Morgunblaðið - 14.12.2001, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 14.12.2001, Blaðsíða 52
MINNINGAR 52 FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Steinþóra ErlaHofland Trausta- dóttir fæddist í Reykjavík 27. nóv- ember 1942. Hún lést á Spáni 30. nóvem- ber síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Trausti Runólfsson, framleiðslumaður í Reykjavík, f. 29.9. 1923, d. 22.9. 1998, og Hulda Hofland Karlsdóttir, húsmóð- ir í Reykjavík, f. 18.7. 1923, d. 22.3. 1967. Systkini Erlu eru: Birgir Hofland Traustason, múrari í Reykjavík, f. 1944, núv. maki María Ingvasson húsmóðir, f. 1945, Sigrún Hofland, verk- stjóri í Ocala í Flórída í Banda- ríkjunum, f. 1948, Runólfur Hof- land, framkvæmdastjóri í New York, f. 1950, Guðbjörg Hofland, húsmóðir í Hveragerði, f. 1951, Sigurður Hrafn Tryggvason, hót- skóla í Danmörku. Hún tók þátt í fegurðarsamkeppni Íslands 1965 og í framhaldi af því starfaði hún við fyrirsætustörf hérlendis. Erla nam sönglist í fjölda ára m.a. hjá frú Maríu Markan og fleiri virt- um söngkennurum. Sem söng- kona starfaði Erla sem óperettu- söngkona við Þjóðleikhúsið og víðar. Þá söng hún í mörg ár í Dómkirkjukórnum og Pólýfón- kórnum. Þá starfaði Erla með fjölda hjómsveita m.a. Hljómsveit Karls Lilliendahls, Hljómsveit Ragnars Bjarnasonar, Hljómsveit Ólafs Gauks og kom fram í fjölda sýninga, m.a. í veitingahúsinu Broadway og skemmti auk þess víða um land, m.a. með Sumar- gleðinni. Um árabil starfaði síðan Erla sem sölumaður hjá útgáfu- fyrirtækinu Frjálsu framtaki uns hún flutti til Spánar þar sem hún bjó síðustu æviárin. Útför Erlu fer fram frá Dóm- kirkjunni í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. elstjóri í Hvera- gerði, f. 1949. Erla giftist Ómari Hallsyni. Þau skildu. Barn þeirra er Sig- rún Heba, húsmóðir í Belgíu, f. 1.1. 1972, gift Arnari Grétars- syni, knattspyrnu- manni í Belgíu, f. 20.2. 1972, börn þeirra eru Sigurður, f. 8.5. 1991, og Sara Lind, f. 30.1. 1999. Fyrir átti Erla son- inn Trausta Ívarsson með Ívari Magnús- syni. Trausti er sölustjóri hjá Nóa-Síríusi í Reykjavík, f. 4.11. 1962. Trausti á tvö börn; Viktor, f. 10.4. 1989, barnsmóðir Þóra Karen Þórólfsdóttir, f. 15.3. 1965, Ástrós, f. 28.10. 1994, barnsmóð- ir, Ásta Sigurðardóttir, f. 16.7. 1968. Erla giftist Gunnari Reyn- arssyni 1975. Þau skildu. Erla stundaði nám í húsmæðra- Elsku mamma, takk fyrir að hafa alltaf verið bara þú. Góð vinkona, góður hlustandi og móðir okkar. Það er svo sárt að þurfa að kveðja þig, en þú munt lifa að eilífu í hjörtum okkar og í brosi barna okkar. Megir þú hvíla í friði, elsku mamma. Þín verð- ur sárt saknað. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Við munum alltaf elska þig. Trausti, Sigrún Heba og Arnar. Í lok nóvember s.l. lést mágkona mín á Spáni langt um aldur fram. Andlát hennar varð fremur óvænt þó hún hefði átt við veikindi að stríða undanfarna mánuði og kom einmitt heim í tengslum við þau nú s.l. haust. Engum datt þá í hug hve stutt yrði í kveðjustundina og hreinlega ekkert sem benti til þess. Ég kynntist Erlu þegar ég dró mig saman við Gullý, systur Erlu. Strax frá upphafi varð mikil vinátta sem aldrei bar skugga á. Mér er minniststætt að í upphafi bað Erla mig þess lengstra orða að fara vel með uppáhalds systur sína, annars væri henni að mæta! Erla kom mér strax ákaflega vel fyrir sjónir og gaman að fá tækifæri til þess að kynnast einni umtöluðustu konu landsins á þeim tíma. Erla var í blóma lífsins og á hátindi ferils síns stórglæsileg og eftirsótt. Erla var mjög traustur vinur og reyndist okkur Gullý alla tíð mjög vel og studdi okkur í gegnum þykkt og þunnt alla tíð. Hún gerði sér allt- af, þrátt fyrir mikið annríki á tíðum, far um að fylgjast vel með öllu og var óspar á góð ráð og dáð enda taldi hún eftir lát móður sinnar það vera skyldu sína sem elsta systir að um- vefja systkini sín og fjölskyldur þeirra ástúð og væntumþykju og gerði sér far um að passa upp á þau eftir mætti. Erlu verður vart lýst öðruvísi en sem dásamlegri manneskju sem lifði lífinu lifandi. Hún var hreinskilin og hress og átti alltaf svar við öllu. Sama hvað hún tók sér fyrir hendur lagði hún hart að sér og var afar ósérhlífin. Metnaður hennar var mikill bæði fyrir eigin hönd, barna sinna, barnabarna systkina og fjöl- skyldnanna. Erla var afar listræn og báru heimili hennar þess glöggt vitni. Móðurhlutverkið tók Erla mjög alvarlega og var ákaflega stolt af börnum sínum sem hún ól upp af ást- ríki og kom þeim vel til manns. Síð- ustu árin áttu svo barnabörnin hug hennar allan. Margs er að minnast frá löngum kynnum og væri efni í heila bók hið minnsta að koma öllu á prent. Má til dæmis geta þess að Erla var afar lagin í höndunum, saumaði mikið út og hannaði og saumaði jafnan kjól- ana sem hún kom fram í sjálf og vakti allstaðar athygli fyrir fágun og glæsileik. Það má minnast þess að þegar við Gullý giftum okkur ákváðum við það með tiltölulega skömmum fyrirvara. Giftingunni var einnig haldið leyndri fram á síðustu stundu. Daginn fyrir látum við Erlu vita af því, hvað til standi. Þegar hún fær tíðindin er hún fljót til og dæsir þungan og seg- ir; „Til hamingju elskurnar….. en Gullý mín í hvaða kjól ætlar þú að gifta þig?“ Eitthvað varð víst fátt um svör og ekki við annað komandi af hennar hálfu en að hún myndi sauma kjólinn. Endirinn varð sá að hún sat uppi alla nóttina við að sauma kjólinn frá grunni svo systirin yrði nú glæsi- leg við giftinguna og svo varð raunin eftir afrakstur næturinnar. Erla hafði komið ár sinni ágætlega fyrir borð og ákvað hin síðustu árin að búa erlendis og eftir að hafa búið um skeið í Bandaríkjunum og í Grikklandi settist hún að á Spáni þar sem hún undi hag sínum vel. Þrátt fyrir dvöl sína ytra undan- farin ár hélt Erla góðum tengslum við sitt fólk og kom reglulega í heim- sóknir til landsins og notaði þá gjarnan tækifærið og dvaldi í heilsu- stofnun náttúrulækningafélagsins í Hveragerði. Þá var glatt og hjalla á okkar heimili. Meðal annars sótti barnabarn okkar Eva Dögg mjög í samskipti við ömmufrænku sína. Fóru þær víða um plássið gangandi og höfðu báðar afskaplega gaman af. Ef barnið þurfti að pissa skipti það engu hvar þær voru staddar, Erla var ekkert að skafa af því og fór ein- faldlega að næstu dyrum og knúði dyra og taldi sjálfsagt að barnið fengi að pissa! Þó Erla sé nú látin og nístandi sorg í hjörtum okkar getum við ekki minnst hennar öðruvísi en með gleði í hjarta og bros á brá, þó einstaka tár bliki á hvörmum, enda Erla mikil drottning söngs og gleði samtímis því að við minnumst með þakklæti allra stunda og atvika, stórra sem smárra. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Megi algóður guð veita þér skjól og umvefja þig hlýju um alla eilífð. Vertu, guð faðir, faðir minn, í frelsarans Jesú nafni, hönd þín leiði mig út og inn, svo allri synd ég hafni. (Hallgr. Pét.) Sigurður Hrafn Tryggvason, Guðbjörg (Gullý) Hofland. Elsku Erla, amma mín. Nú ertu farin frá okkur og ég sakna þín svo mikið, en ég veit að þér líður vel núna með englunum. Ég á svo marg- ar góðar minningar um þig, amma mín, sem ég mun varðveita vel. Þú söngst oft fyrir mig og kenndir mér. Ó, Jesú bróðir besti og barnavinur mesti, æ, breið þú blessun þína á barnæskuna mína. Mér gott barn gef að vera og góðan ávöxt bera, en forðast allt hið illa, svo ei mér ná́ að spilla. (P. Jónsson.) Og þannig vil ég kveðja þig. Ég mun alltaf elska þig, amma mín. Þinn Sigurður Örn. „Vinur þinn er þér allt. Hann er akur sálarinnar, þar sem samúð þinni er sáð og gleði þín uppskorin. Hann er brauð þitt og arineldur. Þú kemur til hans svangur og í leit að friði. Þegar vinur þinn talar, þá and- mælir þú honum óttalaus eða ert honum samþykkur af heilum hug. Og þegar hann þegir, skiljið þið hvor annan. Því að í þögulli vináttu ykkar verða allar hugsanir, allar langanir og allar vonir ykkar til, og þeirra er notið í gleði, sem krefst einskis. Þú skalt ekki hryggjast, þegar þú skilur við vin þinn, því það sem þér þykir vænst um í fari hans, getur orðið þér ljósara í fjarveru hans, eins og fjall- göngumaður sér fjallið best af slétt- unni.“ (Kahlil Gibran). Þessi orð úr Spámanninum eru mér ofarlega í huga þegar ég í dag kveð kæra vinkonu mína og mág- konu. Það er margs að minnast enda kynntumst við rétt um tvítugt en þá var Erla dægurlagasöngkona. Hún hafði mikið yndi af tónlist og söng með ýmsum kórum á lífsleiðinni, t.d. Dómkórnum og Þjóðleikhúskórnum þar sem hún tók þátt í ýmsum upp- færslum. Erla var auðvitað frábært efni í prímadonnu enda tók hún alla athygli viðstaddra hvar sem hún kom. Erlu var umhugað um útlit sitt og klæðnað og lá ekki á skoðunum sínum og ráðleggingum til systra sinna og vinkvenna varðandi nýjustu tísku. Ég man þó eftir glamorskvísunni í amerískum jogginggalla skreyttum stórum bangsa að framan með refa- pelsinn á herðunum og í gylltum há- hæla skóm. Allt þetta í hrópandi ósamræmi við fyrri ráðleggingar hennar um hið fullkomna útlit. Erla var góð vinkona og gott að eiga hana að. Hún var alltaf tilbúin að segja sína meiningu og óspör á hrós og lof og hvatningu þegar við átti en sagði oft fátt um eigin tilfinn- ingar. Hún varð fyrir miklum von- brigðum í lífinu sem hún vildi lítið tjá sig um. Stærstu gleðigjafarnir í lífi henn- ar voru börnin hennar, Trausti og Sigrún, og auðvitað áttu barnabörn- in fjögur og tengdasonur stórt pláss í hjarta hennar. Ég bið góðan guð að blessa þau og styrkja í sorg þeirra. Sæunn mágkona. Elsku Sigrún, Trausti og fjöl- skyldur. Oft virðast undarleg örlögin og mörg svo ósanngjörn atvikin, á leið um lífsins braut ef lögð er ókleif þraut. Eitt atvik ávallt í huga býr sem aldrei dofnar né burtu flýr, dæmd voru vorsins blóm vægðarlausum dóm. Í gáska enginn að endinum spyr, óvægin sorgin oft knýr þá á dyr. Augu hrópa, enginn segir þá neitt því orð fá engu breytt. Öll skulum trúa og treysta því sá tími komi að enn á ný við getum glöð í lund átt góðan endurfund. Þá fái sérhver er sorgina bar svarið við því til hvers hún var og veitist veröld blíð sem varir alla tíð. (Ólafur Þórarinsson.) Guð veri með ykkur á þessum erf- iðu tímum. Ykkar Berglind. Elsku vinkona. Ég veit að þú vildir ekki verða gömul. Það er sárt að missa þig svona unga. Við slíkar fréttir verður ljóst hvað lífið er fall- valt og stutt milli lífs og dauða. Við áttum svo margar skemmtilegar stundir saman. Ég gleymi aldrei þeirri stund þegar ég sá þig fyrst, þú varst 23 ára. Þú varst fallegasta kona sem ég hafði nokkurn tíma séð. Mennirnir okkar voru að kynna okk- ur. Strax hrifumst við hvor af ann- arri og urðum vinkonur upp frá því. Margt brölluðum við saman. Margar voru ferðirnar upp í Heiðmörk með börnin okkar, við elskuðum sund og fórum mikið í laugarnar. Dönsuðum og sungum. Erla sgði svo oft í gamla daga: „Minn tími hlýtur að koma.“ Hún sagði þetta við mig þegar ég var að fara utan með manninum mínum. Eitt sinn undir þeim kringumstæð- um dvaldi elsti drengurinn minn, Stefán, hjá Erlu í eina viku. Hann var á fjórða ári. Hún talaði oft um þann tíma. Stefán vaknaði á hverjum morgni um sexleytið. Hún sagði mér að hún hefði alltaf vaknað við söng hans. Þá fór Erla með honum fram úr og söng með honum. Það hefur verið fallegur söngur því bæði höfðu fallega rödd. Við skiptumst á súru og sætu í lífinu. Erla hafði marga góða hæfileika. Hún var dægurlagasöngkona, byrj- aði ung að syngja með íslenkum hljómsveitum í Klúbbnum, á Kefla- víkurflugvelli, Hótel Loftleiðum og á Broadway. Síðastliðin ár var Erla búsett á Spáni og þar andaðist hún. Nú er komið að leiðarlokum og öll okkar góðu samskipti eru orðin að minn- ingum sem ég mun geyma alla tíð. Sendi ég börnum hennar, Trausta og Sigrúnu, og öðru venslafólki mín- ar innilegustu samúðarkveðjur og bið guð að varðveita þessa góðu vin- konu mína sem ég mun ætíð sakna. Sigrún Sigurðardóttir. STEINÞÓRA ERLA HOFLAND TRAUSTADÓTTIR '   (     )  *         * +  # , !    #  !1-+1 ,   3 # !    -0      "  9   -0 !    "    '     "  &  :0   ) %   "     '   '      +( *  < '   (      )   *  )     * + !1>?,!@$-4,&A4331 04B  "    (     , * *   1    ! 9 !"#   ! 9    !"#  -   B#  ! 9         ! 9    ! " !"#   @%  ! 9     ( @ #           + )  *  )     *    6-1:+-4331 4  "    !    !%' B  %* %!                  
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.