Morgunblaðið - 14.12.2001, Blaðsíða 65

Morgunblaðið - 14.12.2001, Blaðsíða 65
KIRKJUSTARF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 2001 65 TUGIR þúsunda sækja kirkju í viku hverri. Full- yrt hefur verið að kirkj- urnar í Reykjavík standi tómar flesta daga. Sú staðhæfing er alröng. Könnun á þátttöku í kirkjustarfi, sem fram fór í hinum tíu söfnuðum Reykjavíkurprófasts- dæmis vestra nú í nóv- ember, sýnir að á 12. þús- und manns leggur leið sína í kirkju og safn- aðarheimili í viku hverri. Í prófastsdæminu – sem nær yfir vestari hluta Reykjavíkur að Elliðaám – eru um 60 þúsund manns innan þjóðkirkj- unnar. Þetta eru því um 17% allra félagsmanna safnaðanna, sem koma í kirkjuna sína á aðeins einni viku. Reikna má með að annar eins fjöldi sæki kirkjur sínar heim í Reykjavíkurprófastsdæmi eystra, og þá er ótalinn stór hluti af höf- uðborgarsvæðinu ásamt Akureyri, Ísafirði og landsbyggðinni allri. En hvaða erindi á allt þetta fólk í kirkju? Listinn er langur, barna- og æskulýðsstarf af ýmsum toga, fermingarstarf, smáhópastarf, fræðslufundir, foreldramorgnar, messur, bænastundir, athafnir og helgistundir, öldrunarstarf, kóræf- ingar og AA-fundir. Kirkjurnar eru iðandi af lífi alla daga – og enn frekar nú á aðventunni þegar við bætast aðventukvöld, jólafundir, skóla- og leikskólaheimsóknir og tónleikar af ýmsum toga. Í stað þeirrar staðhæfingar sem vitnað var til í upphafi má því hiklaust fullyrða hið gagnstæða: Kirkjurnar í Reykjavík eru fullar alla daga – og félagsgjöldum safnaðarmeðlima er vel varið í uppbyggingarstarf fyrir fólk á öllum aldri. María Ágústsdóttir, Hallgrímskirkju „Ljósamessa“ í Krists- kirkju, Landakoti SAMKVÆMT gömlum hefðum er sérstök messa haldin í aðventu sem kölluð er „ljósamessa“. Verður „Ljósamessa“ föstudaginn 14. des- ember kl. 18. Slökkt er á öllum raf- magnsljósum og kirkjugestir eru með kerti í hendi alla messuna. Þessi messa er einnig kölluð „gull- messa“ eða „englamessa“ af því að presturinn er í gullnum hökli og lesið er guðspjallið um boðun Mar- íu, þegar engillinn Gabríel flutti henni fagnaðarerindið. Að messu lokinni er öllum boðið upp á kaffi, heitt súkkulaði og smákökur í safn- aðar-heimilinu. Jólastund Árbæjar- kirkju og Fylkis EINS og undanfarin ár munu Ár- bæjarkirkja og íþróttafélagið Fylk- ir sameina krafta sína og efna til litlu jóla í Árbæjarkirkju sunnu- daginn 16. des. Stundin byrjar uppi í kirkju. Þar verður jólastund sunnudagaskólans með hefðbundnu sniði. Lesin verður jólasaga. At- burður jóla útskýrður í máli og myndum. Jólasöngvar sungnir. Á eftir er farið í safnaðarheimili kirkjunnar á jólatrésskemmtun á vegum kirkjunnar og Fylkis. Þar bíður ljósum prýtt jólatré eftir að börn og fullorðnir dansi kringum það. Bræður úr fjöllunum í ná- grenni Reykjavíkur hafa boðað komu sína, með góðgæti í poka. Heitt súkkulaði, ávaxtasafi og með- læti á borðum. Komum og gefum börnum okkar góða og upp- byggilega stund mitt í jólaannrík- inu. Lofgjörðarstund á Eiðistorgi NESKIRKJA og Seltjarnar- neskirkja standa í sameiningu fyrir helgistund með tónlistardagskrá á Eiðistorgi föstudaginn 14. desem- ber n.k. kl. 17. Þorvaldur Halldórsson, söngvari, mun synga nokkur af sínum frægu lögum og flytja að auki kirkjulega lofgjörðartónlist. Prestar safn- aðanna munu stýra helgistundinni, flytja ritningarorð, hugvekju og bænir en þeir eru: Sr. Sigurður Grétar Helgason og sr. Birgir Ás- geirsson af hálfu Seltjarnar- neskirkju, sr. Frank M. Halldórsson og sr. Örn Bárður Jónsson af hálfu Neskirkju. Starfsfólk kirknanna mun ennfremur taka þátt í dag- skránni en markmið hennar er að mæta fólki með boðskap aðventu og jóla mitt í önnum dagsins og minna á fjölbreytt helgihald safn- aðanna um jól og áramót. Neskirkja og Seltjarnar- neskirkja. Aðventukvöld í Bakkakirkju í Öxnadal SÍÐASTA aðventukvöldið í Möðru- vallaklaustursprestakalli verður í Bakkakirkju í Öxnadal sunnudags- kvöldið 16. desember kl. 20:30. Er þetta aðventukvöld sameig- inlegt fyrir Bakka- og Bæg- isársóknir. Ræðumaður kvöldsins verður Bjarni Guðleifsson náttúrufræð- ingur sem búsettur er á Möðruvöll- um í Hörgárdal. Kirkjukór Möðruvallaklaust- ursprestakalls syngur aðventulög og einsöng með kórnum syngur Ingunn Aradóttir. Kórnum stjórnar Birgir Helgason organisti. Börn úr Þelamerkurskóla syngja Lúsíu und- ir stjórn sr. Gylfa Jónssonar og stundinni lýkur með helgistund í umsjá sóknarprestsins sr. Sol- veigar Láru Guðmundsdóttur. Tugir þús- unda sækja kirkju í viku hverri Landakotskirkja Morgunblaðið/Ómar Háteigskirkja: Samverustund eldri borg- ara kl. 13 í umsjón Þórdísar þjónustufull- trúa. Laugarneskirkja: Morgunbænir kl. 6:45– 7:05. Mömmumorgnar kl. 10 á aðventu í umsjá Eyglóar Bjarnadóttur meðhjálpara. Kaffispjall fyrir mæður, góð upplifun fyrir börn. (Sjá síðu 650 í Textavarpi) Kirkjuskólinn í Mýrdal. Samvera á morg- un, laugardag, kl. 11.15 í Víkurskóla. Fjöl- mennum. Landakirkja. Kl. 18 Eldri hópur fatlaðra, lokaæfing fyrir jólastund. Boðunarkirkjan, Hlíðasmára 9. Samkom- ur alla laugardaga kl. 11–12.30. Lofgjörð, barnasaga, prédikun og biblíufræðsla þar sem ákveðið efni er tekið fyrir, spurt og svarað. Barna- og unglingadeildir á laug- ardögum. Létt hressing eftir samkomuna. Allir velkomnir. Sjöundadags aðventistar á Íslandi: Aðventkirkjan, Ingólfsstræti: Biblíu- fræðsla kl. 10. Guðsþjónusta kl. 11. Ræðumaður Gavin Anthony. Safnaðarheimili aðventista, Blikabraut 2, Keflavík: Biblíufræðsla kl. 10. Guðsþjón- usta kl. 11. Ræðumaður Brynjar Ólafsson. Safnaðarheimili aðventista, Gagnheiði 40, Selfossi: Biblíufræðsla kl. 10. Guðs- þjónusta kl. 11. Ræðumaður Eric Guð- mundsson. Aðventkirkjan, Brekastíg 17, Vest- mannaeyjum: Biblíufræðsla kl. 10. Loftsalurinn, Hólshrauni 3, Hafnarfirði: Guðsþjónusta/biblíufræðsla kl. 11. Ræðumaður Björgvin Snorrason. Safnaðarstarf
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.