Morgunblaðið - 12.05.2001, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 12.05.2001, Blaðsíða 9
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. MAÍ 2001 9 Spennandi og flottur sumarfatnaður 15% afsláttur af öllum frúarkjólum Engjateigi 5, sími 581 2141. Opið virka daga frá kl. 10.00—18.00, laugardaga frá kl. 10.00—15.00. Afmælis-og sölusýning Ekta síðir refapelsar á kr. 75.000. 10% afsláttur af öllum ljósum. Allt að 50% afsláttur af handunnum húsgögnum. Mikið úrval af púðum, rúmteppum og dagdúkum. Verið velkomin. Opið virka daga frá 11—18 og laugard. frá 11-16 Sigurstjarnan Suðurlandsbraut 50 (bláu húsin), sími 588 4545.                            v i ð Ó ð i n s t o r g 1 0 1 R e y k j a v í k s í m i 5 5 2 5 1 7 7 • • • mkm Opið í dag frá kl. 11-17 JOBIS JAEGER BRAX GISPA BLUE EAGLE Neðst við Dunhaga sími 562 2230 Opið virka daga kl. 10–18 Opið laugardaga kl. 10–16 Hörkjólar, -jakkar, -buxur Ný sending FYRIR KLASSAKONUR Laugaveg 63, sími 551 4422 GERRY WEBER Þýsk klassík Gott verð GÆSLUVARÐHALD yfir Litháun- um þremur sem grunaðir eru um innbrot í verslanir Bræðranna Ormsson og Hans Petersen hefur verið framlengt þar til dómur fellur en þó ekki lengur en til 21. júní nk. Úrskurðurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur en menn- irnir hafa kært hann til Hæstarétt- ar. Lögreglan í Reykjavík hefur lokið rannsókn en verið er að afla gagna um mennina frá Evrópu. Samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins eiga mennirnir allir nokk- urn sakarferil að baki. Tveir þeirra hafa verið dæmdir fyrir þjófnaði í Svíþjóð og sá þriðji hefur hlotið dóm fyrir sams konar brot í Þýskalandi og verið dæmdur tvívegis til refs- ingar í Litháen. Þá hefur einn þeirra verið dæmdur fyrir að framvísa föls- uðu vegabréfi í Eistlandi. Lögreglan bíður þess nú að lög- regluyfirvöld í Sviss sendi upplýs- ingar um mennina en svissneska lög- reglan mun hafa haft afskipti af þeim. Rannsókn á innbrotum í Hans Petersen og Bræð- urna Ormsson lokið Í gæsluvarð- haldi þar til dómur fellur STARFSMENN Rauða kross Ís- lands tóku upp klippur, klórur og kústa til að fegra umhverfi sitt á föstudag í tilefni hreinsunarviku í Reykjavík sem nú stendur yfir. Hér eru þau Stefán Pálsson, Sól- veig Hildur Björnsdóttir og Sig- rún Árnadóttir í beðunum í Efsta- leiti. Umhverfið fegrað Í DÓMSMÁLARÁÐUNEYTINU er nú unnið að könnun á þeim breyt- ingum sem orðið hafa á norrænni kynferðisbrotalöggjöf. Sólveig Pét- ursdóttir dómsmálaráðherra segir að ef ástæða þyki til verði sambæri- leg lagaákvæði hér tekin til endur- skoðunar. Verði niðurstaðan sú að breyta þurfi lögunum verði laga- frumvarp þess efnis lagt fyrir Al- þingi í haust. Í Morgunblaðinu á þriðjudag kom fram að refsingar við misneytingu, þ.e. kynferðisbrotum þar sem þol- andi getur ekki varist sökum áfeng- isdauða eða svefndrunga, er sex ár. Á síðustu tveimur árum komu 60 mál til kasta Neyðarmóttöku vegna nauðgana þar sem fórnarlambið svaf áfengissvefni. Sólveig segir hugsanlegt að setja viðurlög við slíkum brotum inn í sama refsiramma og nauðganir þar sem beint ofbeldi er þáttur í verkn- aðaraðferðinni en hámarksrefsingin við slíkum brotum er 16 ára fang- elsi. Sólveig bendir á að í Noregi hafi verið gerðar breytingar í þessa veru. Norðmenn hafi jafnframt minnkað þær kröfur sem gerðar eru til þess að gerandinn geri sér grein fyrir því að brotaþolinn er mótfall- inn verknaðinum. Fyrningarfrestur miðaður við 18 ára aldur Sólveig segir íslensku hegningar- lögin í reynd vera í sífelldri endur- skoðun. Aðspurð um fyrningarfrest varðandi kynferðisbrot gegn börn- um bendir hún á að árið 1998 hafi verið gerðar breytingar á reglum hegningarlaga um fyrningu sakar þannig að fyrningarfrestur byrjar ekki að líða fyrr en barnið nær 14 ára aldri. „Á Norðurlöndunum má finna sambærilegar reglur. Í Sví- þjóð byrjar fyrningarfresturinn að líða við 15 ára aldur en í Danmörku og Noregi við 18 ára aldur. Ég tel rétt að skoða breytingar í þessu veru, þar á meðal kemur vel til greina að miða upphaf fyrningar við hærri aldur en nú er gert,“ segir Sólveig. Í allri umræðu um kynferðisbrot verði þó að hafa í huga hversu sönn- unarstaðan geti verið erfið í þessum málum. Sérstaklega ef langur tími líður frá broti og þar til þolandinn leitar sér aðstoðar. Sólveig segir að verulegar um- bætur hafi átt sér stað í þessum málaflokki á undanförnum árum, s.s. tilkoma Neyðarmóttöku fórnar- lamba kynferðisbrota, betri lög- reglurannsóknir, bætt staða brota- þola í málsmeðferð, lög um nálg- unarbann og lög um bótagreiðslur til brotaþola sem nýlega hafa verið rýmkaðar. „Þótt margt hafi verið vel gert að undanförnu er full ástæða til þess að skoða málin betur og vinna áfram að breytingum til batnaðar og að því stefni ég.“ Ráðherra um fyrningar á kynferðisafbrotum gegn börnum Telur rétt að miða fyrn- ingarfrest við hærri aldur ENGIN hækkun er fyrirhuguð á fargjöldum hjá breska flugfélaginu Go sem nú flýgur á milli Íslands og Bretlands átta mánuði á ári. Flug- leiðir hafa tilkynnt að þeirra far- gjöld muni hækka um 6% frá og með 15. maí nk. til að mæta kostn- aðarhækkunum sem gengið hafa yf- ir upp á síðkastið vegna hræringa á gjaldeyrismörkuðum og kostnaðar af mikilvægum aðföngum. Jón Hákon Magnússon, talsmað- ur Go-flugfélagsins á Íslandi, segir að hækkun á fargjöldum sé ekki í farvatninu hjá Go þó að ekki sé ljóst hvort það muni ganga eftir í allt sumar. Hann segir t.d. enn þá nokkuð framboð á sætum á 15.000 krónur en fólk þurfi oft að leita með þolinmæði að slíkum sætum á Net- inu. Go-flugfélagið er nýbúið að lengja tímabilið sem þeir fljúga til Íslands um einn mánuð og fljúga nú frá mars fram í október, eða átta mánuði á ári. Að sögn Jóns Hákon- ar er búið að bjóða um 30.000 sæti hvora leið á þessu tímabili og nú sé mjög góð nýting á vélunum og Bretarnir byrjaðir að gera vart við sig. Engin hækkun á fargjöld- um Go
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.