Morgunblaðið - 14.12.2001, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 14.12.2001, Blaðsíða 42
42 FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. G ANGI þær aðgerðir eftir sem samkomulag náðst um í gær milli Samtaka atvinnulífs- ins og Alþýðusam- bands Íslands og felast í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar á verðbólga að ganga mjög hratt niður á næsta ári og verða um eða undir 3% frá upp- hafi til loka næsta árs. Finnur Geirs- son, formaður SA, og Grétar Þor- steinsson, forseti ASÍ, fögnuðu báðir niðurstöðunni í gær eftir langan að- draganda í viðræðum aðila vinnu- markaðarins og fulltrúa stjórnvalda, um leiðir til að ná tökum á verð- bólgu. Finnur lagði áherslu á mik- ilvægi þess að um trúverðugar að- gerðir væri að ræða. Forystumenn Samtaka atvinnu- lígfsins og ASÍ, þ.á m. formenn landssambanda og stærstu aðildar- félaga ASÍ, undirrituðu samkomu- lagið í húsnæði ASÍ kl. 14.30 í gær. Samtímis var birt yfirlýsing ríkis- stjórnarinnar um þátttöku hennar í aðgerðunum. Skv. samanburði hagfræðinga ASÍ eiga samstilltar aðgerðir af þessu tagi að geta leitt til umtals- verðrar styrkingar á gengi krónunn- ar og mun meiri minnkunar verð- bólgunnar en gert er ráð fyrir í grunnspá Seðlabank- ans um verðlagsþró- unina á næsta ári. Jafn- framt á með þessum aðgerðum að takast að verja kaupmátt launa verkafólks, sem mun jafnvel styrkj- ast nokkuð á næsta ári frá því sem ella hefði orðið ef markmiðum sam- komulagsins verður náð, (sjá með- fylgjandi töflur). Grétar Þorsteinsson sagði í sam- tali við Morgunblaðið að um væri að ræða metnaðarfulla tilraun. ,,Við höfum fulla trú á að málið gangi eft- ir,“ sagði hann. ,,Við erum að gera þessa strangheiðarlegu tilraun til þess að gefa málinu færi í hálft ár, láta á þetta reyna og við höfum sannarlega trú á að það takist. Ef það gerist hins vegar ekki, þá er málið einfaldlega galopið,“ segir Grétar. ,,Ef þetta tekst þá erum við að verja kaupmáttinn og við kunnum líka að vera að sækja á,“ segir hann ennfremur. 3½% verðbólga á næstu sex mánuðum ,,Þetta er þríhliða samstarf um að forða öllu þjóðfélaginu frá þeirri vá að verðbólgan festist í sessi,“ sagði Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmda- stjóri ASÍ. Hann sagði að þau skila- boð hefðu komið frá fjármálamark- aðinum að óvissa væri um kostnaðarþróun á næsta ári, upp- sagnir kjarasamninga hefðu verið yfirvofandi, og stopult innstreymi gjaldeyris til landsins. Nú tæri tekið á þessu öllu með þessu þríhliða sam- komulagi sem náðst hefði og með því væri dregið úr óvissunni. ,,Nú hafa menn miklu hreinna borð og við spil- um því út á markaðinn hvernig menn vilja meta framtíðina í ljósi þessa samkomulags. Við höfum fulla trú á þessu og teljum okkur hafa fengið staðfestingu á því í samtölum við stjórnvöld, efnahagsstofnanir, að það sé trúverðugt að við munum ná þessu marki,“ segir Gylfi. Aðspurður hvaða að- gerðir það væru sem fulltrúar launþegasam- takanna byndu helst von- ir við svo markmiðum samkomulagsins yrði náð sagði Gylfi að menn hefðu einfaldlega farið kalt og af raunsæi yfir stöðu mála í við- ræðunum, m.a. við stjórnvöld og fulltrúa Seðlabankans, og lagt mat á hvaða aðstæður væru fyrir hendi í efnahagslífinu svo fara mætti í þessa vegferð með það að markmiði að styrkja gengi krónunnar og stuðla þannig að minnkandi verðbólgu. ,,Niðurstaðan af því mati okkar er að við munum leggja upp með verð- bólguviðmiðun 222,5 stig, að verðbólga verði um 3½% sex mánuðum og að á næst verðbólgan kannski aðei 3%. Að okkar mati er þett ugt markmið og við teljum að það takist. Um er að hliða samkomulag sem fel stjórnvöld munu meðal ann að breytingum á lánasam ríkissjóðs. Þau munu, án þ sé tímasett eða ákveðnar settar fram, stuðla að gjald flæði á markaðina en verða þeir fjármunir nýt greiða niður innlend lán þ skuldastaða ríkissjóðs au Þetta mun svo stuðla a vaxta á skuldabréfamark segir Gylfi. Hann sagði að það sem s mestu máli væri sú stefn sem þarna væri sett fram í þessara þriggja aðila. Fjár réðust síðan af aðstæðum eyrismarkaði. „Menn mega kal þetta þjóðarsátt „Við teljum yfirgnæfan að samfélagið komi með þessa vegferð, því það skip öll gríðarlega miklu má Grétar. ,,Við framkvæmdi núna hvað mest á stjórnvö eru jú þátttakendur í þes höfum engar efasemdir u ætli að fylgja málinu eftir. um auðvitað gera það og S vinnulífsins munu öruggl það að því leyti sem þau ge eru ýmsir aðrir aðilar í þ Þríhliða samkomulag ASÍ, SA og ríkisstjórnar „Samfélagið okkur í þessa Samkomulag ASÍ og Samtaka atvinnulífsins, sem undirritað var í gær, ásamt yfirlýsingu rík- isstjórnarinnar á að leiða til þess að draga muni hratt úr verðbólgu, krónan styrkist og vextir lækki. Forseti ASÍ segir mikilvægt að sam- félagið allt taki þátt í þessari vegferð. Fram- kvæmdastjóri SA fagnar því hversu víðtæk sátt náðist um aðgerðirnar. Frá undirritun samkom arframkvæmdastjóri SA s Reynir á ríkis- stjórnina að markmið náist FORYSTUMENN Alþýðusam- bands Íslands og Samtaka at- vinnulífsins undirrituðu um miðj- an dag í gær eftirfarandi samn- ing: „Verðbólga hefur farið ört vax- andi á undanförnum mánuðum. Að óbreyttu stefnir í að verðbólga verði utan þeirra marka sem byggt var á við samningsgerðina vorið 2000. Það er mikið hags- munamál, jafnt launafólks og fyr- irtækja, að komið verði í veg fyrir að mikil verðbólga festist í sessi og því nauðsynlegt að gripið verði til mótvægisaðgerða. Stöðugleiki á vinnumarkaði er mikilvæg forsenda stöðugleika í verðlags- og gengismálum. Það er því mikilvægt framlag til aukins stöðugleika í efnahagslífinu að draga úr óvissu um kostnaðar- og verðlagsþróun á næsta ári. Þró- unin ræðst þó ekki síst af ákvörð- unum stjórnvalda og Seðlabanka. Að undanförnu hafa fulltrúar að eftirfarandi samkomul Alþýðusamband Íslan hönd aðildarsamtaka sin ars vegar og Samtök at ins hins vegar hafa k samkomulagi um eftirfar 1. Rautt strik Samningsaðilar eru um að verði vísitala ne eigi hærri en 222,5 stig í teljist verðlagsforsenda samninga hafa staðist. þessi forsenda ekki eru viðkomandi kjarasamnin segjanlegir í maí með mánaða fyrirvara miðað aðamót. 2. Viðbótarframl í séreignasjóð Samkvæmt gildandi kj ingum er vinnuveitanda 1. janúar 2002 að greiða framlag í séreignarsjóð atvikum sameignarsjóð) ASÍ og SA átt viðræður við full- trúa ríkisstjórnar og Seðlabanka um leiðir til að treysta stöðug- leika og minnka verðbólgu. Ræddar hafa verið hugmyndir um samstilltar aðgerðir sem stuðlað geti að hækkun gengis krónunn- ar, minnkandi verðbólgu og lækk- un vaxta. Niðurstaða framangreindra við- ræðna liggur nú fyrir, sem m.a. kemur fram í yfirlýsingu ríkis- stjórnar Íslands dags. 12. desem- ber 2001. Er það mat samtakanna að efnahagslegar forsendur séu fyrir umtalsverðri styrkingu krónunnar og rök fyrir því að það gerist á allra næstu mánuðum. Gangi það eftir og áhrif þess á verðlag verði markverð má vænta þess að hratt dragi úr verðbólgu á næstunni og verðbólguforsenda kjarasamninga standist. Í ljósi samráðs ASÍ, SA og rík- isstjórnar um samstilltar efna- hagsaðgerðir hafa aðilar komist Samningur AlþýðusambFÁTÆKT Í UPPHAFI 21. ALDAR Örtröðin eykst hjá Mæðrastyrks-nefnd fyrir hátíðarnar þar sem konur og karlar vinna í sjálfboðavinnu starf í þágu fátækra á Íslandi.“ Þetta eru upphafsorð greinar sem birtist í Morgunblaðinu í gær. Eflaust hefur mörgum brugðið í brún við að lesa lýsingar blaðamannsins, Sunnu Óskar Logadóttur, sem gekk til liðs við starfsfólk Mæðrastyrksnefndar einn dag í vikunni. Að fátækt sem lýst er í greininni skuli finnast í velferðarríkinu Íslandi í upphafi 21. aldar er ótrúlegt og engum til sóma. Íslendingar þekkja úr sögu landsins að allt frá landnámi barðist hluti þjóðarinnar við sult og seyru fram á tuttugustu öldina. Þó svo aðstæður séu aðrar í dag er sárt til þess að hugsa að enn í dag þurfi talsverður hópur að leita á náðir hjálparsamtaka til þess að geta fætt og klætt sig og sína. Það starf sem starfsfólk Mæðra- styrksnefndar sem og annarra hjálp- arsamtaka vinnur í sjálfboðavinnu er aðdáunarvert og ánægjulegt að vita af einstaklingum sem láta sig velferð annarra varða. Ósjálfrátt eykur það trú á manninn að sjá slíkt starf unnið af jafn mikilli óeigingirni og raun ber vitni. En til þess að hjálparsamtök geti veitt þá aðstoð sem greinilega er þörf á þurfa landsmenn að leggja sitt af mörkum til að þeir sem minna megi sín geti notið jólahátíðarinnar líkt og flest- um þykir sjálfsagt. Mörg fyrirtæki og einstaklingar veita hjálparsamtökum liðsinni með ýmsum hætti og er það af hinu góða en jafnframt á það að vera ís- lensku þjóðinni metnaðarmál að tryggja að enginn landsmaður þurfi að leita á náðir hjálparsamtaka vegna fá- tæktar. Því eins og verslunareigandi í mið- bænum sem hefur aðstoðað í Mæðra- styrksnefnd fyrir jólin undanfarin ár segir í Morgunblaðinu í gær: „Það eru þung skrefin fyrir þessar konur hingað inn.“ ÁHÆTTUSÖM UPPSÖGN ABM-SÁTTMÁLANS Ákvörðun George W. Bush, for-seta Bandaríkjanna, um aðsegja upp ABM-sáttmálanum frá 1972 um takmörkun eldflauga- varna er að ýmsu leyti skiljanleg, en hún felur þó í sér talsverða áhættu. ABM-sáttmálinn hefur í þrjá áratugi verið einn af hornsteinum þess kerfis takmörkunar vígbúnaðar, sem byggt var upp í samvinnu Bandaríkjanna og Sovétríkjanna, síðar Rússlands. Upp- haflega þjónaði sáttmálinn því hlut- verki að tryggja gagnkvæma fælingu með kjarnorkuvopnum; með því að eld- flaugavarnir væru takmarkaðar, var ekki dregið úr trúverðugleika þeirrar ógnar, sem hvort risaveldið um sig hafði af hinu. Sáttmálinn var lykilþátt- ur í að viðhalda ógnarjafnvæginu. Eftir að kalda stríðinu lauk hafa kringumstæður að sjálfsögðu gjör- breytzt. Bandaríkin eru ekki fyrst og fremst upptekin af því að tryggja ógn- arjafnvægi gagnvart Rússlandi, enda er ekki lengur litið á rússneska kjarn- orkuheraflann sem helztu ógnina við öryggi Vesturlanda. Bandaríkin hafa nú mestar áhyggjur af því að hryðju- verkamenn og harðstjórar á borð við þá Osama bin Laden og Saddam Huss- ein komist yfir langdrægar eldflaugar með kjarnorkuvopnum eða öðrum ger- eyðingarvopnum. Margar vísbending- ar eru um að hættan á slíku sé raun- veruleg. Hryðjuverkaárásirnar 11. september hafa fært mönnum heim sanninn um að öfl andstæð Vesturlönd- um svífast einskis, þótt vissulega hefðu eldflaugavarnir ekki gert neitt gagn gegn þeirri tegund árásar. Það er því skiljanlegt að Bandaríkja- menn vilji a.m.k. gera tilraunir með varnir gegn langdrægum eldflaugum, en ABM-sáttmálinn setur skorður við slíkum tilraunum. Bandaríkin hafa átt í viðræðum við Rússland um mögu- leika á breytingum á samningnum eða að nema hann úr gildi með samkomu- lagi beggja ríkja. Rússar hafa út af fyr- ir sig ekki útilokað neitt í þeim efnum og hafa verið reiðubúnir að koma til móts við Bandaríkjamenn. Enn sem komið er hafa þeir þó ekki teygt sig eins langt og Bandaríkin hafa krafizt og nú gefur Bush til kynna að hann hafi misst þolinmæðina. Uppsögn ABM-sáttmálans er kannski ekki eins viðkvæmt mál í sam- skiptum Bandaríkjanna og Rússlands og hún hefði verið fyrir aðeins fjórum mánuðum eða svo. Eftir hryðjuverkin í september hefur samstarf Rússlands og Vesturlanda orðið nánara og færzt inn á ný svið, þar sem báðir hafa talið sig vera að kljást við sama óvin. Hætt- an nú er þó sú, að einhliða uppsögn ABM-sáttmálans styggi íhaldssamari öfl í Rússlandi og geri stöðu Pútíns for- seta erfiðari heima fyrir. Ætla má að innan rússneska heraflans telji margir að svara þurfi þessari ákvörðun með einhverjum hætti, sem getur orðið til þess að spenna fari vaxandi á alþjóða- vettvangi. Það er heldur ekki gott fordæmi að Bandaríkin segi einhliða upp samningi um takmörkun vígbúnaðar, jafnvel þótt færa megi rök fyrir því að hann sé úreltur. Þótt það sé ekki líklegt við nú- verandi aðstæður í Rússlandi getur komið til þess í framtíðinni að vísað verði til þessarar ákvörðunar Bush og hún notuð til að réttlæta að Rússar hverfi einhliða frá einhverjum öðrum samningi. Og ekki má gleyma því að Bandaríkin og önnur vestræn ríki hafa lagt mikið á sig til að fá ríki víða um heim til að virða aðra samninga um takmörkun vígbúnaðar, t.d. efna- vopnasamninginn og samninginn um bann við útbreiðslu kjarnorkuvopna. Fordæmið er líka óheppilegt vegna þeirra samninga. Það hefði verið æski- legt, að Bandaríkin hefðu haft meiri biðlund og freistað þess að ná sam- komulagi við Rússland. Fyrst eftir að stjórn Bush komst til valda, var áberandi að hún taldi sig geta tekið einhliða ákvarðanir um ýmis viðfangsefni á alþjóðlegum vettvangi án þess að taka mikið tillit til skoðana bandamanna sinna. Eftir hryðjuverka- árásirnar snerist þetta við og Banda- ríkin leituðu pólitísks stuðnings og samstöðu meðal ríkja víða um heim. Ákvörðun Bush nú ber vott um að strax sé farið að vinda ofan af þeirri stefnu. Það er ekki góðs viti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.