Morgunblaðið - 14.12.2001, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 14.12.2001, Blaðsíða 28
ERLENT 28 FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ FIMM tilræðismenn gerðu árás á indverska þingið í Nýju-Delhí í gær með þeim afleiðingum að tólf manns féllu. Ekki var ljóst í gær hverjir tilræðismennirnir voru en líklegt er talið að þeir tengist að- skilnaðarsinnum í Kasmír-héraði. Bíll fimmmenninganna keyrði á miklum hraða í gegnum hlið við þinghúsið um hádegisbil að stað- artíma í gær. Bifreiðin var af sömu gerð og margir indverskir emb- ættismenn nota og límmiðar merktir þinginu og innanríkisráðu- neytinu höfðu verið festir á fram- rúðuna. Einn tilræðismannanna stökk út úr bílnum fyrir utan þing- ið og sprengdi sjálfan sig í loft upp, en hinir hófu skothríð og köstuðu handsprengjum að lög- reglu og öryggisvörðum. Fimm lögreglumenn og einn ör- yggisvörður, auk garðyrkjumanns, féllu í árásinni. Skotbardaginn milli tilræðismannanna og lögreglu stóð í 90 mínútur og er sagður hafa borist inn í sjálft þinghúsið. Allir tilræðismennirnir féllu að lokum í valinn. Sautján voru fluttir á sjúkrahús, þar af sex sem voru alvarlega særðir. Eftir að þing- húsið hafði verið rýmt fundu lög- reglumenn sprengju, sem hafði ekki sprungið, sem og nokkrar ósprungnar handsprengjur. Þingfundi hafði verið frestað áð- ur en árásin var gerð, en um 300 þingmenn voru þó enn í þinghús- inu. Einum tilræðismannanna tókst að skjóta af byssu inn um glugga á skrifstofu varaforsetans Krishnan Kant áður en hann var sjálfur skotinn til bana, en vara- forsetann sakaði ekki, frekar en aðra þingmenn. „Viðvörun til allrar þjóðarinnar“ Enginn hafði lýst tilræðinu á hendur sér í gær en getgátur voru uppi um að það tengdist átök- unum í Kasmír-héraði. Aðskilnað- arsinnar í héraðinu gerðu 1. októ- ber sl. svipaða árás á hér- aðsþingið í Srinagar, höfuðstað Kasmír, þar sem 40 manns féllu. Líkt og í gær ók þá bifreið upp að þinghúsinu, tilræðismaður sprengdi sjálfan sig í loft upp og félagar hans hófu skothríð að ör- yggisvörðum. Indverskum her- sveitum í Kasmír var skipað að taka upp fullan öryggisviðbúnað eftir tilræðið í gær. Einnig var rætt um að árásin kynni að tengjast hryðjuverkunum í Bandaríkjunum 11. september og haft var eftir heilbrigðisráðherr- anum C.P. Thakur að indverskum stjórnvöldum hefðu borist viðvar- anir um hugsanleg tilræði í kjölfar falls talibanastjórnarinnar í Afgan- istan. „Þetta var ekki aðeins árás á þinghúsið, heldur viðvörun til allr- ar þjóðarinnar. Við verðum við áskoruninni. Við munum brjóta öll tilræði hryðjuverkamanna á bak aftur,“ sagði forsætisráðherra Ind- lands, Atal Bihari Vajpayee í sjón- varpsávarpi í gær. Indverskir fjölmiðlar sögðu þetta alvarlegasta tilræðið við ör- yggi ráðamanna landsins frá því forsætisráðherrann Indira Gandhi var ráðin af dögum árið 1984. Fulltrúar ýmissa ríkja, þar á meðal Bretlands, Bandaríkjanna og Frakklands, fordæmdu árásina í gær. Indverjar og Pakistanar hafa löngum eldað grátt silfur, en í yfirlýsingu frá pakistönskum stjórnvöldum í gær er árásin harð- lega fordæmd. Tólf manns falla í árás á ind- verska þingið Hryðjuverka- menn frá Kasm- ír grunaðir um verknaðinn London, Nýju-Delhí, Srinagar. AFP, AP. AP Indverskir sérsveitarmenn aðstoða óbreytta borgara fyrir utan þing- húsið í Nýju-Delhí meðan barist var við hryðjuverkamennina.  8 9    8 6  A  6+ BC ""# "  *  03 A  6+ ! D 044 '  8 9 '6 8 3   60 8 0 E 86  8 D ) " D ) " 79:   *  4 +88  63 3 F E6 G& 4 =  0 .. =4 3 8 3 88  0 3 4 364    80 8 3403  +  * 3 ' 1  ; 63 3 4 44 ; 36    3 4    4 3 31  8  :    8     1  + '&  6  <   3  8 4    4 / ' ' 633- 16 5EF# 0./GH G ++"  ' " "   *  " !+ !  " !! * 4 3 H4 '' 3 '' F E6 G Ný sending af speglum Glæsilegt úrval afsláttur BÆJARLIND 6 200 KÓPAVOGI SÍMI 554 6300 netfang: mira@mira.is heimasíða: www.mira.is AUGLÝSIR Veislan í Míru heldur áfram Sjónvarpsskápar Borðstofuborð Stólar Ný sending
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.