Morgunblaðið - 14.12.2001, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 14.12.2001, Blaðsíða 38
LISTIR 38 FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÞETTA síðara bindi endur- minninga Hannesar Jónssonar hefst með flutningi hans til Moskvu 1974 en þar hafði hann verið skipaður sendiherra. Sov- étríkin voru þá á hátindi valda og áhrifa. Eigi að síður voru þau svo lokuð að fátt fréttist þaðan nema það sem stjórnvöld létu uppi. Vesturlandabúar litu á þau sem einræðisríki. »Það rétta var,« seg- ir Hannes, »að þarna ríkti háþró- að flokksklíkuveldi, ekki einræði.« Fróðlegar eru lýsingar hans af daglega lífinu í þessari höfuðborg kommúnismans. Íslendingar þeir, sem þágu heimboð þarlendra stjórnvalda, kynntust lífinu tak- markað að sögn höfundar en trúðu gjarnan því sem þeim var sagt. Drykkjuskapur, segir Hann- es t.d., hafi verið bæði mikill og almennur þvert á móti því sem valdhafar hafi haldið fram og aðr- ir tekið trúanlegt. Þetta var á tímum þorskastríða og þurfti sendiherrann oft að svara fyrir orð og gerðir íslenskra stjórn- valda þar að lútandi. En leið Hannesar lá víðar, bæði um Afr- íku- og Asíulönd. Hvarvetna voru Sovétríkin að seilast til áhrifa. Valdhafar í Afríkuríkjum höfðu sumir hverjir tekið trú á sósíal- isma og þjóðnýtingu. Þeirri stefnu fylgdu gjarnan óhófleg hernaðar- útgjöld. Hannes tekur Tansaníu sérstaklega sem dæmi. Þrátt fyrir mikil og margháttuð landgæði hafi þjóðin mátt draga fram lífið á gjafakorni. Athyglisvert er einnig það sem Hannes segir frá Indlandi og Pakistan, ekki hvað síst hinu síð- arnefnda. Þar búi nokkrar þjóðir sem tali mismunandi tungumál; Pakistan- ar séu því engan veginn einsleit þjóð. Um miðjan níunda áratuginn hafi Pak- istan verið gert að íslömsku ríki og boðorð Kóransins lögtekin. Þá lýsir Hannes viðhöfn þeirri sem fylgdi af- hendingu skilríkja þar um slóðir. Hon- um var ekið í skrautvagni til mót- tökustaðar og heils- að með lúðrablæstri í Islamabad! Þótt höfundur segi marga sögu af sérstæðum og minnisstæðum atvikum sem telja verður af létt- vægara taginu er þetta yfir heild- ina litið fagleg bók. Lesandinn verður stórum fróðari um innviði íslenskrar utanríkisþjónustu. Höf- undur leggur áherslu á að hverj- um þeim, sem starfar í utanrík- isþjónustunni, sé ætlað að fara að vissum, óskráðum reglum. Þó störf sendimanns lúti þannig föstu formi og sendiherra sé ekki ætlað að tjá sig persónulega ber emb- ættið eigi að síður sína mannlegu ásýnd undir grímunni. Hannes upplýsir að hann hafi aldrei hugs- að sér að ganga í utanríkisþjón- ustuna þegar þess var óvænt farið á leit við hann. Eftir á kveðst hann þó una því vel að það skyldi verða ævistarf sitt. Síðasti kafli bókarinnar ber sakleysislega yfirskrift: Starfslok. En kaflinn sá er ekki jafnsaklaus og heitið gefur til kynna. Starfs- lokin bar að í ráðherratíð Jóns Baldvins Hannibalssonar. Sem ut- anríkisráðherra gerði Jón Baldvin fljótlega grein fyrir hugmyndum sínum um endurskipulagningu ut- anríkisþjónustunnar, t.d. fækkun sendiráða, jafnfram því að hann hugðist leggja niður embætti svo- kallaðra heimasendi- herra og »hrista upp í úreltu kerfi«. Hannes, sem gegnt hafði ýms- um störfum í þjónust- unni í hálfan fjórða áratug, lýsti sig and- vígan hugmyndum Jóns Baldvins, auk þess sem hann taldi ýmis ummæli hans óviðurkvæmileg. »Þar að auki fannst mér maðurinn svo ósann- gjarn og fljótfær, að ég vildi ekki vinna fyr- ir hann,« segir Hann- es. Fleiri föstum skot- um skýtur hann að þessum fyrrverandi húsbónda sínum. Í lokalínum kaflans er enn og aftur vegið í sama knérunn og hnykkt á að allir fyrrverandi utanríkisráð- herrar hafi stýrt þjónustunni af fagmennsku, ljúfmennsku og manngæsku – »nema einn«. Varla þarf að spyrja hver sá var! Auk ágreinings um málefni ut- anríkisþjónustunnar kemur fram að Hannes hafi verið á öndverðum meiði við Jón Baldvin í Evrópu- málunum. Enginn nauður hafi rekið Íslendinga til að tengjast Evrópusambandinu gegnum efna- hagssvæðið. Með því hafi þeir fengið sáralítið framar því sem þeir voru áður búnir að fá. Reyndar líkir hann stjórnkerfi Evrópusambandsins við skrifræð- ið í Sovétríkjunum á þeim árum þegar hann var þar sendiherra. Núverandi forsætisráðherra er hins vegar gefin ágætiseinkunn fyrir skilning sinn á sömu málum. Frásagnir Hannesar af störfum sínum með framandi þjóðum og rökræður hans um Evrópusam- bandið eru hvorar tveggja fróð- legar. En skothríðin harða að Jóni Baldvin er engan veginn fagleg og skaðar að mínum dómi bókina. BÆKUR Endurminningar Heimsreisa við hagsmunagæslu eftir dr. Hannes Jónsson fv. sendiherra. 379 bls. Muninn bókaútgáfa. Prentun: Jana Seta, Lettlandi. 2001. SENDIHERRA Á SAGNABEKK Hannes Jónsson Erlendur Jónsson Með framandi þjóðum Misa Criolla endurtekin TÓNLEIKAR Selkórsins og söngv- aranna Bubba Morthens og Jóhanns Helgasonar, sem fluttir voru í lok nóvembermánaðar í Borgarleikhús- inu, verða endurteknir í Seltjarnar- neskirkju á sunnudaginn kemur kl. 20.30. Flutt er argentínska messan Misa Criolla eftir Ariel Ramírez. Auk messunnar verður flutt létt tónlist frá Argentínu og Perú, auk tónlistar eftir Jóhann Helgason og Bubba Morthens. Sýningu lýkur Menningarmiðstöðin Gerðubergi Sýningu Þórunnar E. Sveinsdótt- ur, „Heimanmundur – vinsamlega snertið …“, lýkur nú á sunnudag. Olíuverk í Listhúsinu Í VEISLUGALLERY í Listhúsinu í Laugardal stendur nú yfir málverka- sýning Helga Hálfdánarsonar og er þetta hans sjötta sýning. Helgi hefur stundað nám í olíu- málun í Myndlistarskóla Reykjavík- ur árin 1984–’87, í Myndlista- og handíðaskóla Íslands og T.H. Aach- en í Þýskalandi. Helgi opnar vinnustofuna „Art- studio“ á Vesturgötu 12 ásamt Lönu Matusa, leir- og myndlistarkennara, en hún verður þar með leir- og myndlistarnámskeið. Sýningin stendur til 31. desember. LISTASAFN Reykjavíkur – Hafn- arhús gengst öðru sinni fyrir lista- smiðju fyrir börn og foreldra þeirra á morgun kl. 11–13 undir yfirskriftinni List á laugardegi. Smiðjan hefst á stuttri leiðsögn um verk Erró fyrir 1970 sem að miklu leyti eru byggð á fundnum hlutum. Að henni lokinni fá þátt- takendur tækifæri til að vinna með sams konar fundna hluti og búa til úr þeim grímur, búninga eða ann- að sem hugur þeirra stendur til. Tilgangur smiðjunnar er að gefa börnum tækifæri til að vinna með þrívíð form og kynna þau um leið fyrir myndlistarmönnum og miðlunum sem þeir nota. Tveir leiðbeinendur hafa umsjón með smiðjunni. Listasmiðjan er ætluð börnum eldri en 5 ára og for- eldrum þeirra. Æskilegt er að fólk mæti stundvíslega en þátttaka tak- markast við 20 börn. Frítt er í Hafnarhúsið alla laugardaga fram að jólum en þátttökugjald fyrir smiðjuna er 500 kr. fyrir hverja fjölskyldu. Afrakstur fyrstu smiðju Listasafns Reykjavíkur en höfundar þessara kynlegu vera eru Fanney Steingrímsdóttir og Sunnefa Gunnarsdóttir. Listasmiðja í Hafnarhúsi ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ -03 I@04 ' IJ84 '          G   IK4  6 K4 IF@84 G  H  I@8 +  @8 I 8   8 .,"  ( "IL   IMF.84 G,I (  I  B&- G 8I*     J K D ! I8 +3  . B   ''  IMF.84 #(  , 66I* 0 88 3 '  <@0 3 @:3   84&IF@84 >  0)+ IK    IC = .84 & &  / "'  ! & (  ID4D 0 'IMF.84 * I ' / ' 3 IF@84 -     IN  4 '  IMF.84 H  4  O$## % &' #"          G   IK4  6 K4 IF@84 G  H  I@8 +  @8 I 8   8 * I ' / ' 3 IF@84 L"A "I @88 E I '= 8 M "IH  B  I 8   8 3" I  I= 8 $,   I/= 'I 8   8 N .(   "I4 . D 8'  I 8   8 .     I  '*'55I '= 8 &    I5@88 IA * 4:83 $## % &' ( % ()           G,I (  I  B&- G 8I*   .#  &" !+ "IP D6  IQ 64& # 1O IH  E 4 IMF.84 G,I    I  B&- G 8I*     !P IN   H'  <8 . H'    ' IF@84 G,I ,  I  B&- G 8I*    "  I8 . H'  I 8   8 &   ,   IH '* I= 8 &!  ID 6' @ 4'  IF@84 F    -'"  (  I 6 . B0 I 8   8 !*  % +()           #(  , 66I* 0 88 3 '  <@0 3 @:3   84&IF@84 >  0)+ IK    IC = .84    () * "I =&8   A 3IA = 4:83 H   !   %: %:I/80 IMF.84 & + A I 8 L 'I= 8 G!   ( IM8 8  I 1 2++  "  IF / 8  '  IF@84 & + !*I 5B   I / "     I 9  8@ G 'E&E IMF.84 H    "I  D3  ' IF@84 ( ,-. /   01  2   :8 + ' 4   0= !&' = !""&2 34   8 =3/3< :8+  = .84 ' 8:8=  8 4 8   &H '  3R; =;  ' 64  3 0 3 A   R+ =< : =; & )#3  %  !          .,"  ( "IL   IMF.84   J K D ! I8 +3  . B   ''  IMF.84 & &  / "'  ! & (  ID4D 0 'IMF.84 -     IN  4 '  IMF.84 Q  , H  I @  I@  /     R    I B  8 .'  IF@84 0 )I.    '  IF@84 MID+-.    I/3 > D "  '   J  I2  J4 '  I= 8 & &  / "'  ! 1,(  ID4D 0 'IMF.84 F $## % &' 456            . ( -" +. F  !G)  II 8   8 5C ( ID+  I@  #"      '" I   IF@84 / " ! I0 * 0 8 3  A 3I 8   8 1"  "*AIF8 3 * ''  IF@84 $" " " I/ 8  D 8 I@0 1.84 &! (     II6 .84 S  " !   '  IM=  'I@ .84 F   "ID4D 0 ' 'I 83          ! "   #! $ %& # ' (# )"*% !+, M  * =.3B4 + <B4 + *         <C4 3 B14:8F @.   8<@   8 M  *  < I@4   ;   M  H  ' <D   8<   B14:8@: 3=.<H803      -"*% !+, * .' <@  8=  * =.3 8   8 <98 8 * =.3 8   8 <+3 . * =.3 8   8 <@  * =.3 8   8 < '' * =.3 8   8 <@ = 8 H  ' <B  8  M  H  ' <  ; M  H  ' <@4  4 3 M  <B  8  F   @81 D 44
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.