Morgunblaðið - 14.12.2001, Blaðsíða 46
MINNINGAR
46 FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Ásdís Þórhalls-dóttir fæddist í
Hofsgerði í Hofs-
hreppi í Skagafjarð-
arsýslu 12. ágúst
1922. Hún lést á
Hjúkrunarheimilinu
Víðinesi 5. desember
síðastliðinn. For-
eldrar hennar voru:
Björn Þórhallur Ást-
valdsson, f. 6. nóv-
ember 1893, d.
30.september 1962,
og Helga Friðbjarn-
ardóttir, f. 7. desem-
ber 1892, d. 20. apríl
1986. Þau stunduðu allan sinn bú-
skap í Skagafirðinum, síðast á
Litlu-Brekku í Hofshreppi, þar til
þau fluttu að Staðarbjörgum á
Hofsósi árið 1953. Börn þeirra
urðu 12 talsins, 11 komust á legg
og eru afkomendur þeirra nú
orðnir um 270. Systkini Ásdísar
eru: Elísabet, f. 15. janúar 1917,
Ósk, f. 20. maí 1918, Friðbjörn, f.
23. júlí 1919, Guðbjörg, f. 17. októ-
ber 1920, Anna Guðrún, f. 25. nóv-
ember 1923, Kristjana, f. 14. jan-
úar 1925, Þorvaldur, f. 1. sept-
ember 1926, Halldór Bjarni, f. 5.
nóvember 1927, Guðveig, f. 23.
maí 1929, og Birna, f. 13. maí
1938.
Eiginmaður Ásdísar var Sigurð-
ur Guðmundsson, ritstjóri Þjóð-
hönnuður, f. 6. nóvember 1974. 3)
Helga , kennari, f. 20. nóvember
1949, gift Rósmundi Guðnasyni,
deildarstjóra á Hagstofu Íslands,
f. 15. febrúar 1950. Þeirra börn:
Guðni, f. 10. október 1979, og
Tryggvi, f. 1. mars 1984. Helga á
einnig dótturina Ásdísi Kristjáns-
dóttur, f. 25. ágúst 1969, sem er í
sambúð með Svend Jóngeir And-
ersen, f. 3. desember 1971. Þeirra
barn: Markús, f. 22. desember
1999. 4) Kjartan, verkfræðingur,
f. 17. desember 1951, kvæntur
Kristínu Guðjónsdóttur, kennara,
f. 26. ágúst 1952. Börn þeirra:
Guðjón, f. 7. mars 1975, Helga, f.
23. mars 1977, og Sigurður Emil,
f. 28. mars 1983. 5) Sæunn, f. 13.
júlí 1954, d. 7. júlí 1985. Sonur
hennar Vilhjálmur Þór, f. 15. apríl
1984. Kjörforeldrar Vilhjálms eru
Jón Axel Steindórsson, f. 19. sept-
ember 1950, og Brynja Sigfúsdótt-
ir, f. 12. september 1955.
Ásdís stundaði nám við Laug-
arvatnsskólann 1942–1944 og
Samvinnuskólann í Reykjavík
1944–1945. Þau Sigurður gengu í
hjónaband árið 1945 og bjuggu á
Fálkagötu 1 í Reykjavík alla tíð.
Ásdís vann árum saman í eldhúsi
Flugleiða á Reykjavíkurflugvelli.
Hún var matráðskona í mötuneyti
nemenda við Kennaraháskóla Ís-
lands og starfsmaður á Hótel
Sögu. Hún var virk í félagsstörf-
um og var m.a. í stjórn Félags
starfsfólks veitingahúsa um ára-
bil.
Útför Ásdísar fer fram frá Foss-
vogskirkju í dag og hefst athöfnin
klukkan 13.30.
viljans, f. 16. nóvem-
ber 1912 í Kjólsvík í
Borgarfjarðarhreppi
Norður-Múlasýslu, d.
11. apríl 1973. Börn
þeirra eru:1) Þórhall-
ur, leikari og leik-
stjóri, f. 23. maí 1946.
Fyrrv. eiginkona: El-
ísabet Þorsteinsdótt-
ir, meinatæknir, f. 19.
nóvember 1943. Börn
þeirra: Ásdís, leik-
stjóri, f. 10. nóvember
1968, maki Gunnar
Ólafur Hansson, f. 8.
september 1969. Þau
skildu. Dóttir þeirra: Elísabet, f. 9.
janúar 1992. Ragnheiður, kerfis-
fræðingur, f. 29. desember 1970,
gift Arnóri Benónýssyni, kennara
og leikstjóra, f. 13. ágúst 1954.
Þau eiga soninn Benóný, f. 17.
ágúst 2001. Og Steinunn, þátta-
gerðarmaður hjá Sjónvarpinu, f.
27. nóvember 1972, gift Breka
Karlssyni, f. 5. mars 1971. Seinni
kona Þórhalls er Sjöfn Pálsdóttir,
leikskólakennari, f. 18. mars 1959.
Sonur þeirra: Sigurður, f. 25. sept-
ember 1994. Stjúpbörn Þórhalls
eru: Baldvin Þór Magnússon, f. 15.
maí 1982, og Þórunn Magnúsdótt-
ir, f. 28. júlí 1983. 2) Friðbjörg,
starfsmaður á Hrafnistu, f. 2.
mars 1948. Sonur hennar: Sigurð-
ur Kaiser Guðmundsson leikhúss-
Minningar um Ásdísi, móður
mína, nýlátna sækja á mig þessa
daga í skammdeginu. Bjartar minn-
ingar og dimmar minningar. Ann-
ars vegar frá fyrri árum, allt aftur í
bernsku, og hins vegar frá síðustu
æviárum hennar þegar Alzheimer-
sjúkdómurinn hélt henni í heljar-
greipum og herti tökin þar til yfir
lauk. Sárt var að sjá hvernig þessi
annars lífsglaða kona missti smám
saman getuna til að tjá sig. Sjálf-
stæð kona sem alltaf hafði séð um
sig og sína hvað sem á bjátaði, varð
ósjálfbjarga. Mig langaði svo mikið
að njóta hennar lengur. Þessi
hrikalegi sjúkdómur varð til þess
að hún gat ekki notið síðustu
æviára sinna sem skyldi. Hún fór
allt of fljótt.
Þegar ég rek í huga mér lífs-
hlaup hennar og tengi það mínu,
hlýnar mér um hjartarætur og finn
hversu mikið hún gaf mér. Glað-
værð, heiðarleiki, dugnaður og
nægjusemi eru hugtök sem lýsa
henni best. Mamma var sérstök
kona. Aldrei sá ég hana kvarta, það
var stutt í hlátur og oft var glatt á
hjalla í litla húsinu okkar.
Það var ævintýri líkast fyrir lít-
inn snáða að alast upp á Gríms-
taðaholtinu. Eftirstríðsárin, bragg-
ar, Trípólíbíó, kalda stríðið,
hippatímabilið... og Fálkagata 1.
Heimilið, sem mamma og pabbi
byggðu okkur systkinunum, var
miðja alheimsins. Öruggt skjól og
þar var næga ástúð og umhyggju
að finna. Húsið á Fálkagötunni var
ekki stórt en það var eins og það
skipti ekki máli. Þegar vini og
frændfólk bar að garði, oft utan af
landi, var alltaf boðin gisting og
fólk þáði það með ánægju. Öllum
leið vel á Fálkagötunni. Ég var,
eins og gengur, nokkuð athafna-
samur drengur og þurfti móðir mín
að hafa allmiklar áhyggjur af mér
held ég, svona eftir á að hyggja. Ég
taldi stoltur þau skipti, sem
mamma þurfti að fara með mig í
hasti upp á heilsugæslustöð til að
láta sauma mig saman eftir að ég
hafði dottið niður af húsþaki eða
skorið fingur. Sex göt á hausnum
og tveir puttar. Skelfingarsvipurinn
á mömmu, þegar ég kom alblóð-
ugur heim og hún hringdi meira að
segja í leigubíl, sem hún annars
aldrei gerði. Þá sá ég hvað henni
þótti vænt um mig. Mamma var
snillingur í saumaskap. Hún töfraði
fram nýjar flíkur á gömlu hand-
snúnu saumavélina; gömul jakkaföt
af pabba urðu að buxum á mig.
Seinna sagði hún mér að ég hefði
aldrei viljað fara í ný föt; „Ég skal
fara í þetta þegar það er orðið gam-
alt,“ sagði ég víst.
Ein fjölskyldumynd er til af okk-
ur frá þessum tímum. Þar eru syst-
ur mínar í upphlut og ég í matrosa-
fötum. Mamma hafði saumað þetta
allt á okkur. Þó ég hafi varla verið
meira en fjögurra ára, þá rámar
mig í myndatökuna. Ég man alla-
vega eftir því að ég var í slæmu
skapi út af einhverju og var alveg
staðráðinn í að eyðileggja mynda-
tökuna. Ég er sá eini á myndinni
sem er með fýlusvip. Þessi mynd
var hjá mömmu síðustu ár hennar á
vistheimilinu í Víðinesi.
Eitt af mörgu sem mamma sá al-
farið um á heimilinu voru smíðar og
viðgerðir. Pabbi kunni ekki að
negla nagla hvað þá meir. Hún mál-
aði þakið á húsinu meðan aðrir úr
fjölskyldunni horfðu skelfdir á. Hún
var svo létt og liðug. Einu sinni gaf
ég henni verkfæri í afmælisgjöf og
ég held að hún hafi bara verið
ánægð með það. Allavega nýttust
þau henni vel sagði hún, þegar ég
spurði.
Þegar ég komst á unglingsárin,
gekk á ýmsu í mínu lífi, eins og
gengur, en mér tókst með þeim
grunni sem mamma og pabbi höfðu
gefið mér að sigla stóráfallalaust
gegnum þann ólgusjó. Þegar ég var
sextán ára bannaði ég mömmu að
vaka alltaf eftir mér langt fram á
nætur. Óþarfi að hafa áhyggjur af
fullorðnum manni! Það sem
mamma mátti þola. Eins og þegar
60 lítra bruggkúturinn okkar strák-
anna brotnaði og sykurleðjan, rús-
ínurnar og allt hitt, sem notað er
við framleiðslu á góðum landa,
flæddi yfir nánast allt nýja teppið
hennar mömmu. Teppið, sem hafði
tekið hana fjölda ára að safna fyrir.
Sem betur fer var mamma ókomin
úr vinnunni og við strákarnir unn-
um stórvirki við að hreinsa allt upp.
Þegar mamma kom heim grunaði
hana ekkert og fór í inniskóna sína
eins og venjulega. En verst var
þegar hún fór fram í eldhús og inni-
skórnir límdust fastir við gólfið.
Það var í eina skiptið sem ég hef
heyrt hana ákalla Guð sinn almátt-
ugan. Móðir mín var ekki trúuð
kona.
Mamma sló upp veislu þegar ég
varð stúdent. Hún var stolt af syni
sínum; þetta gat hann. Pabbi dó
tveimur árum seinna og mamma
syrgði hann mikið. Þau voru mjög
samrýnd og ég held hamingjusöm.
Einna ánægjulegastar endur-
minningar mínar um mömmu eru
frá þeim árum er við Kristín kona
mín bjuggum í Svíþjóð. Mamma
kom tvisvar í heimsókn til okkar.
Þá voru börnin okkar; Guðjón og
Helga enn lítil og Sigurður Emil
ekki fæddur. Þau elskuðu ömmu
sína. Mamma var ótrúlega góð við
börn og virtist alltaf hafa nægan
tíma fyrir þau. Hún naut þess einn-
ig að vera í útlöndum. Þau pabbi
ferðuðust of til útlanda og ég minn-
ist þess sérstaklega þegar þau
komu frá Tékkóslóvakíu. Ég var þá
lítill polli. Mamma var í blóma lífs-
ins og það geislaði af henni. Mér
fannst hún svo falleg. Í nýrri ljósri
dragt, svo brún og sælleg.
Þegar við hjónin fluttum heim frá
Svíþjóð, komum við til landsins með
Smyrli á nýja Volvonum okkar,
daginn áður en mamma varð sex-
tug. Við gistum hjá frændfólki
Kristínar fyrir austan á Héraði um
nóttina. Sjóferðin með gamla
Smyrli hafði tekið á okkur svo við
sváfum fram eftir og komumst ekki
af stað til Reykjavíkur fyrr en upp
úr hádegi. Keyrt var í einum
spreng, börnin fengu pylsu og kók í
kaupfélaginu á Fagurhólsmýri,
hljóðkúturinn varð eftir á Mýrdals-
sandi og á Fálkagötuna komumst
við rétt fyrir miðnætti. Þar urðu
fagnaðarfundir. Þar voru vinir og
vandamenn í góðri veislu. Mamma
hafði bakað tertur og kökur af sinni
alkunnu snilld. Gott að koma heim
til mömmu og ömmu.
Þessar minningar eru aðeins brot
af því sem ég geymi að eilífu í huga
mér um móður mína.
Kjartan Sigurðsson.
Mig langar til þess að skrifa
nokkur orð til minningar um elsku
bestu ömmu mína og nöfnu. Þrjú
fyrstu ár ævi minnar bjó ég, „litla
manneskjan“, hjá ömmu og afa á
Fálkagötu 1 eða þar til ég fluttist
til Svíþjóðar með foreldrum mínum.
Það er kannski líka þess vegna sem
mér finnst ég hafa verið nánari
ömmu en kannski gengur og gerist.
Að minnsta kosti var Fálkagatan
alltaf eins og mitt annað heimili.
Það æxlaðist þannig að þau ár sem
við bjuggum úti komum við alltaf
heim um jólin og vorum þá hjá
ömmu. Þegar við fluttum síðan aft-
ur heim og ég þá að verða sjö ára
kom ekkert annað til greina en að
halda jólin hjá ömmu. Ég var meira
að segja lasin þessi fyrstu jól okkar
hérna heima en ég varð að komast
til ömmu, annars hefðu ekki orðið
nein jól. Þessi hefð hélst allt þar til
amma greindist með alzheimer fyr-
ir u.þ.b. sex árum en þá kom hún
bara til okkar í staðinn.
Oftar en ekki var farið í sunnu-
ÁSDÍS
ÞÓRHALLSDÓTTIR
M
argt er það sem
ekki má. Hægt er
að nefna sem
dæmi að ekki má
selja áfengi í
smásölu nema svo vilji til að selj-
andinn sé íslenska ríkið. Þó mega
veitingahús selja áfengi í glösum
og opnum flöskum beint til neyt-
andans og er ekki fyllilega aug-
ljóst hvers vegna einkaaðilar
mega selja einstaklingum áfengi í
opnum flöskum en ekki lokuðum.
Á þessu er þó vafalaust alveg
skotheld skýring. Ekki má heldur
selja hnefaleikaglófa. Þar fær
ekki einu sinni íslenska ríkið und-
anþágu, slík er ógn glófanna. Á
sama tíma má hins vegar selja
aðrar gerðir glófa, svo sem lopa-
glófa til að halda hita á fingrunum
og skinnglófa til kýlinga að aust-
rænum hætti.
Þá má ekki
reykja í sam-
eign fjöleign-
arhúss og
gildir einu þó
allir eigendur
hússins vilji
ólmir fá að reykja í sameigninni. Í
íbúð sem sömu menn kunna að
eiga sameiginlega mega þeir hins
vegar enn þá reykja sem þá lyst-
ir, dag og nótt, árið um kring. En
jafnvel þar mega þeir ekki taka
fínkornótt tóbak í nef eða tóbak í
munn. Löggjafanum hefur nefni-
lega tekist að setja áríðandi lög
sem banna „fínkornótt neftóbak
og munntóbak“. Á þessu er þó ein
undantekning, skrotóbak.
Nú er ekki heiglum hent að
skilja í fljótu bragði bann við fín-
kornóttu neftóbaki og munntób-
aki, að undanskildu skrotóbaki.
Menn þurfa sennilega að hafa
verið áhugamenn um almennar
þvingunaraðgerðir gegn borg-
urunum í býsna langan tíma áður
en þeim dettur svona lagað í hug,
og varla ráðlegt fyrir byrjendur í
bannfræðum að reyna að leika
slíkt eftir. En eins og menn taka
eftir þá gildir bannið um neftóbak
aðeins um hið „fínkornótta“.
Grófkornótt er enn heimilt eins
og gefur að skilja, enda aðeins
knýjandi að banna hið fínkorn-
ótta. Og enginn skyldi láta sér
detta í hug að vefjast muni fyrir
framkvæmdavaldinu að fram-
fylgja lögunum, því í reglugerð
hefur verið skilgreindur mun-
urinn á „fínkornóttu“ neftóbaki
og öðru, en þar segir að með fín-
kornóttu neftóbaki sé átt við nef-
tóbak þar sem „að minnsta kosti
helmingur korna er minni en 0,5
mm að þvermáli“.
Nú er það vitaskuld svo, þó
menn hafi ekki áttað sig á því, að
það er sérstakt hagsmunamál
borgaranna að settar hafi verið
skýrar reglur um þetta atriði. Án
reglna um þvermál tóbakskorna,
eða öllu heldur án reglna um
þvermál að minnsta kosti helm-
ings tóbakskorna, er allsendis
óvíst að nokkrum manni hefði
dottið í hug að tóbakskorn væru
mæld af slíkri nákvæmni og alúð.
En nú vita menn að einhvers
staðar inni á tóbaksrann-
sóknastofu hins opinbera stendur
þessa stundina maður í hvítum
sloppi og mælir tóbakskorn. Að
lokinni stærðarmælingu korn-
anna og flokkun þeirra í tvær
hrúgur, telur hann kornin í hvorri
hrúgu fyrir sig, ber svo fjöldann
saman og sér þá í hendi sér hvort
um löglega eða ólöglega vöru er
að ræða. Að rannsókn lokinni má
treysta því að maðurinn í hvíta
sloppnum eyði þegar í stað hinni
ólöglegu – og þar með vænt-
anlega stórhættulegu vöru – en
hinni veltir hann líklega milli
fingra sér og fær sér nokkur korn
sér til hressingar.
Fleira er bannað. Það má til
dæmis ekki aka fólki gegn gjaldi
en allir mega hins vegar aka öll-
um út um allt – frítt. Sumir kynnu
að ætla að næg skilyrði til að fá að
aka öðru fólki gegn gjaldi væri að
hafa ökuskírteini. Svo er þó ekki,
enda væri þá nokkur hætta á að
bið eftir leigubílum yrði svo að
segja engin. Af einhverjum
ástæðum fer betur á því að tiltek-
inn hámarksfjöldi bíla á hverjum
stað aki fólki gegn gjaldi. Það að
rata um næsta nágrenni, hafa
snyrtilegan bíl, fullnægjandi öku-
leyfi og halda bókhald yfir rekst-
urinn er alls ekki nóg, því leyfið
er aðalmálið og án þess ekur eng-
inn maður öðrum – nema frítt að
vísu. Enn hefur ekki verið bannað
að aka fólki án endurgjalds, en
engin ástæða er til að örvænta,
einhver þingmaðurinn kann að
luma á frumvarpi um slíkt bann
og það ætti að eiga greiða leið í
gegnum þingið. Í það minnsta ef
þar verður kveðið á um að ekki
megi aka án endurgjalds ef að
minnsta kosti helmingur farþeg-
anna er undir hálfum metra á
hæð.
En fyrst verið er að takmarka
fjölda þeirra sem starfa við
ákveðna atvinnugrein, hvers
vegna þá ekki að ganga alla leið
og setja reglur um fjölda í hverri
grein? Ef hið opinbera býr yfir
betri upplýsingum um þörf fyrir
þjónustu við hinn almenna borg-
ara en hinn almenni maður sjálf-
ur, hvers vegna skyldi þessi yf-
irburðaþekking hins opinbera þá
ekki vera betur nýtt? Rökrétt
framhald af sérstöku leyfi til
leiguaksturs er að ríkið skilgreini
fjölda starfsmanna í hverri at-
vinnugrein og gefi út sérstök leyfi
í framhaldi af því. Þannig næðist
væntanlega réttur fjöldi starfs-
manna og hver gæti unað glaður
við sitt án þess að hafa áhyggjur
af að of margir kæmu í greinina.
Ríkið gæti til að mynda gefið út
ákveðinn fjölda leyfa til sölu á
matvöru í Reykjavík og komið
þannig í veg fyrir að of margir
selji matvöru. Biðraðir yrðu að
vísu í matvöruverslunum, líkt og
stundum er eftir leigubílum, en
kostirnir væru væntanlega yf-
irgnæfandi, rétt eins og í tilviki
leigubifreiðanna.
En á meðan beðið er eftir
þarfri lagasetningu um takmark-
aðan fjölda leyfa til sérhverrar at-
vinnustarfsemi, má velta fyrir sér
stórglæpamanni einum. Hann
stendur reykjandi í sameign tví-
býlishúss síns ásamt nágranna
sínum úr hinni íbúð hússins. Þar
selur hann nágrannanum lokaða
áfengisflösku í skiptum fyrir
hnefaleikaglófa og ekur honum
því næst niður í miðbæ og þiggur
að launum dós af fínkornóttu nef-
tóbaki. Þarna hefur hann á auga-
bragði brotið að minnsta kosti
fimm mismunandi lög – en getur
nokkur bent á fórnarlambið?
Það sem
ekki má
En nú vita menn að einhvers staðar
inni á tóbaksrannsóknastofu hins opin-
bera stendur þessa stundina maður í
hvítum sloppi og mælir tóbakskorn.
VIÐHORF
Eftir Harald
Johannessen
haraldurj
@mbl.is