Morgunblaðið - 18.05.2001, Qupperneq 54

Morgunblaðið - 18.05.2001, Qupperneq 54
HESTAR 54 FÖSTUDAGUR 18. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ strets- gallabuxur v/Nesveg Seltjarnarnesi, sími 561 1680 iðunn tískuverslun Nánari upplýsingar hjá Kjell Larsson hjá Postiljonen að Hótel Reykjavík í síma 562-6250 eða Hjá Magna í síma 552-3011 eða í verslunni að Laugavegi 15. Óskum sérstaklega eftir gömlum umslögum og góðum söfnum, jafnt íslenskum sem erlendum. ...var greidd fyrir þetta umslag á síðasta uppboði okkar! Yfir 1 milljón... Sænskir uppboðshaldarar og frímerkja-kaupmenn verða hér að kaupa eða taka til uppboðs! Verða til viðtals á Hótel Reykjavík á morgun föstudag 17:00 - 19:00 og laugardag 10:00 - 12:00 Erum á Íslandi í þrjá daga! HUGMYNDINA að æskulýðshátíð á Garðar Hreinsson sem hefur verið umsjónarmaður Skógarhóla um nokkurt skeið. Auður Möller sagði hann hafi komið með hana til æsku- lýðsnefndar LH í hitteðfyrra og vildi drífa í að halda mótið. Æskulýðs- nefndin taldi betra að bíða með að halda mótið í eitt ár svo tími gæfist til skipulagningar. Auk þess var talið að upplýsingar um mótið þyrftu að kom- ast tímanlega inn í Mótaskrá LH. Ákveðið var að halda hátíðina dag- ana 20.–22. júlí í sumar, sem reyndist vera ein af fáum helgum sumarsins þar sem börn eru ekki að keppa á mót- um. Ástæðan fyrir því er m.a. sú að sömu helgi verður haldið Íslandsmót fullorðinna og ungmenna í hesta- íþróttum. Mótið verður reyndar haldið í Mosfellsbæ og því ekki langt á milli. Hvert félag með liðsstjóra og setji upp búðir Nú hefur nefndin sent öllum æsku- lýðsfulltrúum hestamannafélaganna á landinu bréf þar sem mælst er til þess að þeir sjái um að kynna mótið í sínum félögum. Auður sagði að hún hafi frétt að því miður hafi bréfið ekki komist í réttar hendur í öllum félög- um. „Við treystum því að á þessu verði gerð bragarbót og munum senda út nánari upplýsingar eftir helgina. Meðal annars mælumst við til þess í bréfinu að hvert félag skipi liðsstjóra, þau setji upp búðir á móts- stað eins og t.d. á skátamótum, merki þær með fánum félagsins og veifum og gaman væri ef félögin geta boðið upp á samstæðar peysur fyrir sína félagsmenn.“ Auður segir Æskulýðsmótið ætlað allri fjölskyldunni, börnum, foreldr- um og öfum og ömmum og hugsað sem kjörið tækifæri til að koma sam- an og eyða helginni við leik og fræðslu, grín og gaman í fallegu um- hverfi Skógarhóla. Þeir sem vilja koma ríðandi eða með hesta á kerru geta gert það, því beitarhólf eru til staðar og auðvitað næg tjaldstæði fyrir fólkið. Ætlast er til að öll börn verði á ábyrgð foreldra sinna eða liðs- stjóra. Engin aldurstakmörk verða og því er rennt blint í sjóinn með fjölda þátttakenda. Greiða verður fyrir tjaldstæði og beitarhólf, en annars verður reynt að halda öllum kostnaði mjög í hófi. Þótt dagskráin sé ekki fullmótuð er gert ráð fyrir að fólk komi á svæðið á föstudagskvöldið hvort sem það kem- ur ríðandi eða akandi. Eftir að búið er að tjalda er frjáls dagskrá en ætlunin er að bjóða upp á heitt kakó fyrir svefninn . Eiginleg dagskrá verður á laugar- deginum og eru margar hugmyndir um hana. Eitt er víst, að sögn Auðar, að nóg verður að gera svo mótsgestir verða að gera ráð fyrir að fara snemma á fætur. Líklega verður farið í útreiðartúr um gamlar reiðleiðir í þjóðgarðinum á Þingvöllum. Þá verð- ur farið í ýmsa leiki og keppt t.d. í reiptogi o.fl. Þeir sem vilja keppa á hestum geta væntanlega tekið þátt í þrautakeppni sem að öllum líkindum verður boðið upp á. Þá eru hugmyndir um að biðja kynbótadómara að koma á svæðið og kynna fyrir börnunum hvernig kynbótadómar fara fram. Þátttakendum verður síðan leyft að spreyta sig og þeir sem komast næst dómaranum í einkunnagjöf fá verð- laun. Sameiginlegt grill verður um kvöldið og kvöldvaka þar sem hvert félag getur troðið upp með sitt atriði. Vonandi fyrsta af mörgum Æskulýðsmótum Skipuð hefur verið framkvæmda- nefnd mótsins og í henni eru þau Garðar Hreinsson staðarhaldari Skógarhóla, Ester Harðardóttir Fáki, Helga B. Helgadóttir æskulýðs- nefnd LH, Hulda Þórðardóttir Herði, Rosmarie Þorleifsdóttir Smára, Sig- urrós Jóhannsdóttir Sleipni, Ástríður Guðjónsdóttir Mána og Tryggvi Að- albjarnarson Gusti. Auður segist vona að sem flest félög sjái sér fært að skipuleggja þátt- töku sinna félagsmanna. Barna- og unglinganefndir þeirra eru einnig hvattar til að skipuleggja hópreið á mótið, eða jafnvel að keyra hrossin á ákveðinn stað í hæfilegri fjarlægð frá Skógarhólum og koma ríðandi þaðan. Hún vonast eftir góðri þátttöku og að þetta verði fyrsta af mörgum Æsku- lýðsmótum á Skógarhólum. Ungt hestafólk skundar á Þingvöll í sumar Búast má við gleði og glaumi á Skógarhólum í sumar þegar ungt hestafólk landsins safn- ast þar saman ásamt fjölskyldum sínum á Æskulýðsmóti Lands- sambands hestamanna- félaga. Ásdís Haralds- dóttir leitaði til Auðar Möller, formanns æsku- lýðsnefndar LH, til að fá nánari upplýsingar. Morgunblaðið/Ásdís Haraldsdóttir Ungu hestafólki á Íslandi býðst að koma saman á Æskulýðsmóti á Skógarhólum í sumar. Kannski ætla þessir hressu krakkar í Borgarfirðinum að mæta? MÓTASKRÁ Landssambands hestamannafélaga er nú aðgengi- leg á heimasíðu samtakanna. Á undanförnum misserum hefur skrifstofa LH séð um að uppfæra hana með reglulegu millibili. Að sögn Sigrúnar Ögmundsdótt- ur hjá LH vantar töluvert upp á að mótaskráin sé nýtt eins og til stóð. Sum af minni hestamannafélögun- um hafa ekki sent inn upplýsingar og einnig skila breytingar sér illa. Hún sagðist vilja benda forráða- mönnum hestamannafélaganna á að nú sé orðið mjög auðvelt að bæta inn upplýsingum og gera breytingar á mótaskránni. Því ættu hestamenn endilega að not- færa sér þessa þjónustu sem auk þess er ókeypis og koma öllum mótaupplýsingum til skrifstofunn- ar. Sigrún sagði að greinilegt væri að hin nýja heimasíða Landssam- bandsins, www.lhhestar.is, væri mikið notuð. Þar er að finna auk mótaskrárinnar allar upplýsingar um hestamannafélögin, nefndir á vegum LH, stjórn og fleira og síð- ast en ekki síst væru þar allar nýj- ustu reglur og lög LH. Hún sagðist finna mikinn mun frá því á síðasta ári hversu fólk væri ánægt með að geta gengið að þeim á netinu. Vannýtt mótaskrá Landssambands hestamannafélaga HESTAMENN eru mótaglaðir um þessar mundir. Að minnsta kosti 6 félög ætla að halda mót eða aðrar uppákomur um helgina. Hörður í Mosfellsbæ heldur Íþróttamót MR búðarinnar á Varm- árbökkum á föstudag og laugardag, Léttfeti á Sauðárkróki verður með firmakeppni í Flæðigerði á laugar- dag og sama dag heldur Skuggi í Borgarnesi íþróttakeppni á Vindási. Sörli í Hafnarfirði og Gustur í Kópa- vogi verða með íþróttamót á laug- ardag og sunnudag. Sörli á Sörla- völlum og Gustur í Glaðheimum. Þá verður miðnæturtöltmót hjá Fáki í Reykjavík á laugardagskvöld- ið. Keppt verður í nokkrum flokkum en aðallega verður lögð áhersla á glens og gaman. Byrjað verður á að grilla kl. 19.00 og um klukkustund síðar hefst keppni. Keppnisfyrir- komulag verður frjálslegt og verður ekki amast við því ef keppendur koma inn í miðja keppni. Samkvæmt upplýsingum sjá ólöglegir dómarar um dómgæsluna og tekið var fram að ekki verður tekið við kærum. Mótið er öllum opið og skráning verður á staðnum. Gert er ráð fyrir að úrslit ráðist þegar líða tekur að miðnætti. Íþróttamót, firmakeppni og mið- næturtölt HEILDARFJÖLDI útfluttra hrossa frá áramótum til 15. maí á þessu ári er 691 hross. Þetta eru 116 fleiri hross en flutt höfðu verið út á sama tíma í fyrra, en 31 færra en á sama tíma árið 1999. Þó ber að hafa í huga að 84 hross eru á leið til Kanada eftir helgina sem hækkar heildarfjöldann upp í 775.Það vekur athygli þegar samanburður er gerður á milli ára að árið 1999 höfðu hross verið flutt til 14 landa og 13 landa árið 2000. Á þessu ári hafa hross verið flutt til 10 landa og það 11. er að bætast við. Einnig vekur athygli að út- flutningur til Finnlands eykst mikið á milli ára og einnig til Noregs, en líklegt er að þar hafi niðurfelling á tollum haft áhrif. Mesta athygli vekur þó að svo virðist sem eftirspurn eftir íslenskum hrossum í Banda- ríkjunum og Kanada sé mikið að aukast, ef marka má út- flutning þangað það sem af er þessu ári. Útflutningur hrossa frá Ís- landi frá áramótum til 15. maí árin 1999 – 2001 skiptist þann- ig á milli landa: Land 1999 2000 2001 Austurríki 2 6 Belgía 6 Kanada 17 4 Sviss 67 35 50 Þýskaland 197 144 153 Danmörk 77 71 56 Finnland 15 28 61 Frakkland 2 Bretland 7 4 Ítalía 3 1 Holland 21 34 19 Noregur 49 32 92 Svíþjóð 216 176 161 Slóvenía 1 1 Bandaríkin 48 39 93 Heildarfj. 722 575 691 Útflutn- ingur gengur vel NETVERSLUN Á mbl.is Brusi aðeins kr.400
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.