Morgunblaðið - 14.12.2001, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 14.12.2001, Blaðsíða 22
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 22 FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ www.lyfja.is Hvar sem barn er að finna Nýjung í Lyfju Smáralind Chicco ungbarnaföt Barninu líður vel með Chicco næst sér! Ef keypt er tvennt úr fatalínunni fylgir glæsilegur gjafapakki frá Chicco * * Meðan birgðir endast. ÞÓRARINN V. Þórarinsson mun ekki koma til starfa að nýju hjá Landssíma Íslands hf., samkvæmt fréttatilkynningu frá félaginu í gær. Þá var greint frá því að Óskar Jós- efsson, sem gegnt hefur starfi for- stjóra frá miðjum október, muni gegna því starfi áfram þar til nýr for- stjóri verður ráðinn í samráði við væntanlegan kjölfestufjárfesti. Friðrik Pálsson, stjórnarformaður Símans, segir að það sé sameiginleg niðurstaða eiganda félagsins, þ.e. ríkisstjórnarinnar, einkavæðingar- nefndar og PriceWaterhouseCoopers í Lundúnum, sem sér um söluna á fyr- irtækinu, að Þórarinn láti af störfum nú, þrátt fyrir ákvörðun sem tekin var fyrir tveimur mánuðum um að hann léti af störfum tímabundið, þar til samið hefur verið við kjölfestufjár- festi. Aðspurður hvort einhverjar yfir- lýsingar Þórarins í kringum einka- væðingarferlið hafi verið tilefni þess að mál fóru á þann veg sem komið er segir Friðrik, að ekkert eitt hafi ráðið úrslitum um að niðurstaðan varð sú sem orðin er. Nokkur atvik hafi kom- ið upp sem hafi sett óþarfa pirring í málin. Friðrik segir hins vegar að aðal- atriðið í þessu máli sé það, að ekkert sé rangt við að eigandi félags, sem ræður forstjóra, hafi skoðun á því hvenær hann hættir, á sama hátt og forstjóri getur hvenær sem er sagt upp. „Það er augljóst mál að það er ekki áhugi lengur fyrir því að þetta sam- starf eigi sér stað. Þess vegna er þessi niðurstaða,“ segir Friðrik. Ekki farsælt kerfi Þórarinn V. Þórarinsson segir að ákvörunin um að hann komi ekki aft- ur til starfa hjá Símanum komi hon- um á óvart. Hún sé í andstöðu við það sem um hafi verið talað og legið hafi til grundvallar því að hann tók starfshlé. Hann segist hafa átt fasælt og traust samstarf við stjórn Símans og ráðherra símamála um allt það sem snúið hafi að rekstri fyrirtækis- ins á þeim tíma sem hann hafi stýrt því og segist ánægður með þann tíma. Tekist hafi að breyta fyrirtækinu þannig að það sé nú sannarlega mark- aðsdrifið þjónustufyrirtæki á há- tæknisviði í fremstu röð. Þórarinn segist hins vegar ekki vé- fengja rétt eiganda Símans til að skipta um skoðun á því hver sé heppi- legastur til að stýra fyrirtækinu á hverjum tíma. „Ég játa það hins veg- ar að stjórn á fyrirtæki í eigu ríkisins reynist vera býsna flókin. Þó að hið formlega stjórnkerfi sé það að það sé stjórn fyrirtækisins sem sé yfir það sett, þá er reyndin sú að yfir stjórn- inni er ráðuneyti og ráðherra. Þar til viðbótar kemur að sumu leyti yfir ráðherrann það sem kallað er sölu- aðilar, þ.e. einkavæðingarnefnd og hugsanlega PricewaterhouseCoop- ers. Það gefur auga leið að þetta stjórnkerfi, þar sem allir þessir aðilar telja eðlilegt að þeir hafi úrslita- ákvörðun um hvaðeina í starfsemi fyrirtækisins, er óskaplega brot- gjarnt og býður þeirri hættu heim að einhvers staðar komi upp núningur og misskilningur. Ég veiti því athygli að haft hefur verið eftir stjórnarformanni að það sé sameiginleg niðurstaða aðaleiganda og söluaðila að þessi breyting sé æski- leg. Þessi yfirlýsing sýnir best hvað þetta kerfi er erfitt þegar ótilgreindir söluaðilar hafa um það að segja hver fer með daglega stjórn á fyrirtæki á borð við Landssímann. Ég held að þetta sé ekki farsælt kerfi,“ segir Þór- arinn V. Þórarinsson. Tilkynnt var 10. október síðastlið- inn að stjórn Símans hefði samþykkt að Þórarinn viki tímabundið sæti sem forstjóri fyrirtækisins á meðan útboð til kjölfestufjárfestis stendur yfir og þar til kynnt hefur verið hvern einka- væðingarnefnd ákveður að semja við á grundvelli bindandi kauptilboðs. Þórarinn hættir sem forstjóri Símans ● UMFRAMÁSKRIFT var í forgangs- réttarútboði á hlutafé í Íslandssíma hf. sem lauk í gær. Alls skráðu hlut- hafar sig fyrir tæplega 572 millj- ónum króna að nafnverði í hlutafjár- útboðinu en í boði voru liðlega 410 milljónir. Útboðsgengi var nafnverð hlutafjár. Umframáskrift var því tæp- lega 40%. Samkvæmt fréttatilkynningu frá MP-verðbréfum, sem höfðu umsjón með útboðinu, tóku alls rúmlega 600 hluthafar þátt í því. Tilgangur hlutafjárútboðsins var að veita þeim hluthöfum Íslands- síma sem keyptu hlut í félaginu á árinu 2000 eða síðar möguleika á að jafna meðalkaupgengi eign- arhluta sinna í félaginu. Jafnframt mun hlutafjáraukningin styrkja eig- infjárstöðu félagsins, samkvæmt því sem fram kemur í fréttatilkynning- unni. Umframáskrift í forgangs- réttarútboði Íslandssíma ÍSLENSKAR ævintýraferðir ehf. hafa ráðið Ársæl Harðarson sem nýjan framkvæmdastjóra félagsins frá 1. janúar 2002. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að í kjölfar vax- andi umsvifa félagsins, meðal ann- ars með kaupum þess á innanlands- deild Samvinnuferða-Landsýnar, hafi stjórn félagsins ákveðið að styrkja enn frekar markaðssókn fyrirtækisins á erlenda markaði. Íslenskar ævintýraferðir ehf. urðu til í janúar síðastliðnum með sameiningu Addis ehf., Geysis vél- sleðaferða ehf., Langjökuls ehf. og Bátafólksins ehf. Félagið festi kaup á innanlandsdeild Samvinnuferða- Landsýnar 5. desember síðstliðinn. Í tilkynningunni segir að Ársæll hafi verið ráðinn til að stjórna sam- einingu innanlandsdeildar Samvinnuferða-Landsýnar svo og að blása til nýrrar sóknar á mörk- uðum erlendis. Fjármögnun kaup- anna er lokið með sölu á nýju hlutafé í félaginu og er Ársæll með- al hinna nýju hluthafa. Garðar K. Vilhjálmsson, sem gegnt hefur stöðu framkvæmda- stjóra Íslenskra ævintýraferða mun áfram stýra framkvæmdasviði fé- lagsins og skipuleggja ferðir og sjá um flotastjórnun. Ársæll er framkvæmdastjóri hjá fjárfestingarfélaginu Nordic Vent- ure Partner A/S í Kaupmannahöfn. Hann var framkvæmdastjóri Flug- leiða í Danmörku frá ársbyrjun 1997 til ársloka 2000, en þar áður forstöðumaður markaðssamskipta hjá Flugleiðum. Þá var Ársæll fyrsti framkvæmdastjóri Ráð- stefnuskrifstofu Íslands og starfaði þar frá 1991–1995. Ársæll Harðarson segir að Ís- lenskar ævintýraferðir hafi með út- sjónarsemi þróað aðgengi að snjó og jöklum fyrir ferðamenn allt árið, hvernig sem viðrar. Mikil verðmæti séu fólgin í þekkingu starfsmanna félagsins. „Sömu sögu er að segja af Samvinnuferðum-Landsýn, sem hefur í áratugi verið sterkt vöru- merki á erlendum mörkuðum. Starfsmenn þess hafa mikila reynslu og tengsl. Ég tel mikið sóknarfæri fyrir fyrirtæki af þeirri gerð sem við erum að byggja upp. Það hefði orðið mikill skaði ef merki Samvinnuferða-Landsýnar hefði horfið af sjónarsviðinu er- lendis. Við munum byggja á þessum verðmætum. Ísland þarf á því að halda að sem flest fyrirtæki hafi afl til að markaðssetja landið erlendis. Félagið er vel fjármagnað en það er veikleiki í íslenskri ferðaþjónustu hve mörg fyrirtæki eru veikburða fjárhagslega,“ segir Ársæll. Morgunblaðið/Ásdís Ársæll Harðarson, framkvæmda- stjóri Íslenskra ævintýraferða ehf. Íslenskar ævintýraferðir ehf. Markaðssókn styrkt erlendis KRÓNAN veiktist um 1⁄2% í gær í 5 milljarða króna viðskiptum á milli- bankamarkaði með gjaldeyri. Upp- hafsgildi var 144,25 og lokagildi 145 stig. Krónan hefur styrkst um 1,7% undanfarinn mánuð, en tals- verðar sveiflur hafa verið á geng- inu eins og sjá má á meðfylgjandi línuriti. Styrking krónunnar forsenda Fram kemur í hálffimm fréttum Búnaðarbankans Verðbréfa í gær að greiningadeild bankans telur að forsenda fyrir því að markmið samnings aðila vinnumarkaðarins frá því í gær, um að vísitala neyslu- verð verði ekki hærri en 222,5 stig í maí 2002, sé að gengi krónunnar styrkist. Greiningadeildin segir að svo virðist sem markaðsaðilar hafi orðið fyrir nokkrum vonbrigðum með yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar í tengslum við nýtt samkomulag aðila vinnumarkaðarins. Í fljótu bragði gæti yfirlýsingin virkað nokkuð veik, enda komi þar ekkert fram um að breyting í lánasam- setningu verði á milli innlendra og erlendra markaða. Greiningadeild Búnaðarbankans telur hins vegar að yfirlýsingin sé skýr sé hún lesin samhliða þeim samningi sem aðilar vinnumarkaðarins gerðu sín á milli.       ! "  #  $   !  %& & &'& %&'&       ( Krónan veiktist um 1⁄2% ● JÓN Ólafsson, stjórnarformaður Norðurljósa og bankaráðsmaður í Ís- landsbanka, seldi í gær tæplega 21 milljón króna að nafnvirði í bank- anum á verðinu 4,15. Markaðsvirði hlutarins er rúmar 83 milljónir króna. Eignarhlutur Jóns Ólafssonar og co sf. eftir söluna er tæpar 107 millj- ónir króna að nafnvirði. Í samtali við Morgunblaðið sagði Jón að engin sérstök ástæða væri fyrir þessari sölu nú. Hann benti á að hann hefði á árinu keypt mest þeirra sem tengjast bankanum og hann væri með þessu aðeins að breyta eignasafni sínu. Aðspurður hvort áform væru um frekari sölu bréfa í Ís- landsbanka sagði hann svo ekki vera. Jón Ólafsson selur hlutabréf í Íslandsbanka NORSKIR dómstólar hafa dæmt Fiskeldi Eyjafjarðar til að greiða norska fiskeldisfyrirtækinu Risør- fisk sem svarar 11,5 milljón íslensk- um krónum fyrir samningsrof. Málaferli hófust í Noregi í nóvem- ber en málið er það fyrsta af þremur deilumálum Risørfisk og Fiskeldis Eyjafjarðar sem munu koma fyrir rétt í Noregi. Risørfisk var stofnað árið 1996 um lúðueldi en árið 1998 gerði fyrirtæk- ið samstarfssamning við Fiskeldi Eyjafjarðar sem starfar á sama sviði. Fiskeldi Eyjafjarðar keypti einnig 34% hlutafjár í Risørfisk fyrir um 2,4 milljónir norskra króna sem nú samsvarar um 28 milljónum ís- lenskra króna. Lúðueldið gekk ekki sem skyldi og fjárfestar voru beðnir um meira fjármagn. Í fyrra hætti Fiskeldi Eyjafjarðar að sjá Risørfisk fyrir hrognum og fóðri. Þetta segja forsvarsmenn Risørfisk klárt brot á samningi fyrirtækjanna og kröfðu þeir Fiskeldi Eyjafjarðar um sem samsvarar 140 milljónum íslenskra króna í skaðabætur fyrir samnings- rof. Héraðsréttur í Noregi hefur dæmt Risørfisk í vil í fjórum atriðum af sex sem fyrirtækið lagði fram fyr- ir rétti og að Fiskeldi Eyjafjarðar skuli greiða norska fyrirtækinu um 990 þúsund norskar krónur í skaða- bætur eða um 11,5 milljón íslenskar krónur. Risørfisk þarf að greiða eig- in málskostnað samkvæmt dómnum, að því er fram kemur í norska dag- blaðinu Agderposten. Risørfisk hefur átt í umtalsverð- um rekstrarerfiðleikum síðan síðast barst hráefni frá Íslandi, þ.e. í janúar 2000. Forsvarsmenn Risørfisk saka Fiskeldi Eyjafjarðar um skemmdar- verk og að hafa nýtt sér bága fjár- hagsstöðu Risørfisk. Ólafur Halldórsson, fram- kvæmdastjóri Fiskeldis Eyjafjarðar, sagðist í gær ekki hafa kynnt sér dóminn og vildi því ekki tjá sig um hann að svo stöddu. Fiskeldi Eyjafjarðar dæmt fyrir samningsrof ● LANDSBANKI Íslands hefur selt hlutabréf í Búnaðarbanka Íslands að nafnvirði 245,7 milljónir króna sem bankinn eignaðist í tengslum við sölu á 40% eignarhluta sínum í Lýs- ingu. Um er að ræða 5,3% hlut í Bún- aðarbankanum en eignarhlutur Landsbankans er nú 3.780 krónur að nafnvirði. Landsbankinn selur í Búnaðarbanka STUTTFRÉTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.