Morgunblaðið - 18.05.2001, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 18.05.2001, Qupperneq 1
111. TBL. 89. ÁRG. FÖSTUDAGUR 18. MAÍ 2001 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 MORGUNBLAÐIÐ 18. MAÍ 2001 ÍSRAELAR munu ekki stækka þau svæði sem nú- verandi landnám þeirra á palestínskum landsvæð- um eru á, en munu láta óátalið að fólki fjölgi innan þeirra, að því er talsmaður Ariels Sharons, for- sætisráðherra Ísraels, sagði í gær. „Forsætisráðherrann er staðráðinn í að ný land- námssvæði verði ekki byggð og ennfremur að nú- verandi svæði verði ekki stækkuð,“ sagði talsmað- urinn, Ranaan Gissin. „Þetta þýðir að það verður ekkert land tekið og engar nýjar áætlanir um út- færslu núverandi marka landnámssvæðanna.“ Gissin lagði aftur á móti áherslu á að landnáms- svæðunum yrði áfram leyft að „þróast með eðlileg- um hætti“ og ríkisstjórnin myndi ekki letja Ísraela til að flytja til svæðanna. Shimon Peres utanríkisráðherra tók í sama streng og Sharon í gær og lagði fram tilboð um að settar yrðu strangar takmarkanir við uppbygg- ingu landnámssvæðanna og bann við því að hald yrði lagt á landsvæði Palestínumanna Þrýstingur hefur aukist á Ísraela á alþjóðavett- vangi að þeir stöðvi alla landnámsframvindu. Kom þetta m.a. fram í nýlegri skýrslu frá svonefndri Mitchell-nefnd, undir forsæti Bandaríkjamanna, um ástæður núverandi uppreisnar – intifada – Pal- estínumanna gegn hersetu Ísraela. Sharon hefur sem ráðherra í fyrri ríkisstjórnum verið hlynntur útbreiðslu landnámssvæðanna, sem hafa verið lýst brjóta í bága við alþjóðalög. Talið er að um 200 þúsund landnemar búi á Vest- urbakkanum og Gazasvæðinu, og hefur fjöldi þeirra svo að segja tvöfaldast síðan 1993, þegar Óslóarsamkomulagið varð að veruleika og mögu- leiki gafst á heimastjórn fyrir Palestínumenn. Landnámssvæðin hafa orðið að meginþrætuepl- inu í uppreisninni og verða landnemar og heimili þeirra oft skotmörk Palestínumanna og brenni- depill átaka við ísraelska herinn. „Eðlileg þróun“ felur opinberlega í sér að tillit sé tekið til þarfa landnemanna og barna þeirra, en Didi Remez, talsmaður ísraelsku friðarsamtak- anna Peace Now, segir raunverulegt markmið vera að „sauma í kringum sjálfstjórnarsvæði Pal- estínumanna og loka þeim með landnámssvæðum og vegum“. Samtökin segja ennfremur að engin þörf sé fyrir nýbyggingar á landnámssvæðunum, því þar standi nú um níu þúsund íbúðir auðar. Í gær var tveim sprengikúlum skotið á land- námssvæði á Gaza, en engan sakaði. Þá særðust tveir palestínskir lögreglumenn í skotbardaga við ísraelska hermenn á Vesturbakkanum. Ísraelar segja landnám sitt ekki verða stækkað Jerúsalem, Ramallah. AFP. LÍK 93 Afríkumanna, sem dóu úr þorsta, hafa fundist í Sahara-eyði- mörkinni nærri suðurlandamærum Líbýu, að því er opinber fréttastofa landsins, JANA, greindi frá í gær. Fólksflutningabíll, sem skráður er í Níger, kom yfir landamærin átt- unda maí og bilaði. Tuttugu og sex þeirra sem voru um borð komust lífs af og hlutu umönnun, en 93 farþeg- anna létust, að því er fréttastofan sagði. Fólkið var frá ýmsum Afríkuríkj- um, en hundruð þúsunda Afríkubúa hópast til Líbýu á ári hverju í leit að atvinnu. 93 dóu úr þorsta Trípólí. AFP. GEORGE W. Bush Bandaríkjafor- seti gerði í gær grein fyrir því, hvernig hann hyggst bæta við orku- birgðir í landinu, m.a. með því að auka borun eftir olíu og gasi á op- inberu landi og auka notkun á kjarnorku. „Ef við grípum ekki til ráðstafana gæti framtíðin orðið myrk,“ sagði Bush þegar hann lagði fram 163ja síðna skýrslu sem orku- málahópur Hvíta hússins, undir for- ystu Dicks Cheneys varaforseta, setti saman. Í skýrslunni er talað um „grund- vallarójafnvægi á milli framboðs og eftirspurnar“ og dregin upp dökk mynd af stöðu orkumála, þ. á m. háu verði á bensíni og rafmagni víðast hvar í landinu, snarhækkandi verði á jarðgasi er hafi valdið bændum miklum búsifjum og hættunni á raf- magnsleysi í vestur- og norðaust- urhluta Bandaríkjanna. „Bandaríkin þurfa á orkuáætlun að halda sem tekst á við orkuvanda okkar og leysir hann,“ sagði Bush. Cheney sagðist bjartsýnn á að margar af þeim hundrað tillögum sem settar verði fram gætu leitt til traustrar stöðu orkumála í framtíð- inni. En í tillögunum er fátt um lausnir á þeim knýjandi skamm- tímavanda sem Bandaríkjamenn gætu átt við að etja nú í sumar. Í tillögunum segir að orkuskort- urinn nú sé sá versti síðan olíuskort- urinn á áttunda áratugnum leiddi til þess að langar biðraðir mynduðust á bensínstöðvum og orka var skömmt- uð. Sérfræðingar í orkumálum segja þó, að olíu- og bensínbirgðir – auk rafmagns víðast hvar í landinu – séu nægar nú. Í skýrslunni eru nokkrar tillögur sem áreiðanlega munu vekja miklar umræður á þinginu, þ. á m. borun eftir olíu á verndarsvæði norðan við heimskautsbaug nyrðri og möguleikinn á að aftur verði farið að endurnýta kjarnorkuúrgang. Því var hætt á áttunda áratugnum á þeim forsendum að það yki á hætt- una á útbreiðslu kjarnorkuvopna. Fyrstu viðbrögð repúblíkana við tillögum forsetans voru jákvæð. Demókratar sögðu að þótt finna megi í þeim „sameiginlega þætti“ sé áhersla forsetans á framleiðslu fremur en vernd og skortur á skammtímaaðgerðum alvarlegt vandamál. Leiðtogi meirihlutans í öldunga- deildinni, Trent Lott, repúblíkani frá Mississippi, sagðist vona að lög um orkumál yrðu lögð fyrir þingið nú í sumar, en viðurkenndi að ýmsir þættir þeirra yrðu „mjög umdeild- ir“. Demókrataþingmaðurinn Terry McAuliffe sagði að áætlun Bush væri afurð ríkisstjórnar sem væri „að mestu skipuð fólki úr olíuiðn- aðinum“. Bush og Cheney eru fyrr- verandi stjórnarmenn í olíuiðnaðin- um í Texas. Orkufyrirtæki lögðu fram mikið fé í kosningasjóð Bush fyrir forsetakosningarnar. Grænfriðungar mótmæltu áætlun forsetans með því að sturta fimm tonnum af kolum fyrir framan emb- ættisbústað Cheneys varaforseta í Washington. Samkvæmt áætluninni mun aukin orkuframleiðsla að nokkru leyti nást með meiri kola- brennslu. Bandaríkjaforseti gerir grein fyrir áætlun stjórnar sinnar í orkumálum Hyggjast auka notkun á kjarnorku Washington. AP, AFP. STJÓRNVÖLD í Makedóníu framlengdu í gær vopnahlé gagnvart albönskum skærulið- um þótt frestur, sem þeim hafði verið gefinn til að leggja niður vopn, hefði runnið út á hádegi. Þjóðstjórnin nýja í Makedón- íu skipaði hernum að hætta sókninni gegn skæruliðum sl. sunnudag og ákvað að vopna- hléið skyldi standa áfram þótt skæruliðar hefðu ekki virt loka- frestinn til að gefast upp eða hafa sig burt. Gerði hún það meðal annars að áeggjan vest- rænna ríkja. George Robertson, fram- kvæmdastjóri NATO, sagði í gær, að bandalagið myndi veita Makedóníustjórn hernaðarað- stoð og skoraði á „öfgamenn“ að leggja niður vopn. Átta ríki í Suðaustur-Evrópu hafa einnig hvatt „albanska öfgamenn“ til að hverfa frá Makedóníu. Tals- maður Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna sagði í gær, að um 9.000 Albanir hefðu flúið til Kosovo vegna átaka skæruliða og stjórnarhersins í þessum mánuði. Makedónía Skæruliðar fá enn einn frest Skopje. AFP. BÚDDAMUNKAR hylja vit sín í Colombo á Sri Lanka í gær til að forðast táragas sem lögregla í borg- inni beitti gegn mótmælaaðgerðum stúdenta. Beindust aðgerðirnar gegn þeim fyrirætlunum yfirvalda að einkavæða háskóla í landinu og mættu þúsundir stúdenta til mót- mælagöngu í höfuðborginni. Lög- regla leysti gönguna upp og beitti til þess kylfum og táragasi. Reuters Mótmæli á Sri Lanka
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.