Morgunblaðið - 18.05.2001, Page 8

Morgunblaðið - 18.05.2001, Page 8
FRÉTTIR 8 FÖSTUDAGUR 18. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ IP-ráðstefna Símans Fjöldi nýrra þjónustuleiða NÆSTKOMANDImiðvikudag stend-ur Síminn fyrir ráðstefnu um IP-lausnir á Hótel Loftleiðum og hefst hún klukkan 9 árdegis en lýkur klukkan 17 með hanastélsboði. Heiðrún Jónsdóttir, for- stöðumaður kynningar- mála Símans, er ráðstefnu- stjóri. Hún var spurð um hvað IP-lausnir fælu í sér. „Við hjá Símanum erum að byggja upp ákveðið net sem við köllum IP-net og er næsta kynslóð þjónustu- nets fyrirtækisins. Við- skiptavinir geta tengst IP- neti og þannig verið í al- hliða tengingu við fyrirtækið, að auki býður fyrirtækið upp á allskonar lausnir og þjónustu í tengslum við þetta. IP er skammstöfun á Int- ernet Protocol sem er samskipta- staðall sem varð til með Netinu og er nú að breiðast út og verða ráð- andi staðall í tölvusamskiptum. Síminn er nú að byggja upp IP-net um allt Ísland, bæði á höfuðborg- arsvæðinu og á öllum helstu þétt- býlisstöðum landsins.“ – Hvað fer fram á ráðstefnunni á miðvikudaginn? „Hún mun fjalla um IP-stefnu Símans og hvert við ætlum að stefna með þessari tækni. IP- lausnir eru ein af framtíðarsýnum Símans á þeim skemmtilegu tím- um sem framundan eru í fjar- skiptalausnum. Rétt eins og önnur leiðandi fjarskiptafyrirtæki um allan heim lítum við til IP-lausna. Á ráðstefnunni eru bæði innlendir og erlendir fyrirlesarar. Við fáum fulltrúa frá Cisco sem kemur til með að fjalla um hlutverk IP í fjar- skiptum. Það kemur fyrirlesari frá Nortel og einnig frá Telia, þeir fjalla um þráðlaus fjarskiptakerfi. Frá Símanum kemur Hermann Ársælsson og talar um núverandi og komandi IP-fjarskiptakerfi. Benedikt Gröndal, einnig frá Símanum, mun skýra ráðstefnu- gestum frá því af hverju Síminn valdi MPLS-tækni sem grunn fyr- ir sitt IP-net. Sæmundur Sæ- mundsson frá tölvumiðstöð Spari- sjóðanna segir reynslusögur af IP-neti Símans. Halldór Másson frá Skýrr talar um hvers vegna Skýrr sem hýsingaraðili hafi valið IP-net Símans. Símon Thorleifs- son frá Trackwell Softer mun verða með fyrirlestur sem nefnist Á ferð og flugi inn í fjarskiptaþjón- ustu framtíðarinnar. Arnaldur Ax- fjörð frá Áliti fjallar um hver er sýn hýsingaraðila á IP-fjarskipta- netið og hvaða meginkröfur þeir gera. Að endingu mun Sigurður Hjalti Kristjánsson frá Króla tala um ávinning fyrirtækja af hreyfanlegri tölvu- vinnslu og hlutverk þráðlausra IP-neta. Þórarinn V. Þórarins- son, forstjóri Símans, setur ráðstefnuna.“ – Er mikil þörf á svona ráðstefnu? „Já við teljum það vera. Það er stefna Símans að gera svona ráð- stefnuhald að reglulegum við- burði. Það er mjög áhugavert að vera í nánum samskiptum við þá aðila sem eru með fulltrúa á ráð- stefnunni á miðvikudag og heyra þeirra hliðar á málunum og sýn þeirra á framtíðina.“ – Hvaðan kemur þessi IP- tækni? „Hún er búin að vera til um nokkurt skeið. Netið var fyrsta skrefið sem varð til þess að IP hef- ur orðið algerlega ráðandi tölvu- samskiptastaðall og er það enn í dag. Það sem IP gerir er að gera mögulegt að tengja saman öll þessi net og bæta ofan á þjónustu. Allir framleiðendur búnaðar fylgj- ast með IP og byggja búnaðinn á þeim staðli.“ – Hver er stefna Símans í IP- málum? „Stefnan er að byggja upp IP- netið og gera öflugt net um allt land þannig að hægt sé að tengja viðskiptavini inn og bjóða þeim fjölbreytta virðisaukandi þjónustu og lausnir. Í sinni framtíðarsýn leggur Síminn mikla áherslu á IP- net. Við erum með ákveðinn grunn sem við ætlum okkur að byggja of- an á til framtíðar.“ – Mun Síminn kynna allar nýj- ungar í IP-lausnum jafnóðum? „Síminn hefur það markmið að kynna allar helstu nýjungar fyrir viðskiptavinum sínum jafnóðum og þær bjóðast og ætlar m.a. að halda áfram að byggja ofan á IP fjölda nýrra þjónustuleiða.“ – Getur þú nefnt mér dæmi um möguleika í þessari þjónustu? „Já, þegar viðskiptavinir hafa tengst IP-netinu getur Síminn boðið upp á allskonar lausnir fyrir fyrirtæki. Þessi eina IP-tenging getur boðið internet, eldveggjaþjónustu og tengingu inn í umhverfi Símans. Umhverfi Sím- ans er kerfisveita rekstrarlega og hýsing með samstarfsaðilum Símans. Sem dæmi getum við nefnt að ef fyrirtæki viðskiptavinarins er með útibú á tveimur eða fleiri stöðum getum við boðið honum upp á tengingu við IP-netið á hverjum stað fyrir sig. Við setjum þá upp svokallað einkanet, en það þýðir að við getum tengt saman allar höfuðstöðvar og öll útibú um- rædds fyrirtækis. Með þeim hætti kemur fyrirtækið til með að eiga auðveld samskipti milli allra stað- anna án tillits til þess hvar þeir eru.“ Heiðrún Jónsdóttir  Heiðrún Jónsdóttir fæddist á Húsavík 9. júlí 1969. Hún lauk stúdentsprófi frá Verslunarskóla Íslands 1989 og eftir það fór hún til Þýskalands og starfaði þar einn vetur. Hún hóf nám við lagadeild Háskóla Íslands árið 1990 og lauk kandidatsprófi 1995. Réttindi sem héraðsdóms- lögmaður fékk hún árið 1996 og starfaði sem slíkur á Lögmanns- stofu Akureyrar fram til 1998. Hún starfaði í þrjú ár hjá KEA en hóf störf sem forstöðumaður upplýsinga- og kynningarmála hjá Símanum í maí sl. Heiðrún á einn ungan son. Á ferð og flugi inn í fjar- skiptaþjón- ustu framtíð- arinnar Þú hlýtur að sjá að þetta er bara snertilending, Össur minn, kannski dálítið harkaleg, en snertilending skal það vera.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.