Morgunblaðið - 14.12.2001, Blaðsíða 76

Morgunblaðið - 14.12.2001, Blaðsíða 76
FÓLK Í FRÉTTUM 76 FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Moulin Rouge Bandarísk. 2001. Leikstjórn og handrit: Baz Luhrman. Aðalleikendur: Nicole Kidman, Ew- an McGregor, Jim Broadbent. Sannkölluð himnasending í skammdeginu. Stórfengleg afþreying sem er allt í senn: Söng- og dansamynd, poppópera, gleðileikur, harm- leikur, nefndu það. Baz Luhrman er einn at- hyglisverðasti kvikmyndagerðarmaður sam- tímans sem sættir sig ekki við neinar málamiðlanir og uppsker einsog hann sáir; fullt hús stiga. Regnboginn. The Others Spænsk/frönsk/bandarísk. 2001. Leik- stjórn og handrit: Alejandro Amenábar. Nic- ole Kidman, Fionula Flanagan, Christopher Eccleston, Alakina Mann, Eric Sykes. Meist- aralega gerð hrollvekja sem þarf á engum milljóndalabrellum að halda, en styðst við einfalt, magnað handrit, styrkan leik, kvik- myndatöku og leikstjórn. Umgerðin afskekkt- ur herragarður, persónurnar dularfullar, efnið pottþétt, gamaldags draugasaga með nýju, snjöllu ívafi. Háskólabíó. Italiensk for begyndere / Ítalska fyrir byrjendur Dönsk. 2001. Leikstjórn og handrit: Lone Scherfig. Aðalleikendur: Anders W. Berthel- sen, Anette Stövebæk, Ann Eleonora Jörg- ensen. Ný kvikmynd unnin eftir Dogme 95 forskriftinni, frá dönsku leikstýrunni Scherfig. Frábær saga, rómantísk og alvöruþrungin í senn, sem framreidd er af dönskum úrvals- leikurum. Regnboginn. The Man Who Wasn’t There/ Maðurinn sem reykti of mikið Bandarísk. 2001. Leikstjóri: Joel Coen. Að- alleikendur: Billy Bob Thornton, Frances McDormand, James Gandolfini, Tony Shal- oub. Billy Bob fer hamförum sem keðjureykj- andi undirtylla á rakarastofu sem hefnir sín á þeim sem hafa hann undir að öllu jöfnu. Sér ekki fyrir afleiðingarnar. Coenbræður í fágaðri og meinfyndinni, s/h „film-noir“- sveiflu með afburða leikhópi. Stjörnubíó. Elling Noregur 2001. Leikstjóri: Peter Næss. Aðal- leikendur: Per Christan Ellefsen, Sven Nor- din, Pia Jacobsen. Norsk mynd um tvo létt geðfatlaða náunga sem fá íbúð saman og þurfa að læra að bjarga sér. Bráðfyndin og skemmtileg mynd með fullri virðingu fyrir að- alpersónunum.  Háskólabíó. Harry Potter og viskusteinn- inn/Harry Potter and the Sorcerer’s Stone Bandarísk. 2001. Leikstjóri: Chris Columb- us. Aðalleikendur: Daniel Radcliffe, Rupert Grint, Emma Watson, Robbie Coltrane, John Cleese. Aðlögun hinnar lifandi sögu J.K. Rowling um galdrastrákinn Harry Potter yfir í kvikmyndahandrit tekst hér vel. Útkoman er ekki hnökralaus en bráðskemmtileg ævin- týramynd engu að síður.  Sambíóin Reykjavík, Keflavík, Akureyri, Háskólabíó. Mávahlátur Tilkomumikil kvikmynd Ágústs Guðmunds- sonar byggð á samnefndri skáldsögu Krist- ínar Marju Baldursdóttur. Þar skapar leik- stjórinn söguheim sem er lifandi og heillandi, og hefur náð sterkum tökum á kvikmyndalegum frásagnarmáta. Frammi- staða Margrétar Vilhjálmsdóttur og Uglu Eg- ilsdóttur er frábær.  Háskólabíó, Sambíóin. O Bandarísk. 2001. Leikstjóri: Tim Blake Nel- son. Aðalleikendur: Mekhi Phifer, Martin Sheen, Josh Hartnett, Julia Stiles. Unglinga- mynd sem gerð er eftir Oþelló hans Shake- speares, og tekst vel. Myndin er mjög áhrifa- rík, trúverðug og vel leikin. Kemur verulega skemmtilega á óvart.  Regnboginn. Training Day/Reynsludagur Bandarísk. 2001. Leikstjóri: Antoine Fuqua. Aðalleikendur: Denzel Washington, Ethan Hawke. Fyrsti dagur nýliða í lögreglunni (Hawke), undir handleiðslu þaulreyndrar L.A.-löggu (Washington), vafasamrar í meira lagi, kostar hann nánast starfið, æruna og lífið.  Sambíóin. Bandits /Rænt og ruplað Bandarísk. 2001. Leikstjórn: Barry Levinson. Aðalleikendur: Bruce Willis, Billy Bob Thorn- ton, Cate Blanchett. Gamansöm spennu- mynd um farsæla bankaræningja, þar sem ástamál koma jafnframt sterklega við sögu. Myndin nær á köflum miklum hæðum í gam- ansemi og fer Thornton þar á kostum.  Smárabíó, Regnboginn. Good Advice Bandarísk. 2001. Leikstjóri: Steve Rash. Að- alleikendur: Charlie Sheen, Denise Rich- ards, Jon Lovitz, Rosanna Arquette. Miklum mun betri mynd en hún hljómar. Gráglettin skopmynd um uppalning í verðbréfasala- stellingum sem hafður er að fífli, en hefnir sín. Lunkin söguflétta, lagleg tilsvör og ódauðlegt leikaraval.  Laugarásbíó. Málarinn Íslensk. 2001. Leikstjórn og handrit: Erlend- ur Sveinsson. Vönduð og metnaðarfull heim- ildarmynd um líf og störf listmálarans Sveins Björnssonar, síðustu árin sem hann lifði. Prýdd fallegri og kraftmikilli kvikmyndatöku Sigurðar Sverris Pálssonar.  Háskólabíó. Pétur og kötturinn Brandur Sænsk. 2000. Leikstjóri: Albert Hanan Kam- insky. Handrit: Torbjörn Janson. Teiknimynd. Aðalraddir: Guðmundur Ólafsson, Arngunnur Árnadóttir, Sigurður Sigurjónsson, Sigrún Waage. Ekkert stórvirki en ágætis skemmtun fyrir litla krakka. Pétur og Brandur eru við- kunnanlegir og uppátektarsamir.  Smárabíó, Laugarásbíó. High Heels and Low Lives/ Háir hælar og ólifnaður Bandarísk. 2001. Leikstjórn: Mel Smith. Að- alleikendur: Minnie Driver, Mary McCorm- ack, Kevin McNally og Michael Gambon. Reynt að hressa upp á margsagða sögu, með takmörkuðum árangri. Driver og Mc- Cormack eru þó sniðugar í hlutverkum tveggja smáglæpakvenda. Sambíóin. Joe Dirt /Jói skítur Bandarísk. 2001. David Spade, Brittany Daniel, Dennis Miller, Kid Rock og Christo- pher Walken. Leikstjóri: Dennie Gordon. Joe Dirt var skilinn eftir hjá Miklagili af foreldrum sínum, og síðan hefur lífið verið ein þraut- arganga. Grínmynd með David Spade sem er alls ekki nógu fyndin þótt Joe Dirt sé mjög góð týpa. Stjörnubíó. The One / Sá eini Bandarísk. 2001. Leikstjóri: James Wong Aðalleikendur: Jet Li, Carla Gugino, Jason Stahan og Delroy Lindo. Ótrúlega ófrumleg og ósmekkleg kvikmynd sem gerist í framtíð- inni þar sem hægt er að ferðast á milli margra samhliða heima, og aðalgaurinn ger- ir það og reddar öllu. Jet Li í stuði. ½ Laugarásbíó. BÍÓIN Í BORGINNI Sæbjörn Valdimarsson/Hildur Loftsdóttir/Heiða Jóhannsdóttir  Meistaraverk  Ómissandi  Miðjumoð  Tímasóun 0 Botninn Billy Bob Thornton og Bruce Willis í hlutverkum sínum í Bandits. CERES 4 er ungt íslenskt ljóð- skáld sem á sinni annarri plötu bregður gullaldarpönki undir skáldskap sinn – melódísku pönk- rokki í anda Ramones, Damned og fleiri frumherja þeirrar eðlu listar. Textarnir vega hér því eðlilega helming á móti tónlistinni og vel það enda Ceres fyrst og fremst ljóðskáld. Í fyrra kom út hljómdisk- ur hans, Kalda- stríðsbörn, upp- fullur af kröft- uglega fluttum, pólitískum stökum um eftirköst kaldastríðsins og af- kvæmi þess. En líkt og á þessari plötu mátti alltaf grilla skopið, þó hér sé það reyndar mun greini- legra. Rímið hér er áhersluatriði og ég myndi giska á að bragfræðingum þætti lítt til koma. Stuðlar og höf- uðstafir eru lítt sjáanlegir, í stað þess mikil rímorðaáhersla: mús/ hús/lús/krús o.s.frv. Margir text- anna eru glettnir bæði og glúrnir og styrkur Ceresar liggur einna helst í því að sjá skemmtilegar hlið- ar á hinum ýmu málum: „Út vil ek að íslenskum sið/til að kaupa knattspyrnulið“ (úr „Stoke er djók“) og „Hann vinnur við að semja lög/á sama tíma hann brýtur lög“ (úr „Árni“). Á skiptast íslenskir og enskir textar sem kemur nokkuð spánskt fyrir sjónir og umfjöllunarefni eru allt frá því að vera strangpólitísk („Austurrísk innanríkismál“) til þess að vera hálfgert bull („Rudolf Hess“). Uppáhaldslínan mín er reyndar úr síðarnefnda laginu og er á svofellda leið: „Rudolf Hess, Rudolf Hess/Lá þér á að deyja í Spandau?“. Þessi áherslumunur í textagerðinni dregur dálítið úr heildarmyndinni. Helsti lösturinn er þó fremur tilgangslaus ábreiða yfir slagara Rod Stewart „Da Ya think I’m Sexy“. Gullkornin vega þó upp á móti í flestum tilfellum; t.d. „Lady Di/ Lady Di/Why did you have to die“ (úr „Lady Di“). Einhverjum finnst þó kannski skotið yfir markið með hnoði sem þessu: „Í hugum sumra þú áttir sess/þú vissir um helförina more than less/.../skipunum þú svaraðir og sagðir yes/þú sást aldr- ei Jennifer Lopez/“ (úr „Rudolf Hess“). Rödd Ceresar er ákveðin og örugg víðast hvar og hann greini- lega ágætlega skólaður í pönksöng- inum. Leikrænir tilburðir keyra þó á stundum úr hófi fram. Á nokkrum stöðum verður „söngurinn“ svo undir þeirri áherslu á að koma text- anum til skila. Hljómar Ceres þá eins og skáld (Patrik Fitzgerald, John Cooper Clarke?), flytjandi texta yfir pönktónlist. Ef menn hafa gaman af bein- skeyttu og hráu pönkrokki er erfitt að láta sér ekki lynda við Í upp- námi. Það eina sem gæti truflað er að öðrum þræði er platan skotin kímni; hún gerir nett grín að hrein- leika pönksins og krafti um leið og hún hagnýtir þá eiginleika. Ein- hvers staðar væri þetta líkast til kallað póstmódernískt pönk en við skulum láta slíkar vangaveltur bíða betri tíma ... og pláss. Platan varir ekki nema í tæpan hálftíma og er endingartíminn góð- ur, ég get a.m.k hlustað á hana aft- ur og aftur og kann hana hér um bil utan að nú, þökk sé einföldu og oft og tíðum vel gerðu pönkinu. Það má gera því skóna að skemmtigildið vegi þyngra en annað hér en það er líka tilgangurinn, m.a. Saklaus en seðjandi skemmtan frá Ceresi, með undirliggjandi skotum og skætingi. Eigum við ekki að segja það ein- hvern veginn þannig? Eða eigum við að gera það svona: Ceres fjórir hér fær dóm Fyrir ræflarokkið og rímið gott Að plötunni ég geri góðan róm Er þetta ekki bara nokkuð flott? Tónlist Ceres fjórir Í uppnámi Ceres fjórir/Íslenskir meðalverktakar Í uppnámi er hljómplata eftir Ceres fjóra og er hann studdur sveitinni Sann- aðuÞað. Hún er skipuð þeim Steina (gít- ar), Grími (bassi) og Kalla (trommur). Textar eftir Ceres og lög eftir Kidda Klahn. Ólafur B. Ólafsson á þó eitt lag og lagið „Da Ya think I’m Sexy“ er eftir Rod Stewart og Carmine Appice. Upptökur voru í höndum Sveinbjarnar Þorláks- sonar. 26, 41 mínútur. Rímað ræflarokk Ljóðskáldið Ceres fjórir flytur texta sína við undirleik gullald- arpönks á plötunni Í uppnámi. Arnar Eggert Thoroddsen Ceres 4 mun halda útgáfutónleika í kvöld á Vídalín ásamt SannaðuÞað kl. 22.00. Aðgangur er ókeypis og í kjölfarið verður ball með Miðnesi. SÖNGKVARTETTINN Rúdolf heldur þrenna tónleika í Reykjavík og nágrenni næstu daga. Þeir fyrstu verða í Norræna húsinu kl. 15 á morg- un, laugardag, næstu á sunnudaginn kl. 16 í Selfosskirkju og þeir síðustu í Vinaminni á Akranesi mánudags- kvöldið 17. desember kl. 20. Tónleikar Rúdolfs bera yfirskrift- ina Hyskið og hátíðleikinn, en boðið verður upp á íslenska jólatónlist, bæði hátíðlega kirkjutónlist og söngva um jólasveina, grýlu og fleiri slíka eins og nafnið gefur til kynna. Altsöngvarar á flótta Meðlimir Rúdolfs eru Sigrún Þor- geirsdóttir, sópran, Soffía Stefáns- dóttir, alt, Skarphéðinn Hjartarson, tenór og aðalútsetjari kvartettsins, og Þór Ásgeirsson, bassi. Þrjú hin fyrst- nefndu eru á kafi í tónlistarvinnu alla daga, en Þór er líffræðingur á Haf- rannsóknastofnun; starfar við sjávar- útvegsskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna. Soffía, Skarphéðinn og Þór hafa verið í sönghópnum frá stofnun, fyrir jólin 1992, en „við höfum skipt út alt- röddum reglulega. Altsöngvararnir hafa yfirleitt flúið til útlanda; sagst vera að fara í framhaldsnám í söng, og við höfum reyndar staðfestingu á því!“ segir Sigrún þegar blaðamaður settist að spjalli við þremenninganna. Núverandi altsöngkona, Soffía, gekk til liðs við Rúdolf 1998. Hópurinn var upphaflega myndað- ur í þeim tilgangi að syngja jólalög, þess vegna er nafnið tengt rauða nef- inu, eins og söngvararnir orða það. „Síðan höfum við með tíð og tíma farið út í að syngja allt mögulegt og á öllum tímum árs en við höldum alltaf tryggð við jólatónlistina,“ segir Sigrún. „Við höfum einbeitt okkur að ís- lenskri jólatónlist og það er þema þessara þrennu tónleika. Við höfum reyndar uppgötvað að það er ekkert sérstaklega mikið til af slíkri tónlist; sem er íslensk í húð og hár,“ segir Þór og Sigrún bætir við að mikið sé til af erlendum lögum sem settir hafi verið fallegir jólatextar við. „Gott dæmi um það er Í dag er glatt í döprum hjörtum, sem er reyndar hvorki jóla- tónlist né íslenskt lag, þannig að menn lenda stundum í vandræðum þegar leitað er að alíslensku hátíðlegu jólaefni. Meira er hins vegar til af hinu veraldlega; grýlumúsík og jóla- sveinatónlist.“ Heppileg færð Á komandi tónleikum ræður hátíð- leikinn ríkjum fyrir hlé en síðari hlut- ann verða jólalög af léttara taginu áberandi. Þá flytur hópurinn m.a. eitt nýtt lag. „Það er aðallega vegna þess,“ útskýrir Skarphéðinn, „að fyrir nokkrum árum fékk ég frænda minn til að teikna mynd við kvæðið Ég þekki Grýlu og ég hef hana séð og mig langaði svo að nota þessa mynd á plakat fyrir þessa tónleika. Við vorum hins vegar ekki með lagið á dag- skránni, þannig að ég útsetti það sér- staklega fyrir tónleikana.“ Þau segja það gefa mikla mögu- leika að syngja fjórraddað án hljóð- færaleiks. „Þá erum við til dæmis ekkert bundin af því hvar við komum fram, ekki bundin af hefðbundnum tónleikastöðum og ekki af hljóðfæra- eign sala,“ segir Sigrún. „Við höfum verið að þróa okkur úr því að syngja hefðbundnar kórlegar útsetningar í eitthvað sem hentar okkar röddum betur. Höfum líka farið út í effekta- söng; að skreyta með framíköllum og sérstökum hljóðum; höfum notað raddirnar meira þannig sem hljóðfæri heldur en bara hefðbundinn söng.“ Skarphéðinn sér að langmestu leyti um að útsetja fyrir sönghópinn: „Fyrst sungum við venjulegar kórút- setningar en komumst að því að í fyrsta lagi var ekki mikið til af þeim og í öðru lagi hentuðu þær okkur ekki beinlínis. Þetta var bara af nauðsyn,“ segir hann. Hópurinn hefur nánast eingöngu sungið á höfuðborgarsvæðinu til þessa en segist nú vera að fikra sig svolítið út á landsbyggðina þó ekki sé farið langt í fyrstu. Bæði sé að þau hafi öll mikið að gera í öðrum störfum og svo sé staðreyndin einfaldlega sú að jólalögin eru ekki endilega sungin þegar færðin er heppileg! Hópurinn hefur gefið út tvo jóla- diska og á þeim seinni var eingöngu íslensk tónlist. Þriðji geisladiskurinn er væntanlegur á næsta ári, þegar Rúdolf verður 10 ára og verður þar boðið upp á allt öðru vísu tónlist en á hinum tveimur. Þar verður blanda af innlendum og erlendum djass- og dægurlögum. „Tryggð við jóla- tón- listina“ Morgunblaðið/Árni SæbergSönghópurinn Rúdolf á æfingu, frá vinstri: Þór Ásgeirsson, Skarphéðinn Hjartarson, Sig- rún Þorgeirsdóttir og Soffía Stefánsdóttir. Kvartettinn Rúdolf í jólaskapi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.