Morgunblaðið - 18.05.2001, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 18.05.2001, Qupperneq 2
FRÉTTIR 2 FÖSTUDAGUR 18. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Guðni Bergsson kom Bolton á bragðið og liðið fer til Cardiff / C2 Fyrsti sigur Keflvíkinga í Grindavík í fimm ár / C5 8 SÍÐUR Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.is 8 SÍÐUR Sérblöð í dag Á FÖSTUDÖGUM AÐ UNDANFÖRNU hefur lögregl- an í Reykjavík fengið í hendur fals- aða peningaseðla sem notaðir hafa verið við kaup á varningi í verslunum og söluturnum. Um er að ræða 500 kr. seðla, 1.000 kr. seðla og 5.000 kr. seðla. Að sögn lögreglu er ekki auð- velt að sjá muninn á þeim seðlum og ófölsuðum. Það sem af er árinu hefur lögregl- an í Reykjavík fengið 18 peningaföls- unarmál til rannsóknar. Vel hefur gengið að upplýsa þau. Langoftast hefur verið um að ræða eitt þúsund og fimm þúsund króna seðla, sem ýmist hafa verið prentaðir eftir að hafa verið skannaðir í tölvu eða lit- ljósritaðir. Að sögn lögreglu er auðvelt að láta blekkjast því oft er um nokkuð góðar eftirlíkingar að ræða, bæði hvað varðar pappír og liti. Gæðin við föls- unina séu orðin meiri en áður var, m.a. vegna nýs og fullkomnari tækja- búnaðar. Lögreglan hvetur fólk til að leita kennileita á peningaseðlum þegar það veitir þeim viðtöku. Áreiðanleg- ast er að leita eftir vatnsmerkinu, t.d. með því að bera seðilinn upp að ljósi. Slíkt ætti ekki að vera undantekning hjá afgreiðslufólki verslana heldur algild regla. Ef fólk verður þess áskynja að um falsaðan peningaseðil sé að ræða þarf það umsvifalaust að hafa samband við lögreglu. Þung viðurlög liggja við fölsun peningaseðla og að koma þeim í um- ferð, eða allt að 12 ára fangelsi. 18 peningafölsun- armál á þessu ári EGGJATÍMINN stendur nú sem hæst í Vestmannaeyjum og hafa Vestmannaeyingar verið duglegir við að fara í úteyjarnar í eggja- töku. Um miðja vikuna viðraði vel til eggjatöku og voru þá fleiri þús- und egg tínd, en dagana tvo þar á undan var ekki hægt að komast út í eyjarnar fyrir norðanroki. Herma fregnir úr eggjatökunni að fýllinn sé ekki alveg fullorpinn og svartbakurinn kominn vel af stað. Að sögn kunnugra er varpið frekar snemma á ferðinni í ár. Morgunblaðið/Sigurgeir Eggjatím- inn stendur sem hæst MÁLFRÍÐUR Gísladóttir og dansk- ur eiginmaður hennar, Byrial Ra- stad Bjørst, hafa eftir rúmlega árs- langa baráttu fengið viðurkennt af dönskum yfirvöldum að sonur þeirra megi heita Byrialsson að millinafni. Drengurinn, sem heitir fullu nafni Jens Byrialsson Bjørst, kom í heiminn 18. janúar 2000. For- eldrar drengsins vildu að hann bæri eftirnafn föður síns að íslenskum sið auk dansks eftirnafns hans, en dönsk stjórnvöld höfnuðu því. Foreldrarnir eru báðir lögfræð- ingar, sem reyndist þeim gagnlegt í nafnadeilunni, en Málfríður segir að margir Íslendingar hafi gefist upp í svipuðum málum vegna úr- ræðaleysis og skilningsleysis danskra yfirvalda. Fyrst vísuðu foreldrarnir til reglugerðar sem einkum er ætluð íslenskum námsmönnum sem dvelja tímabundið í landinu en fengu nei- kvætt svar, barnið mátti ekki bera nafnið Byrialsson. Þá beittu hjónin þeim rökum að þar sem enginn í Danmörku bæri nafnið Byrialsson ættu verndunarsjónarmið nafna- laganna ekki við. Einnig bentu þau á að langamma drengsins hefði heitið Byrialsen, sem og að lögum samkvæmt mætti drengurinn heita Byrialsøn, sem aftur væri náskylt nafninu Byrials- son. Sömuleiðis bentu þau á að nafnið væri í samræmi við íslensk nafnalög. Hjónunum barst enn á ný neikvæður úrskurður þar sem sagði að nafnið stríddi mót danskri málvenju. Foreldrarnir kærðu þá úrskurð- inn til lagastofnunar dómsmála- ráðuneytisins á grundvelli áttundu greinar Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem fjallar um rétt barns til nafns síns og uppruna og dugði það til þess að stofnunin úrskurðaði þeim í hag. Fordæmisgildi óljóst Málfríður segist ekki vita hversu mikið fordæmi mál þeirra hefur. „Ég óttast að vísun okkar í að nafn- ið samræmdist danskri nafnahefð veiki fordæmisgildið og þyrfti því nýtt mál sem vísar eingöngu til mannréttindasjónarmiða,“ segir Málfríður. Hún bætir við að margir Íslendingar í Danmörku hafi reynt að berjast fyrir því að börn haldi föðurnafni sínu, en þurft að lúta í lægra haldi. Unnu sigur í íslensk-danskri nafnadeilu Jens litli fær að heita Byrialsson að millinafni SÍMSKEYTASENDINGUM til landsins og frá var hætt um síðustu mánaðamót eftir að hafa verið við lýði í nærfellt heila öld og eftir dag- inn í dag mun telexþjónusta einnig heyra sögunni til. Ástæðurnar eru tækninýjungar á sviði fjarskipta á undanförnum árum. Í frétt frá Landssímanum kemur fram að mjög hafi dregið úr skeyta- sendingum til landsins og frá á und- anförnum árum vegna þróunar í fjarskiptum og hafi ekki nema nokkrir tugir skeyta verið sendir í mánuði hverjum það sem af er þessu ári. Síminn hafi verið með skeyta- sendingar frá upphafi eða frá árinu 1906 og þegar mest hafi verið að gera hafi um 70 þúsund skeyti farið til Íslands og frá á ári hverju. Með tilkomu telex-tækninnar um 1960 hafi skeytasendingar minnkað veru- lega og síðan með tilkomu bréfsím- ans hafi eftirspurnin eftir þjónust- unni orðið lítil. Tilkoma tölvu- póstsins hafi enn frekar ýtt á eftir þessari þróun, enda hafi nokkur lönd þegar hætt með þessa þjón- ustu, svo sem Þýskaland, Finnland og Sviss. Fram kemur að sama gildi um tel- extæknina, að eftirspurnin eftir þeirri þjónustu hafi verið orðin mjög lítil vegna tæknibreytinga. Telexið kom fram um 1960 og var notkunin í hámarki í kringum 1975, en síðan hefur jafnt og þétt dregið úr henni. Síminn mun hins vegar í kjölfar þess að telex-kerfið verður lagt nið- ur í núverandi mynd bjóða annars konar telexþjónustu, Texnet IP, sem styðst við tölvutæknina. Símskeytasend- ingum hætt eftir nærfellt heila öld LÖGREGLUMENN í Reykjavík gerðu í gær athugasemd við ófull- nægjandi búnað í leigubifreið til aksturs með börn yngri sex ára. At- vikið átti sér stað við Hlemm og voru tildrög þau, að sögn Geirs Jóns Þór- issonar aðstoðaryfirlögregluþjóns, að lögreglumennirnir sáu farþega í aftursæti leigubifreiðarinnar, konu, sitja undir kornabarni og hafði hún spennt bílbelti yfir barnið. Hann segir lögregluna ekki hafa vísað kon- unni út úr bifreiðinni. Lögreglan gerði leigubílstjóran- um grein fyrir því að gera þyrfti sér- stakar ráðstafanir þegar ekið væri með svo ung börn, enda væri kveðið á um slíkt í umferðarlögum. Að sögn Geirs Jóns mun konan hafa sleppt leigubifreiðinni á meðan lögreglan talaði við bílstjórann, enda hafi hún ekki þurft að fara lengra með henni. „Það kom ekki til þess að lögreglan vísaði henni út úr bílnum,“ sagði Geir Jón aðspurður hvort lögreglan hefði rekið konuna út úr bílnum. Nánar aðspurður hvort hún hefði þá getað ferðast óhindrað með leigubifreið- inni að loknum afskiptum lögreglu- mannanna, hefði hún verið á leiðinni annað, svaraði Geir Jón játandi. Hann sagði að sumar leigubifreiðir væru búnar barnabílstólum. Mál af þessu tagi væru fátíð, þótt vaxandi kæruleysi gagnvart öryggi barna í einkabifreiðum væri staðreynd. Barn ekki í bílstól í leigubifreið Lögreglan gerði athugasemd TVEIR menn voru fluttir á sjúkrahús eftir að jeppi sem þeir voru í valt út af veginum við Urriðavatn, um 4–5 km frá Egilsstöðum. Annar mannanna hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi en hinum líður eftir atvikum vel. Snjór er að mestu farinn úr byggð á Egilsstöðum og því var ekki hálka á veginum. Jeppinn er talinn ónýtur. Þá var einn maður fluttur með sjúkrabifreið á Landspítala – há- skólasjúkrahús eftir að bifreið sem hann ók valt skammt frá Vatnsfells- virkjun um hádegið. Meiðsl manns- ins, sem er starfsmaður virkjunarinn- ar, reyndust minniháttar. Á sjúkra- hús eftir bílveltur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.