Morgunblaðið - 18.05.2001, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 18.05.2001, Qupperneq 15
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. MAÍ 2001 15 Heildsala: Bergís ehf. SANDUR er til margra hluta nyt- samur. Björgun ehf. á og rekur tvö sanddæluskip, þ.e. D/S Sóley og D/S Perlu. Sóley og Perla eru m.a. notuð til að afla hráefnis til vinnslu í landi, sem og til dýpk- unar og landgerðar. Myndin var tekin á dögunum af Sóleyju á leið út Sundin til að sækja efni til frekari vinnslu, en hún hefur undanfarið verið að dæla í Kolla- firði og Faxaflóanum. Sóley getur borið 1.450 rúmmetra af efni, og náð í það á allt að 40 metra dýpi.Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Sóley á sundunum Sundin DREGIÐ hefur úr hraðakstri á Háa- leitisbraut eftir að vegþrengingu var komið fyrir í götunni við Fellsmúla en áður var töluvert um hraðakstur í göt- unni að sögn varðstjóra hjá umferð- ardeild lögreglunnar í Reykjavík. Eins og komið hefur fram í fréttum var ekið á níu ára dreng á gönguljós- um á Háaleitisbraut á miðvikudags- kvöld og slasaðist hann alvarlega. Að sögn Ragnars Árnasonar, varðstjóra hjá umferðardeild lögreglunnar í Reykjavík, hefur gatan svolitla sér- stöðu að því leyti að hún sker í sundur þétta íbúðabyggð. „Annars vegar eru blokkir og einbýlishús norðan megin við hana og hins vegar blokkarrað- irnar sem eru sunnan megin. Hins vegar virðist Háaleitisbrautin vera notuð töluvert af ökumönnum sem eru í rauninni að fara í Ármúla, Síðu- múla og jafnvel ætla að skella sér í norðvesturhluta bæjarins. Þannig er hún notuð svolítið eins og ferjuleið þarna á milli, enda tengir hún nokkr- ar stórar umferðaræðar eins og Bú- staðaveg, Miklubraut og Kringlumýr- arbraut.“ Ragnar segir því varla hægt að tala um Háaleitisbraut sem íbúa- götu þar sem hún sé notuð af miklu fleirum en þeim sem búa við hana. Hins vegar segir Ragnar að um- ferðarhraðinn hafi minnkað töluvert eftir að gatan var gerð torfærari. Leyfilegur hámarkshraði á götunni er 50 kílómetrar á klukkustund og segir Ragnar vissulega alltaf einhverja sem keyri langt umfram það sem eðlilegt gæti talist. „En við höfum verið að mæla þarna stundum og í heildina lit- ið segja mínir menn að það sé ekki áberandi mikill hraði þarna miðað við aðrar götur.“ Veg- þrenging skilar árangri Háaleitishverfi GATNAMÁLASTJÓRI hefur ákveðið að bregðast við kvörtunum íbúa við Ásgarð 24 í Reykjavík vegna hraðaksturs í götunni með því að setja upp merkingar sem vara við umferð barna. Gatan sem um ræðir liggur neðan við verslana- og fyrirtækjahús en nokkrar íbúðir snúa út í götuna auk þess sem leikvöllur er neðan við hana. „Reyndar kom þetta mér mjög á óvart því þetta er þröng gata og það er gjarnan lagt í hana bifreið- um,“ segir Sigurður I. Skarphéðins- son, gatnamálastjóri í Reykjavík. „Auk þess er hún stutt þannig að ég sé ekki alveg hvernig hægt er að aka hratt þarna. Engu að síður verða við- brögðin þau að setja upp skilti í báð- um endum götunnar,“ Hann segir embættið ekki hafa heimild til þess að fara inn í götuna þar sem hún sé innan lóðarmarka hússins. „Aftur á móti getum við á borgarlandi varað fólk við að þarna sé umferð barna og það munum við gera.“ Óttast slysa- hættu við Ásgarð Smáíbúðahverfi ♦ ♦ ♦
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.