Morgunblaðið - 18.05.2001, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 18.05.2001, Qupperneq 4
FRÉTTIR 4 FÖSTUDAGUR 18. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÁGÚST Hafberg fram- kvæmdastjóri er látinn á 74. aldursári. Ágúst fæddist þann 30. júní 1927 í Reykjavík. Hann var stúdent frá Verslun- arskóla Íslands 1949 og stundaði nám í laga- deild Háskóla Íslands árin 1949-51. Hann var framkvæmdastjóri Landleiða hf. frá stofn- un árið 1954. Ágúst var fulltrúi Vinnuveitenda- sambands Íslands í end- urhæfingarráði 1978 og varaformaður Sam- bands málm- og skipasmiða í nokkur ár frá 1979. Hann sat í framkvæmdastjórn Vinnuveitendasam- bandsins í mörg ár frá 1981. Hann var einnig í stjórn Heimdallar um skeið, var í stjórn Varðar og fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík í nokkur ár frá 1963. Ágúst kvæntist Árnheiði Guðnýju Guðmundsdóttur árið 1952. Hún er látin. Þau áttu þrjú börn. Síðustu árin var Ágúst í sam- búð með Sigurlaugu Magnúsdóttur. Andlát ÁGÚST HAFBERG HÆSTIRÉTTUR sýknaði í gær ís- lenska ríkið af kröfum Sigurðar Gizurarsonar fyrrverandi sýslu- manns á Akranesi og sneri þar með dómi héraðsdóms við. Sýslumaður- inn var fluttur úr starfi og taldi hann ákvörðun dómsmálaráðherra varðandi flutninginn vera saknæma og ólögmæta gagnvart sér og höfð- aði hann því mál á hendur íslenska ríkinu til greiðslu miska- og skaða- bóta. Hæstiréttur úrskurðaði enn- fremur að málskostnaður í héraði og fyrir Hæstarétti falli niður. Héraðsdómur Reykjavíkur hafði í desember í fyrra dæmt dóms- málaráðherra fyrir hönd ríkisins og fjármálaráðherra fyrir hönd ríkis- sjóðs til að greiða Sigurði 500.000 krónur í miskabætur og 300.000 krónur upp í málskostnað. Sigurð- ur áfrýjaði hinsvegar málinu til Hæstaréttar en hann krafðist miskabóta upp á sjö milljónir króna. Sigurður var fluttur úr starfi sýslumanns á Akranesi í starf sýslumanns á Hólmavík en hann segir að þessi ákvörðun dómsmála- ráðherra hafi orðið sér til miska og fjárhagslegs tjóns. Í dómi Hæstaréttar kemur fram að með flutningsbréfinu hafi fylgt bréf þar sem gerð var grein fyrir forsendum þessarar ákvörðunar. Segir þar að hún sé byggð á þeirri skoðun ráðuneytisins að sýslumað- ur hafi ekki haft þá stjórn og yf- irsýn yfir rekstur embættisins sem forstöðumanni stofnunar sé skylt og nauðsynlegt að hafa og að full- reynt sé að mati þess að honum takist að vinna bug á fjárhags- vanda embættisins. Í dómnum segir að ákvörðun ráðherra og sú málsmeðferð er lá henni til grundvallar hafi ekki verið talin fela í sér áreitni, ærumeið- ingar og tilræði. Fullyrðingu Sig- urðar um vanhæfi ráðherra til að taka íþyngjandi stjórnvaldsákvörð- un um málefni hans vegna opinbers fjandskapar við hann var hafnað sem órökstuddri. Ríkið sýknað af kröfum fyrrverandi sýslumanns HÆSTIRÉTTUR staðfesti í gær dóm Héraðsdóms Suðurlands yfir Eggerti Haukdal, fyrrverandi odd- vita Vestur-Landeyjahrepps, um tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir fjárdrátt í opinberu starfi. Eggert var hins vegar sýkn- aður af ákæru um umboðssvik. Egg- ert gaf út skuldabréf í nafni hrepps- ins án þess að hreppsnefnd sam- þykkti og varði meginhluta láns- fjárins til greiðslu á öðru skuldabréfi sem var rekstri hreppsins óviðkom- andi, að því er segir í dómnum. Þá var Eggert talinn hafa dregið sér fé með því að láta færa til inn- eignar á viðskiptareikning sinn til- tekna fjárhæð sem hafði verið gjald- færð hjá sveitarsjóði sem kostnaður vegna vegagerðar í hreppnum án reikninga að baki þeirri færslu. Hæstiréttur sýknaði Eggert af ákæru fyrir umboðssvik og taldi ósannað að auðgunarásetningur hefði legið að baki gjörðum hans. Hann var hins vegar sakfelldur fyrir fjárdrátt, þar sem ljóst þótti, að til- teknar bókhaldsfærslur hefðu leitt til lækkunar á skuld hans við hrepp- inn. Þá segir í dómnum: „Sem odd- vita hafi honum hlotið að vera kunn- ugt um þennan frágang reikninga og ekki getað dulist, hver áhrif hans væru.“ Í dómi Héraðsdóms Suðurlands, sem kveðinn var upp í febrúar, kem- ur fram að Eggert lét af starfi odd- vita vegna þessa máls og greiddi Vestur-Landeyjahreppi tæplega þrjár milljónir króna vegna viðskiln- aðar síns sem oddviti hreppsins. Dæmdur fyrir fjárdrátt í opinberu starfi FJÖRTÍU og eitt verkefni fékk styrki úr Forvarnarsjóði Áfengis- og vímuvarnarráðs en um 40 milljónum var úthlutað til verk- efnanna við athöfn í Listasafni Ís- lands í gær. Hæstu úthlutun fékk verkefnið Ísland án eiturlyfja eða 4,8 milljónir en m.a. verkefna voru Vímulaus æska sem hlaut tvær milljónir til Fjölskylduráð- gjafar og námskeiðahalds og Jafningjafræðslan sem hlaut eina milljón til þróunar forvarna með- al ungs fólks. Auk þess fengu átta áfangaheimili samtals 10 milljón króna styrki. Ekki má gleyma áfengisvandanum Við athöfnina tók Árni Helga- son í Stykkishólmi við heiðurs- verðlaunum úr hendi Jóns Krist- jánssonar heilbrigðismálaráð- herra fyrir ötult forvarnastarf í þágu áfengisvarna. „Árni hefur unnið af þrautseigju að áfengis- varnarmálum í 44 ár og vel við hæfi að heiðra hann. Núna hafa forvarnir gegn tóbaki og eit- urlyfjum fengið mikinn meðbyr en lítið verið fjallað um vandamál sem tengjast áfengisdrykkju,“ segir Þorgerður Ragnarsdóttir framkvæmdastjóri Áfengis- og vímuvarnarráðs. Hún segir að ekki megi gleyma áfengisvanda- málunum, sífellt fjölgi tilfellum á slysadeild vegna ofbeldis og slysa sem má tengja beint við áfeng- isneyslu. „Einnig er rétt að hafa í huga að leiðin í önnur efni liggur yfirleitt í gegnum áfengi.“ Tvö verkefnanna sem hlutu styrki voru kynnt, annars vegar svokallað foreldrafærninámskeið sem er samstarfsverkefni Skóla- skrifstofu, Félagsþjónustu og Heilsugæslu Hafnarfjarðar og hinsvegar innleiðing uppbygging- arstefnu í Grafarvogi sem er sprottið úr verkefninu Grafar- vogur í góðum málum. Við athöfnina í gær flutti Bóas Halldórsson nemi í Borgarholts- skóla frumsamið ljóð sem ber nafnið „Bensín og grænmeti“ í til- efni dagsins og Hildur Gísladóttir nemi í MH og Tónlistarskólanum í Reykjavík spilaði á selló. Úthlutað var styrkjum hjá Áfengis- og vímuvarnarráði Heiðraður fyrir 44 ára forvarnarstarf Morgunblaðið/Þorkell Árni Helgason tekur við heiðursverðlaunum úr hendi Jóns Kristjánssonar, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra. ÞÝSKI orrustuflug- maðurinn Gunther Rall verður heiðursgestur á fræðslu- og skemmti- kvöldi Fyrsta flugs félagsins föstudags- kvöldið 25. maí. Gunth- er Rall er á 83. aldurs- ári. Hann gekk til liðs við þýska flugherinn, Luftwaffe, ári áður en síðari heimsstyrjöldin braust út og flaug öll stríðsárin. Lengst af var hann á sovésku víglín- unni en þó einnig yfir Ermarsundi, Frakk- landi, Balkanskaga, Grikklandi, Krít og undir lokin tók hann þátt í loftvörnum Þriðja ríkisins. Rall grandaði 275 óvinaflugvélum í rúmlega 800 orrustuferðum sem þýðir að hann skaut óvinaflugvél niður í ann- arri hverri ferð sinni að meðaltali. Af þeim flugvélum sem Rall flaug hafði hann mest dálæti á Messerschmitt Me109 og kaus raunar fremur að setj- ast undir stýri á henni en nýrri og kraftmeiri vél eins og Focke Wulf190. Var sjálfur skotinn niður átta sinnum Sjálfur var Rall skotinn niður átta sinnum og særðist mjög alvarlega einu sinni þegar flugvél hans skall á hamravegg í stóru gili eftir maga- lendingu. Þýskir skriðdrekahermenn fluttu hann meðvitundarlausan í víg- vallarsjúkraskýli þar sem í ljós kom að hryggurinn var þríbrotinn með til- heyrandi alvarlegri lömun. Í þessu ástandi, og í heilgifsi frá hálsi og að tám, var fyrir höndum átta daga ferð með vöruflutningalest til Vínarborg- ar á taugasjúkrahús. Þar sögðu lækn- arnir að hann myndi aldrei fljúga framar en þrátt fyrir þann úr- skurð komst Rall á bataveg og var kominn aftur í stríðið nokkrum mánuðum síðar. Gunth- er Rall lenti í afar sér- kennilegri lífsreynslu þegar hann var skotinn niður yfir Þýskalandi undir stríðslok. Á leið til jarðar í fallhlíf skaut bandarísk orrustuvél á hann, og hæfði aðeins vinstri þumalfingurinn, en þegar niður var kom- ið réðust þýskir bændur að honum með heygöfflum enda töldu þeir dulbúinn njósnara á ferð. Þegar þýski flugherinn var endur- reistur; Bundesluftwaffe, á sjötta áratugnum gerðist Rall einn af æðstu foringjum hans og gegndi þýðingar- miklu hlutverki við að koma honum inn í þotuöldina. Rall varð síðar yfir- hershöfðingi Bundersluftwaffe og fulltrúi Þýskalands í herráði NATO í Brussel. Hann er eftirsóttur ræðumaður um allan heim og auk þess söguskýr- andi um síðari heimsstyrjöldina á gervihnattasjónvarpsstöðvum á borð við SKY, Discovery og History hand- el. Fundurinn verður opinn almenn- ingi og hefst kl. 20.30 í flugskýli Ís- landsflugs á Reykjavíkurflugvelli sem verður skreytt í þýskum anda. Átta íslenskir flugáhugamenn og sagnfræðingar munu flytja stutt er- indi um flugvélakost og fleiri atriði sem vörðuðu þýska flugherinn í síðari heimsstyrjöldinni. Aðgangseyrir er 1.200 krónur. Fyrrverandi þýskur orrustuflugmaður í heimsókn Skaut niður 275 óvinaflug- vélar í stríðinu Gunther Rall
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.