 12.05.2001, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 12.05.2001, Blaðsíða 50
MINNINGAR 50 LAUGARDAGUR 12. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Sigurður Magn-ússon fæddist á Orrustustöðum á Síðu í Vestur- Skaftafellssýslu 28. júlí 1915. Hann lést á Landspítalanum 6. maí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Katrín S. Pálsdóttir og Magnús J. Sig- urðsson. Systkini Sigurðar voru Páll Jóhann, f. 27. ágúst 1914, d. 25. nóvem- ber 1926, Sólveig, f. 28. júlí 1915, tví- burasystir Sigurðar, dó nokk- urra daga gömul, Sólgerður, f. 23. ágúst 1916, d. 29. júní 1995, Þórey, f. 13. janúar 1918, Ingigerður, f. 12. janúar 1919, Pálhanna, f. 16. febrúar 1928, Sig- mundur Bergur, f. 5. febrúar 1923, Einar Þorfinnur, f. 20. júlí 1927, d. 1968, fórst með Þráni VE, Guðjón, f. 26. mars 1923, d. 25. apríl 1995, Ás- dís, f. 26. desember 1934, og Sigurrós, f. 23. september 1929. Útför Sigurðar fer fram frá Prestbakkakirkju á Síðu í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Föðurbróðir minn, hann Siggi, hefur nú kvatt þennan heim á sinn hljóðláta hátt, en þannig var hann Siggi, hafði ekki hátt og lét ekki mikið á sér bera. Hann skildi við þennan heim sunnudaginn 6. maí síðastliðinn eft- ir nokkuð langa og erfiða baráttu við krabbamein, og gat maður ekki annað en glaðst yfir þeim fréttum að hann hefði loksins fengið hvíld- ina. Eftir hádegi á sunnudaginn fékk hann sér kaffisopa, lagðist útaf og sofnaði svefninum langa á krabbameinsdeild Landspítalans. Ég ólst upp í sama húsi og hann þannig að hann hefur alltaf verið hluti af mínu umhverfi, og þegar maður lætur hugann reika þá koma upp margar skrítnar og skemmti- legar minningar. Siggi og jeppinn hans koma strax upp í huga manns, það var alveg örugglega að koma sumar þegar Siggi var kominn með málningar- pensilinn á loft og byrjaður að mála jeppann og kerruna, þá var hann byrjaður að undirbúa förina austur á Orrustustaði þar sem hann var uppalin en þangað fór hann alltaf yfir sumartímann og eyddi sínu fríi í tjaldi í gömlu hlöðunni, þar var hans ríki og þótti honum alveg örugglega ekki til betri staður í þessum heimi . Ein minningin um Sigga og jepp- ann: við að koma keyrandi ofan af Borgarspítala, jeppinn drepur á sér, hann fer út úr bílnum og byrjar að trekkja hann upp, þetta þótti manni ekki lítið fyndið. En enginn var tryggari sveitinni sinni, ef einhver minntist á Skaftafellsýslu lifnaði heldur betur yfir honum og var eins og opnað væri fyrir gáttir sem ann- ars voru að öllu jöfnu lokaðar og gat hann frætt þá sem á vildu hlusta allt um sveitina og fólkið þar sem var honum mjög kært. Siggi var ókvæntur og barnlaus, en hann var sérstaklega barngóður, dóttur mína Birnu Rán hélt hann mjög mikið upp á. Þegar hann bjó í Laufbrekkunni fór hún oft upp til hans að spila, fara í feluleik eða bara að spjalla og átti hann þá alltaf eitthvað gott til gefa henni, og liðu ekki þau jól eða páskar að hann færi ekki og keypti eitthvað smá handa henni Birnu. Núna rétt áður en hann dó fórum við og heimsótt- um hann og sá ég hvað honum þótti gaman að hún var með mér, þótt hann segði ekki margt. Ekki er hægt að skrifa um Sigga án þess að minnast á harmonikkuna og munn- hörpuna en á góðum stundum þótti honum ekki lítið í það varið að taka í nikkuna eða hörpuna og slá takt- inn á við þrjá. En nú verður hann jarðaður í sveitinni sinni, jeppinn skartar sínu fegursta á safni í sveit- inni og held ég að honum gæti ekki liðið betur. Guð blessi þig og friður sé með þér. Þín bróðurdóttir, Sigrún. Hvernig á að setja saman minn- ingargrein um þá, sem eru farnir, í fáum orðum, það hrannast fram smá minningarbrot, hvað á að setja á blað og hvað ekki? Lengst bjó Siggi „bromm“ eins og systkina- börn hans kölluðum hann oft, að Laufbrekku 27 íKópavogi, ásamt móður sinni, Einari bróður sínum og systrum Rósu og um tíma Sólu. Einar og pabbi byggðu húsið í sam- einingu, í mínum minningum byggði Siggi það líka, allavega var hann alltaf að múra, mála eða lagfæra eitt og annað sem laga þurfti. Það er varla hægt að gleyma gamla Willis jeppanum sem hann átti og var orðinn sýningargripur á safni undir Eyjafjöllunum síðast þegar ég frétti. Alltaf var farið austur að Orrustustöðum á jeppanum þó hann færi ekki hratt. Þegar ég hugsa um Sigga þá kemur í hugann vísubrot sem ég held að geti lýst huga hans talsvert. Þig, sem í fjarlægð fjöllin bak við dvelur og fagra minning tengdir líf mitt við, minn hugur þráir, hjartað ákaft saknar er horfnum stundum ljúfum dvel ég hjá. Hugur Sigga var mikið á Orr- ustustöðum, þangað fór hann á hverju sumri og vann við að dytta að hinu og þessu, meðal annars lag- aði hann gömlu hlöðuna og tjaldaði alltaf inní henni, þar var hann alla- vega öruggur um að tjaldið fyki ekki. Man ég eftir að hafa komið þar stundum þegar hann dvaldi þar. Hann var vel kynntur á mörgum bæjum í sveitinni og var víðast auð- fúsagestur. Hann lifði rólegu lífi og talaði ekki illa til fólks, lét öðrum eftir að dæma gerðir samferða- manna sinna. Siggi vann alla sína tíð verka- mannavinnu, eins og ég man eftir honum þá var hann handlangari hjá múrurum mestan hluta ævinnar en ég veit að áður vann hann sem vinnumaður í sveit, man ég eftir að hann hafi sagt mér að hann hafi verið í Pétursey eitt ár meðal ann- ars, mér finnst sennilegt að hann hefði viljað verða bóndi fyrir austan ef aðstæður hefðu leyft. Siggi var einhleypur og átti engin börn, en systkinabörn hans hænd- ust að honum og voru þau stundum sem hans eigin, sást það best þegar minningarathöfnin fór fram, þar mættu mörg þeirra ásamt systkin- um hans sem eru á lífi. Margir gáfu sér tíma til að mæta þrátt fyrir hraða nútímans. Kynslóðir koma og fara, ég trúi því að Guð úthluti okkur verkefnum til að leysa í hverju lífi, þú vannst þitt verkefni vel, núna ertu kominn yfir móðuna miklu þar sem ríkir ei- lífur friður, en ég held að skaparinn láti okkur endurfæðast og takast á við ný verkefni og við þroskumst í hverju verki sem hann úthlutar okkur. En núna þegar þú ert allur þá færðu að hvíla í kirkjugarðinum á Prestbakka þar sem meðal annars hvíla foreldrar þínir og tvíburasyst- ir Sólveig sem dó nokkra daga göm- ul, þar var þinn óska hvílustaður fyrir jarðneskar leifar þínar, en andinn er ekki horfinn, hann er komin í annan heim þar sem al- mættið mun úthluta honum ein- hverju öðru hlutverki. Þessi minnarbrot og hugleiðingar eru kveðja mín til þín. Kær kveðja, Karl Guðjónsson. Stundum vitjar dauðinn hægt og rólega og þannig vitjaði hann Sig- urðar Magnússonar frá Orrustu- stöðum sem að við kveðjum frá Prestbakka á Síðu í dag. Sigurður var móðurbróðir okkar systra og okkur afar kær. Siggi var einstak- lega þægilegur maður að hafa ná- lægt sér sem við sáum aldrei skipta skapi. Allt sem Siggi gerði var gert af vel yfirlögðu ráði og í rólegheit- um. Í minningunni er Siggi frændi að dytta að jeppanum sínum, Willys árgerð 1947. En þann jeppa átti hann árum saman og er hann nú á Byggðarsafninu á Skógum. Margar ferðir fór Siggi á honum austur á Síðu og tók sú ferð oft langan tíma. Þá var farið á æskustöðvarnar á Orrustustöðum og oft var Siggi þar margar vikur yfir sumartímann. Þar sló hann með orfinu sínu og fór í veiðiskap. En Siggi hafði alla tíð mikinn áhuga á öllum veiðiskap. Það var okkur yngra fólkinu einstök upplifun að koma og heimsækja Sigga þar sem hann hafði búið um sig í tjaldi og naut þess að vera aleinn í kyrrðinni á Orrustustöðum, hlusta á niðinn í bæjarlæknum og söng fuglanna. Þar var hann svo sannarlega kóngur í ríki sínu. Það var fljótt að vindast stressið af okk- ur nútímafólkinu við þessar aðstæð- ur. Gaman er að minnast á ferð sem farin var þegar Siggi varð áttræður. Þá var farið á Orrustustaði, tjaldað og slegið upp veislu. Þá fékk Siggi afmælisdag eins og hann vildi. Síð- an var komið við á Skógum og kíkt á jeppann. Siggi hafði alla tíð mjög gaman af lestri góðra bóka og átti gott bókasafn. Við áttum oft langar samræður um menn og málefni og kom þá oft í ljós hve vel hann var að sér, þá sérstaklega í ættfræði. Siggi hafði alla tíð mikið yndi af músik og spilaði oft löngum stundum á harm- onikkuna sína og á sínum yngri ár- um spilaði hann oft á böllum í sveit- inni. Í minningunni er Siggi frændi okkar þessi rólegi trausti maður sem öllum leið vel nálægt, með nef- tóbaksdósina sína og klútinn. Það var eins og allt væri svo mátulegt hjá honum, ekki of mikið eða lítið af neinu. Í rólegheitunum lifði hann löngu og góðu lífi og lengst af mjög heilsuhraustur. Seinustu tvö árin dvaldi hann á sambýli fyrir aldraða á Skjólbraut 1a í Kópavogi þar sem honum leið afar vel. Við systurnar viljum þakka þér samfylgdina og megi góður guð blessa minninguna um kæran frænda. Sigurlaug, Erla, Hadda, Kolbrún og Hekla. SIGURÐUR MAGNÚSSON ✝ VilhjálmurMagnússon fædd- ist á Hrollaugsstöð- um á Langanesi 4. júní 1917. Hann lést á Sólvangi í Hafnar- firði 5. maí síðastlið- inn. Hann var einka- barn foreldra sinna, Magnúsar Guð- brandssonar, og Hólmfríðar Svein- björnsdóttur. Kona hans var Guðrún Þórðardóttir frá Ísafirði, f. 18. ágúst 1915, d. 11. janúar 1998. Börn þeirra eru: 1) Þórður, maki Guðmunda Haralds- dóttir, hann á þrjú börn, þau búa í Garðabæ. 2) Hólmfríður, maki Skúli Geirsson, hún á fjögur börn og tólf barnabörn, þau búa í Hafn- arfirði. Magnús, maki Kristjana Jóhannesdóttir, hann á fimm börn og fimm barnabörn, þau búa í Kópavogi. 3) Sæmundur, maki Þóra Björgvinsdóttir, hann á eitt barn, þau búa í Hafn- arfirði. 4) Kristín, maki Guðlaugur Gústafsson, hún á fimm börn og og fjögur barnabörn, þau búa í Grindavík. 5) Helga, maki Páll Guðmundsson, hún á tvö börn og tvö barnabörn, þau búa á Húsavík. 6) Eva, maki Jón Árnason, hún á þrjú börn, þau búa í Hafnarfirði. 7) Ingólfur, maki Ásta Ó. Jónsdóttir, hann á tvö börn, þau búa á Sauðarkróki. Áður eignaðist Vilhjálmur son, Agnar, hann er ókvæntur og barnlaus og býr á Þórshöfn. Stjúpdóttir Vilhjálms er Hrönn Pétursdóttir, maki Einar Hans- son, hún á fjögur börn og sjö barnabörn, þau búa á Selfossi. Útför Vilhjálms fer fram frá Húsavíkurkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 11. Nú þegar sólin hækkar á lofti, gróðurinn er að lifna eftir vetrar- svefninn og loftið fyllist af fuglasöng eftir óvenju mildan og góðan vetur kvaddi háaldraður útnesjabóndi þetta líf. Skyldu honum Vilhjálmi frá Hrollaugsstöðum ekki hafa flogið í hug löngu liðnir vetur – þegar hann ræddi um einstaka veðurblíðu nýlið- ins vetrar – vetur sem hann barðist við norðlenskar stórhríðar, illviðri og jafnvel hafís, til að framfleyta stórri fjölskyldu á örreytiskoti á íslenskum útnára við ysta haf. Óvíst er hvort hugur Vilhjálms stóð til búskapar en forlögin skákuðu honum þarna niður. Hann var einkabarn foreldra sinna, fæddur á Hrollaugsstöðum á Langanesi 4. júní 1917, sonur búandi hjóna þar. Hann missti föður sinn ungur og bjó síðan með móður sinni, þar til kona kom í bæinn alla leið vestan af Ísafirði, þá færðust búsfor- ráð meira á hendur þeirra, en móðir hans bjó samt búi sínu áfram í skjóli þeirra. Nú bættust börn í hópinn og fjöl- skyldan stækkaði og litla kotið undir brattri fjallshlíðinni framfleytti ekki stækkandi fjölskyldu, en matarbirgð- ir voru nægar á næstu grösum, fiskur og selur uppi í landsteinum og fugl og egg í björgum, en að afla þessa matar kostaði strit og endalausa vinnu, vinnu frá morgni til kvölds. Þegar við tengdabörn Vilhjálms komum að Hrollaugsstöðum núna, sem eru nú aðeins túnbali og tóttar- brot, undrar það okkur hvernig það var hægt að lifa við slíkar aðstæður. Við nútímafólk getum sennilega aldrei sett okkur í spor þess fólks sem bjó við slíkar aðstæður víða um land. Árið 1964 brugðu þau búi og fluttu til Húsavíkur, þá var Vilhjálmur orð- inn slitinn af vinnu og striti langt fyr- ir aldur fram, búskapur á Langanesi var þá á miklu undanhaldi. Á Hrollaugsstöðum var ekkert raf- magn og samgöngur aðeins sumar- fær jeppavegur og vélvæðing engin. Þegar til Húsavíkur kom vænkað- ist hagur þeirra heldur, elstu börnin flutt að heiman og lífsbaráttan léttist. Vilhjálmur fékk vinnu í vöruskemmu KÞ og vann þar um árabil, hann vann einnig við fiskvinnslu þar til hann var orðinn 74 ára. Saga þeirra Vilhjálms og Guðrún- ar konu hans er dæmigerð saga um íslenskt alþýðufólk um og upp úr miðri 20. öld. Þau sátu aldrei í stjórnum eða nefndum, þau skrifuðu aldrei í blöð, töluðu aldrei á fundum, en komu upp stórum barnahóp og nú eru komin barnabörn og barnabarnabörn og munu afkomendur þeirra nú vera 70. Guðrún lést 11. janúar 1998 og upp úr því missti Vilhjálmur heilsuna og dvaldi á Hjúkrunarheimilinu Sól- vangi í Hafnarfirði síðustu þrjú árin. Fjölskylda Vilhjálms færir starfs- fólki Sólvangs alúðarþakkir fyrir frá- bæra umönnun og viðmót honum til handa. Þar leið honum vel. Þar sem góðir menn fara eru guðs vegir. Skúli Geirsson. Elsku afi. Loksins fékkstu hvíldina lang- þráðu og óskina uppfyllta um að koma í faðminn á elsku ömmu sem hefur eflaust beðið eftir komu þinni til sín í himnaríki. Mér þykir svo sárt að missa þig, afi minn. Söknuðurinn sem nístir mig ut- an frá leynir sér ekki en innst inni í hjarta mínu er lítil sál sem samgleðst þér að hafa fengið að sofna svefninum sem þú hafðir beðið eftir svo lengi, til að komast frá öllu erfiði, veikindum og sjóndepru sem hrjáði þig svo mik- ið. Ég minnist orðanna þinna þegar ég kom og heimsótti þig í síðasta skipti með pabba upp á Sólvang, þeg- ar þú sagðir að þegar sjónin færi þá væri lítið sem ekkert eftir af lífinu. Elsku afi, þú andaðist á stjörnu- bjartri nóttu, þegar skæra stjarnan þín skein svo skært, stjarnan sem hafði leitt þig lífsleiðina rétt eins og þú leiddir börnin þín lífsleiðina þeirra. En það kvöld, þegar allt var hljótt og friður ríkti hjá þér, fékkstu óskina þína langþráðu uppfyllta. Stjarnan dofnaði og hvarf inn á órannsakanlega vegi Guðs. Hlutverki hennar var lokið. Það var amma sem leiddi þig að lokum langrar og sællar ævi þinnar og breiddi faðminn út á móti þér og englarnir sungu og fögnuðu ykkur þegar þið höfðuð sam- einast á ný eins og þið voruð áður. Elsku afi minn, mér þykir svo vænt um þig og vildi óska að þú hefð- ir getað verið ögn lengur hjá okkur, heilsuhraustur og fylgst með okkur og gjörðum okkar. En nú veit ég að þér líður vel hjá ömmu, Guði og engl- unum hans og ég er fullviss um að þú fylgist með því hvernig okkur geng- ur. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Vald. Briem.) Elsku afi, ég þakka þér fyrir allar stundirnar sem við áttum saman og alla þá væntumþykju sem þú veittir mér. Mér þykir svo vænt um þig og ég mun aldrei gleyma þér, ég geymi minninguna kæru um afa á Húsavík á sérstað í hjartanu mínu. Guð blessi þig og varðveiti, elsku afi minn, hvíl í friði. Elsku pabbi og annað frændfólk, megi Guð vera með ykkur og styrkja okkur í sorginni. Sigurbjörg Magnúsdóttir. Elsku besti langafi okkar. Nú er víst komið að kveðjustund. Alltaf var nú gaman að koma til þín og langömmu á Húsavík. Þið tókuð alltaf vel á móti okkur. En svo þegar langamma dó þá varðstu að flytja á Sólvang í Hafnarfirði af því að þá varðstu líka orðinn svo veikur. Við munum ávallt elska þig, minnast og sakna. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Óskar Geir, Eyþór Ingi og Hafdís Birta. VILHJÁLMUR MAGNÚSSON Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Senda má greinar til blaðsins í bréfsíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höf- undar/sendanda fylgi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 2.200slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.