Morgunblaðið - 14.12.2001, Blaðsíða 65
KIRKJUSTARF
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 2001 65
TUGIR þúsunda sækja
kirkju í viku hverri. Full-
yrt hefur verið að kirkj-
urnar í Reykjavík standi
tómar flesta daga. Sú
staðhæfing er alröng.
Könnun á þátttöku í
kirkjustarfi, sem fram fór
í hinum tíu söfnuðum
Reykjavíkurprófasts-
dæmis vestra nú í nóv-
ember, sýnir að á 12. þús-
und manns leggur leið
sína í kirkju og safn-
aðarheimili í viku hverri.
Í prófastsdæminu – sem
nær yfir vestari hluta
Reykjavíkur að Elliðaám
– eru um 60 þúsund
manns innan þjóðkirkj-
unnar. Þetta eru því um
17% allra félagsmanna safnaðanna,
sem koma í kirkjuna sína á aðeins
einni viku. Reikna má með að annar
eins fjöldi sæki kirkjur sínar heim í
Reykjavíkurprófastsdæmi eystra,
og þá er ótalinn stór hluti af höf-
uðborgarsvæðinu ásamt Akureyri,
Ísafirði og landsbyggðinni allri.
En hvaða erindi á allt þetta fólk í
kirkju? Listinn er langur, barna- og
æskulýðsstarf af ýmsum toga,
fermingarstarf, smáhópastarf,
fræðslufundir, foreldramorgnar,
messur, bænastundir, athafnir og
helgistundir, öldrunarstarf, kóræf-
ingar og AA-fundir. Kirkjurnar eru
iðandi af lífi alla daga – og enn
frekar nú á aðventunni þegar við
bætast aðventukvöld, jólafundir,
skóla- og leikskólaheimsóknir og
tónleikar af ýmsum toga. Í stað
þeirrar staðhæfingar sem vitnað
var til í upphafi má því hiklaust
fullyrða hið gagnstæða: Kirkjurnar
í Reykjavík eru fullar alla daga –
og félagsgjöldum safnaðarmeðlima
er vel varið í uppbyggingarstarf
fyrir fólk á öllum aldri.
María Ágústsdóttir,
Hallgrímskirkju
„Ljósamessa“ í Krists-
kirkju, Landakoti
SAMKVÆMT gömlum hefðum er
sérstök messa haldin í aðventu sem
kölluð er „ljósamessa“. Verður
„Ljósamessa“ föstudaginn 14. des-
ember kl. 18. Slökkt er á öllum raf-
magnsljósum og kirkjugestir eru
með kerti í hendi alla messuna.
Þessi messa er einnig kölluð „gull-
messa“ eða „englamessa“ af því að
presturinn er í gullnum hökli og
lesið er guðspjallið um boðun Mar-
íu, þegar engillinn Gabríel flutti
henni fagnaðarerindið. Að messu
lokinni er öllum boðið upp á kaffi,
heitt súkkulaði og smákökur í safn-
aðar-heimilinu.
Jólastund Árbæjar-
kirkju og Fylkis
EINS og undanfarin ár munu Ár-
bæjarkirkja og íþróttafélagið Fylk-
ir sameina krafta sína og efna til
litlu jóla í Árbæjarkirkju sunnu-
daginn 16. des. Stundin byrjar uppi
í kirkju. Þar verður jólastund
sunnudagaskólans með hefðbundnu
sniði. Lesin verður jólasaga. At-
burður jóla útskýrður í máli og
myndum. Jólasöngvar sungnir. Á
eftir er farið í safnaðarheimili
kirkjunnar á jólatrésskemmtun á
vegum kirkjunnar og Fylkis. Þar
bíður ljósum prýtt jólatré eftir að
börn og fullorðnir dansi kringum
það. Bræður úr fjöllunum í ná-
grenni Reykjavíkur hafa boðað
komu sína, með góðgæti í poka.
Heitt súkkulaði, ávaxtasafi og með-
læti á borðum. Komum og gefum
börnum okkar góða og upp-
byggilega stund mitt í jólaannrík-
inu.
Lofgjörðarstund á
Eiðistorgi
NESKIRKJA og Seltjarnar-
neskirkja standa í sameiningu fyrir
helgistund með tónlistardagskrá á
Eiðistorgi föstudaginn 14. desem-
ber n.k. kl. 17.
Þorvaldur Halldórsson, söngvari,
mun synga nokkur af sínum frægu
lögum og flytja að auki kirkjulega
lofgjörðartónlist. Prestar safn-
aðanna munu stýra helgistundinni,
flytja ritningarorð, hugvekju og
bænir en þeir eru: Sr. Sigurður
Grétar Helgason og sr. Birgir Ás-
geirsson af hálfu Seltjarnar-
neskirkju, sr. Frank M. Halldórsson
og sr. Örn Bárður Jónsson af hálfu
Neskirkju. Starfsfólk kirknanna
mun ennfremur taka þátt í dag-
skránni en markmið hennar er að
mæta fólki með boðskap aðventu
og jóla mitt í önnum dagsins og
minna á fjölbreytt helgihald safn-
aðanna um jól og áramót.
Neskirkja og Seltjarnar-
neskirkja.
Aðventukvöld í
Bakkakirkju í Öxnadal
SÍÐASTA aðventukvöldið í Möðru-
vallaklaustursprestakalli verður í
Bakkakirkju í Öxnadal sunnudags-
kvöldið 16. desember kl. 20:30.
Er þetta aðventukvöld sameig-
inlegt fyrir Bakka- og Bæg-
isársóknir.
Ræðumaður kvöldsins verður
Bjarni Guðleifsson náttúrufræð-
ingur sem búsettur er á Möðruvöll-
um í Hörgárdal.
Kirkjukór Möðruvallaklaust-
ursprestakalls syngur aðventulög
og einsöng með kórnum syngur
Ingunn Aradóttir. Kórnum stjórnar
Birgir Helgason organisti. Börn úr
Þelamerkurskóla syngja Lúsíu und-
ir stjórn sr. Gylfa Jónssonar og
stundinni lýkur með helgistund í
umsjá sóknarprestsins sr. Sol-
veigar Láru Guðmundsdóttur.
Tugir þús-
unda sækja
kirkju í viku
hverri
Landakotskirkja
Morgunblaðið/Ómar
Háteigskirkja: Samverustund eldri borg-
ara kl. 13 í umsjón Þórdísar þjónustufull-
trúa.
Laugarneskirkja: Morgunbænir kl. 6:45–
7:05. Mömmumorgnar kl. 10 á aðventu í
umsjá Eyglóar Bjarnadóttur meðhjálpara.
Kaffispjall fyrir mæður, góð upplifun fyrir
börn. (Sjá síðu 650 í Textavarpi)
Kirkjuskólinn í Mýrdal. Samvera á morg-
un, laugardag, kl. 11.15 í Víkurskóla. Fjöl-
mennum.
Landakirkja. Kl. 18 Eldri hópur fatlaðra,
lokaæfing fyrir jólastund.
Boðunarkirkjan, Hlíðasmára 9. Samkom-
ur alla laugardaga kl. 11–12.30. Lofgjörð,
barnasaga, prédikun og biblíufræðsla þar
sem ákveðið efni er tekið fyrir, spurt og
svarað. Barna- og unglingadeildir á laug-
ardögum. Létt hressing eftir samkomuna.
Allir velkomnir.
Sjöundadags aðventistar á Íslandi:
Aðventkirkjan, Ingólfsstræti: Biblíu-
fræðsla kl. 10. Guðsþjónusta kl. 11.
Ræðumaður Gavin Anthony.
Safnaðarheimili aðventista, Blikabraut 2,
Keflavík: Biblíufræðsla kl. 10. Guðsþjón-
usta kl. 11. Ræðumaður Brynjar Ólafsson.
Safnaðarheimili aðventista, Gagnheiði
40, Selfossi: Biblíufræðsla kl. 10. Guðs-
þjónusta kl. 11. Ræðumaður Eric Guð-
mundsson.
Aðventkirkjan, Brekastíg 17, Vest-
mannaeyjum: Biblíufræðsla kl. 10.
Loftsalurinn, Hólshrauni 3, Hafnarfirði:
Guðsþjónusta/biblíufræðsla kl. 11.
Ræðumaður Björgvin Snorrason.
Safnaðarstarf