Morgunblaðið - 12.05.2001, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 12.05.2001, Blaðsíða 43
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. MAÍ 2001 43 ÉG FAGNA mjög skýrslu Samkeppnis- stofnunar sem kom út nýlega um þróun mat- vöruverðs á undan- förnum árum. Skýrsl- an er öðru fremur áfellisdómur yfir verslanakeðjunum og birgjunum þ.e. heild- sölunum og framleið- endum matvæla. Skýrslan staðfestir spá mína í grein í Mbl. fyrir einum sex til sjö árum um fyrirsjáanleg yfirráð keðjanna yfir birgjunum. Í 2. kafla skýrslunn- ar sem er samantekt á helstu nið- urstöðum segir m.a. Er nú svo komið, að mati Samkeppnisstofn- unar, að matvörumarkaðurinn ein- kennist af kaupendastyrk verslun- arkeðja sem hefur leitt til við- skiptahátta sem kunna í sumum tilvikum að vera andstæðir sam- keppnislögum. Skyldi vera komin skýring á bágu gengi hverfabúð- anna undanfarin ár sem hver á fætur ann- arri hafa mátt loka og eigendur lent í miklum greiðsluerfiðleikum. Forsvarsmenn verslanakeðja hafa hreykt sér að lækkun vöruverðs og barið sér á brjóst þegar þeir lækka vöruverð hjá sér með annarri hend- inni, en hækka verð hjá öðrum með hinni hendinni sbr. eftirfar- andi málsgrein á bls. 8 í skýrslunni. Loks hafa birgjar bent á að gögn og aðrar upplýsingar sýni að birgjum hafi verið hótað af matvörukeðjum að viðskiptum við þá yrði hætt eða jafnvel að vörur hafi verið teknar úr sölu ef birgj- arnir hafi ekki getað haft áhrif á verð hjá öðrum matvöruverslunum! Hverjar eru þessar aðrar mat- vöruverslanir nema hverfabúðirn- ar? Kaupmaðurinn á horninu hefur að sjálfsögðu ekki hækkað sína álagningu, heldur reynt að þreyja þorrann og góuna á sífellt minnk- andi álagningu. Þökk sé Hróum verslanakeðjanna. Í skýrslunni seg- ir t.d. að meðalálagning á brauði sé allhá eða 50 til 70%. Hjá hverfabúð- unum er hún um 20%. Þetta litla dæmi sýnir hvert lækkun heildsölu- verðs fer. Tekið skal fram að út- söluverð á brauðum er það sama hvort heldur þú kaupir hjá kaup- manninum á horninu eða í stór- markaði. Það á reyndar við um flestar vörur. Nema hvað hverfa- búðirnar eru yfirleitt með ódýrari mjólkurvörur. Á bs. 13 í skýrslunni er talað um afsláttarkjör birgja verslunum til handa. Þar er talað um tölur frá 15 til 50%. Þessar tölur könnumst við hornkaupmenn ekki við en ef nefndar væru tölur eins og 3 til 5% þá erum við á heimavelli. Það er merkilegt hversu kylliflat- ir birgjar hafa legið fyrir keðjunum og fært þeim eignir sínar á silf- urfötum. Ekki bara það heldur látið einskis ófreistað að sparka í þá sem minna mega sín. Rétt er að nefna þær fáu undantekningar sem ég þekki en það eru Mjólkursamsalan, Osta- og smjörsalan, Rydens-kaffi þ.e. Gevalia-umboðið og Nói Síríus. Forsvarsmenn þessara fyrirtækja hafa hingað til haft siðferðilegt þrek til að synda á móti straumn- um. Ekki er hægt að minnast á Sláturfélag Suðurlands ógrátandi svo ekki verður það gert að sinni. Í skýrslunni segir á einum stað: Ljóst er að nálægð kaupanda við dagvöruverslanir er að öllu jöfnu æskileg ef ekki nauðsynleg. Í ljósi þessara orða er ábyrgð þeirra mikil sem láta einskis ófreistað að koma höggi á minnstu búðirnar. Lestur skýrslunnar leiðir til ým- issa hugleiðinga um hag hverfabúð- anna. Við mætum sífellt verra við- móti viðskiptabankanna sem hafa jú mikilla hagsmuna að gæta hjá verslanakeðjunum. Verðugt rann- sóknarefni. Borgaryfirvöld veitast líka í auknum mæli að okkur með hækkun gjalda og hvers kyns af- skiptasemi. Skipulag varðandi verslanir í nýjum hverfum er ekki í nokkru samræmi við þarfir íbúanna og svo mætti áfram telja. Rauði þráðurinn í skýrslunni er sá að ef birgjarnir makki ekki rétt og leggi sem flesta steina í götu minnstu búðanna skuli þeir sjálfir liggja óbættir hjá garði. Í lok þessa greinarkorns vil ég bjóða stóru birgðahúsunum að bæta ráð sitt gagnvart okkur fáu kaupmönnum sem tórum á hornum samfélagsins og taka okkur í við- skipti svo við getum hjálpað þeim að veita viðnám gegn verðbólgu. Kaupmenn fagna skýrslu Samkeppnisstofnunar Heimir I. Fjeldsted Höfundur er formaður Félags matvöruverslana. Skýrsla Ég vil bjóða stóru birgðahúsunum, að bæta ráð sitt, segir Heimir L. Fjeldsted, og taka okkur í viðskipti, svo að við getum hjálpað þeim að veita viðnám gegn verðbólgu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.