Morgunblaðið - 12.05.2001, Blaðsíða 72

Morgunblaðið - 12.05.2001, Blaðsíða 72
72 LAUGARDAGUR 12. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ NÝTT OG BETRA Álfabakka 8, sími 587 8900 og 587 8905 FYRIR 1090 PUNKTA FERÐU Í BÍÓ  HK DV  Ó.H.T RÚV  strik.is Sýnd kl. 5.30 og 8. Vit nr. 224. Sýnd kl. 2 og 3.50. Vit nr. 203. Sýnd kl. 2 og 3,50. Ísl tal Vit nr. 183. Sýnd kl. 3.40, 5.50, 8 og 10.15. Vit nr. 207 Sýnd kl. 1.50. Ísl. tal. Vit nr. 169 Sýnd kl. 10.30. B.i.16. Vit nr. 201 Kvikmyndir.com Óeðlilega snjöll! Sýnd kl. 5.40, 8, 10.20. B.i.16 ára. Vit nr. 228 Sýnd kl. 5.55, 8 og 10.10. b.i. 16 ára. Vit nr. 223Sýnd kl. 1.30, 3.40, 5.55, 8 og 10.20. . Vit nr. 233 Joel Silver framleiðandi Matrix er hér á ferðinni með dúndur spennumynd með topp húmor. Stefnir í að verða stærsta Steven Seagal myndin frá upphafi í USA. Frábær tónlist í flutningi DMX! Sýnd kl. 8.10 og 10.20. Vit nr 220. B.i.14.  Hausverk.is Sýnd kl. 2 og 4 Íslenskt tal. Vit nr 213. Sýnd kl. 2, 4 og 6. Ísl tal Vit nr. 231 Hún þurfti bara mánuð til að breyta lífi hans að eilífu" Keanu Reeves (Matrix) og Charlize Theron (Cider House Rules, Men of Honor) í rómantískri gamanmynd um mann sem hélt hann hefði allt. www.sambioin.is SWEET NOVEMBER KEANU REEVES CHARLIZE THERON Nýjasta myndin um Pokemon er komin til Íslands! HÁSKÓLABÍÓ þar sem allir salir eru stórir Hagatorgi sími 530 1919 Sýnd kl. 3 og 8. GSE DV ÓFE Sýn Sýnd kl. 3, 5.45, 8 og 10.15. eftir Þorfinn Guðnason.  HK DV Yfir 5 vikur á topp 20 Strik.is Ó.H.T Rás2 SV Mbl Lalli Johnslli Yfir 6000 áhorfendur Sýnd kl. 6 og 8.30. Sýnd kl. 2 og 10.30.  HK DV Kvikmyndir.com  strik.is  strik.is  Ó.H.T RÚV Sýnd kl. 10.Sýnd kl. 5.45. B.i.16 ára. THE GIFT Besta myndin í bænum ÓJ Stöð 2. Sýnd kl. 3, 5.30, 8 og 10.30. Hann var maðurinn sem hóf partýið. En öll partý taka enda. byggð á sannsögulegum heimildum Sýnd kl. 3, 5.30, 8 og 10.30. FRUMSÝNING Í KRINGUM seinustu versl- unarmannahelgi tók Þorgeir Guð- mundsson upp stuttmynd á BSÍ. Myndin er algjörlega unnin af ís- lensku kvikmyndagerðarfólki, en hún er hluti af meistaranámi Þor- geirs við kvikmyndadeild Columbia University í New York. Í lok skóla- ársins stendur skólinn fyrir stutt- myndakeppninni Polo Ralph Lauren New Works Festival of Columbia Film Makers, þar sem 50 bestu nem- endamyndirnar eru sýndar. Þessi keppni er orðin ansi sterk, úr henni þykir framtíðarhæfileikafólkið koma, og hefur hún virta styrktaraðila eins og nafnið ber með sér, en New Line Cinema er einn þeirra. Þorgeir gerði sér lítið fyrir og hlaut fyrstu verðlaun á úrslitakvöldinu hinn 21. apríl sl. Columbia þykir besti skólinn „Ég vissi áður en hátíðin hófst að ég var kominn í átta mynda úrslit þeirra mynda sem kennurunum þóttu bestar en þær eru sýndar á úr- slitakvöldinu. Myndin spilaðist mjög vel fyrir troðfullum sal og það var góð upplifun að sjá hana ásamt áhorfendum sem hrífast með og hlæja á réttum stöðum af mynd sem er á íslensku,“ segir Toggi og hlær en bætir við að hún hafi reyndar verið með enskum texta. – Fannst þér myndin þín best? [Þögn.] – Voru þetta góðar myndir? „Já, það kom mér á óvart hversu margar myndir voru virkilega fínar, og fleiri myndir sem ég sá sem hefðu átt fullt erindi á úrvalskvöldið. En annars er ég mjög ánægður með við- brögðin sem myndin mín fékk. Mér finnst líka 35 mm sýningareintakið koma vel út, en við tókum myndina upp á Super 16.“ Þorgeir segir að flestir álíti að Col- umbia sé orðinn besti kvikmynda- gerðarskólinn í Bandaríkjunum því stuttmyndirnar sem komi þaðan séu einfaldlega betri en þær frá UCLA; USC og NYU, sem einnig eru mjög háttskrifaðir skólar. „Student Academy Award er keppni á landsvísu og mynd frá Col- umbia hefur oftast unnið undanfarið. Einnig verðlaunin sem Samtök am- erískra kvikmyndaleikstjóra veitir.“ Hefur ekki skrifað undir neitt „Sú sem stóð í mínum sporum í fyrra vann þessi verðlaun og var síð- an tilnefnd til Óskarsverðlaunanna fyrir bestu stuttmyndina.“ – Gerir þú þér vonir um slíkt hið sama? „Nei, nei...,“ segir Þorgeir og bæt- ir við að sér hafi þegar hlotnast mikill heiður þegar hann kom á BSÍ um daginn og sá að búið var að hengja þar upp viðtal úr Morgunblaðinu sem tekið var við hann þegar tökurnar stóðu yfir. „Ef ég held rétt á spöðunum ætti þetta að geta orðið alvöru stökk- pallur fyrir mig. Ég fæ fullt af raf- pósti frá aðstendendum hátíða og ég er í því að senda þeim eintak af myndinni. Vikuna eftir úrslitakvöldið var ég á stanslausum fundum í New York með umboðsaðilum og fram- leiðendum. Sumir vildu vita hvað mig langar að gera næst, aðrir vildu koma þessari mynd áfram, og enn aðrir vildu redda mér verkefnum og fá prósentur af því. Allir segjast vilja taka þátt í koma ferli mínum af stað, eins og þeir segja,“ segir Toggi og hlær, en segist ekki hafa skrifað und- ir neitt ennþá. „Þeir sendu mig í viðtal hjá USA Films sem framleiddu „Traffic“ sem er verið að sýna núna í bíó, og við verðum í sambandi á árinu. Ég á að senda honum handrit sem ég hef skrifað og hann vill senda mér hand- rit til yfirlestrar.“ – Hvað fannst Kananum skemmti- legt við myndina? „Það að hún gengur upp. Fólki fannst hún góð því hún segir einfalda sögu mjög myndrænt. Það er lítið um samtöl, meira er sagt með myndum og hljóði. Þeim fannst það spennandi, og líka skrýtið. Þetta eru tvær týnd- ar sálir sem óvart hittast. Myndin fjallar um eitt augnablik þeirra á milli. Búið. En ég fann líka fyrir spenningi fyrir Íslandi hjá öllum sem ég talaði við.“ – Og samt sjást engin fjöll og engir hestar? „Nei, allt tekið inni á BSÍ. Maður sér Hringbrautina, og svo er eitt fal- legt skot af Tjörninni við sólarupp- rás.“ BSÍ í Cannes „Næsta skref er að koma mynd- inni á sem flestar kvikmyndahátíðir og ég kynntist reyndar náunga sem vill endilega hjálpa mér í því og að selja myndina til evrópskra sjón- varpsstöðva.“ BSÍ verður reyndar sýnd á kvik- myndahátíðinni í Cannes. Jóhann Sigmarsson er þar að kynna Stutt- myndadaga í Reykjavík. Í tengslum við það sýnir hann kvikmynd sína Óskabörn þjóðarinnar í Kodak- skálanum hinn 16. maí og bað Þor- geir um að fá að sýna BSÍ á undan sinni mynd. „Og ég sagði ekki nei við því, segir Þorgeir og glottir. „Ég var að pæla hvort ég ætti ekki að skella mér þangað.“ En fyrir þá sem hafa áhuga á þess- ari litlu og ljóðrænu mynd en komast ekki til Cannes þetta árið, þá verður BSÍ opnunarmynd Stuttmyndadaga í Reykjavík sem hefjast hinn 22. maí. Íslensk stuttmynd verðlaunuð Mögulegur stökkpallur Morgunblaðið/Kristinn Þorgeir Guðmundsson steig á verðlaunapall. Tvær týndar sálir fá sér kaffi á BSÍ. Þórunn Magnúsdóttir og Þórir Bergsson. BSÍ fjallar um eitt augnablik á milli tveggja týndra sálna sem óvart hittast. Hildur Loftsdóttir hitti leikstjórann.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.