Morgunblaðið - 14.12.2001, Blaðsíða 73

Morgunblaðið - 14.12.2001, Blaðsíða 73
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 2001 73 DAGBÓK LJÓÐABROT HAUSTVÍSA Land kólnar. Lind fölnar. Lund viknar. Grund bliknar. Svell frjósa. Fjöll lýsast. Fley brotna. Hey þrotna. Dug hættir. Dag styttir. Drótt svengist. Nótt lengist. Sól þrýtur. Sál þreytist. Sær rýkur. Snær fýkur. Páll Ólafsson. STJÖRNUSPÁ eft ir Frances Drake BOGMAÐUR Afmælisbörn dagsins: Þið eruð ósérhlífin, fylgist vel með því sem fram fer í kringum ykkur og takið full- an þátt í því. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Það eru alltaf að bætast við nýir hlutir, sem þið þurfið að kunna skil á. Leggið ykkur fram um það því annars eigið þið á hættu að ykkur mistak- ist. Naut (20. apríl - 20. maí)  Þið þurfið að vera á tánum ef þið viljið að ykkar málefni nái fram að ganga. Látið ekki smámótbyr draga úr ykkur kjarkinn, hann á að stæla og herða. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Þið kynnist einhverjum í dag sem kemur eins og storm- sveipur með ýmsar nýjar hug- myndir. Skellið ekki skolla- eyrum við þeim heldur gaumgæfið þær. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Það er aldrei að vita hvenær upplýsingar koma að gagni svo þið skuluð ekki fleygja neinu heldur hafa við höndina þegar stundin rennur upp. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þið ættuð ekki að láta setja starfi ykkar skorður sem þið eigið erfitt með að vinna við. Sem mest athafnafrelsi tryggir ykkur bestan árang- ur. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Verið ávallt viðbúin, því það er aldrei að vita hvenær hlut- irnir taka óvænta stefnu. Þeg- ar það gerist er eins gott að hafa ráð undir rifi hverju. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Þið hafið í hendi ykkar að breyta aðstæðum ykkur í hag. Ef þið drífið ekki í því getið þið ykkur sjálfum um kennt ef hlutirnir ganga ekki upp. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Látið ekki eftirsókn eftir vindi teyma ykkur af leið. Veltið hlutunum vandlega fyrir ykkur áður en þið gerið upp ykkar hug og grípið til að- gerða. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Þið eigið að leggja meira upp úr sjálfstæði ykkar en svo að álíta ykkur skyldug til að hlaupa eftir væntingum hvers sem er. Verið vandlát í vina- vali. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Einhver skilaboð frá opinber- um aðilum koma ykkur skemmtilega á óvart. Þið eigið auðvelt með að bregðast rétt við þeim svo allt er í góðu lagi. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þið hafið alltaf heillast af furðulegum fyrirbrigðum svo dagurinn í dag ætti að færa ykkur óvænt gaman og gleði í einu slíku. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þið eigið ekki að hika við að skipta um skoðun, þegar nýj- ar upplýsingar koma fram og breyta viðteknum sannindum. Maðurinn er alltaf að læra! Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. Árnað heilla 50 ÁRA afmæli. Fimm-tugur er í dag, 14. desember, Hjörtur Gísla- son, fréttastjóri sjávarút- vegs- og atvinnulífsfrétta á Morgunblaðinu. Hann og kona hans, Helga Þórarins- dóttir, eru að heiman. 70ÁRA afmæli. Á morg-un, laugardaginn 15. desember, verður Pétur Guðjón Jónsson, Holtagerði 13, Kópavogi, sjötugur. Hann og eiginkona hans, Margrét Veturliðadóttir, taka á móti ættingjum og vinum í Félagsmiðstöð eldri borgara, Gullsmára 13, eftir kl. 15 á afmælisdaginn og vonast þau til að sem flestir sjái sér fært að mæta og samgleðjast afmælisbarninu og fjölskyldu hans. 60 ÁRA afmæli. Sextugur varð miðvikudaginn 12. des-ember sl., Kristján Árni Ingólfsson. Dóttir hans, Ingibjörg Halldóra, varð 40 ára 7. október sl. Fjölskyldan tekur á móti ættingjum og vinum föstudaginn 14. desember í Oddfellow-húsinu, Staðarbergi 2–4, Hafnarfirði, frá kl. 21. 50 ÁRA afmæli. Í dag,föstudaginn 14. des- ember, er fimmtugur Már Jóhannsson. Eiginkona hans er Ragnheiður Kristjáns- dóttir. Í tilefni dagsins taka þau á móti vinum og ættingj- um í sal Tannlæknafélagsins, Síðumúla 35, kl. 18–20. 60 ÁRA afmæli. Mánu-daginn 17. desember verður sextugur Gunnar Al- exandersson, Grjótaseli 16, Reykjavík. Af því tilefni tek- ur hann og eiginkona hans, Katrín Óskarsdóttir, á móti ættingjum og vinum sunnu- daginn 16. desember á milli kl. 17–19 í sal Þjóðdansa- félags Reykjavíkur, Álfa- bakka 14a, í Mjódd, 2. hæð. HVERNIG á að spila út frá ÁK í trompsamningi? Á ár- um áður var kóngurinn tal- inn hið rétta útspil og makk- er varð að ráða í það hvort hann væri frá drottningu eða ás. Síðan fóru menn að spila út ásnum frá ÁK með þeim rökum að sjaldnast væri rétt að koma út ás nema kóngurinn væri með í för. Nú til dags nota margir þá reglu að kóngurinn biðji um talningu, en ásinn um kall eða frávísun. Austur gefur; AV á hættu. Norður ♠ DG83 ♥ G76 ♦ Á105 ♣DG8 Suður ♠ ÁK954 ♥ Á82 ♦ K4 ♣763 Vestur Norður Austur Suður -- -- 2 hjörtu * 2 spaðar Pass 4 spaðar Pass Pass Pass * Veikir tveir. Vestur er af nýja skólan- um og leggur niður lauf- kóng, sem biður um taln- ingu. Austur sýnir þrílit og þá skiptir vestur yfir í hjarta. Fjórir tapslagir blasa við, en samt er spilið alls ekki vonlaust. Í hverju liggur vinningsvonin? Austur á væntanlega sex- lit í hjarta og því er rétt að taka strax á hjartaás og af- trompa mótherjana. Síðan er laufásinn sóttur. Norður ♠ DG83 ♥ G76 ♦ Á105 ♣DG8 Vestur Austur ♠ 1062 ♠ 7 ♥ 4 ♥ KD10953 ♦ DG873 ♦ 962 ♣ÁK95 ♣1042 Suður ♠ ÁK954 ♥ Á82 ♦ K4 ♣763 Vestur spilar laufi um hæl og nú er komið að úrslita- stundu. Sagnhafi tekur tvo efstu í tígli, spilar svo tíunni og hendir hjarta heima. Vestur fær slaginn, en þarf nú að spila út í tvöfalda eyðu og þá hverfur hjartatapslag- urinn heima. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson Staðan kom upp í heims- meistarakeppni FIDE í kvennaflokki. Pólsku skák- meynni og fyrrverandi eig- inkonu Alexeis Shirovs, Mörthu Zielinzka (2.405), svart, tókst að knésetja eig- inkonu Joels Lautiers, Alm- iru Skripchenko (2.497). 24... Hxd2! 25. Bxd2 Rxf2 26. Bh5+ Ke7 27. Bg5+? hxg5 28. Dxf2 Dxh1! 29. Dd2 Dxh5 30. Dd6+ Kf7 31. Dc7+ Kf6 32. Dxb6 De2 og hvítur gafst upp. Skákhátíð mikil mun hefjast í kvöld kl. 18 í húsakynnum Skáksam- bands Íslands og Taflfélags Reykjavíkur Faxafeni 12. Margir viðburðir verða og má m.a. nefna kvennaskák- mót á ICC, fortíð gegn framtíð og fjöltefli jólasvein- anna í TG. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Svartur á leik. Klapparstíg 44, sími 562 3614 Cranberry sulta - Gumberland sósa - Mintuhlaup Ómissandi með hátíðarmatnum Hverfisgötu 6, 101 Reykjavík Ný sending af leðurveskjum                           Bólur á baki? Claroderm bakklúturinn hjálpar. Hreinsar óhreinindi og fitu, jafnvel úr fínustu svitaholum. Húðhreinsun án allra kemískra hreinsiefna. Jólafötin fást hjá okkur Og eitt enn. Efnafræði- kennarinn hringdi og sagði að þú hefðir fallið á prófinu. Með morgunkaffinu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.