Morgunblaðið - 18.05.2001, Qupperneq 51

Morgunblaðið - 18.05.2001, Qupperneq 51
hættumeiri en aðrar íþróttagreinar sem stundaðar eru á ólympíuleikun- um, auk þess hefur heimssamband áhugamanna, AIBA, náð miklum ár- angri í fyrirbyggjandi slysavörnum.“ Er þetta niðurstaða sem hægt er að vefengja, ágæti héraðslæknir? Þarna er stuðst við rannsóknir sem gerðar voru á John Hopkins-sjúkra- húsinu í Bandaríkjunum sem er það virtasta á sínu sviði. Hvergi er ör- yggi haft í meira fyrirrúmi en í hnefaleikum, þetta ættu læknar hér á landi að kynna sér. Keppandi fær ekki keppnisheimild nema að und- angenginni læknisskoðun og þarf keppandi þá að hafa skriflegt leyfi læknis til að afhenda mótastjórn. Í keppni hjá áhugamönnum eru ávallt minnst tveir læknar viðstaddir þeg- ar keppni fer fram og fær keppni ekki að hefjast fyrr en læknir hefur verið skráður á keppnisskýrslu við- komandi keppanda. Auk þess hefur læknir það vald að geta stöðvað keppni fyrirvaralaust telji hann leika einhvern vafa á að öryggi keppenda sé ábótavant. Í því samhengi viljum við bjóða Ólafi héraðslækni fyrstum manna að sitja í læknaráði Hnefaleikasam- bands Íslands. „Læknaleysi“ Í hnefaleikum eru einir hæstu, ef ekki hæstu öryggisstuðlar sem um getur í íþróttaheiminum og það vek- ur athygli okkar og annarra atvik sem átti sér stað í bakgarði Ólafs Hergils fyrir skemmstu. Þar áttust við í keppni í handbolta KA og Haukar og í umræddum leik norðan heiða varð ljótt slys sem er ekki svo sem í frásögur færandi nema það vakti furðu allra þeirra sem viðstaddir voru og sáu þennan leik í sjónvarpi að það var ekki lækn- ir til taks þegar hlúa þurfti að bless- uðum handboltamanninum sárþjáð- um liggjandi á gólfinu, heldur glumdi í hátalarakerfi hússins „Er læknir í húsinu? Ef svo er, er við- komandi beðinn að gefa sig fram.“ Þetta myndum við telja að kæmi sér nokkuð illa fyrir þá lækna sem andvígir eru hnefaleikum, þeir sömu læknar sem beitt hafa þeim rökum einum að erfitt sé að bera saman hættu á meiðslum í hnefaleikum við aðrar íþróttir. Sérstaklega kemur þetta sér illa fyrir héraðslækni Norðurlands. At- vik sem þetta, þar sem læknir eða læknar hefðu ekki verið til taks. hefði aldrei, við ítrekum, hefði aldrei getað gerst í keppni í ólympískum hnefaleikum! Sannleikurinn er sagna bestur og ekki drögum við það í efa. Öllum íþróttum fylgir áhætta. Þegar hnefa- leikar voru bannaðir með lögum árið 1956 lágu engar læknisfræðilegar rannsóknir að baki banninu, heldur vildi það þannig til að það var lækn- ir, sem einnig gegndi þingmennsku sem átti stærstan hlut þar að máli. Því spyrjum við, er hugsanlegt að í krafti samtaka sinna og sérþekking- ar sé með einhverju móti verið að vernda ákvarðanatöku þessa manns sem læknis, því við fullyrðum það að engar lækna- eða slysaskýrslur voru lagðar fram á sínum tíma sem styðja slíkt. Eftir okkar bestu vitneskju eru slíkar skýrslur ekki til. Ekki eitt ein- asta skráð slys er til staðfest, sem rekja má til iðkunar hnefaleika, eins og þeir voru stundaðir í þá daga. Ólafur Hergill sá ástæðu til að nefna sérstaklega þann þátt að hnefaleikar væru hluti af þjálfun hermanna í Bandaríkjunum, við nánari athugun kemur samt í ljós að þetta er rangt hjá Ólafi. Við settum okkur í samband við allþekktan hnefaleikaþjálfara sem gegnir nú hermennsku og bárum þessa fullyrð- ingu undir hann og svarið var, „þetta er einfaldlega ekki rétt“. Engin þjóð heims fylgir fordæminu Væri ekki nær, ágæti héraðslækn- ir, að þú og kollegar þínir beittuð ykkur að þarfari „fordæmingum“ en að vera að vasast með puttana í íþróttastarfi? Við höfum Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands og heil- brigðisnefnd ÍSÍ, sem hefur þegar lagt blessun sína yfir frumvarpið. Ágætis byrjun væri að þið vísuðuð veginn; hvernig koma mætti í veg fyrir að fólk slasist í íþróttum með fræðslu og ykkar sérþekkingu, held- ur en að eyða kröftum ykkar í það að vinna gegn íþróttastarfi. Öllum læknum hlýtur að vera kunnugt um að íþróttir eru öflugasta forvarnar- starf sem til er og eru óteljandi rannsóknir og skýrslur sem stað- festa það, og eru hnefaleikar mjög ofarlega á þeim lista yfir íþróttir sem hafa hvað sterkust forvarnar- gildi. Kæru læknar, opnið augu ykkar fyrir því að hnefaleikar í þeirri mynd sem þeir voru stundaðir hér á landi fyrir árið 1956, eiga svo lítt skylt við þá hnefaleika sem farið er fram á að verði heimilaðir hér. Höfundar eru þjálfarar í hnefaleikum og stofnendur Félags áhugafólks um lögleiðingu ólympískra hnefaleika. UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. MAÍ 2001 51 M O N S O O N M A K E U P lifandi litir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.