Morgunblaðið - 14.12.2001, Blaðsíða 75

Morgunblaðið - 14.12.2001, Blaðsíða 75
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 2001 75 HLJÓMSVEITIN Buttercup skip- ar nokkuð sérstakan sess í geira ís- lenskra sveitaballasveita. Lengi vel var sveitin skotspónn rætinna gagn- rýnenda (að mér þá meðtöldum) og aðhlátursefni en á síðustu plötu, hinni hlægilega titluðu Buttercup.is, smullu hlutirnir einhvern veginn saman og útkoman var ein allra besta poppplata þess árs. Kom þar til einkanlega vandaðri laga- smíðar og þáttur hinnar stórgóðu söngkonu Írisar Kristinsdóttur. Að mörgu leyti er Öll ljós kveikt, fjórða plata sveitarinnar, besta platan til þessa. Þá er ég að meina hvað fag- mennskan er orðin mikil og stefnu- mótunin góð. En um leið blikka hjá mér viðvörunarljós. Lögin eru oft frekar keimlík, á kostnað þess barns- lega poppneista sem einkenndi síð- asta verk, Buttercup.is. Að því leytinu til dettur platan hálfa vegu á milli hennar og þeirrar sem á undan kom, hinnar mjög svo vafasömu Allt á út- sölu. Popplega er platan því ekki slæm, lögin eru grípandi og rennsli þeirra er þægilegt. Kemur þá helst til hljóð- færaleikur, sem er til fyrirmyndar, svo og hljómurinn. En líkindi laganna eru bagaleg, þau renna saman í sínum einfalda hljómagangi og sum þeirra eru gersamlega flöt; einkennast af endurtekningum eða þá letilegum viðsnúningi á einföldustu gripum. Það hefði þurft að brjóta þetta upp með grallaraskap eða bara einhverju öðru; heil plata af næstum því sama laginu er fullmikið. Af einstökum hljóðfæraleikurum verður að nefna Davíð gítarleikara. Ef ekki væri fyrir þungarokksspretti hans, sem vissulega reynast þó stund- um hreinlega skondnir, væri þessi plata meira en steindauð. Í textagerð er erfitt að negla Butt- ercup niður, svona eins og í öðrum efnum. Flestir eru textarnir ekkert sérstaklega góðir, en ég er í raun bú- inn að gefast upp á því að reyna að gera einhverjar kröfur í þeim efnum þegar ballsveitir eru annars vegar. Leir- gerður getur þó orðið þreytandi eftir fjöru- tíu mínútna mas. Eins og venjulega er það ég, þú, mig, sig, þér og mér sem skipar um 40% af talmálinu. Það merkilega er þó að meðlimir eru sjálfsgagnrýnir, þrátt fyrir að fylla velflest flokk Selfosstýpunn- ar svokölluðu, sem er lýst einhvern veginn svo í nýrri rokkbók Dr. Gunna, Eru ekki allir í stuði?: „Alltaf hressir með aflitað hár, keyra um á sportbílum með „tribal“-húðflúr og hlusta á FM.“ Þessi meinhæðni kemur m.a. fram í laginu „Ég get allt“ þar sem línan „Ég get allt/ég er brún eins og kókómalt“ kemur fyrir. Að vanda veldur umslagið ekki von- brigðum. Forljótt eins og öll þau fyrri og ferill Buttercup í þessum efnum er einstakur. Ætli umslag fyrstu plöt- unnar sé ekki skást? Hvað næst? spyr maður sig. Nú er Íris hætt, svo og trymbillinn Egill. Söngvaranum Vali er maður tekinn að venjast, þó að áherslur hans þyki mér enn sem áður út úr kú. Hann ber ekki bandið uppi einn, það er alveg klárt. Hér fetar Buttercup alltof örugga slóð að mínu mati; þetta hefði verið stórgóð frumraun en sem fjórða plata er þetta í raun réttri stöðnun. Ég bíð þó spenntur eftir næstu afurð því þrátt fyrir vangetu Sóleyjanna á ýms- um sviðum halda þau mér alltaf í of- væni er að plötugerð kemur. Þetta er forvitnilegasta poppbandið sem er starfandi í dag en um leið það furðu- legasta. Því hinn undarlega – á stund- um óþolandi – sjarma Buttercup ættu menn síst að vanmeta. Ævintýri Brennisól- eyjanna Buttercup Öll ljós kveikt RRMusik/Skífan Fjórða plata Buttercup á jafnmörgum ár- um. Sveitina skipa Valur Heiðar Sæv- arsson (söngur og raddir), Íris Krist- insdóttir (söngur, raddir og slagverk), Davíð Þór Hlinason (gítar og raddir), Símon Jakobsson (bassi, raddir og hljómborð) og Egill Ö. Rafnsson (trommur og slagverk). Þeim til aðstoðar voru Hjörleifur Valsson (fiðlur) og Magn- ús Kjartansson (píanó). Öll lög og textar eru eftir Buttercup fyrir utan lagið „Sama hvernig fer“ (lag og texti Buttercup og Heiðar Kristinsson). Stjórn upptöku var í höndum Rafns R. Jónssonar og Butter- cup. 43.09 mínútur. Arnar Eggert Thoroddsen Íris og Valur, söngvarar í Buttercup. Vestmannaeyingurinn Íris Guðmundsdóttir hefur komið fram allt frá átta ára aldri þeg- ar hún fyrst söng í kirkju Hvítasunnusafnaðarins. Gospelsöngurinn hefur verið henni hug- leikinn en hún hefur einnig stundað nám í djasssöng. Lögin á plöt- unni eru þægilegt léttpopp með gospel- og djassívafi, ekki þau frumlegustu í heimi en í áferðarfallegum og smekkleg- um búning. Textarnir, sem eru á ensku fyrir utan einn, eru á trúarlegum nótum. Rödd Írisar má fyrst og fremst lýsa sem þægi- legri og mjúkri, hún er tæknilega örugg og nýtur sín vel í rólegheit- unum en bakraddir og kór hjálpa upp á styrkinn. Fyrsta lagið, „Unexpected friend“ lofar góðu, það er rólegt með lágvær- um bongóstrokum og píanóskrauti en rafgítarinn í bakgrunni gefur því þyngri undiröldu. Röddin þræðir í fyrstu dýpri nóturnar en hefur sig síðan upp í bjartsýnt viðlagið og þetta gefur laginu ljós og skugga. Sömu eiginleika er að finna í besta lagi plötunnar, „Tomorrow“. Í því syngur Íris dúett með systur sinni, Önnu Sigríði Snorradóttur, en reyndar eru raddir þeirra svo líkar að maður greinir nú vart á milli. Það lag byrjar mjög rólega með einföld- um undirleik en bregður sér síðan yf- ir í grípandi og glaðlegt viðlag með engilbjörtum röddum sem fá mann ósjálfrátt til að raula með. Lagið er einnig að finna í lok disksins í ís- lenskri útgáfu, „Á morgun“ og von- andi verður Íris óragari við að semja fleiri texta á íslensku – þeir ensku eru ekki rismikill kveðskapur. Edgar Smári Egilsson syngur á móti Írisi undir ljúfum bossa nova takti í öðrum dúett, „Serenity“, og ólíkar raddirn- ar gefa ákaflega lygnu lagi meiri skerpu en ella. Þegar Íris er á popp- nótunum tekst henni best upp, lögin eru áheyrileg og renna mjög ljúft eins og t.d. „Masterplan“ – þar sér maður fyrir sér söngkonuna standa við hliðina á píanóinu, smella fingrum við taktinn, syngjandi fyrir matar- gesti undir dempuðum ljósum. Það eina sem bjagar myndina er textinn – iðrun við krossinn eða drottins fyr- irgefning er efni sem ratar yfirleitt ekki inn í veislusali. Hreinræktaðri gospelrispur er að finna í lögum eins og „Breath away“, „Unconditional Love“ og „Don’t pass me by“, þar er lagt upp með samspil einsöngvara og kórs. Gospeltónlist höfðar til stærri hlustendahóps en bara trúarsafnaða, vegna þess að hún er oft tilfinningarík, fjörleg og lif- andi. Það vantar hins vegar kraftinn í lögin, þau eru heldur pen og vel snyrt og það hefði alveg mátt skrúfa meira frá kórnum og orgelinu til að hleypa meiri hita í lögin. Þessi slétta áferð er helsti galli plötunnar – sérstaklega þegar litið er til þess að í textunum er sungið um tilfinningaþrungið efni – hina grýttu leið gegnum erfiðleika og óvissu til bjartari vega og öryggis. Það skilar sér ekki í túlkuninni sem er í fullkomnu jafnvægi og verður heldur daufleg fyrir vikið. Tónlist Lítt saltað léttpopp Íris Only a breath away Íris gefur sjálf út Fyrsta plata gospel- og djasssöngkon- unnar Írisar og semur hún öll lög og texta sjálf. Jóhann Ásmundsson sá um útsetn- ingar og upptökustjórn. Kór skipa Helga V. Sigurjónsdóttir, Fanny K. Tryggvadótt- ir, Stefán Birgisson og Óskar Einarsson. Trommur og slagverk eru í höndum Erik Kvik, Jóhann Ásmundsson leikur á bassa, Óskar Einarsson leikur á píanó, rhodes og hammond og Sigurgeir Sig- mundsson og Jón Elvar Hafsteins eru helstu gítarleikarar. Steinunn Haraldsdóttir „Rödd Írisar má fyrst og fremst lýsa sem þægilegri og mjúkri, hún er tæknilega örugg og nýtur sín vel í rólegheitunum,“ segir Steinunn Haraldsdóttir m.a. í dómi sínum um plötu Írisar Guðmundsdóttur. SÖNG- og leik- konurnar Selma Björnsdóttir og Jóhanna Vigdís Arnardóttir ætla að flytja valin- kunn lög úr þekktum söng- leikjum ásamt jólalögum í Vest- urporti, Vestur- götu 18, í kvöld og annað kvöld. „Þetta er svona kósý kvöld,“ seg- ir Selma, „þetta á ekki að vera mjög hefðbundið, við leggjum áherslu á að stemmningin verði bæði nota- leg og jólaleg.“ Jóhanna segir þetta vera söngleikjalög, bæði ein- söng og dúetta úr stykkjum eins og Chicago, Annie get your gun, Fame, Grease, Cabaret og Chess. Einnig ætla þær að syngja uppáhaldsjólalögin sín sem eru þessi gömlu, góðu og klassísku. „Við ætlum að hafa svona nota- lega sófastemmningu; selja léttar veitingar og piparkökur og hafa kertaljós og svona,“ segir Jó- hanna. Selma segir þær hafa verið saman í Grease árið 1998 en báð- ar hafa þær komið að fjölda söng- leikja. „Okkur hefur lengi langað að gera eitthvað saman og höfum rætt það okkar á milli í u.þ.b. tvö ár. Núna ákváðum við loks að kýla á þetta og hófum æfingar í september.“ Skemmtanirnar hefjast bæði kvöldin kl. 21 en stúlkunum til fulltingis verður Óskar Einarsson píanóleikari. Kósý kvöld í Vesturporti Jóhanna Vigdís Arnardóttir og Selma Björnsdóttir hafa það notalegt í gula sófanum. Söngleikjaperlur og jólalög með Selmu og Jóhönnu Vigdísi Morgunblaðið/Árni Sæberg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.