Morgunblaðið - 12.05.2001, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 12.05.2001, Blaðsíða 68
EKKERT atriði er svo smávægilegt að það sé ekki tínt til í vikunni fyrir söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. Á meðal þess sem rætt hefur verið í Danmörku og Þýskalandi með blöndu af gamni og al- vöru eru framtennur ís- lenska söngvarans Kristjáns Gíslasonar. Hann lætur sér slíkt í léttu rúmi liggja enda þýðir ekkert að vera með neinn fýlusvip þegar augu 700 blaðamanna eru hvarvetna og öll umfjöllun telst af hinu góða. Veðjað á Ísland Kristján og Gunnar Ólason, sem syngur lagið „Angel“ með honum fyrir hönd Íslands, hafa haft í nógu að snúast síðustu viku. Ekkert tæki- færi hefur verið látið ónotað til að koma sér á framfæri og tækifærin hafa verið næg. Bein útsending í sjónvarpi þar sem rætt er hvað minni þá helst á Danmörku, keppt við hina dönsku Rollo og King í Tívolí þar sem þeir höfðu reyndar stórt hvítt lukkudýr upp úr krafsinu, ótal viðtöl og myndatökur, að ógleymdum aðdáendunum, sem eru á hverju strái. Einn þeirra, formaður aðdá- endaklúbbs keppninnar í Danmörku, færir þeim lukkudýr, syngur lagið fyrir þá á íslensku og segist búinn að leggja 2.000 ísl. kr. undir íslenskan sigur. Gunnar og Kristján þakka fyr- ir sig með því að syngja fyrir for- manninn. „Það skiptir máli að vera opinn og hress, að vera til í allt og láta vel í sér heyra,“ segir Gunnar. „Sumir hinna keppendanna hafa blaðamannahjörð og sjónvarpsvélar stöðugt í kringum sig og allt sem þeir gera vekur at- hygli. Við hugsuðum með okkur hvað við gætum gert til að ná athygli og komumst að þeirri niðurstöðu að best væri bara að syngja.“ Og það hafa þeir gert svikalaust, Gunnar og Kristján bresta í söng á blaðamanna- fundum, á kajanum fyrir utan hót- elið, á veitingastöðum; hvar sem áhorfendur er að finna. Íslensku keppendurnir hafa verið spurðir um allt á milli himins og jarð- ar, og þá ekki síst hvers vegna Krist- ján hafi ekki látið rétta í sér fram- tennurnar? „Fólk hefur meira að segja komið til mín til að ræða þetta, einn blaðamaður lýsti því yfir að sér fyndist það sjarmerandi að vera ekki með fullkomnar tennur. Ég hef reyndar oft verið spurður að þessu og ákvað fyrir löngu að láta ekki rétta þær,“ segir Kristján og glottir svo skín í hinar umtöluðu tennur. „Fólk er nærri því undantekning- arlaust ótrúlega jákvætt og hrósar okkur í bak og fyrir. Það er hins veg- ar útilokað að meta það hversu mikil alvara býr að baki. Og jafn erfitt er að meta hvort svona keppni kemur manni til góða vilji maður koma sér á framfæri erlendis, það er þó að minnsta kosti ljóst að hún skemmir ekki fyrir.“ Beðið eftir áhorfendunum Æfingar hafa staðið alla vikuna fyrir hálftómum sal og segjast Krist- ján og Gunnar orðnir óþreyjufullir að syngja fyrir áhorfendur. „Áður en við komum út hugsuðum við mikið um það hvernig yrði að syngja í svona stórum sal,“ segir Kristján. „Þegar við stigum fyrst á svið hvarf hins vegar allur taugaóstyrkur, við nutum þess að syngja og viljum nú bara vinda okkur í lokakvöldið. Það verður auðvitað ekkert komist hjá einhverjum óstyrk þegar á hólminn er komið en það á nú við um alla.“ Þeir eru hógværir þegar að því kemur að meta möguleika lagsins, segjast vonast til þess að lenda í einu af tíu efstu sætunum. Gunnar er hrifnastur af rússneska laginu; „þetta er hljómsveit sem hefur verið að spila fyrir 100.000 manns á tón- leikum“, en Kristján af því hollenska; „einföld útsetning, raddir, berfættar söngkonur og kassagítar“. Þeir eru hins vegar sammála um að Frakk- land og Svíþjóð séu sigurstrangleg- ust, auk þess sem Kristján er þess fullviss að Malta muni lenda ofarlega á lista. Ótrúlega gaman Hvorugur hefur tekið þátt í söngvakeppninni áður, Kristján hef- ur hins vegar einu sinni sungið í und- ankeppninni á Íslandi þar sem hann komst í 2. og 10. sæti. „Áður en við komum vissum við takmarkað hvað við vorum að fara út í. Við vissum að við ættum að syngja á stærra sviði en við hefðum nokkurn tíma sungið á áður, sitja fyrir svörum á blaðamannafundum og vera mynd- aðir í bak og fyrir,“ segir Gunnar. „Við gerðum okkur auðvitað enga grein fyrir umfanginu. Þetta er búin að vera ótrúlega skemmtileg vika, við höfum verið að nærri því allan sólarhringinn en það er þess virði,“ bætir Kristján við. „Svona nokkuð gleymist aldrei, heima er maður bara prenthönnuður en hér svífur fólk á mann og biður um eiginhandarárit- un. Eftir helgi tekur svo vinnan við að nýju hjá prenthönnuðinum og hljóðfærasalanum.“ En því fer þó fjarri að tónlistin sé lögð á hilluna, þeir stefna að því að gefa út plötu síðla sumars, þar sem þeir starfa m.a. með lagahöfundi „Angel“ (Birtu), Einari Bárðarsyni. Hann er þegar farinn að þreifa fyrir sér um útgáfu í Evrópu enda ekki eftir neinu að bíða þegar tækifæri gefst til að ræða við plötuútgefendur og fjölmiðlafólk hvaðanæva á stærstu söngvakeppni sem samband evrópskra sjónvarpsstöðva hefur nokkurn tíma staðið fyrir. Brostið í söng Íslensku keppendurnir í söngvakeppni evr- ópskra sjónvarpsstöðva hafa látið vel í sér heyra í Kaupmannahöfn síðustu daga og hafa ekki látið neitt tækifæri ónotað til að syngja fyrir gesti og gangandi. Kristján og Gunnar í Nýhöfn í blíðskaparveðri.  Atkvæðaseðill er á bls. 58 Morgunblaðið /Ásdís      * + ,   * ,     - . / $& 0   12  $& 0" $& $3! 0  0  0  . 0  0   $3! 4  5  )   67"#!""  " 8     9 ( ""   .$ .   ! 8 "&    .7"& .2 !2)$ 2 : #  "   =   + &" &; <    =;>LA  MN<+ 6  : 9"? ""  " 6   @  "   4 $ ?2 "6   "! L4   9  N3 P Q O (>! &% "! @" 6     $&/ "  @ 2( = )!"  ""   $&/ "  /! 6    :!A ""  BA    /! ""  (  ?2 "<  % "!5$  5& A 12 +3 !4   4 4 5 *> R #&(' #&() #&(( #&(& #&&" #&&# #&&! #&&$ #&& #&& #&&' #&&) #&&( #&&& !""" !""# ÉG KOMST að því núna um daginn að enn einu sinni er búið að breyta reglunum um hverjir keppa aftur að ári. Núna eru það 15 efstu löndin í keppninni í kvöld, al- gjörlega óháð árangri síðustu ára. Reyndar eiga Spánn, Bretland, Þýskaland og Frakkland fast pláss í keppninni vegna þeirra fjármuna sem þau leggja í keppn- ina og því gæti farið svo að 19 lönd kepptu aftur næst. Við skulum líta á stöðu mála og spá í spilin. Enginn séns Portúgalska lagið ætti ekki að fá stig, en vegna gríðarlegs fjölda Portúgala í Frakklandi, fá þeir 12 stig þaðan. En það verða líka þau einu. Lag Íra er í sama hópi. Ætti ekki skilið að heyrast aftur, en næl- ir sér líklega í örfá stig hér og þar, en tapar ballöðukeppninni við Frakkland og Noreg örugglega. Lagið frá Tyrklandi er falleg ballaða, sungin á tyrknesku og ensku, en á því miður litla mögu- leika í kvöld, nema söngvarinn fái atkvæði fyrir hvað hann er sætur. Margir aðdáendanna kunna ágætlega að meta framlag Hol- lands. Það eru því miður samt að- allega þeir hollensku, og útkoman í kvöld á örugglega eftir að valda mörgum vonbrigðum. Stelpan syngur sitjandi á sviðinu lag sem er alls ekki nógu dramatískt til þess að það gangi. Söngkonan er heldur engin Kate Bush og þetta virkar því fremur sem leti en stíll! Erfiðu lögin Lag Lettlands er sérstök „kántrýsveifla“ sem erfitt er að gera sér í hugarlund að nái til áhorfenda. Maður veit þó aldrei. Það sama má segja um lagið frá Bosníu-Hersegóvínu. Mjög spes lag, með svipaðri stemmningu og framlag þeirra ’99, en ekki eins sterkt. Pólska framlagið reynir að vera sumarstuðlagið í ár en mistekst það hrapallega. Gæti þó höfðað til einhverra en tapar að öllum lík- indum fyrir mun betri lagasmíðum og flytjendum. Þess má geta að margir hafa beðið stílista íslenska hópsins, Svavar Örn, um eigin- handaráritun, enda eru þeir Piasek um margt svipaðir yfirbragðs. Svavar Örn er þó ögn hógværari en Piasek, sem telur sig hið mesta kyntröll og stærstu stjörnu Pól- lands. Litháen er nú með í keppn- inni í þriðja sinn og ég vona að nú takist þeim að halda sér inni í keppninni. Það er þó heldur ólík- legt, en skoðanir eru mjög skiptar um ágæti lagsins „You Got Style“. Mér finnst það virka, flutningurinn er mjög lifandi, en mörgum finnst það bara falskt! Rétt örugg inni Lag Króatíu stefnir á topp 5 en nær ekki í gegn, bæði vegna stað- setningar og þess að það eru betri lög í sama stíl. Þýska söngkonan Michelle er algjör norn, heimtaði að nafna sín frá Hollandi breytti nafninu, heilsaði ekki hinni 16 ára Lindsay, og strunsaði út úr ráðhús- boðinu. Fær reyndar talsverða at- hygli í vikublöðunum hér, fyrir hjónabönd og skilnaði en ekki hæfileika. Flytjendur Eistlands, þeir Tanel og Dave, eru sérstakur dúett. Tan- el er ungur og sætur, kærasti og fyrrum bakrödd söngkonunnar Ines sem keppti í fyrra. Dave er um fimmtugt, frá Aruba og hefur unn- ið með Tom Jones. Lagið heldur líka að það sé Sexbomb! Á mörkum topp 10 Ísraelska lagið er skemmtilegt lag og þjóðlegt, eitt af örfáum lög- um sem ekkert er sungið á ensku. Lögbundin ísraelsk hópkóreógraf- ían með lambaða-töktum gæti sveiflað því ofar. Söngvari Möltu, fótboltastrák- urinn Fabrizio, syngur lagið „An- other summer night“ sem keppir um sumarsmellsatkvæðin við lög Spánar, Slóveníu, Bretlands og Grikklands og gæti unnið þá keppni. Held samt ekki. Spánn leitar á sömu mið með Enrigue Iglesias-hermikrákunni David Civera. Virkar vel á sviði, er grípandi, en tapar líklega barátt- unni um atkvæðin. Enn á ný reyna Svíar að vinna með ABBA-lagi og tveimur söngkonum. Í þetta sinn endurvinna þeir belgíska lagið frá 1996 og blanda inn í það töktum úr „Winner Takes It All“. Það lag sem flestir veðja á, en ég held að áhorf- endur sjái í gegnum lagið. Stúlk- urnar eru líka ansi óstyrkar á svið- inu, sér í lagi sú ljóshærða. Örugg inni á topp 10 ÍSLAND. TwoTricky-flokkurinn á eftir að gera góða hluti. Þau líta ljómandi vel út á sviðinu, eru sjálfs- örugg og ágætlega staðsett í upp- hafi keppninnar og það er ekkert lag í sama stíl. Helst að hægt sé að flokka það með danska laginu. Rússland á eftir að koma mikið á óvart með hljómsveit sem nefnist Múmínálfurinn! Falleg melódía og sérstakur söngvarinn eiga eftir að höfða til mun fleiri en talið er, sbr. Lettland í fyrra. Breska stúlkan Lindsay er sæt og viðkunnanleg og hún getur sungið. Mjög grípandi lag og gæti verið í toppslagnum. Lagið „Energy“ frá Slóveníu, er strax á eftir í röðinni og leitar á sömu mið og því er mikil hætta á að hvorugt lagið nái inn í toppbaráttuna. Söngkonan Nuša Derenda er þó rosagóð og það gæti ráðið úrslit- um. Toppslagurinn Eftirlæti flestra „júróaðdáenda“, m.a. mitt, er franska lagið sem flutt er af kanadískri söngkonu, Nat- asha Saint-Pier. Þetta er ofsalega falleg ballaða sem minnir á gömlu Celine Dion lögin, t.d. á „Pour que tu m’aimes encore“. Hefði líklega unnið dómnefndakeppni en gæti tapað á símakosningu. Norska lagið á aftur á móti eftir að koma á óvart. Söngleikjadrottn- ingin Haldor er frábær flytjandi og lagið á eftir að fá atkvæði þeirra sem vilja hlusta á kraftmikla söngvara. Sumarsmellur kvöldsins verður gríska lagið „Die for you“ sem flutt er af grísk-sænska systkinadúettn- um Antique. Lagið er næstsíðast í röðinni og er að mínum dómi besta danslag keppninnar. Lagið er pínu- þjóðlegt, að mestu sungið á grísku en viðlagið er á ensku og virkar það ótrúlega vel. Sigurvegararnir DANMÖRK!!! Ég tel ekkert geta komið í veg fyrir að Danir sigri á ný. Þetta er síðasta lag keppn- innar, flutt af ofurviðkunnanlegu fólki, grípandi og eitt af fáum lög- um sem höfðar til fólks óháð aldri og þjóðerni. Hin fagra Signe kem- ur syngjandi inn á sviðið í miðju lagi og Parken á eftir að springa. Góða skemmtun! Hverjir vinna og hverjir tapa? Nusa Der- enda á sumarslag- arann í ár að mati Reynis. Kanadíska söngkonan Natasha St. Pier sem syng- ur fyrir Frakkland. Evróvisjónkeppnin er í kvöld. Reynir Þór Sigurðsson er í Kaupmannahöfn og spáir í spilin. Evróvisjón Rollo & King syngja danska lagið sem Reynir spáir sigri. FÓLK Í FRÉTTUM 68 LAUGARDAGUR 12. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.