Morgunblaðið - 14.12.2001, Blaðsíða 69

Morgunblaðið - 14.12.2001, Blaðsíða 69
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 2001 69 * 2 l fylgir með Hörpuskel, rækjur, túnfiskur Allt í hátíðarmatinn STÓR HUMAR *Ef verslað er fyrir 1.500 kr. eða meira Fiskbúðin Vör Höfðabakka 1, 110 Reykjavík, sími 587 5070 Verið velkominn! MORGUNBLAÐINU hefur bor- ist eftirfarandi athugasemd frá Oddnýju Thorsteinsson: „Í minningargrein um Ólaf Briem, sem birtist í Morgun- blaðinu 12. desember sl. stendur, að Pétur Benediktsson hafi verið sendiherra Íslands í Moskvu á þessum árum (1957–1958), þegar Ólafur þarfnaðist aðstoðar við að komast á bannsvæðið Kislovodsk í Kákasus til að kvænast þar Katrínu sinni og hafi „reynst Óla mikil hjálparhella“. Hið rétta er, að það var Pétur Thorsteinsson, sem var sendi- herra Íslands í Moskvu á þessum árum (1953–1960) og seinna skrifaði Ólafur Briem Pétri Thorsteinssyni sendiherra bréf, þar sem hann þakkaði honum með fögrum orðum alla aðstoð hans sér veitta í þessu erfiða máli.“ Athugasemd – Pétrum ruglað saman MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi ályktun frá stjórn og skólamálanefnd Félags grunnskóla- kennara í tilefni fyrstu niðurstaðna PISA – 2000-rannsóknarinnar, al- þjóðlegrar rannsóknar á frammi- stöðu 15 ára nemenda í lestri, stærð- fræði og náttúrufræði. „Niðurstöður rannsóknarinnar leiða í ljós að 15 ára nemendur á Ís- landi standa sig marktækt betur í lestri en jafnaldrar þeirra gera að meðaltali í löndum OECD. Dreifing getu í lestri er verulega minni á Ís- landi en í flestum öðrum OECD- löndum. Það þýðir að fáir nemendur á Íslandi eru mjög slakir í lestri, samanborið við önnur OECD-lönd, en jafnframt að frekar fáir eru af- burðagóðir. Frammistaða íslenskra 15 ára nemenda í stærðfræði er einnig marktækt betri en jafnaldra þeirra að jafnaði í löndum OECD. Í nátt- úrufræði er frammistaðan aftur á móti svipuð og að meðaltali í OECD- löndunum í heild. Þessar niðurstöður undirstrika að á Íslandi ríkir jafnrétti til náms og að nemendum sem eiga á brattann að sækja í námi er vel sinnt hér á landi. Um leið staðfesta þær að halda beri áfram á sömu braut í að tryggja nemendum sem eiga erfitt í námi þann stuðning sem þeir þurfa. Alltaf þurfa að vera fyrir hendi sér- deildir og sérskólar til að mæta þörf- um þeirra nemenda sem ekki fá not- ið kennslu í heimaskóla við sitt hæfi. Niðurstöðurnar sýna jafnframt að ekki hefur verið hugað nægilega að þörfum þeirra nemenda sem eiga auðvelt með nám. Auka þarf fjár- veitingar til að sinna þeim betur og jafnframt til námsefnisgerðar. Ekki er nóg að nemendur eigi lög- um samkvæmt kost á að ljúka grunnskólanámi fyrr en almennt gerist í lok 10. bekkjar. Þetta þarf að vera raunhæfur kostur. Bæta þarf tengsl grunnskóla og framhalds- skóla, þannig að grunnskólanemend- ur sem lokið hafa námi í ákveðnum greinum eigi greiða leið að námi í þeim greinum á framhaldsskólastigi þó að grunnskólanámi sé ekki að fullu lokið. Hér þarf sérstaklega að gæta þess að möguleikar nemenda í dreifbýli séu hinir sömu og þeirra sem búa nálægt framhaldsskólum. Þó að 15 ára nemendur á Íslandi standi sig marktækt betur í lestri en jafnaldrar í öðrum OECD-löndum er það verulegt áhyggjuefni að 30 prósent þeirra segjast ekki lesa sér til skemmtunar. Úr þessu má bæta með samræmdu átaki heimila og skóla og í því sambandi skal bent á mikilvægi þess að nemendur eigi jafnan greiðan aðgang að bókasöfn- um skólanna. Notkun nemenda á t.d. bókasafni, tölvum, rannsóknarstof- um og Netinu hefur meiri áhrif á námsgetu nemenda en húsnæði skólans. Stjórn og skólamálanefnd Félags grunnskólakennara bendir að lokum á eftirfarandi úr niðurstöðum rann- sóknarinnar: Hæfir og menntaðir kennarar eru meðal verðmætustu auðlinda skól- ans. Hæfni og menntun kennara endurspeglast í námsárangri nem- enda. Væntingar kennara til nemenda og sjálfra sín, skuldbinding kennara og viðhorf þeirra til kennarastarfs- ins eru þættir sem hafa afgerandi áhrif á frammistöðu og námsfram- vindu nemenda.“ Stjórn og skólamálanefnd Félags grunnskólakennara Jafnrétti til náms undirstrikað JÓLATRÉSSALAN hjá Skógrækt- arfélagi Hafnarfjarðar heldur áfram um helgina og verður opið báða daga, laugardag og sunnu- dag, frá klukkan 10 til 16. Til sölu eru furutré og -greinar, barr- heldin og gróskumikil tré af ýms- um stærðum. Fer salan fram í að- alstöðvum Skógræktarfélagsins í Höfðaskógi við Hvaleyrarvatn og er öllum boðið upp á súkkulaði og smákökur. Jólatréssalan í Höfða- skógi við Hvaleyrarvatn SÍON ehf. flutti starfsemi sína ný- verið að Smiðjuvegi 11 í Kópavogi. Fyrirtækið hóf fyrir nokkru að flytja inn pönnur og potta frá danska fyr- irtækinu Gastrolux en auk þess flyt- ur Síon inn umhverfisvænar hrein- lætisvörur og sótthreinsivörur. Í frétt frá Síon segir að pönnurnar frá Gastrolux séu húðaðar við mik- inn hita með glerkeramiki sem geri mögulegt að steikja mat án fituefna. Einnig er mögulegt að nota áhöld úr málmi, tré eða plasti án þess að húð- in skemmist. Pönnurnar eru ein- ungis til sölu á skrifstofunni og hjá sölumönnum fyrirtækisins en ekki í verslunum. Á myndinni eru eigendur Síon, Helga Georgsdóttir og Hafsteinn Vilhelmsson ásamt Mikael Nielsen, markaðsstjóra Gastrolux. Flytja inn pönn- ur frá Gastrolux MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi ályktun frá Alþýðu- sambandi Vestfjarða: „Alþýðusamband Vestfjarða mótmælir harðlega sem ósönnum fullyrðingum í frétt frá SA um að verkalýðsfélög séu dragbítur á af- greiðslu atvinnuleyfa til útlendinga utan EES-landa. Meðmæli verkalýðsfélaga eða umsögn um umsóknir atvinnurek- enda þegar þeir ráða starfsfólk frá þessum löndum er gefin að athug- uðu máli og með tilliti til atvinnu- ástands og hvort heimamenn séu fáanlegir til starfa. Engin önnur sjónarmið koma þar við sögu. Vinnumálastofnun félagsmála- ráðuneytisins hefur ekki þá yfir- sýn eða tilfinningu sem verkalýðs- félögin hafa gagnvart þörfinni á útlendingum til starfa. Aðalatriðið gagnvart þessum væntanlegu launþegum hér á landi er þó að með samþykki sínu eða meðmæl- um tekur verkalýðsfélagið að sér að greiða götu þessa fólks og hafa eftirlit með því að það búi að minnsta kosti við sömu kjör og heimamenn. Þessu hlutverki getur enginn annar sinnt. Getur það ver- ið að einhverjir vinnuveitendur vilji vera lausir við þessi afskipti verkalýðsfélaganna? Alþýðusamband Vestfjarða skorar á félagsmálaráðherra og Alþingi að viðhalda tengslum verkalýðsfélaganna við ákvörðun um atvinnuleyfi fyrir útlendinga, miðað við góða reynslu hingað til.“ Ályktun um atvinnu- leyfi til útlendinga SAMTÖK foreldra og annarra að- standenda samkynhneigðra bjóða til samverustundar í félags- og menningarmiðstöð Samtakanna ’78, Laugavegi 3, laugardaginn 15. desember kl. 16. Þar hittast allir áhuga- og starfshópar innan Sam- takanna ’78 til þess að kynna starf- semi sína og segja frá ávinningum ársins. Einnig mun kvartett Hólm- fríðar Jóhannesdóttur flytja nokk- ur jólalög, en auk hennar skipa kvartettinn þeir Hreiðar Ingi Þor- steinsson, Hafsteinn Þórólfsson og Arnar Þór Viðarsson. Markmiðið með þessari sam- verustund er að staldra við og gleðjast saman í önnum aðventunn- ar, en fræðast jafnframt um það öfluga félagsstarf í þágu sýnileika, mannréttinda og mannvirðingar sem unnið er í hinum ýmsu starfs- og áhugahópum á vettvangi Sam- takanna ’78, segir í fréttatilkynn- ingu. Jólaveitingar verða á boðstól- um og allir eru velkomnir meðan húsrúm leyfir. Sama dag er hinn árlegi jólabas- ar félagsins haldinn í menningar- miðstöðinni á Laugavegi 3 kl. 14– 18. Þar er boðið er upp á lagmeti, jólasælgæti, rétti á jólaborðið, smákökur og sykraðar hnallþórur. Einnig er mikið úrval listmuna til jólagjafa. Allur ágóði af jólabas- arnum er til styrktar húsnæðis- sjóði Samtakanna ’78, segir í frétt frá Samtökum ’78. Samverustund á aðventu SKÁKHÁTÍÐ verður í kvöld, föstu- dag, kl. 18 í húsakynnum Skáksam- bands Íslands og Taflfélags Reykja- víkur Faxafeni 12. Þar verður kvennaskákmót á ICC, fortíð gegn framtíð og fjöltefli jólasveinanna í TG. Klukkan 20.30 mun framkvæmda- stjóri Plúsferða leika fyrsta leikinn í úrslitaviðureign Taflfélagsins Hellis og b-liðs Taflfélags Reykjavíkur í bikarkeppni Plúsferða. Skákáhuga- menn og aðrir geta tippað á úrslit viðureignarinnar á Lengjunni en í fyrsta skipti í sögu Lengjunnar verða viðureignir milli skákliða í bik- arkeppni Plúsferða á henni. Tafl- félag Garðabæjar með Jóhann H. Ragnarsson í broddi fylkingar á heiðurinn að þessu, segir í fréttatil- kynningu. Skákhátíð í Faxafeni FRIÐARSAMKOMA verður í Kaplakrika, Hafnarfirði, laugardag- inn 15. desember kl. 14. Aðstand- endur friðarsamkomunnar eru: Esther Helga Guðmundsdóttir, Hólmfríður Árnadóttir og Sigur- laug Guðmundsdóttir. Markmiðið með samkomunni er að sýna fram á að hvar sem við er- um stödd í trúarbrögðum eða menningu þá eigum við það sameig- inlegt að vilja lifa saman, í friði, segir í fréttatilkynningu. Fulltrúar 8 ólíkra trúarbragða taka sérstakan þátt í dagskránni. Aðgangur er ókeypis. Anna Pálína Árnadóttir opnar samkomuna, Anna Sigríður Helga- dóttir syngur einsöng, forseti Ís- lands, Ólafur Ragnar Grímsson, ávarpar samkomuna, Esther Helga Guðmundsdóttir stjórnar friðar- söngvum sem allir geta tekið þátt í að syngja. Fulltrúar trúarbragð- anna koma fram, einn í senn, með ávarp og friðarbæn, hver með sín- um hætti, Esther Helga leiðir fólkið í salnum í að syngja friðarbænirnar og lýkur samkomunni með friðar- söng. Friðarsamkoma með þessum hætti hefur ekki verið haldin áður hér á Íslandi, segir í tilkynningunni. Friðarsam- koma í Kapla- krika ÝMSAR uppákomur og tilboð verða í Austurveri, Háaleitisbraut 68, í dag, föstudaginn 14. desember. Í Nóatúni verður opnað hangikjöts- hús með norðlensku hangikjöti o.fl., og verður fólki boðið að smakka. Kvenfataverslunin Meyjarnar verður með tilboð á fatnaði, og við- skiptavinum hannyrða- og gjafavöru- verslunarinnar Mánagulls verður kennd rósagerð. Landsbanki Íslands verður með kynningu á vörum og þjónustu bankans milli kl. 14 og 17, Lyf og heilsa verður með vörukynn- ingu og hjá Hans Petersen verður op- ið til kl. 21, segir í fréttatilkynningu. Austurver í jólaskapi Elstu starfandi rakarar í Reykjavík Mishermt var í blaðinu í gær að Rakarastofa Leifs og Kára væri elsta starfandi rakarastofa Reykja- víkur og var það samkvæmt upplýs- ingum frá Reykjavíkurborg. Hið rétta er að Leifur og Kári munu vera elstu starfandi rakarar í Reykjavík. Í Morgunblaðinu hinn 18. maí sl. var greint frá Hárgreiðslustofunni Nikk, við Kirkjutorg 6 í Reykjavík, sem á upphaf sitt að rekja til ársins 1901. Sömuleiðis var sagt frá Mið- bæjar-hárgreiðslustofunni við Tryggvagötu sem um þær mundir fagnaði 70 ára afmæli sínu. Það er því ljóst að aðrar rakara- stofur í borginni eru eldri en stofa þeirra félaga og eru hlutaðeigandi beðnir velvirðingar á mistökunum. LEIÐRÉTT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.