Morgunblaðið - 18.05.2001, Side 30

Morgunblaðið - 18.05.2001, Side 30
LISTIR 30 FÖSTUDAGUR 18. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ SÝNINGIN Picasso érotique,sem nefna mætti Hinn ást-þrungni Picasso, og varopnuð 19. febrúar sl. er að renna sitt skeið, lýkur 20. maí. Samt er ekkert lát á aðsókninni, eins og jafnan þegar einhver hlið meistarans er í sviðsljósinu. Stutt til stefnu, en áhugasamir geta huggað sig við að þriðji og síðasti áfangi framníngsins er Barcelona, þar sem sýningin verð- ur í Picasso-safninu 15. október til 27. janúar. Þangað iðulega beint flug og borgin til muna hagstæðari fyrir pyngjuna. Trúlega kemur mörgum spánskt fyrir sjónir, að aðsóknin að þessari leyndu hlið meistarans er minni en þegar meistaraverk frá hinum ýmsu tímaskeiðum hafa verið í sviðsljósinu á undanförnum áratugum. Ástæðan er nærtæk og sú helst, að ástþrungn- ar athafnir raska ekki sálarró Par- ísarbúa tiltakanlega, né annarra í Frans, nema helst þegar þær tengj- ast einhverju æsilegu til hliðar. Þannig voru kárínurnar gegn Bill Clinton fyrrum Bandaríkjaforseta mönnum einungis tilefni gamanmála og aðhláturs, því þeim í Frans er öllu meira í mun að valdamenn standi sig í starfi. Meðtaka sem sjálfsagðan hlut, að slíkir þurfi mikinn orkuforða til stjórnsemi og visku og hann síður að finna í tómum frjóhirslum. Full- gild skilgreining á uppgangi klám- iðnaðarins víða um heim síðastliðna hálfa öld, að hann fari saman við mikla fækkun sæðisfrumna í þeim hirslum karla. Sjálfsímyndin og kyn- orkan leiti þá uppbótar í raddbönd- unum og orkumiklum glæsikerrum. Líkja má þeim yfirhafna og list- ræna búningi sem meistarinn klæðir ástþrungin myndverk sín í við orð- snilld og hugmyndaauðgi rithöfund- arins Balsac, gerir í báðum tilvikum tilvísanir á hugtakið klám að guð- lasti. Í öllu falli ef menn halda sig við þá fornu og nýju skilgreiningu, að klám megi leggja að jöfnu við að ómerkja og gróma fagra hluti sem og athafnir. Margt það er víkur að ástleitnum tilburðum kynjanna og skermurinn ber inn í heimili okkar í síbylju dag hvern, öfugsnúið, ófrum- legt, innihaldslaust og andvana, heyrir þannig að vel grunduðu máli mun frekar undir hina fornu sígildu og kórréttu skilgreiningu á siðleysi og úrkynjun. Það er nýrri tíma uppfinning að nekt sé ósiðleg, til viðbótar ennþá nýrri að hún vísi til kynjamismunar og undirokunar kvenna. Allt frá dög- um Grikkja og Rómverja, að Assýr- íumönnum og enn eldri tímaskeiðum ógleymdum, var hinn nakti karlmað- ur öðru fremur háleit fegurðar- ímynd. Og eins og ég hef endurtekið greint frá í skrifum mínum er til- tölulega stutt síðan konulíkaminn þrengdi sér í forgrunninn. Vafalítið eiga myndlistarmenn, og fagurlista- skólar, umtalsverðan þátt í þeirri þróun, upphafningu konulíkamans, en teikning og málun naktra fyrir- sæta og fyrirsáta var um aldir einn af höfuðþáttum grunnmenntunar þeirra og gerist enn. Að líkami konunnar þótti hér henta betur en karlmanna, var ein- ungis að drjúgum hluta fyrir form- fegurð og fjölbreytni, línur að auk ólíkt mýkri. Kom kynferði og kynlífi ekki par við í sjálfu sér, en eðlilega tengist konulíkaminn stórum fleiri vísunum til ásta, sem er sigurverk náttúrunnar, af sömu rótum og tæl- andi yndisþokki og angan blóma. Ennfremur má minna á, að súlur sem voru burðarstoðir hofa, hörga og annarra mannvirkja til forna voru tákn karlmennsku, og kyntákn koma jafnt fram í almennri húsagerð sem trúarbrögðum. Klámímyndin, öðru fremur komin frá öfgafullum sér- trúarhópum, auglýsingaiðnaðurinn og kaupahéðnar kynlífsins hafa svo í vaxandi mæli hagnýtt sér nautna- gjafa á öllum sviðum á nýrri tímum. Kynþokki og dulbúið klám lengi ver- ið fullgild námsgrein í skólum aug- lýsingahönnunar. Einnig tilefni til að minna hér á grimman kvenpening sem á öldum áður tók sig til og braut lim karla af myndastyttum, eins og sér víða stað, ollu með verknaði sín- um óbætanlegum skaða á listaverk- um. Vísast enginn tengt þvaglosun- artæki í hvíldarstellingu við siðleysi fyrr. Að setja samasemmerki við nekt, kynlíf og klám eru óviðurkvæmileg- ar og misvísandi öfgar. Það er þann- ig með nokkuð öðru hugarfari sem menn teikna eða mála nakinn konu- líkama og þeir fara á nektarbúllu eða súlustað, tengist að auki mjög sjaldan áhugasviði við- komandi. Til að mynda hefur skrifari litla nátt- úru í þá áttina, enda teiknaði hann og málaði nakin módel meira og minna frá morgni til kvölds í áratug, og litlar sögur fara honum vitandi af áhuga Picassos á slíkum stöðum. Flest myndverk Picassos er skara ástþrungnar at- hafnir mjög per- sónubundnar lif- anir, vísa í og með til ástkvenna mál- arans, goðsagna og sögunnar í bland, líkt og önn- ur listaverk hans. Eru engan veginn óraunhæfur inn- blásinn spuni, kynórar né hug- myndafræðilegar vangaveltur, mál- arinn „improviseraði“ aldrei beint upp úr sér. Megninu hélt Picasso lengstum lítið fram, en meira síðasta áratuginn eftir misheppnaðan upp- skurð við ofvöxt í blöðruhálskirtli. Uppskurð sem gerði hann ófrjóan, hinum mikla náttúrukrafti til ómældrar skapraunar þrátt fyrir að vera kominn á níræðisaldur. En nú voru það ný og voldug málverk eins konar óheft tilfinninga- og skapgerð- argos á líkum nótum og nýja mál- verkið, en hér var hann á undan að venju, munaði áratug. Og jafnvel þótt sumar þessara mynda séu af pissandi konum, eru þær gerðar af slíkum yfirburða listrænum þrótti að þær hafa ratað í virtustu listasöfn heimsins og hneyksla fáa. Langur, langur gangur frá þessum tjáríku opinberunum og til þess sjónræna sóðaskapar sem menn hafa verið að gera á undanförnum árum í nafni listarinnar. Leiðir hugann að því grófasta og öfgakenndasta við klám- bylgjuna sem gekk yfir fyrir aldar- fjórðungi eða svo. Vel að merkja mikið til fyrir luktum dyrum, en nú galopnum í nafni listarinnar, andrík- ið helst sótt í rennusteininn og klós- ettkrot. Andagift, inntak og húmor eru ótvírætt meginþættir ástþrunginna athafna Picassos á þessu afmarkaða sviði, og á sýningunni í Jeau de Paume sér þeirra stað frá öllum hlið- um og tímaskeiðum. Myndverkin ekki sýnd í sölum listahallarinnar, sem feimnismál í dempuðu ljósi, eins og hátturinn er oftar en ekki um erótíska list. Þau þola dagsljósið, allan samanlagðan birtugjafann nú um stundir, hér er ekkert að fela. Hvað sem menn segja annars um þennan tortímandi per- sónuleika að baki þeirra og samband hans við spúsuna rússnesku, sem hann skildi við, og hinar mörgu lags- konur. Sjálft sköpunarferlið mál málanna. Á sýningunni eru yfir 300 mynd- verk, helmingur þeirra hefur aldrei komið fyrir sjónir almennings áður, allt er með; kol-, krítar-, blýants- og túskteikningar, málmætingar, ein- þrykk, opnar rissbækur, leirkönnur og fígúrur, máluð póstkort, yfirmál- aðir reikningar, lítil og stór málverk. Picasso þreif í það sem hendi var næst, samkvæmur þeirri frægu kenningu; að listamaðurinn ætti að nota þann efnivið sem hann hefði milli handanna hverju sinni. Fyrstu myndirnar urðu til á gelgjuskeiðinu þegar Picasso var þrettán ára, eða 1894, en hinar síð- ustu 1972, ári fyrir andlát hans. Sýn- ingin skiptist annars í þrjá hluta, hinn fyrsti er tímabilið frá 1896 til 1906, sem hefur með eitt og annað frá vændishúsalífi að gera í anda fyrri tíma, Manets og Toulouse Lautrecs. Lostakonur í rauðum stíg- vélum og með skrautleg sokkabönd, sem þjóna viðskiptavinum sínum með uppgerðu fjarrænu kæruleysi. Karlpeningurinn hálf kómískur en konurnar yfirnáttúrulegar og inni- lokaðar, brosa helst þegar þær eru einar og afslappaðar. Inn í þetta fléttast ýmsar sjálfslýsingar þar sem málarinn situr nakinn með fyrirsætu sinni, og myndir af pörum sem elsk- ast og konum að fróa sér. Það voru samanlögð áhrifin frá þessum bóhemaárum sem fæddu af sér hið mikla og tímamótandi verk, Hnyðjurnar frá Avignon, sem boðaði upphaf kúbismans, og er eitt nafn- togaðasta verk módernismans. Sum- ir hafa Picasso jafnvel grunaðan um að hafa fundið kúbismann upp til að ná þessu öllu samanlögðu á dúkana, bæði framan og aftan, til beggja hliða, að ofan og neðan. Picasso og kumpánar hans máluðu himininn rauðan í París á fyrstu árum aldar- innar, óheftar ástríður og prakkara- strik þeirra á götum úti og listsöfn- um löngu komin á spjöld sögunnar. Þetta, að tákngera á einhvern hátt sjálfan sig í myndum sínum, fylgdi Picasso allt lífið og stigmagnaðist síðustu árin. Gamall maður í návígi við ungt hold, tímalaus girndin í öllu sínu veldi. Hér kemur það ljóslifandi fram að allt sem málarar gera er á einhvern hátt sjálfsmynd, hvort sem það er hlutvakið eða abstrakt, eru að ryðja úr sér innihaldi sálarkirnunn- ar, öllu því sem þar hefur safnast fyrir. Hafi þessar myndir ögrað á árum áður eru þær margar hverjar sak- leysið sjálft í dag, segir okkur hve ytri aðstæður hafa mikil og breytileg áhrif á mat manna á listaverkum, fylgir þjóðfélagsháttum eins og skugginn, breytingum sem fæstir vita hverjar verða… Þessu skrifi fylgir mynd sem kom fram við andlát ljósmyndarans Dóru Maar ástkonu Picasso 1998, og var eitt kennimarka framkvæmdarinn- ar. Hún var gerð 5. september 1936 og sýnir Mínótár í faðmlögum við konu sem ber greinilegt svipmót Dóru, ber líka heitið Dora et le Mino- taure. Þessa óvætts grísku goða- sagnanna, sem var hálft naut og hálf- ur maður, sem Pasífea drottning Mínosar konungs, löggjafa á Krít, sonar Seifs og Evrópu, átti með nauti. Tákngerir þá líkast til lista- manninn og ástarbríma hans til Dóru sem var lagskona hans og músa á tímaskeiðinu er hann gerði hina frægu mynd, Guernica. Stílfærðu svipmóti Dóru Maar sér víða stað, einkum í krampakenndum andlitum, einnig sérstæðum og ynd- isþokkafullum portrettum. Sýningin á Jeau de Paume telst mjög þörf og tímabær framkvæmd, eykur skilning manna á þessum mikla brimbrjóti og nýskapara tutt- ugustu aldarinnar. Stuðlar að eyð- ingu fordóma með klækjum mikillar listar, og opinberar skoðandanum allar hliðar ástþrunginna athafna meistarans. Dóra Maar og Mínótárinn, Dora Maar et le Minotaure, gerð með litblýöntum og rissblýi 5. september 1935. Hinn ást- þrungni Picasso Fólk á öllum aldri stímar í sýningahöllina Jeau de Paume í París til að líta ýmsa til skamms tíma leynda og forboðna hluti í lífsverki Pablo Picassos (1881–1973). Litrík- ur manngrúi frá öllum heimshornum nálgast þessa hlið meistarans af forvitni og andakt. Bragi Ásgeirsson var í vettvangs- könnun á dögunum. Ljósmyndarinn með tjáríka og kynþokkafulla and-litið, Dora Maar. Myndina tók André Rogi 1936.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.