Morgunblaðið - 14.12.2001, Blaðsíða 15
AKUREYRI
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 2001 15
SÚLUR, björgunarsveitin á Akur-
eyri, og Íþróttafélagið Þór hafa
gert með sér samkomulag um flug-
eldasölu. Þór hættir allri flugelda-
sölu og Súlur fá aðstöðu í Hamri,
félagsheimili Þórs, til að selja flug-
elda. Þessir aðilar hafa einmitt
„barist“ á sama markaðnum und-
anfarin ár en nú verður breyting
þar á. Á móti sjá Súlur um og kosta
glæsilega flugeldasýningu á þrett-
ándabrennu Þórs sem haldin er á
félagssvæði Þórs.
Samningur þessi gildir til næstu
fimm ára en fulltrúar félaganna
vonast til að honum verði vel tekið
af öllum velunnurum félaganna.
Þór hefur staðið fyrir
þrettándagleði í yfir 50 ár
Súlur og þær sveitir sem samein-
uðust í þá sveit hafa um 30 ára
reynslu í sölu flugelda. Bæjarbúar
hafa ávallt stutt vel við björgunar-
sveitirnar enda mikilvægt að eiga
trausta björgunarsveit þegar slys,
óveður eða náttúruhamfarir verða.
Íþróttafélagið Þór hvetur alla bæj-
arbúa til að styðja sína björgunar-
sveit vel og kaupa flugelda af Súl-
um.
Þór hefur staðið fyrir þrettánda-
brennu í yfir 50 ár og er hún fyrir
löngu orðin föst hefð hjá bæjarbú-
um. Flugeldasýningin er fyrir löngu
orðin fastur liður á brennunni og
með þessum samningi er tryggt að
hún verði áfram hin glæsilegasta.
Súlur, björgunarsveitin á Akureyri,
hvetur alla bæjarbúa til að taka
þátt í glæsilegri þrettándagleði og
styrkja þannig öfluga íþrótta- og
ungmennastarfsemi Þórs.
Fulltrúar félaganna eru þakklátir
bæjarbúum fyrir stuðninginn und-
anfarin ár og vona að þetta sam-
komulag verði til þess að styrkja
starfsemi félaganna enn frekar.
Súlur og Þór semja
um flugeldasölu
Morgunblaðið/Kristján
Jón Heiðar Árnason, formaður Þórs, t.v., og Ingimar Eydal, formaður
Súlna, takast í hendur eftir undirskrift samningsins.
TÆPLEGA fimmtug kona hefur í
Héraðsdómi Norðurlands eystra ver-
ið dæmd til að greiða 60 þúsund króna
sekt til ríkissjóðs og þá er hún svipt
ökurétti í eitt ár auk þess sem henni
er gert að greiða sakarkostnað.
Konan var ákærð fyrir umferðar-
lagabrot, með því að hafa ekið bifreið
sinni um götur í Ólafsfirði í júní síð-
astliðnum undir áhrifum áfengis.
Konan neitaði alfarið sakargiftum
og bar að eiginmaður sinn hefði ekið
bifreiðinni frá vinnustað að heimili, en
hún farið aftur síðar fótgangandi í
vinnu sína. Þar hefði hún neytt áfeng-
is og haldið svo gangandi heim að
nýju.
Lögreglumaður á vakt kvaðst hafa
veitt bifreið konunnar eftirför þar
sem aksturslagið hefði verið með
þeim hætti að ástæða væri til að hafa
tal af ökumanni. Náði hann tali af
konunni á heimili hennar og kom til
stympinga á vettvangi. Nokkur vitni
urðu að atburðinum og segir í dómi að
frásögn þeirra hafi verið allnákvæm
og trúverðug. Þrátt fyrir neitun kon-
unnar um að hafa ekið bifreiðinni
þótti samt fram komin nægileg sönn-
un þess að svo hefði verið, m.a. nið-
urstaða alkóhólrannsóknar.
Héraðsdómur
Norðurlands eystra
Sekt og
ökuleyfis-
svipting
KANADÍSKI listamaðurinn Aaron
L. Mitchell opnar myndlistarsýn-
ingu í Ketilhúsinu á Akureyri í
kvöld, föstudagskvöldið 14. desem-
ber, kl. 20.
Mitchell hefur lokið námi í einum
virtasta listaháskóla í Kanada, Ont-
ario College of Art And Design, og
hefur skapað sér nafn á alþjóðlegum
vettvangi. Hann hefur haldið marg-
ar sýningar í galleríum í Toronto í
Kanada. Verk hans hafa verið eft-
irsótt af söfnurum og listunnendum
bæði í Kanada og í Evrópu. Mitchell
hefur nýverið starfað sem gesta-
listamaður og kennari við Mynd-
listaskólann á Akureyri.
Núna er Mitchell með vinnustofu
á Íslandi. Nýjasta myndaröð hans,
sem heitir „Teikningar og málverk“,
þykir líkleg til þess að koma honum
enn framar á sviði nútímalistar.
Nýjustu verk hans verða til sýnis í
Ketilhúsinu en sýning hans stendur
yfir fram á Þorláksmessu, 23. des-
ember.
Morgunblaðið/Kristján
Aaron L. Mitchell setur upp eitt verka sinna í Ketilhúsinu á Akureyri.
Kanadískur lista-
maður í Ketilhúsinu
ALLS bárust 56 umsóknir um starf verslunar-
stjóra ÁTVR á Akureyri en umsóknarfrestur
rann út um síðustu helgi. Forstjóri ÁTVR ræður
í stöðuna og verður það gert eins fljótt og auðið
er.
Umsækjendur eru:
Hjalti Sigurbergur Hjaltason,
Haraldur Ingólfsson, Jóhann Jónsson,
Guðmundur Jónatan Baldursson,
Guðmundur Ágúst Svavarsson,
Jóhanna Harðardóttir,
Guðmundur Ómarsson, Jón Smári
Jónsson, Jónas Már Fjeldsted,
Guðríður Sigurðardóttir, Örn
Stefánsson, Magnús Sigurólason,
Grétar Viðarsson, Vilhjálmur Árnason,
Gunnlaugur Kr. Jónsson,
Tómas Björnsson, Ásgeir Vilhelm
Bragason, Hjálmar Pálsson, Auður
Kjartansdóttir, Alma Axfjörð, Jón
Sveinsson, Magnús Kristjánsson,
Alfreð Örn Almarsson, Rúnar Hrafn
Sigmundsson, Viðar Marinósson,
Hólmgeir Valdemarsson, Valbjörn
Þorsteinsson, Björgúlfur Þórðarson,
Bergþóra Steinunn Stefánsdóttir,
Rögnvaldur Jónatansson, Axel Vatnsdal
Pálsson, Þórður Rafn Ragnarsson,
Kristín Böðvarsdóttir, Kristján Elís Jónasson,
Elín Þórdís Heiðarsdóttir, Hjörtur Harðarson,
Bryndís Vilhjálmsdóttir, Pétur Sigurgeir
Sigurðsson, Jón Sigþór Gunnarsson, Pétur
Erling Leifsson, Anette Mönster,
Áslaug Magnúsdóttir, Sigrún Inga Hansen,
Jón Heiðar Rúnarsson, Þórhallur V.
Einarsson, Pétur Guðjónsson, Jón
Kristján Kristjánsson, Ágústa Ólafsdóttir,
Jóhanna Pétursdóttir, Björn Einarsson,
Sigursteinn Vestmann,
Hörður Harðarson, Einar Erlingsson,
Einar B. Kristjánsson,
Atli F. Sævaldsson.
56 umsóknir um stöðuna
Ráðið verður fljótlega í stöðu verslunarstjóra ÁTVR á Akureyri
LEIKFÉLAG Ólafsfjarðar frum-
sýndi fyrir skömmu leikritið „Bar-
ið í brestina“ eftir Guðmund
Ólafsson, sem jafnframt er leik-
stjóri. Þetta er 34. verkefni Leik-
félags Ólafsfjarðar, sem heldur á
þessu ári upp á 40 ára afmæli sitt,
en félagið var stofnað árið 1961.
Til að halda almennilega upp á
afmælið var leitað til Guðmundar
Ólafssonar leikara, rithöfundar og
leikstjóra til að semja leikrit fyrir
LÓ og varð hann við þeirri beiðni.
Þetta er ekki í fyrsta skipti sem
Guðmundur kemur LÓ til bjargar.
Það gerði hann síðast á 50 ára af-
mælisári Ólafsfjarðarbæjar, þegar
hann samdi leikritið „Horfðu
glaður um öxl“, sem hann setti
upp í Tjarnarborg.
Leikritið gerist á einum degi á
sambyggðri heilsugæslustöð og
elliheimili á ónefndum stað norð-
ur í landi. Leikfélagsfólk segir að
öll samsvörun við raunveruleik-
ann sé hugarfóstur og ímyndun
viðkomandi og hefur í raun ekk-
ert að gera með framgang leiks-
ins.
Þegar hefur verkið verið sýnt
þrívegis og aðsókn er góð.
Leikritið verður sýnt að
minnsta kosti einu sinni um jólin.
Morgunblaðið/Helgi Jónsson
Kristján Hauksson og Guðbjörn Arngrímsson í hlutverkum sínum.
„Barið í
brestina“
Leikfélag Ólafsfjarðar
FIMM starfsmönnum Anza á Akur-
eyri hefur verið tilkynnt um upp-
sagnir hjá fyrirtækinu á næstu dög-
um. Ástæða uppsagnanna er sú að
Akureyrarbær hefur gert samning
um rekstur tölvukerfa og kerfisveitu
við fyrirtækið Skyggni. Anza, áður
Nett, á Akureyri sá um þessa þjón-
ustu fyrir bæinn áður.
Anza hafði lagt í miklar fjárfest-
ingar vegna samningsins við Akur-
eyrarbæ, m.a. í vélbúnaði og að-
stöðu, og nam kostnaður tugi millj-
óna króna, segir í frétt frá fyrir-
tækinu. Þá var einnig bætt við
starfsfólki. Viðskiptin við Akureyr-
arbæ stóðu undir stórum hluta af
veltu fyrirtækisins á Akureyri.
Forsvarsmenn Anza segja endur-
skoðunarákvæði hafa verið í samn-
ingi milli sín og bæjarins þar sem
þjónustan var ný af nálinni og viðbú-
ið að breytinga yrði þörf með feng-
inni reynslu. Í stað endurskoðunar
hafi bærinn aftur á móti ákveðið að
bjóða verkefnið út að nýju.
Fimm starfsmönn-
um Anza sagt upp
AKUREYRARBÆR hefur samið
við Skyggni um að reka tölvuþjón-
ustu fyrir bæinn en samningurinn
felur í sér hýsingu miðlægra tölvu-
kerfa bæjarskrifstofanna í sal sem
Skyggnir er að byggja á Akureyri.
Sjö tilboð bárust frá fjórum fyr-
irtækjum í tölvuþjónustu fyrir bæ-
inn og átti Skyggnir lægsta boð, 41,5
milljónir króna fyrir fjögurra ára
tímabil.
Meginmarkmið samningsins er að
tryggja öryggi og jafnvægi í tölvu-
rekstri bæjarins og þá er einnig yf-
irlýst markmið hans að ná fram
auknu hagræði í rekstrinum.
Skyggnir hefur verið með starf-
semi á Akureyri frá árinu 1997, fyrst
í nafni TölvuMynda en síðan undir
eigin nafni. Fyrirtækið þjónustar
fjölda fyrirtækja á Akureyri og
Norðurlandi. Í kjölfar þessa samn-
ings mun Skyggnir bæta við sig
starfsfólki norðan heiða og er verið
að ganga frá ráðningu þess.
Rekstur tölvuþjónustu
fyrir Akureyrarbæ
Samið við
Skyggni
SKÓLANEFND fagnar þeim góða
árangri sem nemendur á Akureyri ná
á samræmdum prófum nú eins og
undanfarin tvö ár, sem sannar að mati
nefndarinnar að á Akureyri er öflugt
skólastarf undir stjórn hæfra kenn-
ara og stjórnenda.
Í fundargerð skólanefndar kemur
fram að niðurstöður prófa í 4. og 7.
bekk liggi nú fyrir. Árangur nemenda
í 4. bekk á Akureyri er mjög góður og
meðaltal prófseinkunna nemenda í
þremur skólum er yfir 7. Í saman-
burði við jafnaldra sína á landinu öllu
koma þessir nemendur afar vel út.
Nemendur í 7. bekk koma einnig
vel út úr þessum prófum. Það sem er
athyglisverðast við árangur nemenda
í 7. bekk í bænum er að þeir bæta
stöðu sína verulega miðað við jafn-
aldra sína frá því í samræmdum próf-
um í 4. bekk, samkvæmt því sem fram
kemur í fundargerð skólanefndar.
Skólanefnd
fagnar góðum
árangri
nemenda
♦ ♦ ♦