Morgunblaðið - 14.12.2001, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 14.12.2001, Blaðsíða 32
ERLENT 32 FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ BANDARÍSK stjórnvöld munu halda áfram að hafa samskipti við Yasser Arafat, og telja hann leiðtoga Palestínumanna, að því er William Burns, aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í Damaskus í gær, í kjölfar þess að Ísraelar lýstu því yfir að Arafat „skipti ekki máli“ og að þeir myndu ekki lengur ræða við hann. Í fyrrakvöld felldu palestínskir öfgamenn tíu Ísraela með skot- og sprengjuárás á ísraelska fólksflutn- ingabifreið á Vesturbakkanum. Á sama tíma frömdu tveir Palestínu- menn sjálfsmorðsárás á Gaza-svæð- inu, og særðu fjóra. Í kjölfarið gerðu Ísraelar loftárás á stöðvar palest- ínsku heimastjórnarinnar og vörp- uðu m.a. sprengjum á byggingar skammt frá skrifstofum Arafats á Gaza. Hamas-samtök Palestínu- manna lýstu tilræðunum á hendur sér. Eftir tilræðin kallaði Ariel Shar- on, forsætisráðherra Ísraels, átta manna öryggisráð sitt til fundar, og að honum loknum lýstu Ísraelar því yfir að þeir væru hættir að hafa sam- skipti við Arafat, og myndu sjálfir fara inn á heimastjórnarsvæði Pal- estínumanna og beita því valdi sem til þyrfti að drepa eða handtaka öfgamenn sem standi að tilræðum gegn ísraelskum borgurum. Ísraelar hafa ítrekað krafist þess af Arafat að hann stemmi stigu við hryðjuverka- starfsemi Palestínumanna, og Bandaríkjamenn hafa tekið í sama streng. Ákvörðun sem vegur þungt Enn er óljóst hver áhrif þessi yf- irlýsing Ísraela muni í raun hafa á þróun mála fyrir botni Miðjarðar- hafs. En sú ákvörðun Bandaríkja- manna, að halda áfram samskiptum við Arafat, vegur þó þungt, og mun að öllum líkindum verða til þess að málin halda áfram að þróast í þeim farvegi er verið hefur. Bandaríkja- menn hafa enda sagt, að þeir eigi einskis annars úrkosti, en halda áfram samskiptum og viðræðum við Arafat. Terje Rød-Larsen, sendifulltrúi Sameinuðu þjóðanna í Mið-Austur- löndum, sagði að Palestínumenn og Ísraelar væru nú nær „algeru stríðs- ástandi“ en nokkru sinni. Hætt sé við, að höfnun Ísraela á Arafat leiði til þess að stofnanir palestínsku heimastjórnarinnar verði svo veikar fyrir, að eiginleg yfirstjórn verði hverfandi. Fari allt á versta veg muni heimastjórnin einfaldlega verða að engu. Háttsettur aðstoðarmaður Ara- fats, Nabil Abu Rudeina, sagði í gær, að gerðu Ísraelar tilraun til að skaða Arafat myndu þeir gjalda þess. „Við vörum Ísraela við því að leika sér að eldinum,“ sagði Rudeina og sakaði Ísraela um að hafa lýst „opinberlega yfir stríði“ á hendur Palestínumönn- um. Hvatti hann bandarísk stjórn- völd til þess að „binda tafarlaust enda á þessar árásir [Ísraela] og stefnu Ísraela, sem leiðir aðeins til frekara ofbeldis.“ Leitað eftir stuðningi Rudeina greindi ennfremur frá því, að Arafat hefði í gær rætt við aðra arabíska ráðamenn um þær pólitísku aðgerðir sem þeir gætu gripið til að hjálpa honum við að svara „hættulegri“ stigmögnun að- gerða Ísraela. Ræddi Arafat við em- írinn í Qatar, framkvæmdastjóra Arababandalagsins og utanríkisráð- herra Egyptalands og Jórdaníu. Qatar situr nú í forsæti Samtaka ísl- amskra ríkja, er komu saman sl. mánudag, að beiðni Arafats, til að ræða stuðning við palestínsku þjóð- ina. Ahmed Maher, utanríkisráðherra Egyptalands, sagði í gær, að hafinn væri undirbúningur fyrir fund ráða- manna arabaríkja, er væntanlega yrði haldinn fyrir helgina, til þess að tryggja stuðning við Arafat. Ef ekki yrði unnt að koma fundinum á myndu leiðtogar ráða ráðum sínum um það, til hvaða aðgerða hægt sé að grípa tafarlaust. „Það ríkir mikil reiði, og eindreginn vilji til að styðja við bakið á Yasser Arafat,“ sagði Maher. Öryggismálaráðherra Ísraels, Uzi Landau, sagði í viðtali við franska blaðið Le Monde í gær, að ekki væri hægt að útiloka að Arafat yrði send- ur aftur til Túnis, þar sem bæki- stöðvar Frelsissamtaka Palestínu, PLO, voru þangað til friðarsamning- arnir í Ósló voru gerðir 1993. Landau varaði við því, að Palestínumenn hefðu enn ekki fundið til fulls fyrir reiði Ísraela vegna undangenginna sjálfsmorðstilræða. Dómsmálaráðherra Ísraels, Meir Sheetrit, greindi frá því í gær, að hann hefði bannað Arafat að fara frá bænum Ramallah á Vesturbakkan- um, eftir að ísraelska stjórnin ákvað að hætta samskiptum við Arafat. Ísraelsstjórn segir að Yasser Arafat „skipti ekki máli“ lengur Bandaríkjamenn ræða áfram við Arafat Damaskus, Ramallah, Jerúsalem, Gazaborg, Kaíró, París. AFP. Reuters Mynd af Yasser Arafat í rústum lögreglustöðvar á Gaza eftir árás ísr- aelskra herflugvéla í gærmorgun. BÚIST er við, að næsta ár ein- kennist af allmiklum sveiflum í olíuverði en að það verði að jafnaði sex dollurum lægra en á þessu ári. Kemur þetta fram í árlegri spá, sem birt var í gær. Í henni segir, að minni eftir- spurn í kjölfar hryðjuverkanna í Bandaríkjunum 11. septem- ber muni hafa áhrif á olíuiðn- aðinn á næsta ári. Viðbrögð Opec, Samtaka olíuútflutnings- ríkja, muni þó skipta miklu en fullyrt er, að þau hefðu getað komið í veg fyrir um 30% verð- lækkun á síðustu mánuðum, hefðu þau ekki svindlað á eigin framleiðslukvótum. Af þeim sökum sé líklegt, að ákvarðanir framleiðenda utan Opec muni ráða mestu um þróunina. Sekur um dauða 10 manna BRESKUR maður, Gary Hart, sem var sakaður um að hafa sofnað undir stýri og valdið árekstri við lest, var í gær dæmdur sekur um að bera ábyrgð á dauða 10 manna. Slys- ið átti sér stað snemma morg- uns 28. febrúar sl. en þá hafði Hart talað í síma alla nóttina við vinkonu sína. Bíllinn hans fór út af og fyrir farþegalest, sem fór þá yfir á aðra lestar- teina og lenti þar í árekstri við flutningalest. Búist er við, að Hart fái þungan fangelsisdóm. Offitan banvænni en reykingar VANDAMÁL vegna offitu eru orðin svo alvarleg í Bandaríkj- unum, að þau munu brátt fara fram úr reykingum sem það sjálfskaparvíti, sem flestum dauðsföllum veldur. Kemur það fram í yfirlýsingu frá banda- ríska landlækninum, David Satcher. Um 300.000 manns deyja nú árlega úr sjúkdómum, sem offitan ýmist veldur eða gerir verri. Um 60% fullorðinna Bandaríkjamanna eru of feit eða þjást af offitu og 13% barna. Segir Satcher, að ástæð- an sé einfaldlega sú, að fólk taki feitan skyndimat fram yfir ávexti og grænmeti. STUTT Spá lægra olíuverði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.