Morgunblaðið - 12.05.2001, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 12.05.2001, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. MAÍ 2001 31 Á NÆSTU þremur árum ætlar breska heilbrigðisráðuneytið að ráðstafa tíu milljónum punda í að þjálfa tíu þúsund hjúkrunarfræð- inga til enn frekari útgáfu lyfseðla. Að sögn fréttavefjar breska út- varpsins, BBC, er undirbúningur þjálfunarinnar þegar hafinn og munu þeir fyrstu ljúka henni næsta vor. Að henni lokinni munu hjúkr- unarfræðingarnir mega gefa út lyf- seðla vegna frjóofnæmis, bruna og eyrnabólgu. Einnig munu þeir fá aukin réttindi til að vinna að heilsueflingu eins og til dæmis með því að ávísa vítamínum til barns- hafandi kvenna. Hjúkrunarfræðingar ávísi nikótínlyfjum Auk þeirra tíu þúsund hjúkrun- arfræðinga sem nú stendur til að þjálfa munu 20 þúsund héraðs- hjúkrunarfræðingar og starfsmenn heilsugæslunnar, sem þegar hafa hlotið þjálfun samkvæmt núgild- andi lögum, einnig geta ávísað lyfj- um sem innihalda nikótín eins og plástrum, tyggjói og innúða. Betri þjónusta við sjúklinga Heilbrigðisráðherra Bretlands, Hunt lávarður, telur að fyrirhuguð rýmkun á leyfi hjúkrunarfræðinga til að ávísa lyfjum sé „mjög mik- ilvægt skref“ fram á við til þess að bæta aðgengi sjúklinga að þeim lyfjum sem þeir þurfa á að halda. Einnig telur hann að með þessu móti nýtist þekking hjúkrunar- fræðinga betur og að læknar hafi betri tíma til að sinna alvarlegri til- fellum. Breyting í rétta átt The Royal College of Nursing telur ákvörðun heilbrigðisráðu- neytisins spor í rétta átt en Mark Jones, RCN, ráðgjafi á sviði hjúkr- unarfræði, telur þó að ekki sé nógu langt gengið með breytingunni og að það valdi hjúkrunarfræðingum áhyggjum. Sjúklingar hefðu hag af að enn lengra væri gengið varðandi rýmkun á leyfunum, sérstaklega þeir sem haldnir eru langvinnum sjúkdómum eins og astma, sykur- sýki og kransæðasjúkdómum því sérhæfðir hjúkrunarfræðingar gætu fylgt eftir þeirra meðferð. Samkvæmt opinberum tölum í Bretlandi fer um þriðjungur af tíma heimilislækna í viðtöl vegna þessara sjúkdóma þannig að hið opinbera væri einnig að missa af tækifærum til hagræðingar. Íslenskir hjúkrunar- fræðingar ávísa ekki lyfjum Á Íslandi gilda þær reglur að hjúkrunarfræðingum er óheimilt að ávísa lyfjum. Einungis læknar hafa leyfi til þess. Breytingar ákveðnar á starfssviði hjúkrunarfræðinga í Bretlandi Fá rýmri heimildir til að ávísa lyfjum Í Bretlandi hafa hjúkrunarfræðingar haft takmarkaða heimild til að ávísa lyfjum og samkvæmt fréttavef BBC stendur nú til að rýmka þá heimild frekar. Markmið þessara breytinga er meðal annars að draga úr að- skilnaði verksviða lækna, hjúkrunarfræð- inga og annarra heilbrigðisstétta. Presslink Auk rýmri heimilda til að ávísa lyfjum er gert ráð fyrir að breskir hjúkr- unarfræðingar geti betur sinnt ófrískum konum. Mænurann- sóknir lofa góðu fyrir slasaða The Daily Telegraph. VÍSINDAMENN telja sig hafa uppgötvað leið til að fá taugar til að gróa aftur í skemmdri mænu, og vekur þetta vonir um með- ferð fyrir lamaða sjúklinga. Mannúðarsamtökin Action Research í Bretlandi, sem stóð straum af kostnaði við vinnu vís- indamannanna, segja uppgötv- unina vera „spennandi þátta- skil“ og að hún kunni að verða prófuð í klínískum tilraunum. Dr. James Fawcett, við Cam- bridge-háskóla, stjórnaði verk- inu. Í ljós kom, að þegar tiltekið ensím var sett í örvef í rottum fóru taugar að gróa á ný. Þegar heila- eða mænuskemmdir verða eru þær varanlegar og batna ekki með þeim hætti sem sár gróa. Skemmdar tauga- trefjar vaxa ekki aftur og tengsl við aðrar taugafrumur eru rofin. Dr. Fawcett segir að ein af ástæðum þess að taugatrefj- arnar vaxi ekki aftur sé sú, að örvefur á sársvæðinu myndi mólekúl sem komi í veg fyrir endurvöxt. Ensímið vinnur úr sumum þessara mólekúla og rannsóknirnar sýna að vöxtur hefst á ný. Greint er frá rann- sóknunum í tímaritinu Nature Neuroscience. TENGLAR ............................................. Tímaritið Nature Neuroscience: www.nature.com/neuro/
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.