Morgunblaðið - 18.05.2001, Page 58

Morgunblaðið - 18.05.2001, Page 58
58 FÖSTUDAGUR 18. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ                                   !"       #     $%"%&" '" BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329 Í RÍKISSJÓNVARPINU 22. apríl síðastliðinn var þáttur undir stjórn Péturs Matthíassonar fréttamanns. Viðmælendur hans voru Þorgerður K. Gunnarsdóttir alþm. og Katrín Júlíusdóttir sem mér skilst að sé for- maður ungra jafnaðarmanna. Rætt var um Evrópumálin. Þorgerður var á því að best væri að fara varlega í þessi mál o.s.frv. en Katrín Júlíusdóttir talaði fyrir fullri aðild Íslands að Evrópusambandinu. Þorgerður benti á að fiskveiðimálin væru mikið vandamál hvað snerti inngöngu okkar í sambandið og erfitt myndi vera að fá ívilnanir varðandi þau, en Katrín virtist ekki telja það mikið mál. Í því sambandi sagði hún hins vegar: „Ég tel vafalaust að við gætum hugsanlega fengið ívilnanir!“ Og ég tók eftir því að hún hikaði ögn við í miðri setningunni en skaut svo orðinu „hugsanlega“ inn í hana. Hvers konar setning er þetta eig- inlega? Fyrst er haft orðið „vafa- laust“ og síðan orðið „hugsanlega“ um einn og sama hlutinn! Er það á slíkum forsendum sem ungkratar vilja að við förum inn í Evrópusam- bandið? Að það verði hugsanlega komið eitthvað til móts við okkur? Þegar Thorbjörn Jagland var hér á ferð fyrir skömmu, sagði hann að fiskveiðistefna Evrópusambandsins væri helsti þröskuldurinn í vegi fyrir inngöngu Norðmanna. Hann var þá spurður hvort hann teldi ekki að hægt væri að fá fram breytingar á henni. Svar Jaglands var einfaldlega nei. Hann var ekkert að skafa utan af því. Ég veit þó ekki annað en hann hafi verið talsmaður inngöngu í sam- bandið, eins og flestir flokksmenn hans. En norskir þjóðarhagsmunir virðast þó tala eitthvað til hans líka. Auðlind sjávarins, undirstaða ís- lenskrar velmegunar, verður ekki í okkar höndum eftir Evrópusam- bandsaðild. Það er augljóst mál. Ég hef hitt menn sem eru orðnir svo yfir sig þreyttir á kvótakerfinu, að þeir segja: „Mér er alveg sama hvort auðlindin er í höndum ís- lenskra sægreifa eða einhverra há- karla úti í Brussell!“ Það hlakkar jafnvel í sumum yfir því að sægreifarnir hljóti að fara illa út úr því ef við göngum í Evrópusam- bandið. Slíkar skoðanir eru mjög varhuga- verðar frá þjóðlegu sjónarmiði. Auðlindin er þjóðareign og kvóta- kerfið verður að breytast úr sérhags- munakerfi í heildarhagsmunakerfi. Það verður aldrei sátt um það eins og það er. En að hugsa sér það sem lausn frá kvótakerfinu að ganga í Evrópusambandið er hins vegar út í hött. Gætum að málstað okkar. Gætum okkar á málflutningi þeirra sem nota orðið „vafalaust“ en smeygja svo orðinu „hugsanlega“ inn í dæmið. Slík málsmeðferð getur aldrei orðið trúverðug. RÚNAR KRISTJÁNSSON, Bogabraut 21, Skagaströnd. Vafalaust / hugsanlega? Frá Rúnari Kristjánssyni: NÚ hafa ríkisstjórnir Davíðs Oddson- ar og Framsóknar setið í valdastólum eitt og hálft kjörtímabil og unnið mörg eftirminnileg verk eins og vænta mátti. Ég hefi áður minnst á að strax breyttu þeir greiðslum til aldr- aðra og öryrkja svo að í dag eru þær 19% lægri en ef þær hefðu áfram tekið mið af launaþróun í stað þess að hlíta geðþóttaákvörð- unum stjórn- valda, en ekki nóg með það, heldur hafa þeir háu herrar haldið því fram að laun þessarra hópa hafi hækkað, það má þó segja, fyrr má nú rota en dauðrota. Það skiptir ekki máli hvaða verk eru unnin eða hverskonar að- ferðum er beitt til að framkvæma þau. Það sést best á skoðanakönnun- um um fylgi ríkisstjórnarinnar. Þarna minna Íslendingar sorglega mikið á gömlu Sovétríkin eða Hitlers– Þýskaland, með sína sterku leiðtoga sem gátu gert hvað sem þeim sýndist og hlotið að launum hlýðni og aðdáun. Íslendingar eru líka þeir lukkunnar pamfílar að hafa sinn sterka leiðtoga, sem þeir kusu þingmann aldarinnar á liðnum vetri í skoðanakönnunum. Hinn sterka leiðtoga sem fer í fýlu ef hann mætir andbyr og finnur hinar ótrúlegustu krókaleiðir til að þoka málum sér í hag eins og sýndi sig best í öryrkjamálinu gagnvart dómi Hæstaréttar. Þá ætlaði hann einnig að sýna mátt sinn og megin – og leggja niður Þjóðhagsstofnun og sagði að það verk væri langt komið, án þess að þjóðhagsstofustjóri eða annað starfsfólk hefði haft hugmynd um að slíkt væri á döfinni. Þjóðhags- stofnun hefur þó verið talin hafa mik- ilvægu hlutverki að gegna t.d. benda ríkisstjórninni á ef blikur væru á lofti í efnahagsmálum. – Hljómaði spáin, rétt áður en leiðtoginn greip til sinna ráða, kannski óþægilega í eyrum hans? Fróðlegt verður að sjá hvernig endataflinu lýkur í Þjóðhagsstofnun- ar – ævintýri leiðtogans. Þar sem kóngurinn tók á rás og gat vaðið yfir allt skákborðið, leikið sinn eftirminni- lega einleik og skákað á báða bóga eins og hann ætti lífið að leysa uns hann nam snögglega staðar og bakk- aði rétt eins og hann hefði áttað sig á að kannski hefði hann leikið af sér, eða var Framsókn litla að vakna til meðvitundar um að hinn sterki leið- togi hefði verið að mála hana út í horn? Ætlaði hún kannski ekki að halda áfram að vera hornkerling leið- togans? –Eða voru andstæðar skoð- anir í Evrópumálum sem þrýstu á. Það er engu líkara en utanríkisráð- herra sé farið að kitla í fingurgómana að sækja um inngang í ESB. Aum- ingja Framsókn hefur löngum verið haltrandi í flestu sem mestu máli hef- ur skipt – og opin í báða enda. Svo það er reyndar ekkert skrýtið þótt hún sé nú að fá Evrópuflog! Það er þó bara ein skrautfjöðrin enn í Framsóknar- hattinn! AÐALHEIÐUR JÓNSDÓTTIR, Furugerði 1, Reykjavík. Fyrr má nú rota en dauðrota Frá Aðalheiði Jónsdóttur: Aðalheiður Jónsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.