Morgunblaðið - 14.12.2001, Blaðsíða 47
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 2001 47
dagsheimsókn á Fálkagötu 1. Þá
var nú kátt á hjalla þegar við hitt-
umst frænkurnar og frændsystkin.
Þar tók á móti manni ilmur af
pönnukökum og alltaf átti amma
heimabakaðar kleinur (þær bestu í
bænum) og er þeirra sárt saknað
eins og svo margs annars, amma
var svo mikil ekta-amma, ég veit
ekki hvernig ég get lýst henni bet-
ur, hún var einfaldlega ofurgóð.
Ég er svo þakklát fyrir að hafa
fengið að eiga allan þennan tíma
með henni og líka að hún og Mark-
ús minn litli fengu að kynnast áður
en hún dó. Það var einmitt á
mæðradaginn 1999 þegar við
mamma vorum í heimsókn hjá
ömmu á Víðinesi, sem ég sagði
mömmu að ég væri ófrísk að mínu
fyrsta barni, og kúlubúinn fór í
nokkrar heimsóknir til langömmu
eftir það. Markús var síðan örugg-
lega ekki nema þriggja vikna þegar
þau hittust fyrst. Síðasta árið hafa
síðan miðvikudagar verið „ömmu-
dagar“. Þá fórum við saman, ég,
Markús, mamma og Nína-amma, til
ömmu upp á Víðines. Það var svo
skemmtilegt að sjá hvað henni
fannst gaman að sjá hann, það voru
svo sterk viðbrögð, allt öðruvísi en
til okkar hinna. Núna síðustu þrjár
vikur var amma alveg orðin rúm-
liggjandi og í næstsíðasta sinn sem
við hittumst lagði Markús litlu
höndina sína í lófann á langömmu
sinni og stóð þannig lengi við rúmið
hennar, þetta var alveg einstakt.
Við kveðjum nú ömmu okkar með
söknuði.
Ásdís Kristjánsdóttir.
Kyrrðin á heiðinni hríslast um brjóst mér,
ilmþung
hádegiskyrrð, fuglar, sólglitað lyng.
fölgrænar mýrar milli kjarrgrænna halla,
maður á gangi, bláfjöllin allt í kring.
Ég leggst í grasið og loka augunum, heyri
lind á heiðinni, djúpt undir jörð og sól
streymir hún hljóðlát, geymir hún
landið, líf hvers
lítils blóms og dýrs og manns sem það ól.
(Snorri Hjartarson.)
Elsku mamma og amma, takk
fyrir allt.
Við söknum þín.
Kveðja,
Friðbjörg Sigurðardóttir
og Sigurður Guðmundsson.
Elsku besta Ásdís amma mín er
dáin, 79 ára gömul. Þegar ég frétti
það varð ég mjög sorgmæddur,
varð eitthvað svo dofinn og fannst
ég ekkert geta gert nema grátið.
Ég treysti mér ekki til að fara á
sundæfingu, lá bara uppi í rúmi og
hugsaði um ömmu mína.
Ég á mjög góðar minningar um
hana ömmu, við reyndum að heim-
sækja hana reglulega til þess að
leyfa henni að fá að sjá mig og
fylgjast með. Það var kannski ekki
nógu oft, þó alltaf á hverju ári, og
þá vildi hún fá að vita allt um mig,
hvað ég væri að gera og hvernig ég
hefði það. Ég man líka svo vel eftir
því, að þegar ég heimsótti hana á
Fálkagötuna þá kom hún með
kleinur og mjólk, eða jafnvel
pönnukökur, og svo alltaf alls konar
smákökur fyrir jólin. Svo kom hún
yfirleitt í afmælið mitt, svo lengi
sem hún treysti sér til og ég man
hvað hún var alltaf glöð og ánægð
að sjá mig, hún var alltaf brosandi
og hló mikið.
Ég kveð þig nú, amma mín, og
þakka þér fyrir allt og allt.
Guð blessi minningu þína, elsku
amma mín.
Vilhjálmur Þór.
Nú ertu lögð af stað, frænka, í
ferðalagið langa. Ég man alltaf eftir
ferðalagi ykkar Sigga sumarið
1968. Þið birtust allt í einu á
Reykjaheiðarveginum, ég tíu ára
svo glaður að sjá ykkur. Siggi fær-
andi hendi eins og alltaf. Að þessu
sinni framhaldið af sögum Stefáns
Jónssonar. Ég hafði fengið „Sagan
hans Hjalta litla“ á níu ára afmæl-
isdaginn minn nokkrum mánuðum
áður. Siggi svo sposkur á svipinn,
þú hlæjandi þinum dillandi hlátri,
svo kát og glöð. Þessi hlátur átti
eftir að hljóma svo oft þegar fund-
um okkar bar saman. Ég sveiflandi
fótum á þúfu uppi við Botnsvatn á
myndinni sem Siggi tók af mér,
svarthvít mynd af ljóshærðum
strák sem var nýbúinn að færa
bónda þínum fulla lúku af kræki-
berjum. Þetta var fallegt síðsumar
1968. Aðeins fimm árum síðar
misstir þú þinn lífsförunaut, Sigurð
Guðmundsson ritstjóra Þjóðviljans,
þá rétt rúmlega sextugan. Það var
mikill missir.
Það var gaman að sækja þig
heim á Fálkagötuna. Móttökurnar
hlýjar, kaffi og smákökur í bland
við hláturinn góða. Og þitt hlýja
faðmlag þegar þú kvaddir, þessar
litlu grönnu hendur vöfðu sig um
hálsinn á mér. Þú varst dásamleg
frænka. Eftir nokkurra ára baráttu
við Alzheimer-sjúkdóminn kvaddir
þú þennan heim í byrjun desember.
Eftir sitja dýrmætar minningar um
einstaklega ljúfa og góða konu. Ég
þakka þér, frænka, fyrir mig og
skilaðu kveðju til Sigga með kærri
þökk fyrir bækurnar. Ég á þær
ennþá.
Arnar Björnsson.
Það er orðið mjög langt síðan ég
gerði mér grein fyrir því hve mikið
ríkidæmi felst í að eiga tíu móður-
systkini. Þrjá móðurbræður og sjö
móðursystur. Stóri hópurinn þeirra
afa og ömmu í Litlubrekku fæddist
á árunum frá 1917–1929, nema „ör-
verpið“, Birna, sem kom 1938, svo
einhvern tímann hefur þurft að
taka til hendinni. Samheldni þeirra
systkina, umhyggja þeirra fyrir for-
eldrum sínum og hvers fyrir öðru,
samkennd í gleði og sorgum, hefur
verið okkur afkomendum þeirra
ómetanlegt veganesti. Ættarmótin
sem haldin hafa verið með reglu-
legu millibili á þriðja áratug hafa
verið svo fjölmenn að íbúafjöldi
þorpsins hefur tvöfaldast við komu
hópsins.
Nú hefur hið fyrsta af þessum
stóra systkinahópi kvatt þennan
heim. Dísa frænka á Fálkagötunni
sem var fimmta elst í hópnum hefur
fengið hvíldina. Í bland við mikinn
og einlægan söknuð við brotthvarf
þessarar yndislegu frænku minnar
get ég ekki annað en glaðst hennar
vegna yfir að hún er nú laus úr
fjötrum þess sjúkdóms sem hefur í
raun og veru tekið hana frá okkur
fyrir löngu.
Í barnæsku minni voru þau Dísa
og Siggi og börnin þeirra á Fálka-
götu 1 einn af föstu punktunum í lífi
mínu. Í pínulitla gula húsinu með
græna þakinu, þar sem svo virtist
sem bækurnar héldu uppi veggj-
unum sem þær þöktu frá gólfi til
lofts og með strætóstoppistöðinni
við húsvegginn, var alltaf opið hús.
Allir velkomnir, börn og fullorðnir,
hvort sem var í stutta heimsókn eða
ættingjar og vinir utan af landi sem
erindi áttu í höfuðborgina og þurftu
næturskjól um styttri eða lengri
tíma. Ég man hve stolt ég var þeg-
ar ég fékk að fara þangað ein í
fyrsta sinn með strætó alla leið inn
úr Höfðaborg, þurfti meira að segja
að skipta um bíl í Lækjargötunni!
Ég man barnaafmælin þar sem
Emma mætti með svörtu kassa-
myndavélina, töfratæki sem ekki
var að finna á hverju heimili. Ég
man Dísu að seðja svanga munna,
góða skapið hennar og smitandi
hláturinn, þolinmæði Sigga og
áhuga við að fræða forvitnar sálir
um hvaðeina, allt frá einföldustu
staðreyndum upp í flóknustu fyr-
irbæri mannlífsins.
Þegar fjölskyldan mín flutti suð-
ur aftur eftir nokkurra ára búsetu á
heimaslóðum mömmu voru Dísa og
Siggi á sínum stað eins og vera ber
með fasta punkta. Þau fluttu þó
fljótlega úr litla gula húsinu í
blokkina sem byggð var á lóðinni.
Þar var hærra til lofts og víðara til
veggja en heimilisbragurinn var sá
sami. Það tilheyrði að koma þar við
þegar skroppið var í bæinn og enn
voru allir jafnvelkomnir.
Eitt sinn, eftir að Siggi var horf-
inn úr þessum heimi, fórum við
Dísa saman í ferðalag. Þeir dagar
eru mér dýrmætir í minningunni.
Við ræddum um ýmislegt sem ekki
hafði gefist tími til í erli daganna.
Hún sagði mér frá aðstæðum og at-
vikum úr æsku sinni og hve heitt
hún þráði sem ung kona að ganga
menntaveginn. Hvernig Bjarni á
Laugarvatni gerði henni kleift að
vera annan vetur í skólanum þrátt
fyrir að hún ætti ekki fyrir skóla-
gjaldinu þá stundina. Frá því þegar
hún flutti til Reykjavíkur staðráðin
í að fara í Samvinnuskólann og
hvernig áform hennar breyttust
þegar hún kynntist stóru ástinni í
lífi sínu. Samband þeirra Sigga ein-
kenndist alla tíð af gagnkvæmri ást
og virðingu. Það var henni mikið
áfall þegar hann féll frá langt fyrir
aldur fram. En hún frænka mín tók
því eins og hún tók öðrum þeim
áföllum og erfiðleikum sem lífið
bauð henni upp á. Hún var ein af
þessum hetjum hversdagslífsins
sem ekki bera tilfinningar sínar á
torg eða berja bumbur heldur bera
höfuðið hátt og halda áfram að gera
skyldu sína hvað sem á dynur. Það
var að lokum óvæginn hræðilegur
sjúkdómur sem braut hana á bak
aftur. En jafnvel þegar sjúkdóm-
urinn hafði náð því að sveipa hana
óminnishulunni var þessi áður sí-
starfandi, glaða og hressa kona
ennþá brosandi og ljúf. Þannig mun
ég geyma minningu hennar í huga
mér, þakklát fyrir allt sem hún var
mér sem barni, unglingi og fullorð-
inni manneskju.
Elsku mamma mín og móður-
systkini. Það hafa verið sérstök for-
réttindi að fá að eiga ykkur öll að
svona lengi. Nú hefur verið höggvið
skarð í ykkar samheldna hóp og ég
sendi ykkur ásamt börnunum
þeirra Dísu og Sigga, þeim Þór-
halli, Fríðu, Helgu og Kjartani og
fjölskyldum ykkar, allra innilegustu
samúðarkveðjur frá okkur Steina
og börnunum okkar.
Þórdís Þormóðsdóttir.
✝ Ósk Margrét Sigurðardóttirfæddist á Vigdísarstöðum 14.
september 1906. Hún lést á
Sjúkrahúsinu á Hvammstanga 8.
desember síðastliðinn. Forldrar
hennar voru: Sigurður Bjarna-
son, f. 1.1. 1880, d. 29.12. 1940,
bóndi á Vigdísarstöðum, og Ingi-
björg Daníelsdóttir, f. 19.11.
1879, d. 11.10. 1970. Margrét var
þriðja í röð systkina sinna en þau
voru: 1) Jón Frímann, f. 12.7.
1903, d. 26.2. 1979. 2) Kristrún
Sigríður, f. 19.7. 1905, d. 21.3.
1998. 3) Bjarni, f. 12.8. 1910, d.
28.9. 1998. 4) Hólmfríður María, f.
1.10. 1914. 5) Kristín, f. 18.5.
1917, d. 15.4. 1942. 6) Jónína Sig-
urlaug, f. 4.2. 1919. Einnig átti
hún tvö uppeldissystkini, þau
Náttfríði Jósafatsdóttur, f. 4.4.
1927, og Hannes Jósafatsson, f.
4.6. 1934.
Útför Margrétar fer fram frá
Melstaðakirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 14.
Elsku Magga mín, þá er dagur
hvíldarinnar runninn upp. Ég man
fyrst eftir þér að hekla í herberginu
þínu á Vigdísarstöðum. Þú varst sér-
staklega dugleg hannyrðakona og
eiga flest heimili í fjölskyldunni eitt-
hvað til eftir þig. Þú varst svo vand-
virk og samviskusöm við það sem þú
tókst þér fyrir hendur, hvort sem
það var við garðyrkjustörf eða úti á
túni að raka. Hannyrðakunnátta þín
kom mér til góða þar sem þú kennd-
ir mér að hekla, sníða og sauma. Þú
varst ekki mikið fyrir að fara á
mannamót, vildir heldur vera heima
með systkinum þínum og fjölskyld-
um þeirra. Síðustu árin dvaldir þú á
Sjúkrahúsinu á Hvammstanga þar
sem kraftar þínir fóru þverrandi
vegna aldurs. Ég kveð þig nú og bið
Guð að geyma þig.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Ingibjörg Sigurðardóttir.
Mig langar að minnast Möggu,
þessarar hljóðlátu, lítillátu konu,
sem tók laust í hönd og fannst sér
bæri ekkert að þakka.
Hún átti heima alla tíð á Vigdís-
arstöðum og var ein af þessu mann-
marga, myndar sveitaheimili sem
Vigdísarstaðir voru, þegar ég man
best eftir henni.
Þar voru bæði systkini hennar og
ungt frændfólk í sveit. Systkina-
börn, móðir mín Náttfríður Jós-
afatsdóttir og bróðir hennar Hann-
es, sem ólust þar upp.
Þegar ég var krakki voru helg-
arheimsóknir tíðar þangað, þar sem
mamma mín ólst upp hjá foreldrum
hennar frá fjögurra ára aldri.
Á jólum eins og nú eru að nálgast
man ég eftir að spilað var spil á
tveim borðum og minnir mig að oft
hafi verið glatt á hjalla. Ekki minnist
ég samt að Magga hafi tekið þátt í
spilamennskunni, hafi hún frekar
verið að snúast fyrir hina og okkur
krakkana.
Ég man að setið var við stórt
langborð sem var drekkhlaðið alls
konar heimatilbúnum mat, sem hún
hefur án efa átt þátt í að útbúa.
Hennar hlutverk á heimilinu voru
þvottar og þjónustubrögð. Prjóna-
og saumaskapur voru hreinasta
snilld í hennar höndum, saumaði
hún það sem til þurfti á heimilismeð-
limi.
Einnig betri fatnað svo sem
dragtir, kápur, herraföt, upphluti og
peysuföt.
Eitt er mér í fersku minni, það er
prjónavélin sem var við hliðina á
hennar rúmi í baðstofunni.
Var yfirleitt eitthvað nýtt að sjá
sem hún var að prjóna en það var
ekki bara fyrir heimilisfólk, líka fyr-
ir nágranna af næstu bæjum.
Í skólabyrjun á haustin, eða fyrir
jólin prjónaði Magga yfirleitt út-
prjónaða peysu á mig.
Eitt skipti vildi ég fá búðarpeysu
og sagði Möggu að nýjustu peys-
urnar væru með köflóttum boðung-
um og hún gæti ekki prjónað svo-
leiðis, hún hlustaði ekki á svona raus
í mér og peysan kom skáköflótt.
Þegar heimsóknum lauk tók mað-
ur í höndina á öllum og þakkaði fyrir
sig, en alltaf var svarið hjá Möggu:
„Það á ekki að þakka mér neitt.“
Oftar en ekki var það sem hún
laumaði í lófa mér peningaseðli að
heimsókn lokinni.
Ég ætla hér með, þó að of seint sé,
að þakka Möggu fyrir hennar góða
atlæti við móður mína, hve vel hún
gat klæðst og þær góðu minningar
sem hún á um hana.
Megi hún hvíla í friði.
Eftir margra ára legu á Sjúkra-
húsinu á Hvammstanga er Ósk Mar-
grét Sigurðardóttir nú öll og verður
jarðsungin frá Melstaðarkirkju og
til moldar borin við hlið foreldra
sinna og systkina, en þeirra jarð-
nesku leifar skipa stóran sess í Mel-
staðarkirkjugarði.
Ragnhildur Valgeirsdóttir.
ÓSK MARGRÉT
SIGURÐARDÓTTIR
MAGNÚS
ÞORBERGSSON
✝ Magnús Þorbergs-son fæddist í
Gvendarnesi við Fá-
skrúðsfjörð 29. febr-
úar 1929. Hann lést 9.
desember síðastliðinn
á Líknardeild Land-
spítalans í Kópavogi.
Foreldrar hans voru
Níelsína Sigurðardótt-
ir, f. 9.7. 1906, og Þor-
bergur Þorvaldsson, f.
3.2. 1886. Systkini
Magnúsar eru Mál-
fríður, Sigríður, Guð-
rún, Oddný, Svavar,
Guðjón og Þórdís en látnar eru
Guðlaug og Margrét. Magnús
kvæntist 27.7. 1964 eftirlifandi
eiginkonu sinni, Þorbjörgu Láru
Benediktsdóttur, f. 12.12. 1941.
Útför Magnúsar fer fram frá
Kópavogskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 15.
Skammvinnri bar-
áttu við illkynja sjúk-
dóm er lokið, baráttu
sem átti langan að-
draganda og lagði að
velli svila minn og
mág Magnús, eða
Magga hennar Obbu
eins og við gjarnan
kölluðum hann. Á
þessum erfiða tíma
vék Obba vart frá
sjúkrabeði hans og
annaðist hann af ein-
stakri alúð.
Maggi var dagfars-
prúður maður, framkoma hans ein-
kenndist af ljúfmennsku, hann um-
gekkst samferðamenn sína með
virðingu og gilti einu hvort á vegi
hans urðu fullorðnir eða börn.
Börnin löðuðust að honum, áttu
synir okkar margar ánægjustundir
í samvistum við Magga á heimili
þeirra hjóna á Kársnesbrautinni,
samverustundir sem geymast í
minningunni og ber að þakka.
Heimili þeirra stóð okkur ávallt
opið og voru það ófáar næturnar
sem við gistum hjá þeim í góðu yf-
irlæti. Samvinna ríkti á heimili
þeirra, sem bar vott um snyrti-
mennsku í hvívetna.
Lífið fór ekki alltaf mjúkum
höndum um þau hjónin, þau kynnt-
ust sorginni sem knúði harkalega
dyra, þegar þau misstu tvö ung-
börn með nokkurra ára millibili.
Þá kom í ljós sá mikli styrkur sem
þau bjuggu yfir, styrkur sem þau
veittu hvort öðru á þessu erfið-
leikatímabili. En sorgin á sér syst-
ur sem er gleðin og gleðistundir
áttu þau margar, þau ferðuðust
mikið og voru víðförul, einnig heill-
aði fjölbreytileg náttúra landsins
og áttu þá veiðiferðir helst hug
þeirra.
Að leiðarlokum þökkum við sam-
fylgd og vináttu og vottum Obbu
samúð okkar í von um að dýr-
mætar minningar létti sorgina.
Jóhanna Gunnarsdóttir,
Reynir Benediktsson.
Davíð Osvaldsson
útfararstjóri
Sími 551 3485 • Fax 568 1129
Áratuga reynsla
í umsjón útfara
Önnumst alla þætti
Vaktsími allan sólarhringinn
896 8284