Morgunblaðið - 14.12.2001, Blaðsíða 20
LANDIÐ
20 FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Þjónusta í 40 ár! Skólavörðustíg 7, RVÍK, Sími 551-5814
Stærsta töskuverslun landsins
Nýkomnar margar gerðir af
ítölskum leðurtöskum,
tvílitar og einlitar!
Verð kr: 11.600.-
Verð kr: 10.500.-
Verð kr: 9.800.-
Verð kr: 10.500.-
Verð kr: 11.500.-
Verð kr: 9.800.-
Verð kr: 11.800.-
Verð kr: 10.800.-
Vandaðar ítalskar leðurtöskur
ÁRIÐ 1991 fékk Kristján Björn Óm-
arsson frá bænum Grund í Villinga-
holtshreppi hugmynd að nýju elds-
neytiskerfi. Þetta byrjaði er hann var
að eiga við og stilla blöndungana á
mótorhjólinu sínu. Var Kristján orð-
inn nokkuð þreyttur á því og einnig að
þeir vildu vanstillast fljótlega aftur.
Hann velti líka fyrir sér hversu illa
bensínið blandaðist saman við loftið.
Svo var það dag einn úti á sjó milli jóla
og nýárs 1991 að hugmyndinni að
nýju eldsneytiskerfi laust niður í huga
hans.
Kristján hafði engar vífilengjur á
hlutunum heldur útbjó á Skoda-bif-
reið sem hann hafði nýjan blöndung
með um margt gjörólíkum eiginleik-
um en sá gamli. Síðan hefur þetta
þróast í nýja gerð eldsneytiskerfis
fyrir smávélar með nýjum útfærslum
og mismiklum breytingum sem allt
hefur fengist alþjóðlegt einkaleyfi
fyrir. Um miðjan nóvember sl. hlaut
þetta verkefni önnur verðlaun í sam-
keppni á vegum Evrópusambandsins
um bestu evrópsku uppgötvanir og
nýjungar á vegum sprotafyrirtækja.
Í samtali við Morgunblaðið kvaðst
Kristján Björn ekki hafa farið hátt
með þessar uppfinningar og þróun-
arvinnu fyrstu árin til að kveikja ekki
í keppinautum. „Ég pældi í hvað þetta
var ófullkomið og þetta small allt í
einu og virkaði strax þarna í Skod-
anum á sínum tíma. Hann eyddi
minna eldsneyti, aflið jókst og meng-
un var minni. Enda hafði nánast eng-
in þróun verið á þessu sviði vélbún-
aðar (blöndunga) síðustu áratugina.“
Síðan hefur beina innspýtingin rutt
sér til rúms og leitt til mikilla fram-
fara í bílvélum með mun betri nýtingu
eldsneytis og minni mengun.
Smávélamarkaður setið eftir
Hins vegar hefur smávélamarkað-
ur ýmiss konar algerlega setið eftir.
Þar má nefna sláttuvélar, skógar-
höggssagir, iðnvélaverkfæri og af-
þreyingartæki ýmiss konar. Búið er
að herða mjög reglugerðir um lág-
marksmengun frá slíkum tækjum.
Kristján segir að í dag séu aðeins örfá
tæki til sem standa undir kröfum.
„Þessar smávélar menga ótrúlega
mikið. Algengt er t.d. 4% til 10% CO
(kolsýringur) í útblæstri sem er mjög
mikil mengun. Staðfest er að með
okkar tækni fer þetta hlutfall niður í
0,5%. Óbrunnar eldsneytisleifar, svo-
kallað HC, fer úr 500 til 2000 ppm nið-
ur í 20 til 350 ppm, mismunandi eftir
vélum. HC segir líka til um eldsneyt-
isnýtingu en bruni er fullkomnari eft-
ir því sem fyrrnefnd tala er lægri.
Loks býður þessi nýja tækni einnig
uppá nýtingu annarra orkugjafa og
ekki þarf neinar umfangsmiklar
breytingar á eldsneytiskerfinu til
þess. Þar má nefna metangas og
alkóhól svo eitthvað sé nefnt.“ Þess
má geta að í „birgðum“ er í dag til
meira af metangasi en olíu og er met-
angas mun hreinni orkugjafi en olía
þegar því er brennt.
Vegna þessara hertu reglna um
lágmarksmengun telja Kristján og fé-
lagar nú lag til markaðssetningar.
„Þessi smávélamarkaður er gífurlega
stór. Bara í Bandaríkjunum er salan
um 20 milljónir véla. Árleg heimsvelta
er áætluð 4,3 milljarðardala. Það er
því eftir miklu að slægjast þótt ekki
næðist nema brot af markaðinum.“
Albrunatækni
Á íslensku hefur uppfinningu
Kristjáns verið gefið heitið fjölblendir
vegna þess eiginleika að geta notast
við mismunandi eldsneytistegundir.
Á ensku hefur þetta verið kallað „Tot-
al Cobustion Technology“, skamm-
stafað TCT. Þó stefnan sé á þennan
tiltekna smávélamarkað í byrjun er
tæknilega engin fyrirstaða að nýta
þennan útbúnað á allar (bensín)vélar
og tæki allt frá bifhjólum til flugvéla.
Að sögn Kristjáns hefur víða verið
basl erlendis hjá smávélaframleið-
endum að mæta hertum mengunar-
reglum. Hefur eina svarið hjá mörg-
um verið að hanna nýjar vélar frá
grunni sem er afar kostnaðarsamt
fyrir viðkomandi fyrirtæki. Í kerfi
Kristjáns og félaga þarf hins vegar í
flestum tilvikum engu að breyta í vél-
búnaði til þess að TCT passi. Telur
hann að langflestar vélar geti með
þeirra tækni mætt þessum nýju hertu
mengunarreglum án verulega aukins
kostnaðar. En hann vill skiljanlega
síður lýsa í smáatriðum hvernig hans
kerfi virkar. Uppbygging er allt öðru-
vísi en í blöndungum og á nánast ekk-
ert skylt við þá. Hans tækni blandar
og ýrir eldsneytinu betur saman og
þar af leiðandi verður bruni mun
betri.
Kristján og félagar í Fjölblendi ehf.
eru nú í samstarfi við stóran véla-
framleiðenda erlendis og gera sér
góðar vonir um að samningar náist á
næstu mánuðum. Hann sagði stærsta
þáttinn vera verð og hversu miklu
betri hin nýja vara sé, borið saman við
vöruna sem leysa á af hólmi. Hann
kvað þetta hvorki flókna smíð né dýra
í sjálfu sér. En mikil þróunarvinna
væri að baki til að einfalda smíðina.
„Einn hlutinn er steyptur í álprófíl og
meginparturinn steyptur úr plasti.
Síðan þarf ekki að kosta miklu til þró-
unar því mest hefur þetta nú verið
sjálfboðavinna fram að þessu og lítil
yfirbygging.“
Hann gat um gott samstarf við ISO
TÆKNI í Hafnarfirði sem er vel
tækjum búið með tölvustýrðum
(CNC) smíðavélum og góðri aðstöðu.
Er Fjölblendir undir sama þaki á
Dalshrauni 9 í Hafnarfirði. Einnig
hafa margir einstaklingar og nokkur
fyrirtæki komið að þessu verkefni.
Vildi Kristján koma á framfæri sér-
stöku þakklæti til allra hluthafa sem
keypt hafa hlut í fyrirtækinu og þar
með sýnt ómetanlegt traust og bið-
lund en uppfinningu sem þessari tek-
ur eðlilega langan tíma að koma á
framfæri.
Fjármögnun verkefnisins
Fjármögnun á verkefninu til þessa
hefur að langmestu leyti verið í formi
sölu á hlut í félaginu til einstaklinga
og fyrirtækja. Einnig hafa fengist
styrkir frá Iðntæknistofnun, um-
hverfis- og iðnaðarráðuneytinu og lán
frá Nýsköpunarsjóði. Nú stendur fyr-
ir dyrum að afla meira fjármagns inn í
fyrirtækið, eða 50 til 60 milljóna
króna. Verður það notað til að ná
samningum við vélaframleiðendur og
undirverktaka, til aukinnar kynning-
ar og kaupa á betri tækjum til aðlög-
unar TCT að fleiri vélargerðum.
„Því miður eru mestar líkur í dag á
að TCT verði framleiddur og settur
saman í Taívan. Hérlendis vantar
mannskap og verkkunnáttu. Það virð-
ist hreinlega vera hálfgerð minni-
máttarkennd gagnvart svona verk-
efnum. Því þarf að auglýsa upp
hátækniframleiðsluiðnað hérlendis.“
Kristján taldi lag til þess, því mikil
þróun væri í tækni með tölvustýrðum
smíðavélum CNC (Computer Num-
erical Control) og samsetningu á hlut-
um með vélmennum.
Kristján segir sumt í uppbyggingu
risanna erlendis hafa verið að breyt-
ast síðustu ár á þann veg að þeir leiti
til sérhæfðra undirverktaka í fram-
leiðslu á hinum ýmsu verkþáttum í
sinni framleiðslu. Svo sé öllu safnað
saman á einn eða fleiri staði og sett
saman. Mest sé þetta að þakka þess-
ari nýju CAD- og CNC-tækni sem er
stöðugt að verða ódýrari. Einnig hafi
hagkvæmari flutningar á milli landa
áhrif þar á. Þar með fjölgar smærri
verktökum sem eru farnir að fram-
leiða ýmsa íhluti og setja saman með
vélmennum sem þarf nokkra þekk-
ingu og hugvit til að forrita. Hugs-
anlega væru þarna stór tækifæri fyrir
Íslendinga.
Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson
Kristján Björn Ómarsson við nýjan keyrslubekk fyrir smávélar sem
útbúinn var hjá fyrirtæki hans, Fjölblendi ehf.
Kristján Björn með nýja „próto-
týpu“ af uppfinningu sinni.
Hannaði og
smíðaði nýtt
eldsneytiskerfi
Í haust hlaut Kristján Björn Ómarsson Ný-
sköpunarverðlaunin 2001 auk verðlauna
Evrópuráðsins fyrir hönnun eldsneytiskerf-
is fyrir smávélar. Valdimar Guðjónsson,
fréttaritari Morgunblaðsins, fræddist um
verkefnið og framtíðaráform Kristjáns.
Gaulverjabær
Íslenskur uppfinningamaður
Fréttir af landsbyggðinni
eru einnig á blaðsíðu 71.
KRISTJÁN Björn Ómarsson er 32
ára gamall. Foreldrar hans eru Óm-
ar Breiðfjörð úr Reykjavík og Sig-
ríður Kristjánsdóttir ættuð frá Vill-
ingaholti. Hann stundaði sveita-
störfin fram að 15 ára aldri en þá
fór hann á sjóinn og er vélstjóra-
menntaður. Hann var á sjó og starf-
aði sem vélstjóri til ársins 1996 en
hefur síðan þá unnið að uppfinningu
sinni. Hann kvaðst vera sem mest í
sveitinni á Grund í Villingaholts-
hreppi þar sem hann er fæddur og
uppalinn.
„Ég hefði alveg viljað starfa
meira heima á Grund en ekkert
þriggja fasa rafmagn er í sveitinni
og því ekki hægt að vera með öflug-
ar smíðavélar.“ Hann sagði þessa
vöntun á almennilegu rafmagni víða
vera hamlandi á landsbyggðinni.
Honum verður tíðrætt um að-
stöðumun frumkvöðla hérlendis
samanborið við nágrannalönd. „Í
Noregi veit ég um stað úti í sveit þar
sem 80 manns eru að framleiða vöru
fyrir Lockeed-verksmiðjurnar og
fleiri. Þar eru til staðar öflugar
CMC-smíðavélar og ýtarlegar upp-
lýsingar og teikningar koma allar í
gegnum tölvu.“
Kristján taldi vanta hérlendis að-
gang að öflugum smíðavélum til að
gera frumgerðir og prófunar-
aðstöðu. Tækjum Iðntæknistofn-
unar líkti hann við „dótakassa“ mið-
að við það fullkomnasta í dag.
Einnig taldi hann mörg af tækjum
Háskólans algjörlega úrelt. Þetta
ásamt vandamálum við fjármögnun
ylli því að uppfinningamenn flyttu
flestir úr landi.
Hefði viljað starfa
meira heima á Grund