Morgunblaðið - 14.12.2001, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 14.12.2001, Blaðsíða 50
MINNINGAR 50 FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ hvort heldur hún var að etja við ban- væna sjúkdóma eða að ná sínu setta marki. Hún skilur eftir sig stórt tómarúm og heimurinn verður ekki sá sami án hennar. Sigurborg. Það var fyrir mörgum, mörgum ár- um í dimmgráu skammdegi, að svört fólksbifreið rann í hlað einbýlishúss í Laugarnesinu, skammt frá gröf Hall- gerðar langbrókar. Fyrir framan húsið stóð lítill drengur. Hann beið einskis, en bar í brjósti dulinn ótta. Út úr bifreiðinni kom dökkklædd kona með svart net fyrir augum og loðkraga um háls. Hún beygði sig nið- ur að drengnum, og vit hans fylltust hári og angan kölnarvatns. Lengi, lengi eftir þetta fyllti konu- ilmur vitund hans þessum dulda ótta, þar til hann, á þrítugsaldri, horfði á Svanavatnið. Þá, þegar svarti svan- urinn rauf friðinn og kyrrðina í leiftri og þrumugný og spratt fram á sviðið, birtist dimmgráa myndin aftur í huga drengsins. Þessi mynd úr Laugar- nesinu forðum. Á samri stundu end- urlifði hann dökkklæddu konuna. – Síðan hefur vel lyktandi andrúm ekki vakið þennan ótta. Nú, á nýliðnum haustdögum, hefur hin fjarlæga minning birst sem gullið lauf bjarkar, meðal naktra greina reynis, fyrir utan glugga sjúkrahúss. Bak við dökk augu hússins lá konan og barðist fyrir lífi sínu. Hún sá ekki björkina nema í spegli. Það, sem henni bjó í brjósti, gat hún aðeins tjáð með augnaráði sínu, – önd hennar gat eigi blásið lífi í brostin raddbönd. Skilningsvana drengurinn við sjúkrabeð móður sinnar bað hana að bíða með þá tjáningu, þar til hún losn- aði úr viðjum þeirra véla sem blésu henni lífi í brjóst. Vélum, sem hún skyldi reyna að gleyma og þjáning- unni, sem þeim fylgdi. Á meðan ætti hún að hanna þá mynd, sem skreytti fegursta hökul, sem hún myndi nokkru sinni gera. Mynd, sem risi eins og hvítur marmari upp úr svartri ösku forðum. Hann fór út og tíndi bleik lauf bjarkarinnar af jörðunni og færði henni. Ósjálfrátt bar hann saman lög- un og lit laufsins við andlit móður sinnar. Hann bað hana að láta andann lyfta þessum laufum og bera þau á eigin vængjum upp í himinhæðir, svipað og tónar á einum hökli hennar, í kirkju Siglfirðinga. Og hann rétti henni óskrifað blað og penna. Með veikri hendi teiknaði hún línu, sem hverfðist endalaust inn í sjálfa sig, í æ krappari bugðum, þar til penninn missti flugið niður af blaðbrúninni. – „Nei, nei, mamma,“ sagði drengurinn og sneri við blaðinu. „Þú hnitar hringi upp á við, eins og fuglinn við Reyn- isfjall, sem svífur með andvarann undir vængjum við bjargbrún.“ En hún lygndi aftur augunum í bjargar- leysi sínu og horfði síðan upp í him- ininn, eins og í bæn. Hann fann að þau skildu hvort annað. Hún gat eigi tjáð það með sinni brostnu röddu, og hann þagði. Nú, þegar konan er aftur horfin í dökkum vagni á braut, þaðan sem ekkert ljós skín, annað en það sem er annars heims, benda naktar greinar bjarkarinnar upp í myrkan himininn og vísa veginn. Hrungjörn laufin hafa borist til fjarlægra staða. Og sá salur, sem móðir þessa drengs bjó í um stund, mænir nú andvana augum út á dimmbláan veginn, sem verður leið okkar allra að lokum. Og inn um þann skjá mun auga lifanda aldrei skyggn- ast og sjá fegursta hökul, sem hann- aður hefur verið. Chicago, 24. nóvember 2001. Sigurður V. Sigurjónsson. Sigrún Jónsdóttir kirkjulistakona er látin. Með henni er horfinn úr okk- ar samfélagi mikill kvenskörungur. Sigrún ólst upp við venjuleg al- þýðukjör í Vík í Mýrdal. Voru þeir átthagar henni jafnan kærir síðan. Hún aflaði sér menntunar handa- vinnukennara í Reykjavík og seinna listmenntunar, einkum í vefnaðarlist, með margra ára námi og starfi í Gautaborg í Svíþjóð. Hún var at- hafnasöm, hugrökk og hörkudugleg. Þegar tímar liðu fram helgaði hún sig aðallega kirkjulistinni. Sá sem þessar línur ritar telur að enginn hafi unnið íslenskri kirkjulist eins mikið af fögr- um verkum og hún á síðari hluta 20. aldar. Sigrún var tilfinningarík og það svo mjög að sumum mun stundum hafa þótt nóg um. Hún átti sér hug- sjónir og stefndi framkvæmd þeirra beint að markinu. Hún var kvenrétt- indakona. Ekkert var henni fjær skapi en að taka undir við hið þús- aldagamla ok karls á konu hvarvetna utan eldhússins. Sigrún var mannblendin. Hún þurfti félagsskap manna. Gestrisni hennar var við brugðið. Ein síðasta ósk hennar í lífinu var … að geta haldið áfram að hafa gesti. Og nú er hún, eftir 80 ára árang- ursríkt líf og starf, komin til Guðs. Hún unni honum heitt, leitaði oft til hans og mat mikils stuðning hans. Megi hún fá góða hvíld hjá honum, við unun og iðju, í friði og fegurð himins- ins. Andri Ísaksson. Hún Sigrún var ekki einhöm. Hún var hörkudugleg lífsnautnakona. Álf- kona og tröllamey. Hún átti sér níu líf eins og kött- urinn. Hún var höfðingi í lund, ósér- hlífin við sjálfa sig sem aðra. Hún var brautryðjandi. Listakona af guðs náð. Hún var ættrækin og gjafmild við þá sem minna máttu sín. Hún var sann- kallað tryggðatröll og vinur vina sinna. Sigrún var ekki allra. Hún bjó yfir sköpunarmætti listarinnar og fargaði því lítilmótlega. Ég man fyrst eftir Sigrúnu á heim- ili foreldra minna. Mér fannst mikið til þessarar stórfallegu, fjörugu og fyndnu frænku minnar koma. Afi minn Sveinn í Ásum í Vestur-Skafta- fellssýslu sótti ekkjuna Guðrúnu, ömmu Sigrúnar, og börnin hennar fjögur austur yfir sanda og jökul og tók þau inn á heimili sitt og ömmu Jó- hönnu snemma á öldinni sem leið. Þorgerður móðir Sigrúnar ólst því upp meðal 12 barna þeirra hjóna. Sig- rún elskaði og dáði þennan afa minn og kallaði hann sinn afa. Þessa naut ég alla tíð. Nú er hún horfin, vinkona mín og frænka, en saga hennar og lífskraftur verður okkur hinum að leiðarljósi. Hún Sigrún þorði. Blessuð sé minning hennar. Brynja Benediktsdóttir. Síðan Sigrún dó hef ég fundið tára- flóð hanga uppi, vegg með hjarta, sem kemst ekki út um augun. Hansk- ar eru góðir til að tína í tár svo að eng- inn taki eftir hræringunni. Ég fel til- finningasemina því að grátkonur eru ekki í tísku. En smávaxnar áttræðar konur sem bera 83 tonna skip yfir hafið, draga það upp að Þórisvatni og aftur niður að strönd til Víkur í Mýr- dal eru með því flottasta sem til er. Við Sigrún héldum áfram að vera nánar vinkonur eftir að bókin okkar kom út. Þegar ég heimsótti Sigrúnu síðast náðum við enn veðurfræðilegu samlífi, náðum að kveðjast hinsta sinni. Vissum það báðar, þótt sjúk- dómsgreiningin væri þá ekki enn bráð. Hún vissi það og ég vissi að hún vissi. – „Hann stendur þarna með ljá- inn,“ sagði hún og benti í hornið á sjúkrastofunni. Ég vissi hvað hún var spök svo að ég áttaði mig á því að hún væri líklega að deyja. Geðhjól mitt stöðvaðist við reiðina svo að ég skammaði hana um leið og ég smurði tárunum með kinninni yfir ennið á henni fyrir að hafa látið mig elska sig og missa. Skammaði hana fyrir að reka út læknana þegar þeir ætluðu að trufla spjallið. Skammaði hana fyrir að hafa veðsett íbúðina sína til að greiða fyrir ótrúlega dýran flutning Skaftfellings heim til Víkur. Það er óhemjugangur af einstak- lingi að taka að sér að bjarga menn- ingarverðmætum utan við kerfið, en það var klókt um leið. Það virkar að taka af skarið. Skaftfellingur breytti Vík í kaupstað og bjargaði aðdráttum sýslanna. Auðvitað á að gera um hann safn, því að svo mörg söguleg skip hafa glatast. Rétt er að sýna tannaför tímans á skipinu og leggja áherslu á safnavinnu kringum gömul menning- arverðmæti. Skaftfellingur var ekki bara björg einangruðustu sýslna landsins heldur líka stríðshetja sem bjargaði óvininum. Vík í Mýrdal er af náttúrunni kjörinn staður fyrir fjöl- þjóðlegt evrópskt safn sem mundi sinna siglingasögu aldanna hingað til landsins til veiða og kaupskapar. Slíkt safn getur auk þess opnað sögu skipakirkjugarðsins mikla í fjörum Suðurlands – sem mynda svo sak- leysislegt bros á landakortum. Þegar Skaftfellingur, 83 ára gamli elskhuginn, eins og Sigrún kallaði hann, sveif í höfn heilags Þorláks nið- ur úr Mánafossi í sumar í appelsínu- gulum gúmmíböndum, hrukkóttur og tannlaus, söng og marraði í honum, það var hrein músík. Þetta var ótrú- leg sjón, hann er magnað og sterk- lega byggt skip, hertur í vikri, næst- um heill og sprelllifandi. Svona skip fljúga bara í gömlum æfintýrum. Sig- rún sagði þegar hún sá hann svífandi í sólskininu: „Við lítum eins út.“ Helgi- letur ellinnar er eins og letur gamalla tíma … fallegt. Það er skrifað í allt nema himininn og vatnið. Með því að bjarga Skaftfellingi vildi Sigrún gera þetta letur sýnilegt. Sigrún sagði mér einu sinni að hún vildi að allir mættu í hvítu í jarðarför- ina sína og væru glaðir. Ég ætla því að reka grátkonuna frá mér og fara í ljósar flíkur. Hún sagði mér á okkar síðustu samverustund að hún vildi að siglt væri með sig dauða frá Vík út á rúmsjó. Hún vildi fara í hafið. Ég sagði séra Jakobi dómkirkjupresti frá þessu þegar hún dó. Við ráðum litlu meðan við lifum og enn minna dauð: sumir vilja fara í hafið, aðrir liggja dauðir eins og Þyrnirós í jökli og enn aðrir leggjast á Esju og láta krumma borða sig. Slíkt leyfa prest- arnir held ég bara í Tíbet, ef Kínverj- ar hafa ekki bannað það. Ég segi hér frá ósk Sigrúnar um að leggjast í haf- ið og þar með gerist það á prenti, sem er nokkuð. Aldan tók hana þegar hún var nýfermd í sumarhita að vaða í Vík. Hafið skilaði henni aftur eftir að hafa næstum hrætt úr henni tóruna. Það skilaði henni endanlega. Sigrún var óhemjusterk og verald- arvön listakona, góð og frjáls, gáfuð, forn og nútímaleg. Hún hjálpaði mér að losa um einhver frumöfl í mér. Krafturinn í henni setti fyrst í mig beig, en maður losnar ekki við beig nema fara í fangið á honum. Hún grét þegar hún þurfti þess. Það er styrk- ur. Hún skildi að við erum eldfjöll. Hún var fædd undir Kötlu þremur árum eftir gos og þráði að sjá Kötlu gjósa. Vissi manna best að við lifum á skorpu yfir eldseigum möttli. Ég fer í pílagrímsferð, ef gyðjan lofar, til Kötlu í næsta gosi og hugsa um Sig- rúnu. Helgiletur Heljar er skráð í okkur öll og gerir lífið dýrmætt. Hver vinur sem deyr færir okkur sjálf nær eyðileggingunni. Sigrún kenndi mér að lifa sprelllifandi, vera trygg, hugsa stórt, vinna hratt og óttalaust, trúa á dulmögn og vekja upp ævintýri. Það er ekki lítið. Það er kjarni íslenskrar hetjulundar að finnast allt hægt og byggja af þrautseigju. Þannig er grafskrift Sigrúnar. Þórunn Valdimarsdóttir. Það er vor 1947. Dronning Alex- andrine klýfur öldur Atlantshafsins á leið sinni frá Reykjavík til Kaup- mannahafnar. Meðal farþega skips- ins er hópur nýútskrifaðra kennara frá Kennaraskóla Íslands í mánaðar fræðslu- og kynningarferð til Dan- merkur með viðkomu í Svíþjóð. Í hópnum er Sigrún Jónsdóttir frá Vík í Mýrdal. Hún er eins og aðrir í hópn- um að fara að kanna nýjar slóðir. Markmiðið með ferðinni var að kynn- ast skóla- og menningarmálum í Dan- mörku og skoða söfn og aðrar menn- ingarminjar. Fyrir Sigrúnu var þessi ferð mikilvæg og ef til vill örlagavald- ur í lífi hennar. Hún tengdi námskeið í Svíþjóð við ferðina og varð það upp- haf að áralöngu námi hennar í Sví- þjóð. Þegar Sigrún innritaðist í handa- vinnudeild Kennaraskóla Íslands haustið 1946 var það næsta fátítt að þriggja barna móðir og fráskilin að auki drifi sig í nám til að afla sér starfsmenntunar. Það þurfti kjark og dugnað til þessa á þessum tíma, en aldrei skorti Sigrúnu kjark eða áræði. Hversu vel henni hentaði nám- ið í Kennaraskólanum skal ósagt lát- ið, en það var býsna fast skorðað á þessum árum, og hugur Sigrúnar mun fljótt hafa hneigst til listsköp- unar, þótt handavinna léki henni í hendi. Hugurinn var frjór og opinn fyrir nýjum straumum og troðnar slóðir hentuðu henni ekki vel. Þetta birtist vel í kennslu hennar. Hún vildi efla frumkvæði nemenda og styrkja þá til sjálfsköpunar. Í fyrrgreindri ferð bast Sigrún sterkum og órjúfandi böndum við þá sem í hópnum voru og slaknaði aldrei á þeim þótt árin liðu og fjarlægðir og ólík örlög skildu að. Alltaf var Sigrún tilbúin að taka þátt í samkomum okk- ar og oft vorum við gestir á heimili hennar þar sem hún veitti af rausn. Þegar við héldum upp á 50 ára kenn- araafmæli kom hún frá Svíþjóð til að geta verið með okkur eina dagstund. Sigrún unni átthögum sínum. Hún nefndi oft að sér liði hvergi betur en í bústaðnum sínum í Vík. Átthagaástin lýsti sér glöggt í baráttu hennar við að koma skipinu Skaftfellingi heim til Víkur og varðveita það þar til minn- ingar um þá lífgjöf sem það bar Vík- urbúum um árabil. Þetta auðnaðist henni og kom Skaftfellingur til Víkur 18. ágúst sl. og féll saman heimkoma hans og afmælisfagnaður Sigrúnar, þegar hún fyllti sinn áttunda áratug. Í þessum fagnaði var Sigrún glæsileg og sönn hetja, því vitað var að hún gekk ekki heil til skógar. Um ævi Sigrúnar eða list hennar verður ekki fjallað hér. Það hafa hún sjálf og Þórunn Valdimarsdóttir rit- höfundur gert frábærlega vel í bók- inni „Engin venjuleg kona“. Ég vil aðeins með þessum orðum þakka ógleymanleg kynni við Sig- rúnu og votta börnum hennar, tengdabörnum og afkomendum sam- úð mína. Stefán Ólafur Jónsson. Hún Sigrún frænka, eins og ég kallaði hana alltaf, hefur alla tíð skip- að stóran sess í lífi mínu. Þegar ég var barn að alast upp austur í Mýrdal sendi hún mér oft póstkort frá út- löndum og einnig heyrði ég oft frétta- tilkynningar í útvarpinu um að hún væri að opna myndlistarsýningu í einhverju listhúsi borgarinnar. Skyldleiki okkar Sigrúnar er nokkuð óvenjulegur og lengi vel reyndi ég að koma mér hjá að útskýra hann. Í dag er ég hins vegar afar stolt af að geta sagt að ég sé dóttir Jóns Þorsteins- sonar, afa Sigrúnar. Ég naut þess að heyra Sigrúnu lýsa afa sínum, og eftir þær lýsingar fannst mér eins og pabbi hefði verið höfðingi höfðingj- anna í Vík í Mýrdal. Hún sagði mér að hún hefði lofað afa sínum að hún skyldi líta til með litlu stúlkunni hans eftir hans dag og það loforð efndi hún ríkulega. Mér þótti mikið til um þessa frænku mína og varð hún fljótt sveip- uð ævintýraljóma í barnshuga mínum og sá ljómi dvínaði ekki þegar ég kynntist henni persónulega. Ég var þá unglingur að byrja að fóta mig í til- verunni og hún nýflutt aftur heim til Íslands eftir að hafa búið 10 ár í Gautaborg en þar var hún í textíl- námi með áherslu á kirkjulist. Við heimkomuna var í nógu að snúast hjá Sigrúnu, hún var komin með stóra fjölskyldu og nú þurfti hún að hasla sér völl hér heima. Samt lét hún sig ekki muna um að hafa hönd í bagga með ráðvilltri frænku. Einn daginn hringdi hún í mig, þá var ég sautján ára, bað hún mig að koma strax til Reykjavíkur því hún væri búin að út- vega mér vinnu í Landsbankanum. Ég lét ekki segja mér það tvisvar, tók fyrstu ferð í bæinn og saman fórum við frænkurnar, ég sveitastelpan og hún heimskonan, stórglæsileg, á pinnaháum hælum með svartan hatt á höfði og glettnina í augunum, á fund starfsmannastjóra Landsbankans. Ég var ráðin og Sigrún bauð í kaffi á Hótel Borg á eftir. Síðan átti hún eftir að hafa margskonar góð áhrif á líf mitt. Svona var Sigrún. Hún var með stórt hjarta. Hún átti sér líka stóra drauma og stóri draumurinn um að skipið Skaftfellingur kæmist til Víkur rættist í sumar á áttræðisafmæli hennar. Hún trúði því að skipið væri hamingjuskip sem færði Skaftfelling- um happ. Ég á þá ósk að Skaftfell- ingar beri gæfu til að nýta sér þessa gjöf Sigrúnar á sem bestan hátt í nú- tíð og framtíð. Ég er frænku óend- anlega þakklát fyrir allt sem hún gerði fyrir mig. Guð blessi Sigrúnu Jónsdóttur. Jóna Sigríður Jónsdóttir. SIGRÚN JÓNSDÓTTIR  Fleiri minningargreinar um Sig- rúnu Jónsdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.                                                                    !   "#    $"%  &                            !"#    $ %    &' !" ( &'    )  (        !          
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.