Morgunblaðið - 14.12.2001, Blaðsíða 28
ERLENT
28 FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
FIMM tilræðismenn gerðu árás á
indverska þingið í Nýju-Delhí í
gær með þeim afleiðingum að tólf
manns féllu. Ekki var ljóst í gær
hverjir tilræðismennirnir voru en
líklegt er talið að þeir tengist að-
skilnaðarsinnum í Kasmír-héraði.
Bíll fimmmenninganna keyrði á
miklum hraða í gegnum hlið við
þinghúsið um hádegisbil að stað-
artíma í gær. Bifreiðin var af sömu
gerð og margir indverskir emb-
ættismenn nota og límmiðar
merktir þinginu og innanríkisráðu-
neytinu höfðu verið festir á fram-
rúðuna. Einn tilræðismannanna
stökk út úr bílnum fyrir utan þing-
ið og sprengdi sjálfan sig í loft
upp, en hinir hófu skothríð og
köstuðu handsprengjum að lög-
reglu og öryggisvörðum.
Fimm lögreglumenn og einn ör-
yggisvörður, auk garðyrkjumanns,
féllu í árásinni. Skotbardaginn
milli tilræðismannanna og lögreglu
stóð í 90 mínútur og er sagður
hafa borist inn í sjálft þinghúsið.
Allir tilræðismennirnir féllu að
lokum í valinn. Sautján voru fluttir
á sjúkrahús, þar af sex sem voru
alvarlega særðir. Eftir að þing-
húsið hafði verið rýmt fundu lög-
reglumenn sprengju, sem hafði
ekki sprungið, sem og nokkrar
ósprungnar handsprengjur.
Þingfundi hafði verið frestað áð-
ur en árásin var gerð, en um 300
þingmenn voru þó enn í þinghús-
inu. Einum tilræðismannanna
tókst að skjóta af byssu inn um
glugga á skrifstofu varaforsetans
Krishnan Kant áður en hann var
sjálfur skotinn til bana, en vara-
forsetann sakaði ekki, frekar en
aðra þingmenn.
„Viðvörun til allrar
þjóðarinnar“
Enginn hafði lýst tilræðinu á
hendur sér í gær en getgátur voru
uppi um að það tengdist átök-
unum í Kasmír-héraði. Aðskilnað-
arsinnar í héraðinu gerðu 1. októ-
ber sl. svipaða árás á hér-
aðsþingið í Srinagar, höfuðstað
Kasmír, þar sem 40 manns féllu.
Líkt og í gær ók þá bifreið upp að
þinghúsinu, tilræðismaður
sprengdi sjálfan sig í loft upp og
félagar hans hófu skothríð að ör-
yggisvörðum. Indverskum her-
sveitum í Kasmír var skipað að
taka upp fullan öryggisviðbúnað
eftir tilræðið í gær.
Einnig var rætt um að árásin
kynni að tengjast hryðjuverkunum
í Bandaríkjunum 11. september og
haft var eftir heilbrigðisráðherr-
anum C.P. Thakur að indverskum
stjórnvöldum hefðu borist viðvar-
anir um hugsanleg tilræði í kjölfar
falls talibanastjórnarinnar í Afgan-
istan.
„Þetta var ekki aðeins árás á
þinghúsið, heldur viðvörun til allr-
ar þjóðarinnar. Við verðum við
áskoruninni. Við munum brjóta öll
tilræði hryðjuverkamanna á bak
aftur,“ sagði forsætisráðherra Ind-
lands, Atal Bihari Vajpayee í sjón-
varpsávarpi í gær.
Indverskir fjölmiðlar sögðu
þetta alvarlegasta tilræðið við ör-
yggi ráðamanna landsins frá því
forsætisráðherrann Indira Gandhi
var ráðin af dögum árið 1984.
Fulltrúar ýmissa ríkja, þar á
meðal Bretlands, Bandaríkjanna
og Frakklands, fordæmdu árásina
í gær. Indverjar og Pakistanar
hafa löngum eldað grátt silfur, en í
yfirlýsingu frá pakistönskum
stjórnvöldum í gær er árásin harð-
lega fordæmd.
Tólf manns falla
í árás á ind-
verska þingið
Hryðjuverka-
menn frá Kasm-
ír grunaðir um
verknaðinn
London, Nýju-Delhí, Srinagar. AFP, AP.
AP
Indverskir sérsveitarmenn aðstoða óbreytta borgara fyrir utan þing-
húsið í Nýju-Delhí meðan barist var við hryðjuverkamennina.
8
9
8
6
A
6+
BC ""#"
* 03
A 6+
!
D 044
'
8
9 '6
8 3
60
8 0
E
86
8
D ) "
D ) "
79:
*
4 +88
63 3
FE6 G&
4 =
0 .. =4 3 8 3
88
0 3 4 364
80
8 3403 +
* 3 ' 1
; 63
3 4 44 ; 36
3 4 4
3 31
8
: 8
1 +
'&
6
< 3 8
4
4
/
'
'
633-16
5EF#
0./GH
G ++" '
" "
* "
!+ !
" !!
*4
3 H4 ''
3 ''
FE6 G
Ný sending
af
speglum
Glæsilegt
úrval
afsláttur
BÆJARLIND 6
200 KÓPAVOGI
SÍMI 554 6300
netfang: mira@mira.is
heimasíða: www.mira.is
AUGLÝSIR
Veislan
í Míru
heldur
áfram
Sjónvarpsskápar
Borðstofuborð
Stólar
Ný sending