Morgunblaðið - 14.12.2001, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 14.12.2001, Blaðsíða 54
UMRÆÐAN 54 FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ FYRIR skömmu voru kynntar frumnið- urstöður varðandi arð- semi lestarkerfis fyrir fólksflutninga á milli Keflavíkur og höfuð- borgarsvæðisins. Frumkönnun um arð- semi þessarar fjárfest- ingar er frekar lofandi þótt erfitt geti reynst nú að gefa sér forsend- ur sem gilda eiga eftir 2016, þegar gert er ráð fyrir að Reykjavíkur- flugvöllur verði lagður niður í núverandi mynd. Arðsemisút- reikningar hafa fyrst og fremst mið- ast við fólksflutninga frá Keflavík- urflugvelli til þéttbýlis við Sundin blá. Því er ekki úr vegi að benda á aðra tengda möguleika sem hug- myndin býður uppá. Hér er átt við efnisflutninga til höfuðborgarinnar. Þannig háttar til að frá námusvæð- um við Sveifluháls norður af Kleif- arvatni er árlega flutt verulegt magn efnis. Um er að ræða efni til bygg- ingar mannvirkja og gatnagerðar. Eins og nú háttar er efnið flutt með stórtækum flutninga- bílum og lætur nærri að ferðir þessara öku- tækja skipti hundruð- um dag hvern. Í fljótu bragði mætti ætla að lögn brautarteina frá Sveifluhálsi, er tengd- ist inná fyrirhugað lest- arkerfi á móts við Straumsvík, væri raun- hæfur möguleiki. Með slíkri tenginu mætti nær alfarið leggja nið- ur þann flutningsmáta sem nú er við lýði. Við þetta skapaðist hag- ræðing sem fælist í meiri afköstum. Jafnframt myndi álagi þungaflutninga létta af þjóð- vegakerfinu og almennri umferð. Það væri íhugunarefni að kanna hvort eða hvernig arðsemisútreikn- ingar við fyrirhugaðar lestarsam- göngur á milli Reykjavíkur og Kefla- víkur myndu breytast með þeirri viðbót sem hér er imprað á. Stór verkefni eru framundan sem kerfjast byggingarefnis í stórum stíl. Má þar nefna að í skipulagi Reykja- víkur til ársins 2024 er gert ráð fyrir miklum landfyllingum til suðvesturs frá Örfirisey og að þar muni rísa 2.500 íbúða hverfi. Landfyllingar á höfuðborgarsvæðinu hafa að mestu byggst á efni sem dælt hefur verið af hafsbotni skammt frá landi. Fram- hald þeirrar efnistöku er ekki sjálf- gefið. Landfyllingar með ströndum á höfuðborgarsvæðinu mætti fram- kvæma með öðrum hætti. Þannig mætti eins nýta áðurnefnt námu- svæði við Sveifluhálsa til að nema vissar efnisgerðir. Þar virðist vera ótakmarkað efni fyrir komandi kyn- slóðir, efni sem ekki er eftirsjá í (ým- iss konar móberg). Vissulega hafa umhverfisspjöll verið unnin á und- anförnum áratugum, og eru jafnvel enn, með því að efni hefur til skamms tíma verið numið úr tiltölu- lega litlum en dreifðum námum. Þannig hefur efnistaka sífellt hafist á nýjum stað með tilheyrandi vega- gerð og röskun á óspjallaðri náttúru. Ef til vill mætti segja að við höfuð- borgarsvæðið hafi stórvirkasta „manngerð“ umhverfisröskun verið unnin frá upphafi byggðar í landinu. Hugmynd um grjótflutninga með lest er ekki ný á nálinni. Það er sögu- leg staðreynd að vegna byggingar hafnargarðsins í Reykjavík var fyrsta og eina járnbraut á Íslandi lögð, fyrir um öld. Þá var grjót flutt úr Öskjuhlíð og Skólavörðuholti nið- ur að höfn. Brautarteinar frá Sveifluhálsi til Straumsvíkur Jóhann Helgason Höfundur er jarðfræðingur. Keflavíkurjárnbraut Eins og nú háttar er efnið flutt með stórtæk- um flutningabílum, seg- ir Jóhann Helgason, og lætur nærri að ferðir þessara ökutækja skipti hundruðum dag hvern. NÚ Í nóvember lauk í Marokkó enn einni ráðstefnunni um „lofts- lagssamningana“ svo- kölluðu. Þessar endur- teknu ráðstefnur, um höft á brennslu manna á jarðefnaeldsneyti, eru orðnar í sérflokki í upp- höfnu tilgangsleysi og skrumskælingu vísinda, ásamt með samkomum á nokkrum öðrum al- þjóðlegum „vettvöng- um“, alþjóðahvalveiði- ráðið er þekktasta dæmið. Um hvað snýst málið? Áróðurinn um hin válegu gróður- húsaáhrif byggist á kenningum um að maðurinn sé að spilla andrúmslofti jarðar með því að blása út koltvísýr- ingi frá brennslu. Margir halda að lofthjúpur jarðar sé að fyllast af „mengun“ af völdum manna. Þetta er svo notað sem ástæða til þess að reyna að koma alheimshöftum á iðn- aðarstarfsemi. Skyggnst á bak við áróðurinn Þegar skyggnst er á bak við áróð- urinn kemur eftirfarandi í ljós: – Koltvísýringur er ekki mengun, hann er eina fæða jurtagróðurs jarðar og þar með manna og dýra. Gróðurvöxtur eykst með auknum koltvísýringi í loftinu. – Koltvísýringsmagnið í lofthjúpn- um hefur sveiflast gífurlega í sögu lífsins, ekki er enn vitað hvað maðurin getur haft mikil áhrif þar á. – Jafnvel þó að mennirnir brenndu á svipstundu öllu jarðefnaeldsneyti sem til er í jörðinni mundi loftið ekki spillast meir en svo að menn og dýr, sem anda að sér loftinu, mundu varla verða vör við breytinguna. – Mennirnir geta aldrei aukið koltvísýringinn mikið þar eð gróður- inn og sjórinn auka upptöku hans þegar magnið í loftinu vex. – Ef hitinn skyldi hækka á næstu öldum eða árþúsundum af völdum manna yrði það búbót fyrir flesta jarðarbúa og sérstaklega þá sem byggja kaldari lönd. Ný vísindaúttekt Í nýrri bók (Global Warming, A Guide to the Science) eftir W. Soon og fleiri virta vísindamenn er gerð grein fyrir vísindunum sem liggja til grund- vallar kenningunum um gróðurhúsa- áhrif af mannavöldum. Þar er rakið lið fyrir lið á hverju spárnar eru byggðar. Það er ótrú- legt að sjá hversu miklu af röngum forsendum, fölsunum og umhverfis- öfgum hefur verið hægt að koma inn í „vísindin“ um „gróðurhúsaáhrif- in“. Niðurstaða vísinda- mannanna í bókinni er að „… það er engin hrein sönnun til fyrir því að koltvísýringsút- blástur manna hafi hnattræn áhrif á lofts- lag…“ og „… aukinn gróðurvöxtur ætti að vera mikill kost- ur…fyrir mannkyn og umhverfi…“. Hagsmunir Það er aðallega skriffinnskubákn gömlu heimsveldanna, Evrópusam- bandið, sem rekur „loftslagssamn- ingana“ áfram. Í Evrópusambandinu ríkir stöðnun í bæði atvinnuuppbygg- ingu og fólksfjölda, lokun iðjuvera gerir að verkum að Evrópusamband- ið telur sig geta minnkað koltvísýr- ingsútblástur. Það hefur áhuga á að setja höft á atvinnuuppbyggingu ann- arra þjóða ef það gæti orðið til þess að bæta aðstöðu evrópskra fyrirtækja, en hlutur Evrópusambandsins í heimsviðskiptunum fer þverrandi. Flestir fyrir utan Kyoto-sáttmálann Þróunarlönd og stærstu þjóðir heims og mestu koltvísýringsfram- leiðslulöndin eru fyrir utan samkomu- lagið. Rússar fengu nærri frítt spil á síðustu ráðstefnu, Japanar sömuleið- is. Evrópusambandsveldið fórnaði flestu til þess að reyna að koma skrif- finnskubákni eftir sinni hugmynd yfir heimsbyggðina. Mesta iðnaðarstór- veldið, Bandaríkin, er búið að draga sig alfarið út úr skrípaleiknum, enda eru þar þróuðustu vísindastofnanirn- ar á sviði loftslags. Ísland með í Kyoto-sáttmálanum? Samningamenn Íslands hafa staðið sig manna best á þessum tilgangs- lausu loftslagsráðstefnum. Íslending- ar lögðu til þekkinguna þegar rætt var um bindingu koltvísýrings i gróðri (gróður og höf binda koltvísýring um 30 sinnum hraðar en mennirnir blása út). Þeir hafa fengið kröfur Íslands samþykktar að verulegu leyti. Menn spyrja, geta Íslendingar þá ekki samþykkt Kyoto-sáttmálann? Því er til að svara að undanþága Ís- lendinga var byggð á nokkurri skammsýni og vanþekkingu, hún nær aðeins til nokkurra orkufrekra iðnað- arverkefna. Annar iðnaður og ýmis starfsemi, sem hægt er að byggja upp hérlendis, ferlisiðnaður, matvælaiðn- aður, efnaiðnaður, olíuhreinsun (og framtíðarnýting haugloftsíssins sem nýlega fannst út í hafi), er ekki reikn- uð með í íslensku undanþágunum. Ef landbúnaður, fiskveiðar og ferða- mennska fá að vaxa, sem allar þessar atvinnugreinar geta gert, gætu Kyoto-höftin komið illa niður á þeim. Kyoto-sáttmálinn gerir nýjum fyrir- tækjum og litlum, og fátækum þjóð- um, erfiðara fyrir og getur stöðvað uppbygginguna hjá þeim. Það verða aðeins stórfyrirtækin sem geta keypt „kvótann“. Íslendingar þekkja kvóta- kerfi af eigin raun og ættu því ekki að vera sérlega ginnkeyptir fyrir fleiri slíkum. Þegar til framtíðar er litið kemur Kyoto-sáttmálinn til með að hamla uppbyggingu og þróun vaxandi þjóðar á Íslandi. Af þeim ástæðum er þjóðarnauðsyn fyrir Íslendinga að fara að dæmi Bandaríkjanna og hafna alfarið Kyoto-samþykktinni og þeirri skrumskælingu vísindanna sem hún byggist á. Það væru reginmistök að binda nú hendur framtíðarlands- manna með skaðlegum fjötrum. Kyoto-samningurinn er andstæður hagsmunum Íslendinga nú og í fram- tíðinni. (Frekari fróðleikur: Heimasíða Ágústs H. Bjarnasonar: www. rt.is/ ahb/sol. Heimasíða Johns Daly í Ástr- alíu: www.john-daly.com. Bókin „2000 árum eftir Vínlandsfund“ eftir grein- arhöfund. Bókin „Global Warming, A Guide to the Science“, eftir W. Soon o.fl., The Fraser Institute, Vancou- ver, Kanada). Loftslagssamningar Friðrik Daníelsson Kyoto-sáttmálinn Koltvísýringur er ekki mengun, segir Friðrik Daníelsson, hann er eina fæða jurtagróðurs jarðar og þar með manna og dýra. Höfundur er efnaverkfræðingur. MEÐ útkomu bókar- innar Ísland í Evrópu, Evrópuúttekt Samfylk- ingarinnar, urðu þátta- skil í umræðunni um hugsanlega aðildarum- sókn Íslendinga að Evrópusambandinu. Í verkinu skilgreinir hóp- ur sérfræðinga ítarlega samningsmarkmið Ís- lendinga í hugsanleg- um aðildarviðræðum. Því getur vönduð og málefnaleg umræða um kosti og galla aðildar að Evrópusambandinu farið fram næstu miss- erin. Samfylkingin kaus þá leið að ráðast í það stóra og metnaðarfulla verkefni að vinna að faglegri úttekt á stöðu Íslands í Evr- ópusamstarfi. Því er nú lokið og næsta skref er lýðræðisleg umræða um kosti og galla aðildar. Kostir og gallar Á næstu mánuðum mun Samfylk- ingin standa fyrir ýmiskonar fundum og umræðuvökum um tengsl Íslands og Evrópusambandsins. Að því loknu fer fram allsherjaratkvæðagreiðsla félaga í Samfylkingunni um hvort flokkurinn eigi að setja aðildarum- sókn á oddinn. Þá hafa flokksmenn, og allir þeir sem áhuga hafa á málinu, gengið í gegn- um lýðræðislega um- ræðu um aðildarspurn- inguna. Tengsl okkar við Evrópu eru stórmál fyrir hagsmuni þjóðar- innar og ekki síst kom- andi kynslóðir. Vegna þess hve Evrópusam- bandið er mikilvægur vettvangur í samskipt- um ríkja Evrópu verð- ur það án vafa eitt af veigamestu verkefnum íslenskra stjórnmála á næstu árum að taka af- stöðu til þess hvort Ísland eigi að sækja um aðild eða ekki. Spurningar og svör Evrópuúttektin vekur upp spurn- ingar og kemur með svör. Það er einkar athyglisvert að kynna sér nið- urstöður höfunda um sjávarútvegs- mál, fullveldismál, byggðamál og efnahagsmál, svo eitthvað sé nefnt. Samkvæmt niðurstöðum höfunda mun staða sjávarútvegsins batna við inngöngu, við fáum hluta af fullveld- inu til baka og gríðarleg tækifæri til atvinnuuppbyggingar á landsbyggð- inni geta skapast við aðild. Svona mætti lengi telja og er fjölda slíkra dæma að finna í verkinu. Breyttur heimur Stjórnmálaflokkunum ber skylda til að standa þannig að verki að við séum tilbúin til að bregðast við breyttum heimi á skömmum tíma. Heimurinn bíður ekki eftir þeim sem standa kyrrir heldur þurfum við að vera á sífelldri hreyfingu til að verða um ókomna framtíð í fremstu röð í samfélagi þjóðanna. Það er óábyrg afstaða stjórnmálamanna að horfast ekki í augu við nýja tíma og breyttar aðstæður á alþjóðavettvangi og vera einfaldlega á móti, án frekari um- ræðu. Samband Íslands við Evrópu- sambandið er eitt af stærstu hags- munamálum þjóðarinnar og við þurfum og eigum að vera í stakk búin að bregðast við breytingum með skjótum og yfirveguðum hætti. Evrópuúttekt Sam- fylkingarinnar Össur Skarphéðinsson ESB Samband Íslands við Evrópusambandið, segir Össur Skarphéð- insson, er eitt af stærstu hagsmunamálum þjóðarinnar. Höfundur er formaður Samfylkingarinnar. Mörkinni 3, sími 588 0640G læ si le ga r gj af av ör ur Tannstönglabox kr. 2.470 Opið mán.-fös. frá kl. 12-18. Lau. frá kl. 11-14.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.