Morgunblaðið - 14.12.2001, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 14.12.2001, Blaðsíða 62
UMRÆÐAN 62 FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ „MENGUN frá nýj- um bílum hefur farið hraðminnkandi, eink- um eftir 1995,“ segir í grein sem birtist í Morgunblaðinu 21. október sl. og er þar vitnað til samantektar frá Vinum bílsins. Það er mikið til í þessu, en síðan kemur framhald- ið þar sem leiðréttinga er þörf: „Algengur nýr fólksbíll er með 4550% minni útblástur gróður- húsalofttegunda en sami bíll fyrir 10 árum.“ Nokkrum línum síðar segir: „Þá voru bílvélar ekki búnar jafn öflugum mengunar- varnarbúnaði og nú þekkist.“ Bensín og dísilolía eru vökva- blanda kolvetna. Þegar vélin brennir þetta fljótandi eldsneyti myndast koltvísýringur (CO2) og gufa (vatn) ásamt örlitlu en hættulegu magni af mengunarefnun, sérstaklega eru það köfnunarsýringar (NOx), óbrennt kolvetni (CH), kolsýringur (CO) og smáagnir. Hvarfakútar, sem almennt voru teknir til notkunar í bensínbíl- um fyrir 10 árum, hreinsa u.þ.b. 90% af þessum efnum. Hvarfakútarnir minnka ekki magn koltvísýrings, sem veldur mestu gróðurhúsaáhrifunum. Útblástur koltvísýrings er einungis háður eyðslu bílsins, hvernig hann er keyrður og hversu marga kílómetra. Fyrir hvern lítra af brenndu bens- íni myndast 2,35 kíló af koltvísýringi en 2,66 kíló þegar dísilolía er brennd. Þannig framleiðir nýr fólksbíll, sem eyðir að meðaltali 8 lítrum af bensíni á hundraðið, um 190 grömm af CO2 fyrir hvern ekinn kílómetra og sam- bærilegur bíll, sem eyðir 6 lítrum af dísilolíu, myndar um 160 g. Í umræddri grein í Morgunblaðinu er að finna eftirfarandi setningu: „Fyrir 10 árum losaði nýr fólksbíll 350 grömm (af koltvísýringi á hvern km).“ Þetta þýðir í raun að bifreiðin hafi eytt að meðaltali 15 lítrum af bensíni á hverja hundrað kílómetra sem eknir voru. Var ástandið hér fyr- ir tíu árum virkilega þannig að hér væri einungis að finna jeppa og stóra bandaríska eðalvagna? Ég held ekki, en nú spyr sá sem ekki veit. Staðreyndin er sú að eyðsla með- alstórra fólksbíla hefur lítið breyst á síðustu 10- 15 árum fyrr en undir það síðasta. Þótt fram- farir hafi orðið í smíði bílvéla og eldsneytis- og kveikikerfa fyrir þær, sem stuðlað hafa að betri nýtingu eldsneyt- isins, hafa nýir bílar þyngst vegna aukins öryggisútbúnaðar. Ennfremur eru vélar nýrra bíla aflmeiri og hvarfakútarnir taka sitt. Þrátt fyrir þetta hefur sá árangur náðst samkvæmt tölum frá Evrópusambandinu um eyðslu bíla, að nýr meðalstór fjöl- skyldubíll kemst um það bil 8% lengri vegalengd á bensínlítranum en sambærilegur bíll árið 1983. Þrátt fyrir þetta eyðir meðal-bens- ínbíllinn í dag um 10 lítrum á hundr- aðið í bæjarakstri eða meira og fram- leiðir við það 235 grömm af CO2. Það er sama CO2 magn og kemur frá 10 ára gömlum sambærilegum bílum. Í frosti eykst bensínþörfin enn frekar. Ef hreyfilhitari er ekki notaður fer eyðslan í 16-24 lítra á fyrstu kíló- metrunum. Ef um utanbæjarakstur er að ræða er bensínþörfin mun minni. Ef nýjum bensínbíl er ekið á 90 km hraða eyðir hann að meðaltali 6,5-7 lítrum á hundraðið, sem eru 0,5-1 lítra minni eyðsla miðað við bílinn fyrir fimm ár- um. Hann framleiðir þannig á þjóð- vegum 150-165 grömm af CO2 á hvern ekinn kílómetra. Ef við viljum leggja okkar af mörk- um í umhverfismálum höfum við þann kost að velja sparneytnari bíl sem þar með mengar minna, þ.e. dís- ilfólksbíl eins og meira en helmingur Þjóðverja og Frakka gerir. En þeir þurfta reyndar ekki að hugsa um þungaskatt! Nýr dísilbíll eyðir 2535% minna en sams konar bíll gerði fyrir aðeins fimm árum. Nýjustu dísilvélarnar eru samt aflmiklar, hljóðlátar og eru búnar öflugum mengunarvarnarbún- aði. Nýr meðalstór dísilfólksbíll eyðir á þjóðvegum um fimm lítrum á hundraðið og framleiðir þannig að- eins 130 grömm CO2 á hvern ekinn kílómetra. Í bæjarakstri eru tölurnar 67 lítrar eða 160-185 grömm. Auk þessa eykst eyðsla hans í frosti mun minna en á bensínbíl. Útblástur mengandi efna hefur minnkað mikið á síðustu tíu árum, eins og Vinir bílsins halda fram, þökk sé hvarfakútum og nýjum og full- komnari vélum sem brenna hreinna eldsneyti. Vandamál elstu gerða hvarfakúts- ins er hins vegar að í kulda (undir +5 gráðum) þarf kúturinn nokkrar mín- útur til að hitna og ná að virka. Ef bensínbíll með eldri gerð hvarfakúta er notaður í bæjarakstri og til styttri ferða og oft hafður í (ólöglegum) lausgangi nær kúturinn ekki að hreinsa útblásturinn og bíllinn eyðir 23 sinnun meira og mengar 550 sinn- um meira en bíll sem staðið hefur í bílskúr eða þar sem hreyfilhitari hef- ur verið notaður til að forhita vélina. Nýjustu tengundir hvarfakúta virka hraðar við lægra hitastig. Þökk sé nýja Euro 3-staðlinum, sem tekinn verður í notkun í ríkjum Evrópusam- bandsins á næsta ári. Á ráðstefnu um bíl og borg sem haldin verður í lok janúar verður rætt um mengun bílaumferðar á höf- uðborgarsvæðinu og hvernig bílaeig- endur geta lagt sitt af mörkum til að draga úr áhrifum hennar á einfaldan og ódýran máta. Nýir bílar menga minna en losun koltvísýrings hef- ur lítið breyst Jouko Parviainen Höfundur er umhverfisráðgjafi. Bílamengun Útblástur koltvísýrings er einungis háður eyðslu bílsins, segir Jouko Parviainen, hvernig hann er keyrð- ur og hversu marga kílómetra. UNDANFARNAR vikur hefur orðið mikil umræða í samfélaginu um brottkast fisks sem þegar hefur ver- ið veiddur. Þessi umræða gaus upp í kjölfar fréttamynda sem fréttastofa Sjónvarps tók um borð í tveimur ís- lenskum fiskiskipum. Umræðan hef- ur farið út um víðan völl eins og gjarnan vill verða þegar Íslendingar deila. Í mínum huga eru það þrenn grundvallaratriði sem máli skipta. Í fyrsta lagi orsakir brottkastsins, í öðru lagi umfang þess og möguleg verðmæta- sóun því tengd og í þriðja lagi að finna að- ferðir til að koma í veg fyrir það. Ásgeir Daníelsson hefur bent á það í grein í Viðskiptablaðinu fyrir skömmu að ólíklegt sé að það borgi sig fyrir útgerðarmenn að gera brottkast að föstum þætti í útgerð sinni. Það er hins vegar stað- reynd, staðfest í ótal könnunum, að þrátt fyrir þetta láta útgerð- armenn henda veiddum fiski. Það bendir til þess að við vissar aðstæður sé brott- kast ráðstöfun sem auki arðsemi þeirrar útgerðar er að því stendur. Hverjar þær aðstæður eru sem kalla á brottkast hefur lítt eða ekki verið rannsakað, kannski vegna þess að yf- irstjórn þessara mála hefur verið svo upptekin við að gera sem minnst úr vandamálinu. Hvað fara mikil verðmæti í súginn? Gallup gerði fyrir stuttu könnun meðal sjómanna á umfangi brott- kasts og áætlaði umfang þess á grundvelli framkominna upplýsinga. Niðurstaða þeirrar athugunar var að 95% líkur væru á að brottkast væri á bilinu 18.000 tonn til 36.000 tonn ár- lega. Auk athugunar Gallup liggur fyrir álit svokallaðrar brottkasts- nefndar sjávarútvegsráðuneytisins . Sú nefnd gerði tilraun til að meta brottkast á grundvelli stærðardreif- ingar afla og taldi að árlega væri 4.500 tonnum af ýsu hent og um 4.000 til 16.500 tonnum af þorski. Þessar upplýsingar má nota til að áætla verðmæti brottkastaðs afla á Íslandsmiðum, sjá grein undirritaðs í Vísbendingu 30. nóvember síðast- liðinn. Samandregnar niðurstöður eru gefnar í meðfylgjandi töflu. Sjá töflu. Útreikningarnir benda til þess að verðmæti brottkastaðs botnfiskafla, væri hann fluttur á land, geti numið á bilinu 1,25 til 4,5 milljarða króna. Í því mati er ekki tekið tillit til þess að aukin sókn vegna brottkastsins veldur auknum þrengslum á miðunum auk þess sem fleira fólk og meiri fjár- munir eru bundnir í greininni en nauðsyn- legt væri. Nota má sem vinnutilgátu að brott- kastið verði til þess að kostnaður við að ná í hvert kíló 300 þúsund tonna heildarafla þorsks og ýsu, sé frá 1 til 5 krónum hærra en ella væri. Aukinn út- gerðarkostnaður nem- ur þá á bilinu 300 til 1.500 milljónum króna árlega. Útreikningarnir benda því til þess að tap þjóðarbúsins vegna brottkasts á botnfiski sé á bilinu 1,5 milljarðar til 6 milljarðar árlega. Tap vegna brottkasts er því um 0,2 til 0,85% af þjóðarframleiðslu. Til samanburðar má nefna að Þjóðhagsstofnun telur að virkjana- og álversframkvæmdir á Austurlandi muni auka þjóðar- framleiðsluna um 0,4 til 1,3% til lang- frama. Velheppnað átak til að koma í veg fyrir brottkast gæti haft svipuð langtímaáhrif á þjóðartekjur og risa- virkjun og risaálver. Væntanlega yrði kostnaðurinn við að draga úr brottkasti þó aðeins brot af fram- kvæmdakostnaðinum á Austurlandi! Skipulagslegar aðgerðir til að draga úr brottkasti Að óbreyttu kvótakerfi verður lík- lega að setja myndatökubúnað í hvert einasta skip sem fær veiðileyfi og ráða óheyrilegan fjölda eftirlits- manna til að skoða myndirnar og ráða í hvort afli leiti inn á færibandið sem flytur hann í lestina eða út fyrir borðstokkinn. Þetta yrði afar dýrt kerfi, en það væri framkvæmanlegt. Önnur og ódýrari aðferð fælist í að draga verðmyndun á kvótaleigu bet- ur fram í dagsljósið og nýta þær upp- lýsingar til að fylgjast með ástandi á kvótaleigumarkaði. Skynsamlegt kann að vera að endurvekja Kvóta- þingið sem lagt var af síðastliðið vor. Þorkell Helgason og fleiri hafa bent á að ekki sé endilega rétt að út- hluta kvóta í tonnum, stærðarflokk- un kvótans kynni að vera gagnleg. Þessum hugmyndum þarf að gefa betri gaum en gert hefur verið. Einn- ig þarf að kanna kosti þess að úthluta verðmætakvóta og ekki magnkvóta. Báðar aðferðir hafa kosti og galla sem þarfnast ítarlegrar könnunar. Skynsamlegt gæti verið að gera til- raunir með slíkt fyrirkomulag, m.a. til að kanna hvort umfang brottkasts sé meira eða minna í slíkum kerfum en í magnkvótakerfi. Efalítið þarf að samþætta margar aðferðir til að koma í veg fyrir að brottkast verði stundað yfir allan flotann. Fari hins vegar svo að brott- kast festi sig í sessi er afar lítið hald í öllum tilburðum til fiskveiðistjórnun- ar. Þetta helgast bæði af því að brott- kastið slævir stjórntækið sjálft auk þess sem ein tegund spillingar býður annarri heim. Þannig hafa heyrst sögur um að brottkastarar og aðrir sem stunda ekki brottkast leiti ým- issa leiða til að svindla á kvóta. Hugsanleg lausn á tegunda- og viktarsvindli er að krefjast þess að allur afli fari í gengum löggilta upp- boðsmarkaði. Fari fram sem horfir varðandi brottkast, tegundasvindl og viktar- svik getur svo farið að síðasta viðvik íslenskra fiskifræðinga verði að reikna út hvenær stofnar íslenskra nytjafiska hætta að hafa efnahags- lega þýðingu. Verðmæti brottkasts Þórólfur Matthíasson Brottkast Vel heppnað átak til að koma í veg fyrir brott- kast, segir Þórólfur Matthíasson, gæti haft svipuð langtímaáhrif á þjóðartekjur og risa- virkjun og risaálver á Austurlandi. Höfundur er dósent í hagfræði við viðskipta- og hagfræðideild HÍ. Áætlað verðmæti brottkastaðs botnsfisks á Íslandsmiðum að viðbættum auknum kostnaði útgerðar við úthald Brottkast, þús.tonn Verðmæti, lægri mörk, millj. króna Verðmæti, hærri mörk, millj. króna Ýsa 450 585 Þorskur 4.000–16.500 400 2.475 Annar botnf. 9.500–15.000 380 1.500 Botnf. alls 18.000–36.000 1.230 4.560 Útgerðarkostnaður 300 1.500 Tapaður virðisauki 1.530 6.060 Í BYRJUN nóvem- ber var upplýst að notkun geðdeyfðarlyfja á Íslandi haldi áfram að aukast og væri miklu meiri en á hinum Norðurlöndunum, 50% meiri en í Svíþjóð, þar sem næstmest er notað af þeim. Tíundi hluti alls lyfjakostnaðar Tryggingastofnunar fer í það greiða einung- is fjögur ný geðdeyfð- arlyf, svonefnd SSRI- lyf. Þau hafa verið nefnd „gleðipillur“ víða um lönd. Ekki ætti því að koma á óvart þótt það orð heyrist líka hér. Markaðs- setning lyfjanna hefur líka verið á þann veg, enda eykur það sölu þeirra. Í auglýsingum í Lækna- blaðinu er fyllilega gefið í skyn að lyfin færi hamingju: „Hamingja hversdags- ins er ekki alltaf gefin.“ Er hægt að komast hjá því að nefna lyf sem þannig eru auglýst eitt- hvað annað en „gleði- pillur“? Eru ekki orðin „hamingja“ og „gleði“ náskyld? En lyfin eru ekki aðeins markaðs- sett gegn þunglyndi. „Þunglyndi er sjaldan eitt á ferð,“ segir í einni auglýsingunni. Og svo er boðið til taumlausr- ar gleðiveislu: „Felmt- ursröskun, áhyggju- og þráhyggjuröskun, víð- áttufælni, áfallastreita, almenn kvíð- aröskun, félagsfælni, einföld fælni.“ Allt þetta og meira til er hægt að þurrka út með geðdeyfðarlyfjum. Gott ef ekki líka „neikvæða gagn- rýni“. Og lyfsalar græða og drottna. „Það er nokkurt áhyggjuefni hversu mikið ýmis viðhaldsmenntun og ... ráðstefnuhald lækna ... eru orðin háð fjárframlögum lyfjafyrirtækja.“ (Skýrsla nefndar um notkun geð- lyfja, 1999, bls. 25). Þarna er vissu- lega við ramman reip að draga. For- maður Læknafélagsins vill sem minnst utanaðkomandi afskipti af samskiptum lækna og lyfjafyrir- tækja. (Nýjasta Læknablað.) Sú skoðun ætti að valda mönnum þung- um áhyggjum. Vitaskuld verða það þá fyrirtækin, peningarnir, sem ráða ferðinni en ekki hagsmunir almenn- ings. Samt má auðvitað ekki segja það hreint út að lyfsalar hafi lækna á þennan hátt meira og minna í vas- anum. Og lyfsalar snúast harkalega gegn allri gagnrýni. Þeir reyna t.d. að gera kurteislegt andóf Ragnheið- ar Ástu Jóhannesdóttur tortryggi- legt. „Hvað vakir fyrir þingmannin- Neysla geðdeyfðarlyfja og góð læknismeðferð Sigurður Þór Guðjónsson KUNERT WELLNESS Sokkabuxur Hnésokkar Ökklasokkar iðunn tískuverslun 2. hæð, Kringlunni, sími: 588 1680 v/ Nesveg, Seltjarnarnesi, sími: 561 1680
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.