Morgunblaðið - 14.12.2001, Blaðsíða 11
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 2001 11
VERSLUNARMIÐSTÖÐVAR hafa
þann kost að þar er skjól fyrir veðri
og vindum. Því er auðvelt að renna
yfir mikilvæg gögn í miðjum versl-
unarleiðangri svo sem innkaupa-
listann. Myndin er tekin í Kringl-
unni í vikunni og þar eins og í
öðrum veslunum verður örugglega
ys og þys um helgina í miðjum jóla-
undirbúningi.
Morgunblaðið/Golli.
Farið yfir innkaupalistann
UMBOÐSMAÐUR Alþingis gerir í
nýju áliti athugasemd við það að
heilbrigðisráðuneytið hafi ekki til-
kynnt einum umsækjanda um stöðu
framkvæmdastjóra kennslu og
fræða við Landspítala – háskóla-
sjúkrahús tafarlaust um ráðningu
annars umsækjanda í starfið. Ráðu-
neytið hafi einnig átt að leiðbeina
umsækjandanum um að fá ráðn-
inguna rökstudda, sem umboðsmað-
ur Alþingis leggur til í áliti sínu að
ráðuneytið geri, óski umsækjandinn
þess.
Þá gerir umboðsmaður athuga-
semd við að það hafi tekið heilbrigð-
isráðuneytið rúmlega sjö og hálfan
mánuð að svara erindi mannsins. Að
öðru leyti telur umboðsmaður að
Landspítalinn og heilbrigðisráðu-
neytið hafi staðið rétt að ráðning-
unni og ekki sé hægt að ógilda
hana.
Umsækjandinn kvartaði til um-
boðsmanns í september árið 2000
yfir meðferð stjórnarnefndar Land-
spítalans á umsókn sinni um starf
framkvæmdastjóra kennslu og
fræða. Laut kvörtun hans að því að
matsnefnd læknadeildar Háskóla
Íslands, sem veitti umsögn um um-
sækjendur, hefði lagt strangari
hæfisskilyrði til grundvallar en
fram komu í auglýsingu um starfið
og að stjórnarnefndin hefði ekki
leiðrétt umsögnina. Þá kvartaði
hann yfir því að hafa ekki fengið
tækifæri til að koma að athuga-
semdum sínum við umsögnina áður
en komist var að niðurstöðu um
hvern skyldi ráða í starfið. Alls voru
umsækjendurnir sjö.
Las fyrst um ráðninguna
í Morgunblaðinu
Umboðsmaður Alþingis fellst á að
kröfur matsnefndarinnar hafi verið
strangari en fram komu í starfs-
auglýsingunni. Lög hefðu hins veg-
ar ekki staðið því í vegi að nefndin
lýsti viðhorfi sínu til þess hvaða
kröfur þyrfti að gera um hæfni þess
sem ráðinn yrði í starfið. Umboðs-
maður telur nefndinni einnig hafa
verið heimilt að láta sérstaklega
uppi mat sitt á umsækjendunum
sjö.
Umsækjandinn gerði m.a. at-
hugasemdir við það í bréfi til
stjórnarnefndar Landspítalans að
hafa lesið fyrst um ráðninguna og
álit matsnefndar í frétt í Morgun-
blaðinu. Þar var m.a. vitnað í álit
matsnefndar sem taldi viðkomandi
umsækjanda ekki uppfylla þær
kröfur sem læknadeildin teldi æski-
legar fyrir stöðu framkvæmdastjóra
kennslu og fræða.
Tók 7½ mánuð
að svara erindinu
Umboðsmaður Alþingis um
stöðuveitingu á Landspítalanum
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur
hefur dæmt 21 árs gamlan mann í 45
daga skilorðsbundið fangelsi en
hann stal bensíni að verðmæti 1.185
krónur af bifreið.
Frá því maðurinn náði 18 ára aldri
hefur hann fjórum sinnum gengist
undir sátt vegna umferðar- og fíkni-
efnalagabrota, þar af þrjár á einum
og sama deginum. Hinn 14. maí sl.
var hann dæmdur fyrir þjófnað og
ölvunarakstur. Fyrir þau brot hlaut
hann sekt, var sviptur ökuleyfi og
dæmdur í fangelsi í einn mánuð en
refsingin var skilorðsbundin til
tveggja ára. Þegar hann stal bensín-
inu rauf hann skilorðið og var mann-
inum því ákveðin refsing í einu lagi,
fyrir brotið nú og vegna fyrri dóms.
Maðurinn bar að hann hefði verið í
óreglu þegar hann framdi brot sín en
hefði nú tekið sig á, væri í vinnu,
stundaði AA-fundi og stefndi á með-
ferð. Dómurinn taldi því hæfilegt að
hafa refsinguna skilorðsbundna til
tveggja ára.
Hjördís Hákonardóttir kvað upp
dóminn.
Dæmdur fyrir bensínþjófnað