Morgunblaðið - 14.12.2001, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 14.12.2001, Blaðsíða 26
ERLENT 26 FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Bókmenntaperla Verðlaunahöfundurinn Guðbergur Bergsson hefur á undanförnum árum unnið einstætt afrek í íslenskum bókmenntum með endurritun sagna sinna. Nú bætir hann „nýjum tíma“ inn í eina af höfuðskáldsögum þjóðarinnar, Önnu. 1992 & 1998 B IR T IN G U R / S ÍA GEORGE W. Bush þykir hafa val- ið hárréttan tíma til að rifta gagn- flaugasáttmálanum frá 1972, ABM, og tímasetningunni hefur verið lýst sem snilldarbragði af hálfu bandaríska forsetans. Hún kom andstæðingum fyrirætlana Bush um eldflaugavarnakerfi í opna skjöldu og þykir hafa aukið verulega líkurnar á því að þessi umdeildu áform verði að veru- leika. Andstæðingar og stuðnings- menn eldflaugavarnakerfisins segja að með því að rifta sáttmál- anum nú þegar Bush nýtur mikils stuðnings heima fyrir og erlendis vegna hernaðarins gegn hryðju- verkamönnum og stríðsins í Afg- anistan hafi forsetinn tryggt að viðbrögðin yrðu ekki mjög harka- leg. Bush tilkynnti Rússum rift- unina í gær og sagði að Vladímír V. Pútín Rússlandsforseti hefði sagt að hún myndi ekki grafa und- an samskiptum ríkjanna eða ör- yggi Rússlands. Nokkrir demókratar á Banda- ríkjaþingi og andstæðingar eld- flaugavarna- kerfisins viðurkenndu að þeir myndu eiga á brattann að sækja í barátt- unni við Bush um áformin. John Isaacs, formaður Council for a Livable World, hreyfingar sem berst fyrir afvopnun, sagði að andstæðingar eldflaugavarnakerf- isins þyrftu nú að reyna að tefja áformin í í von um að nýr forseti yrði kjörinn árið 2005. „Það verð- ur mjög erfitt að koma í veg fyrir áformin nái Bush endurkjöri,“ sagði hann. Langvarandi deilur um eldflaugavarnakerfið Deilt hefur verið um eldflauga- varnakerfið í Bandaríkjunum í mörg ár. Andstæðingar þess segja það alltof dýrt, áformin séu ófram- kvæmanleg og veiti litla vörn gegn þeim hættum sem nú steðji að landinu, svo sem hryðjuverkaógn- inni. Áformin brjóta í bága við gagn- flaugasáttmálann, sem gerður var við Sovétmenn 1972. Markmiðið með sáttmálanum var að koma í veg fyrir enn meira vígbúnaðar- kapphlaup með því að takmarka verulega stærð og umfang þeirra varnarkerfa sem leyfilegt væri að koma upp til að skjóta niður eld- flaugar. Rússar hafa sagt að sáttmálinn sé órjúfanlega tengdur START- samningunum um fækkun lang- drægra kjarnavopna. Með því að rifta gagnflaugasáttmálanum væri verið að grafa undan öllum af- vopnunarsamningum, sem gerðir hafa verið á síðustu þremur ára- tugum, og hrinda af stað nýju kjarnavopnakapphlaupi. Úreltar leifar frá dögum kalda stríðsins Stjórn Bush segir hins vegar að gagnflaugasáttmálinn sé úreltur og leifar frá dögum kalda stríðs- ins. Bandaríkin þurfi nú að koma sér upp eld- flaugavarnakerfi til að verjast hugsanlegum árásum óvin- veittra ríkja á borð við Norður- Kóreu og Írak. Tom Collina, forystumaður í hreyfingu vísindamanna sem berj- ast fyrir afvopnun, segir að það kunni að virðast skrýtið að Bush vilji rifta samningnum nú þegar Bandaríkin heyja stríð og virðast vilja forðast deilur við önnur ríki sem hafa stutt baráttuna gegn hryðjuverkasamtökum. Hins veg- ar beri að hafa í huga að Bush njóti mikils stuðnings um þessar mundir og Bandaríkjamenn telji sig berskjaldaða. Rússar hafi einnig sýnt að þeir vilji styrkja tengslin við Bandaríkin og talið sé að önnur ríki séu treg til að rísa upp gegn þeim og Bush nú þegar hernaðaraðgerðirnar í Afganistan eru farnar að skila verulegum ár- angri. „Ég lít á þetta sem þaulhugsað kænskubragð til að gera nokkuð sem þeir þurfa ekki að gera og ættu alls ekki að gera núna,“ sagði Collina. Rússar „jafna sig á þessu“ Háttsettur embættismaður í Washington viðurkenndi að það væri erfitt fyrir Pútín að lýsa því yfir opinberlega að hann vildi gefa gagnflaugasáttmálann upp á bát- inn þar sem stjórn hans hefur ver- ið gagnrýnd í Rússlandi fyrir að vera of leiðitöm við Bandaríkja- stjórn. „Pólitískt er auðveldara fyrir Pútín að segja: „Ég er ekki sam- þykkur þessu, en Bandaríkjamenn hafa rétt til að gera þetta“,“ sagði bandaríski embættismaðurinn. Hann spáði því að Rússar myndu „jafna sig á þessu“. Fyrstu viðbrögð Rússa voru fremur kuldaleg. Míkhaíl M. Kasj- anov, forsætisráðherra Rússlands, sagði að rússnesku stjórninni þætti ákvörðun Bush „gremju- efni“ en viðurkenndi að Bush hefði rétt til að rifta sáttmálanum með sex mánaða fyrirvara. Demókratinn Carl Levin, for- maður hermálanefndar öldunga- deildar Bandaríkjaþings, kvaðst ætla að leggja fram frumvarp í byrjun næsta árs þar sem hafnað yrði fjárframlögum til hvers konar gagnflaugatilrauna sem brytu í bága við ABM-sáttmálann. Demókratar íhuga gagnaðgerðir Tom Daschle, leiðtogi demó- krata í öldungadeildinni, viður- kenndi að þingið gæti ekkert gert til að hindra ákvörðun Bush því forsetinn hefði vald til að rifta sáttmálanum. Hann kvaðst vera að íhuga ýmsar gagnaðgerðir, meðal annars ráðstafanir til að takmarka framlög til gagnflauga- tilrauna.     !                 ! " "" #$ ! !  !! %        &! !  " '!  "  "    "   ()"( " *             ++ #$ ! !  , !  "   ' +!%% !&! $ !&"" &)#&!)) "  * ' + "&$% "&!, &## ,&"% - * ' + -. ' -. '  - / 0  1 .+!"" ./01/#2#3#4564 * '   "  ")7   8 9 : ;  < =>  ?    !! !      "   ()"      4 !  "  @A!'  B,   "     4 !  "C! * "  ()  " ! (   2++ C   "  !  "       *  !  "   "(" (  " " &    "    "!  =0!+   ?     2++ C     ,      8 9 ;  < : 2 ' 3 +  !$& +),! 4-56 '7 * ' + 4  89 +'* 4   :3 8   ;  -    4 )) 6  +3 8< -. ' 8* ' + < 34 4  &$""= 3  4 >48 :  8'48 ? 8$&"""   '' +' = !"" * 4  =88 '48 48 8   03 <  1 888 '48 . 8-.  8* ' +     8 34  * 4   8  ' ;  @  * 4    '4 ""88 48  ' 8 8 3" * 3 3 11* 4  8+604   8+8  & @ 4 8 ' 4 =0 3 *  4 83 8  311 88 48+  8  3    363+  „Þaulhugs- að kænsku- bragð“ George Bush Bandaríkjaforseti riftir ABM-sáttmálanum Washington. Los Angeles Times. ’ Það verður mjögerfitt að koma í veg fyrir áformin nái Bush endurkjöri ‘
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.