Morgunblaðið - 14.12.2001, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 14.12.2001, Blaðsíða 16
SUÐURNES 16 FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ ⓦ vantar í Ytri-Njarðvík í Hólagötuhverfi Upplýsingar veitir umboðsmaður, Eva Gunnþórsdóttir, í síma 421 3475 og 868 3281. VÍÐA er erfitt að manna kirkju- kórana, sérstaklega karlaradd- irnar. Pálína Fanney Skúladóttir, organisti í Útskálaprestakalli, leggur áherslu á að fá fólk til að prófa og með því sé oft sigur unninn því þá átti söngvarinn sig á því hvað það sé skemmtilegt og gefandi að vera í kirkjukór. Mikið er að gera hjá org- anistum við kirkjur landsins í jólamánuðinum, mikið er æft og tíðir tónleikar. Við annir org- anistans í Útskálaprestakalli bæt- ast próf í Kennaraháskólanum þar sem hún er í fjarnámi. Pálína er í kennaranámi með tónlist sem valfag. Hún viðurkennir að des- embermánuður sé erfiður af þess- um ástæðum. Skemmtun og lífsfylling Pálína Fanney tók við starfi organista í Útskálaprestakalli í haust. Hún býr í Garði en presta- kallið nær yfir Garð og Sand- gerði. Hún stjórnar því tveimur kirkjukórum, við Útskálakirkju í Garði og Hvalneskirkju í Sand- gerðisbæ. Hún segir að starfið gangi ágætlega. Þó sé alltaf erfitt að fá fólk til að syngja í kirkju- kór. „Það virðist alltaf loða við, það álit, að skemmtilegra sé að syngja í öðrum kórum og þeir hafa greinilega meira aðdrátt- arafl,“ segir Pálína. Verra er að fá karlmenn í kirkjukórinn en konur og segir Pálína að það sé vegna öflugs starfs karlakóranna sem hún segir að séu dragbítar á kirkjukórana. Organistinn liggur í símanum til að reyna að fá fólk til að prófa að koma á æfingar í kirkjukór- unum. „Fólk heldur að það sé að binda sig svo mikið með því að vera í kirkjukórnum. Björninn er unninn ef maður fær fólk til að prófa, þá gerir það sér oftast grein fyrir því að það fær heil- mikla skemmtun og lífsfyllingu út úr þessu starfi og heldur gjarnan áfram. Það eru einhverjar ástæð- ur fyrir því að fólk endist í þessu í fjörutíu ár eða meira,“ segir Pálína. Í kirkjukór frá tólf ára aldri Pálína býr í Garði enda telur hún að það sé mikilvægt fyrir organista að búa meðal fólksins sem hann á að þjóna. Hún og maður hennar, Einar Georg Ein- arsson, fluttu úr Hrútafirði þar sem þau kenndu í tvö ár en skól- inn var þá sameinaður öðrum. Þau vildu vera utan höfðuborg- arsvæðisins, í ekki allt of stóru samfélagi, og leist vel á Garð og Sandgerði þegar upp kom að þar vantaði organista. Pálína hefur starfað sem org- anisti víðs vegar um landið, með- al annars á Húsavík, í Hrísey og Skagafirði. Sjálf söng hún í kirkjukór frá tólf ára aldri og þar til hún fór sjálf að stjórna. Það var í Skriðdal þar sem hún er fædd og alin upp. Hún lærði orgelleik og segist ánægð með það val. Tónlistar- starf sé fjölbreytt í kirkjunni og organisti sem starfi með góðum presti geti starfað mjög sjálf- stætt. „Þetta er skemmtilegt starf. Það er skylda manns að koma til móts við allan söfnuðinn og taka þátt í að fá sem flesta í kirkju og í safnaðarstarf,“ segir hún. Hún hefur stofnað barna- kóra við báðar kirkjurnar og seg- ir að það sé hluti af því að auka kirkjusókn og safnaðarstarf. Börnin áhugasöm Pálína stjórnaði barnakór í Hrútafirði og var ánægð með hvernig til tókst þar. Því lá beint við að fara einnig inn á þá braut á Suðurnesjum. „Mér finnst það skipta máli að barnakórinn starfi í tengslum við kirkjuna,“ segir hún og bætir því við að það auki á fjölbreytni í kirkjustarfinu að hafa barnakór. Bjartar barna- raddir geti verið skemmtileg við- bót við það sem fyrir er. Barna- kórarnir sáu til dæmis alfarið um sönginn við messur á fyrsta sunnudegi í aðventu, til þess að létta álagið á kirkjukórunum sem hafa mikið að gera í desember. Börnin eru áhugasöm um starf- ið. Í Garði mæta 25 börn að stað- aldri á æfingar, það eru mest börn úr fjórða til sjötta bekk. Í Sandgerði koma enn fleiri á æf- ingar, eða allt upp undir 45. Þar eru börnin enn að prófa og ekki víst að svo margir komi að stað- aldri þegar frá líður. Í Sandgerði eru einnig eldri nemendurnir með, allt upp í 10. bekk. Sama vandamálið er með barnakórana og kirkjukórana, að erfiðara er að fá drengi en stúlk- ur. Ástæðan er þó ekki sam- keppni frá karlakórunum, heldur telur Pálína að strákar séu við- kvæmari fyrir umtali en stúlkur. Ef einhver segi að það sé asna- legt að vera í kór þurfi að hafa mikið fyrir því að halda strákn- um í kórnum. En hún tekur fram að nokkrir strákar séu í báðum kórunum og þeir hafi ánægju af því. Þarf sálfræðing Eins og sést á þessu og stöð- ugum tilraunum til að fá fólk til liðs við kirkjukórana þarf org- anistinn að kunna nokkuð fyrir sér í mannlegum samskipum. „Maður þarf að vera sálfræð- ingur í sér en það er líka ágætt að kunna svolítið að spila á org- el,“ segir Pálína Fanney Skúla- dóttir. Organistinn stjórnar tveimur kirkjukórum og stofnar barnakóra við báðar kirkjurnar Morgunblaðið/Sverrir Miklar annir eru í jólamánuðinum hjá Pálínu Fanneyju Skúladóttur, organista í Útskálaprestakalli. Björninn unninn ef fólk fæst til að prófa Útskálaprestakall ÍSLENSKIR aðalverktakar hf. (ÍAV) hafa fengið úthlutaðri lóð fyr- ir þrjú tveggja hæða fjölbýlishús í Vogum. Stefnt er að byggingu fyrsta hússins á næsta ári. Vatnsleysustrandarhreppur hefur úthlutað ÍAV lóð þar sem bens- ínstöð ESSO stóð áður. Verið er að skipuleggja lóðina og hanna þrjú lítil fjölbýlishús sem þar er hug- myndin að byggja. Að sögn Gunn- laugs Kristjánssonar, framkvæmda- stjóra þróunarsviðs ÍAV, verður byrjað á fyrsta húsinu næsta vor, ef áætlanir ganga eftir, og íbúðirnar afhentar einhver tímann næsta vet- ur. Tíu 2–3 herbergja íbúðir verða í húsinu. Gunnlaugur telur að slíkar íbúðir vanti á markaðinn. Ungt fólk sem áhuga hefur á að setjast að í Vogum eigi erfitt með að finna íbúðir við sitt hæfi. Jóhanna Reyn- isdóttir sveitarstjóri tekur undir orð Gunnlaugs, segir að sárlega vanti 2–4 herbergja íbúðir á staðinn. Jóhanna segir að ef áform um byggingu þessara þriggja fjölbýlis- húsa gangi eftir muni fjölga um 90 manns í þorpinu og það gæti orðið til þess að íbúafjöldun yrði enn ör- ari en gert hefur verið ráð fyrir. ÍAV stefna að bygg- ingu fjölbýlishúsa Vogar JÓLASÝNING Fimleikadeild- ar Keflavíkur verður í íþrótta- húsinu við Sunnubraut í Kefla- vík á morgun, laugardag, og hefst klukkan 17. Jólasýningin er árlegur við- burður í starfi fimleikafólksins. Um 200 börn og unglingar æfa hjá Fimleikadeildinni, mest stúlkur, og koma þau flest fram á sýningunni. Yngstu börnin sem taka þátt í sýningunni eru fjögurra ára og þau elstu sextán. Jóla- sýning fim- leikafólks Keflavík DÓMNEFND um ljósahús Reykja- nesbæjar 2001 óskar eftir tilnefning- um íbúa um vel lýst hús í bæjarfélag- inu. Markaðs-, atvinnu- og menningar- skrifstofa Reykjanesbæjar stendur ásamt Hitaveitu Suðurnesja fyrir samkeppni um ljósahús Reykjanes- bæjar árið 2001. Hægt er að koma tilnefningum til dómnefndar á heimasíðu Reykjanesbæjar eða með því að hringja á skrifstofuna. Frest- ur til tilnefninga rennur út þriðju- daginn 18. desember, að því er fram kemur á síðunni. Úrslit verða kynnt föstudaginn 21. desember, kl. 16, í Kjarna, Hafnar- götu 57, og verðlaun veitt. Samkeppni um ljósahús Reykjanesbær SKÓLANEFND Gerðahrepps mæl- ir einróma með ráðningu Ernu M. Sveinbjarnardóttur í stöðu skóla- stjóra Gerðaskóla í Garði. Fjórir sóttu um stöðu skólastjóra sem auglýst var eftir að skólastjóri og aðstoðarskólastjóri sögðu upp störfum vegna óánægju með launa- kjör. Enginn sótti um stöðu aðstoð- arskólastjóra en einn umsækjandinn lét þess getið að hann sækti um þá stöðu ef hann fengi ekki skólastjóra- stöðuna. Skólanefnd frestaði af- greiðslu þess máls. Erna M. Sveinbjarnardóttir er kennari og fyrrverandi skólastjóri og starfar nú að sérverkefnum í menntamálaráðuneytinu. Aukafundur verður í hreppsnefnd Gerðahrepps næstkomandi mánu- dag vegna þessa máls. Þar verður til- laga skólanefndar afgreidd. Skólanefnd mælir með Ernu Garður Er þetta tiltölulega ný hefð hjá sumum starfsmanna en gömul hjá öðrum. Misjafnlega mikið er lagt í vinnuna við að skera út en öllum þykir þó laufabrauðið jafn gott og best ef það er borðað jafn harðan og steikt er. STARFSMENN Grunnskóla Grindavíkur og fjölskyldur þeirra koma saman í desember til að skera út laufabrauð og steikja. Morgunblaðið/Garðar Páll Vignisson Starfsfólk og börn hjálpast að við laufabrauðsskurðinn. Engin jól án laufabrauðs Grindavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.