Morgunblaðið - 14.12.2001, Blaðsíða 34
LISTIR
34 FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
SÖNGHÓPURINN Hljómeyki
heldur jólatónleika í Háteigs-
kirkju annað kvöld kl. 20. Á efnis-
skránni eru hefðbundin jólalög og
jólasálmar, en auk þess verður
frumflutt nýtt tónverk, Canite
tuba, sem Hildigunnur Rúnars-
dóttir hefur samið fyrir Hljóm-
eyki. „Textinn er á latínu; Hljóm-
ið þið trompetar og hringið þið
bjöllur,“ segir Hildigunnur um
nýja verkið sitt, „Þetta er svolítið
eins og blásarakall, eða fanfari, –
eins og textinn kallar á. Verkið er
í rondóformi, þannig að að-
alstefið, canite tuba, kemur fyrir
aftur og aftur, en annar texti á
milli.“ Verkið er samið fyrir fimm
radda kór að sögn Hildigunnar, –
en skiptist í fleiri raddir undir
lokin. Það verður sungið við upp-
haf tónleikanna og aftur í lokin,
þannig að hlustendum gefist
betra tækifæri til að kynnast því
en ella væri.
Hildigunnur segir að hin verkin
á efnisskránni verði bæði klassísk
íslensk jólalög sem fólk þekkir,
en á milli verði einnig nýrri jóla-
verk. „Ég held að þetta verði
bara mátuleg blanda af gömlu og
nýju og íslenskum lögum og er-
lendum. Tónleikarnir verða ekki
langir, – eða um klukkustund án
hlés. Við hugsum þetta þannig að
fólk geti komið inn í kirkjuna og
átt þar notalega stund án þess að
þurfa að setja sig í einhverjar
stórkostlegar stellingar,“ segir
Hildigunnur. Sjálf
hefur hún sungið í
Hljómeyki frá barns-
aldri, en eftir tón-
smíðanám, hefur hún
í æ ríkari mæli samið
kórverk, bæði fyrir
Hljómeyki og aðra
kóra. „Það hefur
verið mikið um að
vera hjá mér að und-
anförnu. Í gær var
ég að taka við við-
urkenningu úr tón-
menntasjóði þjóð-
kirkjunnar fyrir þá
kirkjutónlist sem ég
hef samið. Um daginn
fékk ég svo tvenn
verðlaun í tónsmíðakeppni sem
Karlakór Reykjavíkur stóð fyrir,
og það er strax farið að skila mér
fleiri verkefnum. Ég verð eitt af
þremur tónskáldum sem eiga að
semja tónlist fyrir samstarfsverk-
efni Listahátíðar, Tónskálda-
félagsins og Listdansskóla Ís-
lands, og það verður mjög
spennandi. Ég hef líka verið að
Hljómeyki
syngur
sígild og
ný jólalög
Morgunblaðið/Sigurgeir
Sönghópurinn Hljómeyki.
semja verk fyrir
tveggja radda barna-
kór, fiðlu, selló og
slagverk. Þetta er
fyrir Garðabæ, en
bærinn tekur þátt í
vinabæjamóti á næsta
ári, þar sem einnig
verður barnakóramót,
og þeir pöntuðu þetta
hjá mér af því tilefni.
Það gengur vel hjá
mér og ég hef nóg að
gera við tónsmíð-
arnar.“
Hljómeyki hefur
um árabil sungið á
Sumartónleikum í
Skálholti og frum-
flutt þar mörg íslensk tónverk.
Auk þess hefur Hljómeyki haldi
fjölda tónleika hér heima og er-
lendis; sönghópurinn hefur verið
fulltrúi Íslands á alþjóðlegum
kóramótum og keppum; fengið
lofsamleg ummæli og unnið til
verðlauna og viðurkenninga fyrir
söng sinn. Stjórnandi Hljómeykis
er Bernhaður Wilkinson.
Hildigunnur Rún-
arsdóttir tónskáld.
MÖRGUM börnum til mikillar
gleði er nú komin út þriðja bókin um
Benedikt búálf sem spratt úr penna
Ólafs Gunnars. Benedikt á sér vin-
konu, Dídí, í mannheimum. Nú er
vandi á höndum því Arnar Þór, litli
bróðir hennar, er týndur. Þau finna
út að hann hefur óvart rambað í Álf-
heima í gegnum stórt tré í garðinum.
þau halda í humátt á eftir honum og
takast á við illar verur við björgun
hans, með hjálp þeirra betri.
Ólafur Gunnar styðst við hinn
klassíska ævintýraheim. Það er í
rauninni ekkert nýtt í þessari sögu,
en það er ekkert að því þar sem æv-
intýraheimurinn er sígildur.
Skemmtilegra hefði þó verið að sjá
ögn persónulegri og frumlegri tón.
Sumt finnst manni maður hafa séð
áður, eins og nornina Kötlu sem
minnir óneitanlega á Úrsúlu í
Disney-myndinni Litla hafmeyjan.
Einnig fannst mér turninn hennar
minna á kastala riddara Katós í
Elsku Míó minn. Annars er öll frá-
sögn létt, lifandi og spennandi, sem
hentar nútímabörnunum okkar mjög
vel.
Höfundur sér einnig um teikning-
ar og umbrot bókarinnar og er það
allt til fyrirmyndar. Landakortið af
Álfheimum er handteiknað og vatns-
litað, tilvísun í eldri tíma. En myndir
bókarinnar eru mun nútímalegri og
litaðar á líflegan hátt í tölvu. Bene-
dikt búálfur er skemmtilegur kar-
akter sem alltaf lumar á snjöllum
ráðum. Daði er stór, mjúkur, traust-
vekjandi og góður. Þeir eru báðir
draumafélagar barna. Dídí er sæt, en
hefði mátt vera aðeins óvenjulegri,
kannski líflegri. En hún er samt góð
stúlka, sem er annt um litla bróður
sinn og öllum börnum til fyrirmynd-
ar.
Sagan af andanum í Miklaskógi er
falleg saga með jákvæðan boðskap
og Benedikt hefur líklega mjög
breiðan lesendahóp, allt frá 4–9 ára.
Ólafi Gunnari hefur tekist að skapa
mjög ígrundaðan nýjan heim, Álf-
heima. Fremst og aftast er kort af
þeim og börnin geta fylgst með
ferðalagi búálfsins og vina hans.
Ólafur Gunnar hefur hugsað allt út
og getur að líkindum leikið sér auð-
veldlega með bæði persónur og sögu-
sviðið og hrifið lesendur með sér.
Ígrundaður nýr heimur
BÆKUR
Barnabók
eftir Ólaf Gunnar Guðlaugsson. Mál og
menning 2001. 40 bls.
BENEDIKT BÚÁLFUR: ANDINN Í MIKLA-
SKÓGI
Hildur Loftsdóttir
LÚKAS Kárason hefur ekki farið á
mis við tilbreytingu um dagana. Allt
frá bernskuárum hefur hann verið á
ferð og flugi, fyrst landshluta á milli,
síðan heimshorna á milli. Hann fædd-
ist norður í Öxnadal, sonur einstæðr-
ar móður. Þaðan barst hann til
Hólmavíkur og síðar til Drangsness
þar sem hann taldist til heimilis mörg
næstu árin. Hann byrjaði snemma að
vinna fyrir sér til sjós og lands hér og
þar í kringum Húnaflóann, allt eftir
því sem til féll hverju sinni. Þannig
vandist hann við flest störf sem vinna
þurfti á sjó og landi. Hann gerðist
snemma skjóthuga og áræðinn og –
af orðum hans sjálfs að dæma –
hvorki talhlýðinn né leiðitamur held-
ur hið gagnstæða. Atferli hans var
því oftar en ekki skilið sem glettur
eða jafnvel strákapör. Eitt sinn
bjargaði hann skipshöfn af sökkvandi
báti. Karlarnir atyrtu hann fyrir að
koma sér ekki fyrr á vettvang. Öðru
sinni bjargaði hann barni frá drukkn-
un og færði það móður sinni. Móðirin
skammaði hann fyrir að
fara svona með drenginn
sinn. Fjórtán ára var
hann sendur í póstferðir
um sýsluna. Í þá daga
töldust slíkar ferðir til
ábyrgðarstarfa. Póstur-
inn var þá enn fluttur á
hestum. Þegar æskuárin
voru að baki hafði sögu-
maður kynnst lífinu í
flestum þess tilbrigðum
Hann lýsir sér sem
atorkusömum og sístarf-
andi ungum manni. Og
slíkir ávinna sér gjarnan
vinsældir í sinn hóp.
Ungu stúlkurnar hrifust
af honum og ólu honum börn. Ekki
varð framhald á þeim samböndum.
Sögumaður hélt út á heimshöfin á vit
ógna og ævintýra. Skólagöngu hafði
hann þá enga að baki nema barna-
skóla fyrir fermingu. Ósjaldan báru
örlögin honum vanda að höndum,
jafnvel lífsháska. Með dirfsku sinni
og heppni, og stöku sinnum ósjálfráð-
um viðbrögðum, tókst honum alltént
að sneiða framhjá ógninni, að vísu
ekki alltaf heill á húfi. Ekkert slíkt lét
hann þó aftra sér frá að
njóta lífsins hvar sem
hann fór. Hann gerði
síðar hlé á ferðum sín-
um, gekk í stýrimanna-
skóla og aflaði sér skip-
stjórnarréttinda. Þau
réttindi greiddu svo
götu hans til starfa í þró-
unarlöndunum.
Syndir sæfara er fjör-
lega skrifuð bók, sann-
kölluð ævintýrabók,
sumt jafnvel með reyf-
arasvip. Textinn er
skrifaður á góðu ís-
lensku máli ef undan eru
skildir smáhnökrar sem
auðvelt hefði verið að laga við próf-
arkalestur; orðið bjargvættur ýmist í
kvenkyni, sem er rétt, eða karlkyni,
sem er rangt, svo dæmi sé tekið.
Ljóst er að höfundur segir frá því
einu sem honum þykir verulega frá-
sagnarvert. Þar með hallast hann að
hinu fornkveðna að nokkuð skuli bera
til sögu hverrar. Því er síst að undra
að bæði hann sjálfur og samferða-
menn hans á lífsleiðinni skuli tíðast
koma fram fyrir lesandann við ein-
hvers konar dramatískar aðstæður,
mannraunir, háska, reiði, sorg, af-
brýði eða sigurgleði. Enginn leggur
út á heimshöfin og hreppir hlutskipti
Lúkasar nema hann hafi valið það
sjálfur. Enda þótt hann hafi víða rat-
að er ævisaga hans í fyllsta máta
samfelld. Sú óþreyja og það eðlislæga
hreyfiafl, sem jafnan hefur knúið
hann stað úr stað, lýsir sér strax í
æsku hans. Þótt hann kæmi sér hvar-
vetna vel og væri jafnvel eftirsóttur
til vinnu var hann einatt að skipta um
verustað og vinnustað, sífellt í leit að
einhverju meira og betra, en þó fyrst
og fremst að einhverju spennandi.
Enda þótt sögumaður segi opin-
skátt frá því sem á daga hans hefur
drifið eru þetta tæpast nein bersögl-
ismál. Þvert á móti má ætla að höf-
undur sé á vissan hátt dulur og hleypi
ekki hverjum sem er að því sem
stendur honum hjarta nær. Eins og
sjórinn, sem getur verið kyrr og slétt-
ur eða ófrýnn og úfinn – þannig er
saga hans. En hún tekur fyrst og
fremst til yfirborðsins. Sögufólk hans
– eins og reyndar hann sjálfur – tjáir
sig með framkomu sinni, orðum sín-
um og athöfnum, en fjölyrðir ógjarn-
an um hitt, það sem bærist í sálar-
djúpunum.
Ógnir og ævintýrBÆKUREndurminningar
Lífshlaup Lúkasar Kárasonar. 262 bls. Ís-
lenska bókaútgáfan. Prentun: Jana Seta,
Lettlandi.
SYNDIR SÆFARA
Erlendur Jónsson
Lúkas Kárason
Þjóðarbókhlaða Sýning Robert
Bosch Stiftung í Stuttgart Viele
Kulturen-Eine Sprache verður
opnuð kl. 15.30. Sýningin kemur
til Íslands fyrir milligöngu Go-
ethe-Zentrum í Reykjavík og er
sett upp í samvinnu við Lands-
bókasafn Íslands – Háskóla-
bókasafn.
Síðan 1985 hefur Robert Bosch
Stiftung í Stuttgart veitt árlega
verðlaun sem kennd eru við skáld-
ið Adelbert von Chamisso og ætl-
uð eru rithöfundum sem hvorki
eru þýskir að uppruna né eiga sér
þýsku að móðurmáli en rita samt
bókmenntaverk á þýskri tungu. Á
sýningunni verða kynntir 35 höf-
undar sem eiga rætur að rekja til
Tyrklands, Ungverjalands, Ítalíu,
Króatíu, Marokkó, Írans, Sýrlands
og Mongólíu. Orsakir þess að höf-
undarnir yfirgáfu ættlönd sín eru
af ýmsum toga – pólitískar, efna-
hagslegar og fjölskyldutengdar.
Ljósmyndir af höfundum og bæk-
ur þeirra verða til sýnis og geta
sýningargestir gluggað í þær að
vild.
Við opnunina les rithöfundurinn
Selim Özdogan sem er handhafi
Adelbert-von-Chamisso-styrkt-
arverðlaunanna 1999.
Sýningunni lýkur 31. janúar.
Í DAG
Fljúga hvítu fiðr-
ildin hefur að
geyma tvær plötur
með þjóðlögum,
barnasöngvum,
barnagælum og
þulum sem Þur-
íður Pálsdóttir og
Jórunn Viðar fluttu í útvarpi fyrir 40 ár-
um. Á árunum kringum 1960 önn-
uðust þær Jórunn og Þuríður Tónlist-
artíma barnanna í Ríkisútvarpinu og
fluttu þær efni sem hér getur að heyra
og er efnið tekið beint af hinum gömlu
segulböndum sem varðveittust í seg-
ulbandasafninu. Þær Jórunn og Þur-
íður studdust við Vísnabók Símonar
Jóhannssonar frá árinu 1946. Diskur
A: Íslenskar þulur og barnalög, í út-
setningu Jórunnar Viðar. Diskur B:
Barnasöngvar úr ýmsum áttum og
nokkrar þulur og barnagælur. Þuríður
syngur og Jórunn leikur undir á píanó.
Útgefandi er Smekkleysa. Upptök-
ur voru gerðar hjá RÚV 1960-62. Um-
sjón með útgáfunni höfðu Trausti
Jónsson, Vala Kristjánsson og Val-
garður Egilsson.
Börn
KJARTAN Sigurjónsson organisti
hefur gefið út geisladiskinn sem
hann kallar Orgelverk aldinna
meistara. Þar leikur hann tíu org-
elverk; – fimm á orgel Kópavogs-
kirkju og fimm á orgel Digranes-
kirkju. Þótt Kjartan hafi verið ötull
organisti árum saman og haldið
fjölda tónleika heima og erlendis er
þetta í fyrsta sinn sem heyra má leik
hans á hljómdiski. Það er sonur
Kjartans, Sveinn Kjartansson hjá
Stafræna hljóðupptökufélaginu sem
hljóðritaði.
Kjartan segir að diskurinn hafi
verið lengi að fæðast. „Ætli það sé
ekki bara vegna þess að það er sonur
minn sem tekur þetta upp,“ segir
Kjartan og hlær við „ég var ansi
lengi aftastur í röðinni. Elstu upp-
tökurnar eru frá 1997, en þær
yngstu frá febrúar 2000. Það sem þú
heyrir þarna er Kansóna eftir Gabr-
ieli, og tilbrigði eftir Sweelinck sem
heita Mein junges Leben hat ein
End; – af því maður er orðinn svo
gamall; – Buxtehude á tvö verk, Pre-
lúdíu og fúgu í g-moll og Passacagliu
í d-moll; – öll þessi verk nema það
síðasta leik ég á orgelið í Kópavogs-
kirkju en Passacagliuna og verk
Bachs leik ég á Digraneskirkjuorgel-
ið. Það sem ég spila af Bach er Nun
komm, der Heiden Heiland, Fantas-
ía og fúga í cömoll; Ich ruf zu dir,
Herr Jesu Crhist og Fantasía í G-
dúr. Þá færi ég mig aftur í Kópa-
vogskirkju og spila Kóral nr. 3 í a-
moll eftir César Franck og Benedic-
tus op. 50 eftir Max Reger.“
Orgelin sem Kjartan leikur á eru
bæði nýleg. Orgel Kópavogskirkju
er smíðað af P.G. Andersen og
Bruhn í Kaupmannahöfn árið 1996,
en orgelið í Digraneskirkju smíðaði
Björgvin Tómasson og var það vígt
árið 1994.
Kjartan Sigurjónsson gefur
geisladisk sinn út sjálfur, en Edda –
miðlun og útgáfa sér um dreifingu.
Morgunblaðið/Sigurður Jökull
Kjartan Sigurjónsson organisti
við orgelið í Digraneskirkju.
Orgelverk
aldinna
meistara
NÚ stendur yfir málverkasýning
Söru Vilbergsdóttur á Café Prestó,
Hlíðarsmára 15 í Kópavogi.
Myndirnar eru allar unnar á þessu
ári, ýmist með akrýl- eða olíulitum.
Sýningin er opin virka daga kl. 10–
23, laugardaga kl. 12-24, sunnudaga
til kl. 18.
Málverk á
Café Prestó
♦ ♦ ♦
♦ ♦ ♦