Morgunblaðið - 14.12.2001, Blaðsíða 61
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 2001 61
an í valdi prestanna og trúarleið-
toganna. Khomeini heitinn, æðsti-
klerkur í Íran, er dæmi um slíkan
mann. Hann var strangur lögmáls-
maður sem lét lífláta þúsundir fólks
og í stríði sínu við Írak sendi hann
mikinn fjölda ungra manna í opinn
dauðann og hét þeim í staðinn vist í
paradís. Ahmed Ben Bella, fyrrum
forseti Alsír, sagði um Khomeini:
„Bjart ljós hefur runnið upp í Íran
sem lýsir upp allan hinn múslimska
heim.“ Í Íran hafði Khomeini við-
urnefnið „andi Allah“.
Í löndum sem hafa Kóraninn sem
lögbók er vald prestanna mikið og
þeir gera kröfu um skilyrðislausa
hlýðni við túlkun sína á Kóraninum
sem þeir telja óskeikulan boðskap
Allah. Múslimar búa því við stöð-
ugan ótta, segir Reza. Þeir óttast
reiði og dóm Allah. Þeir óttast mis-
kunnarlausar kröfur prestanna. Af-
leiðingin er kúgun og undirgefni.
Frjáls athöfn í anda lýðræðis leyf-
ist ekki. Umburðarlyndið er ekkert
og afturhvarf frá íslam bannað.
Í umfjöllun sinni um Kóraninn
segir höfundur bókarinnar að
vegna þess að trúarleiðtogarnir við-
urkenni aðeins hina arabísku út-
gáfu Kóransins séu þýðingar harla
léttvægar. Þetta leiðir til þess að
mikill meirihluti múslima, þ.e. al-
menningur í þeim löndum þar sem
arabíska er ekki töluð, skilur ekki
Kóraninn og getur því ekki lesið
hann að neinu gagni. Fáfræði um
innihald trúarbókarinnar sé því
mikil meðal múslima og umræða
um trúarkenningarnar því lítil með-
al almennings. Oft er því um beina
innrætingu prestanna og blinda trú
að ræða.
Sumir myndu segja að kristnin
hafi ekki síður verið ofbeldishneigð
en íslam og benda þá m.a. á kross-
ferðirnar og rannsóknarréttinn á
Spáni. Það er rétt að kirkjan beitti
oft ofbeldi á liðnum öldum, en þar
fylgdi hún ekki kenningu meistara
síns frá Nazaret. Jesús varaði læri-
sveina sína við beitingu vopna og
boðaði samvisku- og athafnafrelsi í
anda mannkærleika. Hafi sumir
fylgjenda hans vikið af þeim vegi
var það þeirra vandamál, ekki
hans. Múhameð hvatti hins vegar
til ofbeldis og beitingar vopna og
beitti sjálfur ofbeldi.
Mig langar í lokin að vitna í ný-
leg ummæli rithöfundarins Salman
Rushdie sem á sínum tíma var sett-
ur á opinberan aftökulista múll-
anna í Íran fyrir bók sína „Söngvar
Satans“. Tilefni ummælanna er af-
leiðingar árásarinnar á World
Trade Center. Hann segir: „Auðvit-
að snýst þetta um íslam. Sú ofsókn-
aróða íslamstrú sem kennir utanað-
komandi „trúleysingjum“ um allar
ófarir múslímskra samfélaga og tel-
ur úrbæturnar fólgnar í því að loka
þessum samfélögum fyrir andstæð-
ingunum, nútímanum, er nú um
stundir sú útgáfa af íslam sem eyk-
ur hraðast við fylgi sitt.“ – Merki-
leg orð og verð umhugsunar.
Höfundur er prestur íslensku
Kristskirkjunnar.
þá sem hún fann á textanum sé
ekki að finna í ensku útgáfunni.
Auðvelt hefði verið að bera þetta
saman ef áhugi hefði verið fyrir
hendi þar sem útgefendur hefðu
með ánægju sent gagnrýnandanum
ensku útgáfuna hefði þess verið
óskað. Og í orðalagi eins og „ráð-
gjafi er sagður vera“ eða „ráðgjafar
sem þýðendur segjast hafa leitað
til“ leynist beinlínis ásökun um
óheilindi og finnst mér fyrir neðan
virðingu Katrínar Fjeldsted að
taka þau sér í munn.
Oft og tíðum er eins og víga-
móður renni á gagnrýnendur í jóla-
bókaflóðinu og má nefna mörg
dæmi þessu til staðfestingar, nú
síðast dóm Kristínar Ólafs um
fyrstu skáldsögu Oddnýjar Sen,
Medúsuna, þar sem 500 blaðsíðna
bók eru gerð skil með örfáum órök-
studdum geðvonskuorðum. Gagn-
rýnendur vinna undir miklu álagi
og kannski er skiljanlegt að slys
geti átt sér stað. Það er samt
ábyrgðarhluti að slátra bókum að
ófyrirsynju, án rökstuðnings, og
óviðunandi að varpa fyrir róða allri
heildarsýn á verkin með því að
hengja sig í örfá neikvæð atriði.
Bæði höfundar og útgefendur eru
viðbúnir því að taka gagnrýni, en
gera í hjarta sínu kröfu um sann-
girni. „Bók er gjöf,“ eins og Vigdís
Grímsdóttir komst að orði í sjón-
varpsviðtali um daginn, „henni ber
að taka með virðingu.“ Það er líka
ábyrgðarhluti að fjölmiðlar birti
sleggjudóma og kalli þá bókagagn-
rýni og ekki við hæfi að það sé í
raun happdrætti hvorum megin
gagnrýnandinn fer fram úr þennan
daginn. Hvorki höfundar, útgefend-
ur né íslensk menning hafa efni á
að spila í slíku happdrætti.
Höfundur er útgáfustjóri Sölku.
Bækur
Það er ábyrgðarhluti,
segir Hildur Hermóðs-
dóttir, að fjölmiðlar
birti sleggjudóma og
kalli þá bókagagnrýni.
N
O
N
N
I O
G
M
A
N
N
I •
3
8
8
6
/ sia
.is
meistar inn. is
GULL ER GJÖFIN