Morgunblaðið - 14.12.2001, Blaðsíða 24
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
24 FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
LÍTIL verðbólga í Bandaríkjunum
getur mögulega skapað vandamál þar
í landi, en verðbólgan hefur minnkað í
kjölfar samdráttar í efnahagslífinu.
Um þetta var nýlega fjallað í Wall
Street Journal. Þar var haft eftir
George Akerlof, hagfræðingi við
Berkeley háskóla í Kaliforníu og Nób-
elsverðlaunahafa, að í lítilli verðbólgu
ætti seðlabankinn erfiðara með að
endurlífga efnahagslífið með því að
lækka stýrivexti, sem væri áhrifarík-
asta stjórntæki bankans. Í lítilli verð-
bólgu sé minna svigrúm til að lækka
vextina niður fyrir verðbólgustigið og
áhrif vaxtalækkana séu því minni sem
verðbólgan sé lægri.
Hann sagði einnig að lítil verðbólga
gæti klipið af hagnaði fyrirtækja, sem
ættu þá erfiðara með að hækka verð á
afurðum sínum. Í þriðja lagi hækki
raunvirði lána almennings þar sem
laun hækki ekki eins mikið þegar
verðbólga sé lítil og greiðslubyrði lán-
anna verði því meiri en skuldararnir
hafi reiknað með.
Samdráttur í landsframleiðslu
Framleiðsluvöruvísitala í Banda-
ríkjunum lækkaði um 1,6% milli sept-
ember og október, sem er mesta
lækkun milli mánaða frá því slíkar
mælingar hófst árið 1947. Lækkun
orkuverðs hafði þar mest að segja.
Lækkun vísitölunnar var þó 0,5% án
orku og matvæla og hafði vísitalan þá
einungis hækkað um 0,8% frá fyrra
ári.
Verðhjöðnun hefur enn ekki skilað
sér til neytenda en bandarískir sér-
fræðingar gera ráð fyrir að draga
muni úr hækkun neysluverðsvísitöl-
unnar á næstunni. Sérfræðingar við
Háskólann í Michigan hafa til að
mynda spáð því að verðbólgan á
næstu 12 mánuðum verði einungis um
0,4%.
Hagfræðingar gera ráð fyrir að
verg landsframleiðsla í Bandaríkjun-
um dragist saman á fjórða ársfjórð-
ungi þessa árs, þó svo ekki sé leiðrétt
með tilliti til verðbólgu. Slíkt hefur
einungis gerst einu sinni síðastliðin 40
ár, en það var á fyrsta ársfjórðungi
1982, í miðjum mesta samdrætti í
efnahagslífinu í Bandaríkjunum frá
seinni heimsstyrjöldinni.
Á flestum samdráttarskeiðum hef-
ur samdráttur einungis komið fram
þegar leiðrétt hafði verið með tilliti til
verðbólgu.
Þyngri greiðslubyrði
Ein afleiðing lækkunar verðbólgu
kemur fram í hækkun á greiðslubyrði
lána, þegar fram í sækir, þar sem lán-
in eru ekki vísitölutryggð heldur bera
fasta vexti. Í greininni í Wall Street
Journal er tekið dæmi um íbúðar-
kaupanda sem tekur lán með 7% föst-
um vöxtum. Laun lántakandans hafa
á umliðnum árum hækkað að jafnaði
um 3% á ári í takt við verðbólguna,
sem hefur haft það í för með sér að af-
borganir af láninu hafa sífellt orðið
auðveldari með tímanum. Minni verð-
bólga leiðir hins vegar til þess að
greiðslubyrðin af láninu þyngist er
fram í sækir, með tilliti til þess sem
lántakandinn hafði reiknað með.
Hærri raunvextir
Vanskil við lánakerfið í Bandaríkj-
unum hafa aukist og gjaldþrotum ein-
staklinga jafnframt. Lækkandi verð-
bólga dregur úr möguleikum stjórn-
valda til að ná mjúkri lendingu í
þessum efnum, eins og það er gjarnan
nefnt. Ástæðan er sú að helsta tæki
stjórnvalda til að vinna gegn sam-
drætti í efnahagslífinu er lækkun
stýrivaxta, sem er sú viðmiðun sem
flestar lánastofnanir miða við þegar
um skammtímalán er að ræða. Lágir
vextir ýta undir lántökur, meiri
eyðslu og auknar fjárfestingar. Raun-
verulegur kostnaður lántöku heimil-
anna og fyrirtækjanna er hins vegar
raunvextirnir, þ.e. vextir að frádreg-
inni verðbógu. Þeir hækka ef vextirn-
ir eru óbreyttir en verðbólgan lækk-
ar.
Raunvextir lækka um helming
Stýrivextir hafa verið lækkaðir um
4,75% í Bandaríkjunum á þessu ári, í
1,75%, sem er það lægsta sem þeir
hafa verið í frá árinu 1961. Þetta segir
þó of mikið um þessar aðgerðir í raun.
Bill Dudley hjá fjárfestingabankan-
um Goldman Sachs segir að vegna
lækkunar verðbólgunnar hafi raun-
vextir í Bandaríkjunum einungis
lækkað um helming þess sem stýri-
vextirninr hafa verið lækkaðir um.
Vandamál vegna
lítillar verðbólgu
Hagfræðingar í
Bandaríkjunum
hafa áhyggjur af
lítilli verðbólgu,
sem þeir segja
skapa vandamál
fyrir almenning,
fyrirtæki og
stjórnvöld
UMSÓKNUM um lánafyrir-
greiðslu hjá Íbúðalánasjóði hefur
fjölgað umtalsvert á undanförnum
mánuðum frá sama tíma í fyrra.
Umsóknir í nóvember voru fleiri en
þær hafa áður verið í þeim mánuði
í sögu Íbúðalánasjóðs, samkvæmt
því sem fram kemur í mánaðar-
skýrslu sjóðsins fyrir nóvember.
Samþykkt skuldabréfaskipti í nóv-
ember í ár voru um 35% hærri en í
sama mánuði í fyrra.
Meðalfjárhæð fasteignaveðbréfa
hefur farið hækkandi, var tæpar
3,5 milljónir í nóvember, 3,3 millj-
ónir í október og 3,2 milljónir í
september á þessu ári. Í nóvember
í fyrra var meðalfasteignaveðbréf
2,9 milljónir króna. Í nóvember-
skýrslu Íbúðalánasjóðs segir að
ástæða hækkunar á meðalfjárhæð
fasteignaveðbréfs sé í fyrsta lagi
hækkun hámarksfjárhæðar hús-
bréfalána fyrr á þessu ári. Þá séu
afgreiðslur vegna nýbygginga og
byggingaraðila hærra hlutfall af
heildarafgreiðslum sjóðsins en áð-
ur.
Umsóknum fækkar í desember
Tölur um fjölda umsókna á
fyrstu 10 dögum desember benda
til þess að umsóknum fari fækk-
andi, samkvæmt skýrslu Íbúða-
lánasjóðs. Telur sjóðurinn þó að
töluleg merki um samdrátt muni
ekki koma fram fyrr en á öðrum
eða þriðja ársfjórðungi næsta árs.
Heildarfjöldi umsókna um lán
hjá Íbúðalánasjóði á fyrstu ellefu
mánuðum þessa árs er 8.984. Í
fyrra var fjöldi umsókna 9.347 og
9.793 á árinu 1999.
Heildarfjárhæð samþykktra
skuldabréfaskipta frá janúar til
nóvember í ár er 29 milljarðar
króna, var 28,2 milljarðar í fyrra
og 31,6 milljarðar árið 1999.
Morgunblaðið/Þorkell
Tölur um fjölda lánsumsókna til Íbúðalánasjóðs á fyrstu tíu dögum
desembermánaðar benda til þess að umsóknum fari fækkandi.
Mánaðarskýrsla Íbúðalánasjóðs
Meðalfjárhæð
lána hækkar
POINT á Íslandi ehf. og ANZA hf.
hafa undirritað samning um hýs-
ingu á greiðslumiðlunarkerfi Point.
Kerfið nefnist EFTPoint heim-
ildaleitarkerfi og er nú í notkun í
um 300 verslunum um allt land.
Meðal notenda kerfisins eru Nóa-
tún, KÁ, 11–11, 10–11, Bónus,
Skeljungur og Olís og margir fleiri.
Í fréttatilkynningu segir að kerf-
ið sé hægt að tengja við flest af-
greiðslukerfi sem í notkun eru í ís-
lenskum verslunum í dag.
Marina Candi, sviðsstjóri iðnaðar- og þjónustufyrirtækja hjá ANZA, Gunn-
ar Þór Gunnarsson, verkefnastjóri hjá ANZA, Elvar Guðjónsson, fram-
kvæmdastjóri Point, og Aron Hauksson, tæknistjóri Point.
ANZA hýs-
ir greiðslu-
miðlunar-
kerfi Point
ÞÝSKA ferðaskrifstofan Katla-Trav-
el, sem starfar í Þýskalandi og á Ís-
landi, og tölvufyrirtækið Capio í Upp-
sölum, sem er í íslenskri eigu, hafa
undirritað samstarfssamning á sviði
net- og upplýsingamála.
Samningurinn felur í sér að Katla-
Travel kaupir upplýsinga- og vef-
sýslukerfi frá Capio, SOLO, og að
Capio AB endurhannar vefsvæði
Katla-Travel. Ráðgert er að nýja
heimasíðan og vefkerfið verði komin í
gagnið í lok janúar á næsta ári. Capio
AB starfar í Svíþjóð og Danmörku og
er stefnan tekin á England. Katla-
Travel GmbH er með skrifstofur í
Munchen og í Kópavogi.
Katla-Travel
og Capio í
samstarf
Vefsýn gerir
samning við
Obinary
VEFSÝN hf. og svissneska hugbún-
aðarfyrirtækið Obinary AG hafa
gert samning um þróun, markaðs-
setningu og sölu á SoloWeb, vefvið-
haldskerfi Vefsýnar, í Evrópu. Höf-
uðstöðvar Obinary eru í Sviss, en
fyrirtækið rekur starfsemi víða í
Evrópu. Obinary sérhæfir sig líkt og
Vefsýn í hugbúnaðarlausnum byggð-
um á WebObjects/Java.
Obinary hóf þróunarsamstarf við
Vefsýn í sumar í tengslum við af-
markað verkefni en nú hefur verið
skrifað undir samstarfssamning sem
veitir Obinary umboð til uppsetning-
ar, þróunar og endursölu kerfisins í
Evrópu.