Morgunblaðið - 14.12.2001, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 14.12.2001, Blaðsíða 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 2001 11 VERSLUNARMIÐSTÖÐVAR hafa þann kost að þar er skjól fyrir veðri og vindum. Því er auðvelt að renna yfir mikilvæg gögn í miðjum versl- unarleiðangri svo sem innkaupa- listann. Myndin er tekin í Kringl- unni í vikunni og þar eins og í öðrum veslunum verður örugglega ys og þys um helgina í miðjum jóla- undirbúningi. Morgunblaðið/Golli. Farið yfir innkaupalistann UMBOÐSMAÐUR Alþingis gerir í nýju áliti athugasemd við það að heilbrigðisráðuneytið hafi ekki til- kynnt einum umsækjanda um stöðu framkvæmdastjóra kennslu og fræða við Landspítala – háskóla- sjúkrahús tafarlaust um ráðningu annars umsækjanda í starfið. Ráðu- neytið hafi einnig átt að leiðbeina umsækjandanum um að fá ráðn- inguna rökstudda, sem umboðsmað- ur Alþingis leggur til í áliti sínu að ráðuneytið geri, óski umsækjandinn þess. Þá gerir umboðsmaður athuga- semd við að það hafi tekið heilbrigð- isráðuneytið rúmlega sjö og hálfan mánuð að svara erindi mannsins. Að öðru leyti telur umboðsmaður að Landspítalinn og heilbrigðisráðu- neytið hafi staðið rétt að ráðning- unni og ekki sé hægt að ógilda hana. Umsækjandinn kvartaði til um- boðsmanns í september árið 2000 yfir meðferð stjórnarnefndar Land- spítalans á umsókn sinni um starf framkvæmdastjóra kennslu og fræða. Laut kvörtun hans að því að matsnefnd læknadeildar Háskóla Íslands, sem veitti umsögn um um- sækjendur, hefði lagt strangari hæfisskilyrði til grundvallar en fram komu í auglýsingu um starfið og að stjórnarnefndin hefði ekki leiðrétt umsögnina. Þá kvartaði hann yfir því að hafa ekki fengið tækifæri til að koma að athuga- semdum sínum við umsögnina áður en komist var að niðurstöðu um hvern skyldi ráða í starfið. Alls voru umsækjendurnir sjö. Las fyrst um ráðninguna í Morgunblaðinu Umboðsmaður Alþingis fellst á að kröfur matsnefndarinnar hafi verið strangari en fram komu í starfs- auglýsingunni. Lög hefðu hins veg- ar ekki staðið því í vegi að nefndin lýsti viðhorfi sínu til þess hvaða kröfur þyrfti að gera um hæfni þess sem ráðinn yrði í starfið. Umboðs- maður telur nefndinni einnig hafa verið heimilt að láta sérstaklega uppi mat sitt á umsækjendunum sjö. Umsækjandinn gerði m.a. at- hugasemdir við það í bréfi til stjórnarnefndar Landspítalans að hafa lesið fyrst um ráðninguna og álit matsnefndar í frétt í Morgun- blaðinu. Þar var m.a. vitnað í álit matsnefndar sem taldi viðkomandi umsækjanda ekki uppfylla þær kröfur sem læknadeildin teldi æski- legar fyrir stöðu framkvæmdastjóra kennslu og fræða. Tók 7½ mánuð að svara erindinu Umboðsmaður Alþingis um stöðuveitingu á Landspítalanum HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur dæmt 21 árs gamlan mann í 45 daga skilorðsbundið fangelsi en hann stal bensíni að verðmæti 1.185 krónur af bifreið. Frá því maðurinn náði 18 ára aldri hefur hann fjórum sinnum gengist undir sátt vegna umferðar- og fíkni- efnalagabrota, þar af þrjár á einum og sama deginum. Hinn 14. maí sl. var hann dæmdur fyrir þjófnað og ölvunarakstur. Fyrir þau brot hlaut hann sekt, var sviptur ökuleyfi og dæmdur í fangelsi í einn mánuð en refsingin var skilorðsbundin til tveggja ára. Þegar hann stal bensín- inu rauf hann skilorðið og var mann- inum því ákveðin refsing í einu lagi, fyrir brotið nú og vegna fyrri dóms. Maðurinn bar að hann hefði verið í óreglu þegar hann framdi brot sín en hefði nú tekið sig á, væri í vinnu, stundaði AA-fundi og stefndi á með- ferð. Dómurinn taldi því hæfilegt að hafa refsinguna skilorðsbundna til tveggja ára. Hjördís Hákonardóttir kvað upp dóminn. Dæmdur fyrir bensínþjófnað
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.