Morgunblaðið - 14.12.2001, Blaðsíða 4
FRÉTTIR
4 FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Litrík frásögn um
ævint‡ra legt sumar
tólf ára flríbura hjá
skraut legri frænku
í Kaupmannahöfn.
Spennandi saga fyrir börn
á öllum aldri eftir höfund
Móa hrekkjusvíns og
bókanna um Binnu.
Sumar á hippasló›um
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
E
D
D
16
13
4
12
/2
00
1
Kristín Helga Gunnarsdóttir
SAMKVÆMT tölum lögreglunnar
eykst verulega hætta á ölvunar-
akstri í umferðinni þegar líða fer
að jólum. Sekt vegna ölvunarakst-
urs numið allt að 100.000 krón-
um. Rekja má fjórða til fimmta
hvert banaslys í umferðinni til
ölvunaraksturs og árlega stöðvar
lögreglan 2.000 til 2.500 ökumenn
vegna ölvunar undir stýri.
Samkvæmt nýjum tölum Sjó-
vár-Almennra um þróun ölvunar-
aksturs ökumanna 17–20 ára síð-
ustu sex árin, kemur í ljós þeim
hefur fækkað talsvert. Árið 1996
voru ökumenn í þessum aldurs-
hópi 49% ökumanna sem teknir
voru undir áhrifum áfengis en á
þessu ári hefur 21% ökumanna
verið 17–20 ára sem teknir hafa
verið fyrir ölvunarakstur. Bind-
indisfélag ökumanna og Sjóvá-
Almennar heimsóttu Kringluna í
gær til að sýna fólki hversu al-
varlegt er að aka undir áhrifum
áfengis. Þar gafst fólki m.a. kost-
ur á að prófa „ölvunargleraugu“
og fara ákveðna braut á hlaupa-
hjóli og gat fólk allsgáð upplifað
áhrif áfengis á hæfni sína.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Lögreglumaður með „ölvunargleraugu“ reynir að halda sig á línunni.
Aukin hætta á ölvunarakstri í desember
Ölvuðum ökumönnum
fækkar í hópi 17–20 ára
SJÓPRÓFUM vegna Ófeigs II VE,
sem sökk skammt undan Vík í Mýr-
dal 5. desember með þeim afleið-
ingum að eins skipverja er enn sakn-
að, lauk í gær hjá sýslumanninum í
Vestmannaeyjum.
Skipstjóri Ófeigs, Ægir Ármanns-
son, segir að fyrsta vísbending um
að ekki hafi verið allt með felldu hafi
komið þegar veiðarfæri Ófeigs fest-
ust á sjávarbotni. Við það seig bát-
urinn að aftan og í kjölfarið fylltist
hann af sjó þegar stanslaus brotsjór
gekk yfir hann. Átta skipverjar
björguðust úr níu manna áhöfn og
hlaut einn meiðsli á fæti við að koma
sér út úr brúnni. Við lá að skipstjór-
inn færist er hann fór langt niður
með sökkvandi bátnum er hann
læstist inni í brúnni.
Skipverjar voru að yfirgefa skipið
í miklum flýti úr brúnni og var Ægir
þeirra síðastur út. Hann aðstoðaði
einn skipsfélaga sinn við að komast
út um dyrnar en rétt á eftir lokuðust
þær og mikill sjór, sem var kominn
inn í brúna, þrýsti á þær svo útilokað
var að opna þær á ný.
„Brúin fylltist síðan á augnabliki
og það var vonlaust að ég kæmist
út,“ sagði Ægir í samtali við Morg-
unblaðið. „Ég sá enga leið mér til
bjargar en þegar ég fór að hugsa
skýrt, fór ég að fálma eftir glugg-
unum og fann loks einn sem var
hægt að opna. Þá var smáloftrými
uppi í einu horninu á brúnni sem ég
gat farið upp í til að fylla lungun af
lofti áður en ég færi aftur í kaf til að
vinna við gluggann.“ Með því að kafa
endurtekið að glugganum tókst Ægi
loks að opna hann og komast út úr
skipinu. „Þegar ég var kominn hálf-
ur út um gluggann flaut ég sjálf-
krafa upp á yfirborðið, þar sem ég
var kominn í flotgalla. Það var mikill
þrýstingur og mikið myrkur þegar
ég kom út úr skipinu en eftir því sem
mig bar nær yfirborðinu, minnkaði
þrýstingurinn. Það var tunglbjart og
ég sá birtuna að ofan aukast eftir því
sem nær dró yfirborðinu.“ Hann
segir erfitt að segja til um hve langt
hann var kominn niður með skipinu
þegar honum tókst að komast út,
e.t.v. 15 metra. „Ég var töluverðan
tíma upp og eftir að ég hafði jafnað
mig á geðshræringunni og var farinn
að anda eðlilega á yfirborðinu varð
ég rólegur. Ég vissi þá að ég væri
hólpinn þótt ég hefði fyrst talið að
öllu væri lokið þegar ég sá að ég
hafði lokast inni í brúnni.“
Tókst að opna glugga
í kafi á síðustu stundu
Skipstjóri Ófeigs II VE læstist inni í brú sökkvandi skipsins
HAFSTEINN Hafsteinsson, for-
stjóri Landhelgisgæslunnar, segir
viðbragðstímann við að senda þyrl-
una TF-LÍF á loft hafa verið eðli-
legan þegar björgunaraðgerðir
stóðu yfir vegna strands Svan-
borgar SH við Snæfellsnes í síð-
ustu viku, en 38 mínútur liðu frá
því að hún var kölluð út og þar til
hún komst í loftið. Að sögn Haf-
steins gefur Landhelgisgæslan
jafnan upp eina klukkustund sem
þann viðmiðunartíma sem tekið
getur að koma þyrlu í loftið, en
hins vegar stefni menn jafnan að
því að það náist á hálftíma.
Vegna afleitra veðurskilyrða á
föstudag varð sá tími 38 mínútur,
enda var veðrið með þeim hætti að
óvíst var hvort yfirleitt tækist að
koma þyrlunni í loftið.
Misjafn útkallstími
eftir veðri
Hafsteinn segir samstarf Land-
helgisgæslunnar við varnarliðið
mjög gott, en hins vegar hafi menn
talið í fyrstu að áhöfn TF-LÍF
myndi ráða við björgunina á eigin
spýtur. Þegar sýnt þótti að að-
stæður væru mjög erfiðar var
ákveðið að kalla eftir aðstoð varn-
arliðsins og var það gert klukkan
18.15, eða 27 mínútum eftir að
þyrla Landhelgisgæslunnar var
kölluð út. Þá voru ennþá 11 mín-
útur í að TF-LÍF kæmist í loftið.
„Ég held að menn verði að gera
sér grein fyrir því hversu ólíkt það
er að kalla út þyrlu í blíðskap-
arveðri eða í svona afleitu veðri.
Það gefur auga leið að veðrið hef-
ur bæði áhrif á að áhöfnin komist
á staðinn og sérstaklega áhrif á
það að koma þyrlunni í loftið.
Veðrið var þannig á Reykjavík-
urflugvelli að það var spurning
hvort þyrlan kæmist á loft út af
vindi. Þetta er því ekki óeðlilegur
tími, þegar allt er haft í huga,“
segir Hafsteinn. „Það er sannar-
lega allt gert til að flýta þessu en
það tekur bara vissan tíma að
koma þyrlu í loftið.“
Viðbragðsstaða allan sólar-
hringinn kostnaðarsöm
Klukkan 18.15 á föstudag var
óskað eftir þyrlu frá varnarliðinu
og klukkan 19.20 tilkynnti TF-LÍF
um bilun í stjórntækjum þyrlunn-
ar. Því var ákveðið að hún sneri
við og klukkan 19.50 lenti hún aft-
ur í Reykjavík. Tíu mínútum síðar
fór TF-SIF í loftið með sömu
áhöfn, að því undanskildu að nýr
flugstjóri tók við. Hafsteinn segir
það hafa vakið sérstaka athygli,
einkum hjá bandarísku þyrluflug-
mönnunum, að það hefði aðeins
tekið 10 mínútur að koma TF-SIF
í loftið.
Þegar neyðarkall berst kallar
stjórnstöð Landhelgisgæslunnar
áhöfnina út en allir í áhöfninni eru
með talstöðvar og halda af stað út
á flugvöll um leið og kallið berst.
Þá koma líka aðstoðarmenn til að
opna flugskýlið og sinna öðrum
undirbúningi og eru stundum á
staðnum ef þeir vinna frameftir.
Aðspurður hvort til greina komi að
hafa áhöfnina í viðbragðsstöðu all-
an sólarhringinn við þyrluna, segir
Hafsteinn að það sé bæði kostn-
aðarsamt og erfitt að meta hvort
það skipti sköpum.
„Það yrði mjög kostnaðarsamt
að hafa áhöfn á vakt allan sólar-
hringinn í viðbragðsstöðu. Einnig
verður að athuga að þegar þeir
eru búnir að vera í vissan tíma á
vakt úti á flugvelli, getur komið að
því að þeir séu fallnir á tíma og
geta því verið tiltölulega stutt á
flugi.“
Sér um að óska eftir
aðstoð varnarliðsins
Samskipti Landhelgisgæslunnar
við varnarliðið eru að sögn Haf-
steins mjög góð. Starfsmenn eru í
daglegu sambandi við varnarliðið
til að bera saman bækurnar og
meta hvernig tækjabúnaði er hátt-
að hverju sinni. Landhelgisgæslan
sér um að kalla eftir aðstoð varn-
arliðsins, ef þörf krefur, og segir
Hafsteinn það eðlilegast þar sem
Landhelgisgæslan stjórni þyrlun-
um og viti hvað þær ráði við.
„Í þessu tilfelli höfðum við sam-
band við þá 27 mínútum eftir að
TF-LÍF var kölluð út. Í upphafi
var talið að við gætum ráðið við
þetta sjálfir en um leið og fyr-
irsjáanlegt var hversu alvarlegt
ástandið væri var leitað til varn-
arliðsins. Það má alltaf deila um
það hvort það hefði átt að gera það
strax, en ef við lítum t.d. á slysin
sem urðu fyrir utan Suðurland á
sínum tíma og við önnuðumst sjálf-
ir, þá er ljóst að við ráðum vel við
björgun í slíkum aftakaveðrum,“
segir Hafsteinn.
Forstjóri Landhelgisgæslunnar um við-
brögð vegna strands Svanborgar SH
Eðlilegur
viðbragðstími
í aftakaveðri
HALLDÓR Ásgrímsson utan-
ríkisráðherra ávarpaði í gær
ráðherrafund Flóttamanna-
stofnunar SÞ í Genf. Er ráð-
herrafundurinn sá fyrsti sem
haldinn er á vegum hennar.
Í ávarpi Halldórs kom m.a.
fram að flóttamannasamningur-
inn frá 1951 væri enn í dag sá
lagalegi grunnur sem Flótta-
mannastofnun SÞ byggði á
vegna aðstoðar við hælisleitend-
ur og flóttamenn og til verndar
grundvallarmannréttindum
þeirra. Halldór lagði áherslu á
að Ísland styddi heilshugar
flóttamannasamninginn og við-
bótarbókunina, sem felur í sér
víðtækari skilgreiningu á hug-
takinu flóttamaður og að aðild-
arríkjum bæri skylda til að
tryggja réttindi flóttamanna án
tillits til kynþáttar, kynferðis,
trúarbragða eða pólitískra skoð-
ana. Halldór lýsti yfir stuðningi
við alþjóðlegt samráð sem stofn-
að var til í lok ársins 2000, sem
miðar að því að koma til móts við
breyttar aðstæður og þróa að-
ferðir og staðla til að styrkja
frekar vernd flóttamanna. Hann
lagði áherslu á nauðsyn þess að
finna varanlegar lausnir á vanda
flóttamanna.
Lausnir
verði
fundnar á
vanda
flóttamanna
FJÁRMÁLARÁÐUNEYTIÐ segir
margt benda til þess að efnahagssam-
drátturinn sem nú er verði skamm-
vinnari en óttast hefur verið, og að
framundan sé tímabil minnkandi
verðbólgu, aukins stöðugleika og al-
mennrar uppsveiflu í efnahagslífinu á
næstu árum.
Í nýju vefriti fjármálaráðuneytis-
ins segir, að efnahagsþróunin síðustu
mánuði hafi verið fremur neikvæð og
einkennst af mikilli óvissu bæði hér á
landi og erlendis. Upp á síðkastið hafi
þó heldur rofað til. Samkomulag aðila
vinnumarkaðarins muni eyða þeirri
óvissu sem ríkt hefur að undanförnu
og birtist m.a. í lækkandi gengi krón-
unnar. Þá sé í fjárlögum ársins 2002 í
reynd gert ráð fyrir meira aðhaldi en
fólst í fjárlagafrumvarpinu. Þótt af-
gangur samkvæmt fjárlögum sé sá
sami í krónum talið og var í frum-
varpinu sé gengið út frá lakari efna-
hagsaðstæðum en sl. haust sem jafn-
gildi auknu aðhaldi ríkisfjármálanna.
Þá segir fjármálaráðuneytið að ný-
samþykktar skattkerfisbreytingar
muni styrkja atvinnulífið verulega og
bæta samkeppnisstöðu þess á allan
hátt. Á sama hátt muni breytingar á
skattlagningu einstaklinga, m.a.
lækkun eignarskatta, stuðla að aukn-
um þjóðhagslegum sparnaði og/eða
aukinni veltu.
Loks bendi upplýsingar úr reikn-
ingum fyrirtækja á þriðja fjórðungi
ársins ennfremur til þess að afkoman
sé betri en áður var talið. Þetta sé
vitaskuld mest áberandi í útflutnings-
og samkeppnisgreinunum sem njóti
góðs af gengislækkuninni, en einnig í
ýmsum öðrum greinum sem þeim
tengjast.
Aðkoma erlendra fjárfesta að
Landssímanum og jafnvel Lands-
banka muni einnig verða til þess að
renna frekari stoðum undir sterkara
gengi. „Öll þessi atriði gefa vænting-
ar um að efnahagsþróunin á næsta ári
geti orðið hagstæðari en áður hefur
verið talið og að efnahagssamdrátt-
urinn hér á landi verði skammvinnur.
Þróunin á gjaldeyrismarkaði og
styrking gengisins undanfarna daga
rennir frekari stoðum undir þessa
skoðun. Horfur um hjöðnun verð-
bólgu á næsta ári hafa því verulega
glæðst að undanförnu sem aftur eyk-
ur líkur á frekari vaxtalækkun þegar
fram í sækir,“ segir í vefritinu.
Uppsveifla í efna-
hagslífinu í vændum