Morgunblaðið - 14.12.2001, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 14.12.2001, Blaðsíða 36
KRISTJÁN Davíðsson hefur á undanförnum árum verið til kynn- ingar í Listasafninu á Akureyri með nokkrum málverkum sem gefa fag- urt en nokkuð takmarkað þversnið af list hans vegna þess hve fá þau eru. Það er litli salurinn í safninu sem er nýttur til þessarar kynning- ar og nægir hann vart til að gefa raunsanna mynd af jafnglæsilegum ferli og Kristjáns. Það þarf töluvert meira en verkin á Akureyri til að koma til skila margþættum þróunarferli málarans svo að almenningur átti sig á stærð hans og mikilvægi fyrir þróun ís- lenskrar abstraktlistar. Það er nokkuð auðvelt að skilgreina Krist- ján sem expressjónískan abstrakt- málara en gleyma í leiðinni marg- háttuðum frávikum hans frá þeirri stefnu. Reyndar væri beinlínis rangt að skilgreina elstu verk hans sem expressjónísk abstraktverk því þau eiga mun meira sammerkt með evr- ópskri list en bandarískri. Reyndar er fjölmargt komið á daginn varðandi upphafið sem áður var hulið þoku. Fyrir utan ómæld áhrif Joan Miró og Chaïm Soutine á mótun expressjónískrar abstrakt- listar í Bandaríkjunum – hinn fyrr- nefndi varð fyrstur málara til að nota slettur og leka í málverkum sínum meðan hinn síðarnefndi hafði afgerandi áhrif á þykkt og ýfingu áferðar – er nú viðurkennt að alflat- armálunin – all-over effect – verður varla rakin til annars en Claude Monet þótt heitið sé jafnan kennt við Jackson Pollock. Verk Kristjáns eiga einmitt ým- islegt sameiginlegt með Vatnalilju- myndum Monet og Nautsrifjamynd- um Soutine, en þær síðarnefndu voru reyndar byggðar á Slátur- skrokksmálverki Rembrandts í Louvre-safninu. Pensildrættirnir hringa sig, bugðast og hlykkjast yfir myndflötinn eins og mislit bönd og borðar. Landslagið í ljóðrænum abstraktmyndum Kristjáns er sömu ættar og yrkisefnið í verkum Monet, síðustu áratugina sem hann lifði. Munurinn er sá að út úr málverkum Kristjáns er sjaldnast hægt að lesa fígúratíf tilbrigði á borð við yfirborð tjarnar, eða bakka hennar og blóma- skrúð. Titlar verka hans vísa þó oft til ákveðins kennileitis, eða þekkts landslags. Þá sjaldan að Kristján er fígúra- tífur leitar hann frekar í menn- inguna, og bregður henni upp með blendingi af kímni og kátbroslegri tækifærislipurð, ekki ólíkri þeirri sem Soutine heitinn beitti á fyrir- sætur sínar svo þær kitluðu óspart hláturstaugar áhorfenda. Það þarf varla að endurtaka það með hvílík- um undrahætti Kristján hefur stýrt málverki sínu á liðnum áratug. Hann þarf varla lengur á litum eða penslum að halda til að bregða upp töfrum sveiflunnar. Takist Listasafninu á Akureyri að bregða upp einhverri glætu af raun- sönnu ljósi með þessu litla úrtaki þá er það vísast með því að afsanna hin margumtöluðu amerísku áhrif í verkum Kristjáns Davíðssonar. Þó svo hann hafi numið vestan hafs á þeim úrslitaárum þegar Bandaríkja- menn voru að taka við kyndli mynd- listarinnar úr hendi Evrópumanna þá heldur hann bersýnilega tryggð við myndræn gildi gömlu álfunnar. Ef til vill erum við of gjörn á að gleyma þeirri staðreynd að meðal áhrifamestu brautryðjenda expressjónískrar abstraktlistar í Bandaríkjunum var að finna þá Arshile Gorky, Willem de Kooning og Hans Hofmann, þrjá listamenn sem ekki voru síður mótaðir af evr- ópskum uppruna sínum en Kristján Davíðsson. Smávaxið yfirlit MYNDLIST Listasafnið á Akureyri Til 16. desember. Opið þriðjudaga til sunnudaga frá kl. 13–18. MÁLVERK KRISTJÁN DAVÍÐSSON Morgunblaðið/Halldór B. Runólfsson Eitt af nýjustu málverkum Kristjáns Davíðssonar á yfirlitssýningunni í Listasafninu á Akureyri. Halldór Björn Runólfsson LISTIR 36 FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ EGILL Jónasson er einn þeirra snjöllu hagyrðinga, sem marga vísna- vini hafa glatt á liðinni öld. Meðan þeir þrír voru upp á sitt besta, Egill Jónasson á Húsavík, Baldur á Ófeigs- stöðum og Steingrímur í Nesi, svo að aðeins þeir þrír vinirnir séu nefndir, var engin þurrð á skemmtiefni í bundnu máli. Mér er minnisstætt, þegar skólabróðir minn, Daníel læknir á Húsavík, skemmti mér og fleirum með vísum þeirra félaga. Þá var mikið hlegið. En Daníel kunni lík- lega meira af kveðskap þeirra en nokkur annar. Nú er megnið af kveðskap Egils komið út á bók. Dætur Egils, Þor- gerður og Herdís kennari og rithöf- undur, hafa safnað því saman, sem fundið varð og Sigurjón Jóhannes- son, skólastjóri á Húsavík og einn af góðvinum Egils heitins, bjó efnið til prentunar og ritaði ágæta grein um Egil, ævi hans og skáldskap. Egill Jónasson fæddist árið 1899 og andaðist árið 1989. Hann ólst upp í Aðaldal, en á fullorðinsárum dvaldist hann á Húsavík, lengi vel sem verka- maður, en á síðustu árum skrifstofu- maður hjá Kaupfélagi Þingeyinga. Hann ólst upp við kveðskap og yrkingar og byrjaði sjálfur að setja saman vísur barn að aldri. Orðfimi, stuðlar, rím, hnyttni og fyndni voru fylgisveinar hans allt frá fyrstu tíð. Hann var ekki orðinn gamall, þegar ljóst var, að hann gat kastað fram stöku á augabragði, oft eins og án umhugsunar. Og ekki átti hann erfitt með að botna annarra vísur, svo að eftir yrði tekið. Eitt sinn kom hann inn á símstöð og símastúlkan varpaði að honum fyrriparti, sem hann botn- aði á augabragði: Því er ég svona þykk að framan og þó svo föl á kinn? Þú hefur verið að gera gaman og gamninu slegið inn. Tvíræðni, sem stundum þótti kannski í djarfara lagi, var einmitt oft einkenni á vísum Egils. En hann gat leikið þá list meistaralega vel. Eins og þegar um var að ræða að æskufólk færi í skemmtiferð til Vonarskarðs: Hafi æskan ástafund uppi í Vonarskarði, strokinn verður mjúkri mund „melgrasskúfurinn harði“. Annað einkenni á vísum Egils var meinfyndni. Gat hún oft verið býsna beitt og sviðið undan. En einnig er til fjöldinn allur af fallegum og græsku- lausum vísum. Hann gat ort einkar fallega um vini sína og samferða- menn og vísur hans um náttúruna, veðrið og veiðiskapinn eru margar gullfallegar. En Egill Jónasson virðist framar öðru hafa verið maður stundarinnar og lítt seilst eftir speki eða glímu við lífsgátuna. Og ekki er það sagt til lasts, því að margir rímsnillingar hafa misst þar fótanna. Hann var líka maður stundarinnar í því að hann vandaði lítt skáldskap sinn, virðist ekki hafa legið yfir hon- um og snurfusað. Efnið skipti hann líklega meira máli en formið. Vísur hans voru því sjaldnast dýrt kveðnar, þó að hann ætti alls ekki erfitt með að klæða skáldskap sinn hátíðabúningi, ef á þurfti að halda. En í stökum köstuðum fram á stundinni er algengt að stuðlar falli á áherslulítil atkvæði og atkvæðafjöldi í vísuorðum ekki alltaf virtur. Þetta kemur sjaldnast að sök, þegar vís- urnar eru fluttar af þeim, sem með kunna að fara. En miður nýtur það sín á prenti. Og kem ég þá að birtingu skáld- skapar sem þessa á bók. Enginn vafi er á, að langflestar vísur Egils Jón- assonar og annarra snjallra hagyrð- inga njóta sín best í munnlegum flutningi, þar sem viðeigandi skýr- ingar eru látnar fylgja. Komnar á bók verða þær allmiklu daufari. Mér hef- ur fundist ég stundum þurfa að lesa þær hvað eftir annað og helst læra þær bestu utanað til þess að fá notið þeirra til fulls. En þetta breytir því ekki, að full ástæða er til, – og vissu- lega þakkarvert –, að gefa út skáld- skap sem þennan. Annars er hætt við að hann glatist, þegar tímar líða og það sem leiðinlegra er, að hann brenglist í meðförum eða sé eignaður öðrum. Þetta hafa aðstandendur þessa safns viljað koma í veg fyrir. Fyrir það eiga þeir þakkir skildar. Auk þess er vissulega ástæða til að minn- ast vísnasnillingsins og gleðigjafans Egils Jónassonar með þessum hætti. Þingeyskur vísnasnillingur BÆKUR Kveðskapur Mál og menning, Reykjavík, 2001, 178 bls. EGILSBÓK. KVEÐSKAPUR EGILS JÓNASSONAR FRÁ HÚSAVÍK Sigurjón Björnsson HLYNUR Hallsson opnar sýningu í Slunkaríki á Ísafirði á morgun, laugar- dag, kl. 16. Á sýningunni, sem hefur yfirskrift- ina Þar – There – Dort, gefur að líta um 200 myndir með myndatextum. Myndirnar eru tekn- ar úr dagblaðinu Heilbronner Stimme sem gefið er út í Heilbronn í suð- urhluta Þýskalands en myndatextarnir koma úr dagblaðinu Degi frá Ak- ureyri. Textar og myndir eru rifin úr samhengi og passa því ekki sam- an, þannig að ný tengsl myndast. Áhorfendur geta fundið út nýja þýðingu úr myndatextum sem virðast við fyrstu sýn vera á röng- um stað og myndir birtast í nýju ljósi. Það sama gildir um 20 mín- útna myndband sem Hlynur hef- ur sett saman. Þar gefur að líta fréttamyndir frá fréttaútsending- um frá CNN, Sky, BBC World, Stöð 2 og Ríkissjónvarpinu. Tal þulanna passar engan vegin við fréttamyndirnar og þar með er vanalegum máta hlustunar og sjónar áhorfandans raskað. Pétur Eyvindsson gerði tónlist við myndbandið. Í verkum sínum rannsakar Hlynur gjarnan tengsl fólks með ólíkan bak- grunn og skoðar hvað það er sem tengir fólk eða sundrar því. Sam- skipti af öllum toga koma þar við sögu sem og samskipta- leysi. Sýningin var sett upp fyrr á árinu í Kunstverein Heil- bronn í Þýskalandi. Hlynur gaf út sér- stakt „dagblað“ í til- efni sýningarinnar, þar sem ein- ungis gefur að líta myndir og myndatexta en allur megintexti er felldur út. Myndatextarnir eru á þremur tungumálum, íslensku, þýsku og ensku, sem liggja eins og rauður þráður í gegnum mörg verka Hlyns. Sýningargestir í Slunka- ríki geta tekið blaðið með sér heim en auk þess fengið sér sæti og flett öðrum blöðum, bækling- um og tímaritum milli þess sem myndir eru lesnar og textar skoð- aðir. Á opnuninni í Slunkaríki frem- ur Hlynur gjörninginn „Lesa, tala – Lesen, sprechen – Read, talk“. Sýningin stendur til 6. janúar og er opin fimmtudaga til sunnu- daga kl. 16–18. Tekur texta og myndir úr samhengi Hlynur Hallsson Barna- og unglinga- bókaverð- laun Vest- norræna ráðsins BARNA- og unglingabókaverðlaun Vestnorræna ráðsins verða veitt í fyrsta sinn á ársfundi ráðsins næsta sumar. Markmiðið með verðlaunun- um er að styðja við bókmenntahefð Vestur-Norðurlanda – Íslands, Færeyja og Grænlands – og hvetja barna- og unglingabókahöfunda til dáða. Vestnorræna ráðið vill með þessu sýna samheldni og einingu land- anna og vekja athygli á samstarfi þeirra og menningararfleifð. Auk þess er vonast til að með verðlaun- unum verði ungmennum Vestur- Norðurlanda gert betur kleift að kynna sér vestnorrænar bókmennt- ir og menningu. Þær bækur sem hljóta tilnefn- ingu verða þýddar á vestnorrænu og skandinavísku málin og gert er ráð fyrir því að bækurnar komi að gagni í fræðslu- og skólastarfi land- anna. Í hverju landi verður skipuð sérstök dómnefnd sem tilnefnir eina bók til verðlaunanna, en hægt er að tilnefna þær barna- og ung- lingabækur sem komið hafa út á síðastliðnum þremur árum, þ.e. frá og með 3. desember 1998. Áætlað er að hinn 15. maí nk. hafi dóm- nefndir hvers lands skilað af sér niðurstöðum og síðan mun sameig- inleg vestnorræn dómnefnd velja bestu bókina. Verðlaunin verða veitt í fyrsta sinn við hátíðlega athöfn á ársfundi Vestnorræna ráðsins sem haldinn verður á Íslandi í ágúst 2002. Verð- launin eru 60.000 danskar krónur og verða veitt annað hvert ár.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.