Morgunblaðið - 18.05.2001, Side 9

Morgunblaðið - 18.05.2001, Side 9
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. MAÍ 2001 9 20% afsláttur af gallabuxum, stretsbuxum, kvartbuxum, síðbuxum og pilsum Engjateigi 5, sími 581 2141. Opið virka daga frá kl. 10.00—18.00, laugardaga frá kl. 10.00—15.00. Opið laugardag kl. 10-14 Lagersala á Bíldshöfða 14 Opið alla föstudaga milli kl. 16 og 19, laugardaga milli kl. 12 og 16. www.sokkar.is oroblu@.sokkar.is Skór frá kr. 750 TEENO LAUGAVEGI 56, SÍMI 552 2201 www.teeno.net I , Í I .t . t Eiðistorgi 13, 2. hæð yfir torginu, sími 552 3970. Útsala útsala 40 % afsláttur Opið alla daga 12–18, opið 11–16 á laugardaginn MUXART - ný sending Litir: Svartur og hvítur Taska kr. 12.290. Kringlunni, sími 553 2888 Litir: Svartur og hvítur Skór kr. 11.590. Litur: Svartur Skór kr. 13.150. VERKEFNINU Heilsuefling á vinnustað var hrundið af stað í fyrra hjá Leikskólum Reykjavíkur í sam- vinnu við Vinnueftirlit ríkisins en því var ætlað að finna leiðir til að bæta vinnuumhverfi og líðan starfsfólks leikskólanna. Verkefnið var að vissu leyti frumkvöðulsstarf þar sem Vinnueftirlitið var í fyrsta sinn fengið til samvinnu við fyrirtæki á þessum vettvangi. Verkefnið náði til 16 leikskóla af 76 þar sem gerð var viðhorfskönnun meðal starfsmanna varðandi heilsu, líðan og vinnuumhverfi. Úttekt var gerð á vinnuaðstöðu starfsmanna og unnið að úrbótum sem meðal annars felast í fræðslu um líkamsbeitingu og endurnýjun húsbúnaðar sem auð- velda starfsfólki vinnu sína. Ágústa Guðmarsdóttir, verkefnis- stjóri heilsuátaksins, sagði fyrstu nið- urstöður liggja fyrir en í þeim kemur m.a. fram að starfsandinn á leikskól- unum er mjög góður þar sem 89% starfsmanna sögðu hann vera bæði afslappaðan og þægilegan. „Það vill gleymast, þegar rætt er um örar mannabreytingar hjá starfs- fólki leikskólanna, að 41% starfs- manna þeirra hefur unnið í sex ár eða lengur á leikskólunum og þetta fólk vinnur við líkamlegt álag á vinnustað um árabil,“ sagði Ágústa en 68% að- spurðra sögðu vinnu sína líkamlega erfiða. Ágústa minnti einnig á að starfsumhverfi leikskóla hefði ávallt verið lagað að þörfum barnanna en fullorðna fólkið hefði setið á hakan- um. Lítil vinnuhæð og langvinnur há- vaði hefðu um árabil sett svip sinn á starf leikskólakennarans. Hávaði var t.d. sérstaklega mældur á þremur leikskólum og reyndist hann um eða yfir hættumörkum á öllum þeirra. Þörfin á að draga úr ýmsum líkamleg- um álagseinkennum er því fyrir hendi og má nefna að 78% starfsmanna sögðust aðspurð hafa fundið fyrir óþægindum í herðum og öxlum vik- una sem könnunin var gerð. Um 94% reyndust hafa fundið fyrir einkennum frá hreyfi- og stoðkerfi undanfarna 12 mánuði. Meðal aðgerða sem stefnt er að er að lækka á hávaða, hver starfs- maður fær eigin vinnustól, vinnuhæð verður breytt en ekki síst verða starfsmenn þjálfaðir í líkamsbeitingu og líkamsvitund þeirra bætt með fræðslu. Bergur Felixson, framkvæmda- stjóri Leikskóla Reykjavíkur, sagði mikla fjármuni geta sparast ef hægt yrði að minnka fjarvistir frá vinnu með bættu starfsumhverfi sem stuðl- ar að minna starfsálagi. Árið 2000 starfrækti Reykjavíkur- borg 74 leikskóla og 20 gæsluvelli. Alls dvelja rúmlega 5.600 börn í þess- um leikskólum og eru starfsmenn þeirra 1.750 talsins í 1.250 stöðugild- um. Morgunblaðið/Sigurður Jökull Ágústa Guðmarsdóttir kynnti verkefnið Heilsuefling á vinnustað. Mikill hávaði við leikskóla SLÖKKVILIÐ höfuðborgar- svæðisins var kallað út vegna bruna í leikskólanum Fálka- borg í Breiðholti í Reykjavík á miðvikudagsmorgun. Þegar slökkvilið og lögregla komu á staðinn var starfsfólk skólans búið að slökkva eldinn sem hafði kviknaði í leikfangahesti sem lá utan í perustæði. Engin slys urðu á fólki en slökkviliðið segir að starfsfólk hafi brugðist hárrétt við. Eldur í leik- fangahesti TALIÐ er að verkfall verkamanna í Færeyjum geti aukið líkur á að ISA-veiran svokallaða, sem leggst á laxastofna, breiðist út. Forsvars- menn laxeldisfyrirtækja í Færeyj- um hafa lýst yfir áhyggjum vegna þessa en þeir telja sig ekki geta sinnt eftirliti með laxakvíum nægi- lega vel, að sögn Orra Vigfússonar, formanns Verndarsjóðs villtra laxastofna. „Vegna verkfallsins er eftirlit með laxakvíum minna en ella. Því teljum við aukna hættu á að veiran geti borist hingað til lands.“ Hann segir að veiran hafi verið að breiðast út á Færeyjum frá því hún barst þangað fyrst frá Skot- landi. „Í mars síðastliðnum kom upp tilfelli í Oyndarfirði og nú er talið að hún hafi borist til Austur- eyjar en menn óttast að hún berist auðveldlega á milli eldisstöðva þar.“ ISA-veiran leggst á blóð og nýru laxfiska og getur verið banvæn, að sögn Orra. Hann segist óttast af- leiðingarnar ef veiran kemur hing- að til lands. „Allur fiskur sem smit- ast drepst eða það þarf að slátra honum. Í apríl í fyrra létu færeysk yfirvöld slátra milljón eldislöxum til að reyna að útrýma veirunni.“ Hann segir vísindalega sannað að veiran geti borist úr eldislaxi yfir í villta laxastofna og aðrar fiskiteg- undir. Ekki er fullkomlega vitað hvern- ig veiran berst á milli laxeldis- stöðva en grunaðir smitberar eru síld og fiskifóður. Þá segir Orri að mikil hætta sé á að hún berist með sjókjölfestu skipa. „Síðastliðið vor sendum við sjúkdómsviðvörun til skipstjórnenda ásamt korti þar sem sýnt er hvar ISA-veiran hefur greinst síðastliðin tvö ár. Þar bend- um við þeim á að rétt sé að varast að dæla inn sjó í námunda við fisk- eldisstöðvar á þessum svæðum.“ Óttast að veirusýking í laxi berist hingað frá Færeyjum Telja verk- fall auka hættu á út- breiðslu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.