Morgunblaðið - 18.05.2001, Qupperneq 72

Morgunblaðið - 18.05.2001, Qupperneq 72
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FÖSTUDAGUR 18. MAÍ 2001 VERÐ Í LAUSASÖLU 165 KR. MEÐ VSK. Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Glaðir dýravinir á Blönduósi SYSTURNAR Silla Máney og Hanna Lísa Hafliðadætur á Blönduósi kunna lagið á ferfæt- lingum, stórum sem smáum, enda miklir dýravinir. Hvuttarnir una sér greinilega vel í fangi þeirra og folaldið litla, sem er í fóstri á heimili þeirra, vill helst vera hjá þeim líka. Hlýnað hefur í veðri norðanlands eftir kuldakast fyrr í vikunni. Framundan eru því góðir dagar hjá þeim systrum. KOSTNAÐUR ríkissjóðs við flutn- ing ýmissa ríkisstofnana og fyrir- tækja og aðlögun þeirra í nýbygg- ingu einkaaðila í Borgartúni 21, nam alls tæplega 313 milljónum króna. Um er að ræða húsnæði sem leigt hefur verið til 20 ára og munu leigugreiðslur á samningstíma- bilinu ekki verða undir 2,4 millj- örðum kr., en leigufjárhæðin er bundin vísitölu neysluverðs. Þessar upplýsingar koma fram í svari fjármálaráðherra við fyrir- spurn Lúðvíks Bergvinssonar, þingmanns Samfylkingarinnar. Lúðvík lagði fram fyrirspurn til ráðherra um kostnað við Borgar- tún 21, þar sem sex stofnanir og fyrirtæki ríkisins hafa tekið hús- næði á leigu til tuttugu ára. Húsnæðið, sem hefur verið tekið á leigu, er að flatarmáli ríflega 9.000 fermetrar. Ríkið greiddi verktaka hússins um 197 milljónir í viðbótarkostnað vegna aðlögunar að þörfum einstakra stofnana og fyrirtækja. Aðlögunarkostnaður sem greiddur var til verktaka nam þannig tæpum 22 þúsund krónum á hvern fermetra húsnæðisins. Aukinheldur greiddi ríkissjóður annan kostnað í tengslum við flutn- ing stofnana, s.s sem vegna hús- gagna, tölvu- og símalagna o.fl., alls um 115 milljónir kr. Húsnæðið var afhent til notkun- ar á tímabilinu febrúar til maí 2000. Öllum leigusamningum lýkur hins vegar 31. janúar 2020, eða tuttugu árum eftir undirritun þeirra. Rík- issjóður hefur auk þess forleigu- og forkaupsrétt að húsnæðinu. Samkvæmt upplýsingum frá Fasteignum ríkissjóðs var húsa- leiga fyrir febrúar 2001 kr. 9.975 þús. kr. og skiptist hún með þeim hætti að leiga á mánuði fyrir hús- næði embættis ríkissáttasemjara er 1.216 þús. kr., fyrir Fasteigna- mat ríkisins 1.500 þús. kr., Barna- verndarstofu 570 þús. kr., Löggild- ingarstofu 1.543 þús. kr., yfirskattanefnd 950 þús. kr., Íbúðalánasjóð 2.996 þús. kr og Lánasjóð íslenskra námsmanna 1.200 þús. kr. Heildarleiga fyrir allt húsnæði ríkisstofnana nemur því tæplega tíu milljónum króna á mánuði, eða 119,7 milljónum kr. á ári. Lúðvík Bergvinsson segist nán- ast orðlaus yfir þessum upplýsing- um. Hann segir að svo virðist sem kostnaður vegna flutnings og vinnu við aðlögun fyrsta árið sé nálægt 430 milljónum króna og heildar- kostnaður fyrir afnot af húsnæðinu í 20 ár sé um 2,7 milljarðar og geti allt að því tvöfaldast á leigutíma- bilinu vegna verðtryggingar. „Að loknu samningstímabilinu stendur ríkið eftir með að hafa greitt þetta fé og á ekki neitt í hús- næðinu,“ segir hann. Alþingismaðurinn kveðst þeirrar skoðunar að nú standi upp á fjár- málaráðherra að gera frekari grein fyrir þessu og í framhaldi af því verði metið hvort ástæða sé til frekari aðgerða. Borgartún 21 er í eigu bygging- arfyrirtækisins Eyktar ehf., sem einnig reisti það. Samningur ríkisins um leigu í Borgartúni 21 Leigusamningurinn kostar 2,4 milljarða  Flutningur/11 SAMNINGAFUNDUR Þroskaþjálfafélags Íslands og Reykjavíkurborgar stóð enn á miðnætti í nótt, en þá hófst boð- að verkfall þroskaþjálfa í Reykjavík. Verkfall þroska- þjálfa hjá ríkinu og öðrum sveitarfélögum en Reykjavík hefur verið boðað frá 1. júní nk. hafi samningar ekki tekist. Sólveig Steinsson, formaður Þroskaþjálfafélagsins, sagði um miðnættið að staðan í við- ræðunum væri óljós og erfitt að segja eitthvað ákveðið um hana, en þau yrðu eitthvað áfram fram eftir nóttu í viðræð- um. Verkfall hefði hins vegar hafist á miðnætti. Því miður væru ekki önnur ráð fyrir hendi en að grípa til verkfallsvopns- ins. „Staðan er óljós en þó verið að ræða saman,“ sagði Sólveig. Fjörutíu og fjórir þroska- þjálfar hjá Reykjavíkurborg verða í verkfalli og starfa þeir hjá Félagsþjónustunni, Fræðslumiðstöð Reykjavíkur og Leikskólum Reykjavíkur. Verkfallið, sem boðað er um mánaðamótin, nær til tæplega 200 þroskaþjálfa sem eru í starfi hjá ríkinu og tæplega 50 sem eru í starfi hjá öðrum sveitarfélögum en Reykjavík- urborg. Þroska- þjálfar í verkfalli FORSETAR Alþýðusambands Íslands ákváðu á fundi sínum í gær að höfða mál á hendur ís- lenskum stjórnvöldum fyrir inn- lendum dómstólum til viður- kenningar á því að nýsett lög um kjaramál sjómanna og af- nám samningsréttar þeirra brjóti í bága við grundvallar- réttindi launafólks og gangi þar með gegn stjórnarskrá, vinnu- löggjöfinni og mannréttindasátt- mála Evrópu. Vinna við und- irbúning málshöfðunarinnar er að hefjast. Einnig ætlar ASÍ að kæra íslensk stjórnvöld til félagafrelsisnefndar Alþjóða vinnumálastofnunarinnar, ILO. Magnús Nordahl, lögfræðing- ur ASÍ, segir að það sé þungt í mönnum. Hann segir að auk þess að höfða mál fyrir innlend- um dómstólum verði einnig kært fyrir Alþjóða vinnumála- stofnuninni og það sé ekki í fyrsta sinn sem sú leið sé farin gegn íslenskum stjórnvöldum. Magnús bendir á að öryrkja- málið svokallaða hafi verið höfð- að sem viðurkenningarmál. „Í slíkum málum geta heildarsam- tök ákveðinna hópa haft forsvar eða aðild fyrir hönd sinna um- bjóðenda. Þessi leið er hugs- anlega fær einnig og við munum taka ákvörðun um það hvernig verði lagatæknilega farið í mál- ið. En í öllu falli verður látið á það reyna hvort þessi ákvörðun Alþingis standist stjórnarskrá og mannréttindasáttmálann. Lögin fara klárlega, að okkar mati, gegn félagafrelsisákvæði stjórnarskrárinnar. Það er rétt- urinn til þess að stofna sjálf- stæð félög, verkalýðsfélög sem njóta sérstakrar verndar til þess að fara með sameiginlega hagsmuni launafólks. Allar und- antekningar og inngrip í frelsi til þess að gera kjarasamninga eru litin mjög alvarlegum aug- um og túlkuð þröngt,“ segir Magnús. ASÍ ætlar að höfða mál gegn stjórnvöldum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.