Morgunblaðið - 12.05.2001, Side 14

Morgunblaðið - 12.05.2001, Side 14
Hluti af tillögu Hjörleifs Stefánssonar. Á myndinni sést m.a. hvar gert er ráð fyrir nýju húsi beint á móti Iðnó. HUGMYNDIR að bygging- um og breytingar á bygg- ingum á lóðum við Lækj- argötu voru nýlega kynntar í stjórn Miðborgarsamtak- anna. Hugmyndir þessar byggj- ast á grein um skipulagsmál í miðborginni sem Hjörleifur Stefánsson arkitekt skrifaði fyrir um 15 árum. „Upphafið má rekja til þess að það átti að flytja húsið Lækjargötu nr. 4 upp á Árbæjarsafn og byggja annað hús í staðinn. Í grein- inni færði ég rök fyrir því að menn ættu ekki að með- höndla miðbæinn eins og þarna var verið að gera heldur ættu menn að gera við þessi gömlu hús og stækka þau jafnvel. Það væri hluti af náttúru þeirra,“ segir Hjörleifur um tildrög skrifanna og bendir á að mörg af eldri húsum borg- arinnar hafi í fyrstu verið lítil en síðan hafi smátt og smátt verið byggt við þau. Bolli Kristinsson, sem á sæti í stjórn Miðborgarsam- takanna, hefur kynnt sér hugmyndir Hjörleifs. „Mér finnst þetta per- sónulega alveg prýðisgóðar hugmyndir,“ segir Bolli sem fékk Þorstein Bergsson, framkvæmdastjóra Minja- verndar, til að lagfæra teikningarnar í samráði við Hjörleif. Í hugmyndum Hjörleifs er m.a. gert ráð fyrir húsi á móti Iðnó á horni Vonar- strætis og Lækjargötu sem samsvarar Iðnó með tilheyr- andi turni. Einnig er lagt til að hæðum á byggingunni þar sem Íslandsbanki er nú til húsa sé fækkað. Í grein sinni leggur Hjörleifur enn fremur áherslu á að „ný hús sem byggð verði í skörð ættu skilyrðislaust að lúta að nágrannabyggðinni í stærð og lögun“ um leið og þau beri einkenni síns tíma. Að sögn Bolla var almenn ánægja með hugmyndirnar á fundi Miðborgarsamtak- anna. Gert ráð fyrir húsi með turni gegnt Iðnó Miðborg Gamlar miðborgarhugmyndir í endurnýjun lífdaga HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 14 LAUGARDAGUR 12. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÞRÍR nýir skólar munu taka til starfa í Reykjavík í haust og er einn þeirra Víkurskóli í Grafarvogi. Er þar um að ræða 4.500 m2 byggingu og var fysta skóflustunga tekin 3. apríl í fyrra. Þetta verður heildstæður grunnskóli, með um 400 nemendur frá 1.–10. bekk, en næsta skólaár munu 9.–10. bekkingar úr Víkurhverfi þó verða áfram í Engjaskóla. Hluti skólans tilbúinn í haust Árný Inga Pálsdóttir hef- ur verið ráðin skólastjóri Víkurskóla. Hún er fædd á Selfossi en hefur allan sinn fullorðinsaldur búið á höfuð- borgarsvæðinu. Eftir að hún útskrifaðist sem kennari vann hún fyrst í Hóla- brekkuskóla í Reykjavík í fimm ár, var svo aðstoðar- skólastjóri í Kópavogi, fór þaðan í stjórnendanám til Kaupmannahafnar og hefur síðustu þrjú ár verið skóla- stjóri í Heiðarskóla í Kefla- vík. „Ég er að hluta til tekin við að undirbúa næsta skóla- ár í Víkurskóla,“ sagði Árný í samtali við Morgunblaðið. „Skólahúsnæðið er í bygg- ingu og stefnt er að því að taka 10 almennar kennslu- stofur í notkun í haust. Þessi skóli er hugsaður fyrir u.þ.b. 400 börn. Það verður í hon- um öll aðstaða til kennslu og að auki félagsaðstaða, mötu- neyti og íþróttahús. Það eina sem ekki verður þar er sund- laug. Það er stefnt að því, að húsnæðið allt verði tilbúið haustið 2002.“ Að sögn Árnýjar er ekki ljóst hversu margir koma til með að hefja nám í skólanum í haust, en nú þegar er búið að innrita um 130 börn. Eitt- hvað gæti þó átt eftir að bætast við þá tölu því bygg- ingarframkvæmdir væru í gangi í hverfinu. Útikennsla tengd náttúrufræði „Stærsti hluti barnanna kemur úr Korpuskóla og við erum að tala um að reyna að taka inn 1.–8. bekk í haust en það er alveg öruggt með 1.–7. bekk. Unglingarnir verða áfram í Engjaskóla, þar til haustið 2002.“ Til skólans verða ráðnir 10 kennarar og kvaðst Árný vera að ganga frá ráðningum þessa dagana. „Mér finnst mjög spenn- andi að taka við nýjum skóla, sem að auki er mjög vel staðsettur, þar sem stutt er í útivistarsvæði. Ég hef nefni- lega hug á að þróa þarna úti- kennslu tengda náttúru- fræði. Það er auðvitað dýrmætt að fá að móta skólastarf frá grunni, með því fólki sem ræðst til starfa og með foreldrahópnum. Því er ekki að leyna að ég hef ákveðnar hugmyndir um leiðarljós en ég mun að sjálf- sögðu vinna þær í samráði við þá aðila sem koma að skólanum,“ sagði Árný. Morgunblaðið/Golli Árný Inga Pálsdóttir hefur verið ráðin skólastjóri Víkurskóla, sem enn er í byggingu. „Skólastarf mót- að frá grunni“ Grafarvogur Árný Inga Pálsdóttir hefur verið ráðin skólastjóri Víkurskóla sem tekur til starfa í haust GÖNGUBRÚ eða undir- göng undir Hafnarfjarðar- veg verða hönnuð í sumar og boðin út í haust sam- kvæmt áætlun Vegagerð- arinnar. Búist er við að mannvirkið verði tilbúið til notkunar fyrir næsta sumar. Foreldrar og forráða- menn grunnskólabarna í Garðabæ hafa þrýst á um að göngubrú verði byggð á Hraunsholti þar sem fjöldi skólabarna fer yfir veginn á þeim stað. Í ályktun frá samtökum þeirra segir að mjög þung umferð sé á álagstímum á Hafnarfjarðarvegi og slysahætta því mikil. Því yrði slík brú til verulegra þæginda og mikils öryggis fyrir skólabörn. Að sögn Jónasar Snæ- björnssonar hjá Vega- gerðinni er nú verið að endurmeta frumdrög sem gerð voru að slíkri brú ár- ið 1995. Núna verði ákveðið í samráði við bæj- aryfirvöld í Garðabæ hvers konar brú eða und- irgöng verði gerð. „Mein- ingin er að reyna að hanna þetta í sumar þann- ig að hægt verði að bjóða það út í haust. Í öllu falli verður þetta komið fyrir næsta sumar,“ segir hann Hann segir göngubrú eða undirgöng á þessum stað hafa verið í athugun í nokkur ár og forgangs- röðunin varðandi göngu- brýr sé þannig að nú sé komið að þessu. Sá mögu- leiki sé opinn að undir- göng verði sett í stað brú- arinnar en það sé í athugun. „Þetta er svolítið flókið því það á að breyta Hafnarfjarðarveginum þarna eftir einhver ár. Hins vegar geta verið 10– 15 ár í það þannig að við erum ekki beint að bíða eftir því.“ Göngubrú hönnuð í sumar Garðabær SKUGGAVARP, aukin bíla- umferð og skerðing á útsýni eru helstu áhyggjuefni sex að- ila sem hafa gert formlegar at- hugasemdir vegna fyrirhug- aðra breytinga á aðalskipulagi Hrólfsskálamela. Meðal þeirra sem gera at- hugasemdir er foreldraráð Mýrarhúsaskóla sem telur að hugmyndir um skipulag gangi þvert á velferð grunnskóla- barna í bæjarfélaginu. Ráðið óttast að nýbyggingar á svæð- inu muni skyggja á skólalóðina svo til allt skólaárið auk þess sem líklegt sé að háir stein- veggir nálægt lóðinni muni auka hávaða á lóðinni. Þá vill ráðið að við hönnun skipulags á svæðinu verði lóð Mýrar- húsaskóla stækkuð, reynt verði að draga úr áhrifum vinda á lóðinni og að byggingar verði þannig að þær skyggi ekki á sólarljós. Kennararáð skólans setur fram sömu óskir í sinni athugasemd. Í athugasemd Þorvaldar Árnasonar segir að nauðsyn- legri forvinnu vegna breyting- anna sé ábótavant því hugsan- leg áhrif, eins og og skert sólarljós og útsýni, umferðar- aukning við skólann og mynd- un sviptivinda vegna hárra bygginga hafi ekki verið metin. Hann telur að bæjarbúar hafi ekki fengið nægar upplýsingar um breytingarnar, þær hafi hvorki verið kynntar á opnum almennum fundi, bréflega né í fréttablaði bæjarbúa. Auglýs- ing sem birt var í Morgun- blaðinu um breytingarnar telj- ist ekki gild sem formleg auglýsing vegna rangra tilvitn- ana í gildandi aðalskipulag. Nokkrir íbúar á svæðinu gera einnig athugasemdir, þar á meðal eigendur níu íbúðar- húsa við Kirkjubraut og hús- félagið Austurströnd 10. Ótt- ast íbúarnir að með fyrir- huguðum breytingum muni útsýni frá húsum þeirra skerð- ast auk þess sem sólarljós á hús þeirra og lóðir muni skerð- ast og telja að þar með muni verðmæti eigna þeirra að öll- um líkindum skerðast. Óttast að skólalóðin verði í skugga Seltjarnarnes Mótmæla breytingum á skipulagi Hrólfsstaðamela BÆJARSTJÓRN Kópavogs hefur samþykkt deiliskipu- lag á svæðinu milli vatns og vegar í landi Vatnsenda. Deiliskipulagið nær m.a. yfir svokallaðan F-reit en bygg- ingarframkvæmdum á nokkrum fjölbýlishúsum sem þar áttu að rísa hefur verið frestað og þær lækk- aðar auk þess sem bygg- ingarreitir næst bökkum Elliðavatns hafa verið færð- ir ofar. Sagt upp lóðarleigu- samningi án skýringa Hjónin Kristín Welding og Ólafur Guðvarðarson búa á leigulóð að Vatnsenda- bletti 165, sem fellur undir F-reit, ásamt tveimur dætr- um. Í lok árs 1999 var þeim sagt upp lóðarleigusamningi án skýringa. Kristín og Ólafur eru undrandi á framferði bæj- arstjórnar og segja að ekki hafi verið haft samráð við þau um breytingar á aðal- skipulagi. „Staðan er mjög óljós og gagnvart okkur hefur ekk- ert verið gert,“ segir Ólafur og segir þau hjón orðin langþreytt á ástandinu. Að sögn Sigurðar Geirdal bæjarstjóra er staða Kópa- vogs í þessu máli snúin. Svæðið sé áfram í eigu land- eigenda en samningur milli Kópavogsbæjar og landeig- anda geri ráð fyrir að bær- inn skipuleggi þar byggð. Landeigandans að finna lausn á málinu Þar sem eignin sé áfram í einkaeigu sé það vandkvæð- um bundið fyrir Kópavog að finna lausn á deilunni. Í raun sé það á ábyrgð land- eigandans að finna lausn á þessu máli. „Þetta er svipað og ef þau leigðu íbúð. Við getum ekki skipt okkur af fyrr en samn- ingar nást við landeiganda,“ segir bæjarstjóri. Ekki náðist í landeiganda vegna málsins. Óljós staða í máli fjölskyldu á F-reit Vatnsendi Deiliskipulag milli vatns og vegar samþykkt í bæjarstjórn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.