Morgunblaðið - 14.12.2001, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 14.12.2001, Blaðsíða 58
UMRÆÐAN 58 FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Daman auglýsir Silkitoppar og -bolir Innigallar og sloppar. Jólagjöfin fyrir allar dömur er hjá okkur. Mikið úrval af glæsilegum náttkjólum og náttfötum Laugavegi 32, sími 551 6477 S en d um í p ó st kr ö fu Gjafakort kvenfataverslun Skólavörðustíg 14 SKARTGRIPAVERSLUN FYRST OG FREMST Sendum myndalista Trúlofunar- hringar Laugavegi 45 ● Sími 561 6660 www.gullkunst.is 15% AFSLÁTTUR LANGAN LAUGARDAG Jólagjaf irnar hjá okkur eru í glæsi legum gjafaumbúðum Bankastræti 8, sími 511 1135 Sérverslun með ítalskar vörur fyrir dömur og herra www.jaktin.is LAUGAVEGI 15 • SÍMI 511 1900 • FAX 511 1901 www.watchmaker.org Mikið úrval glæsilegra skartgripa. FUSION HÁGÆÐA NÁTTFATNAÐUR Mikið úrval Fallegar jólagjafir Laugavegi 4, sími 551 4473 Póstsendum ,,ÞAÐ kemur sá tími að hver fangi stígur aftur út í þjóð- félagið“ kom fram í yfirlýsingu frá föng- um á fyrirmyndar- gangi Litla-Hrauns dagsett 30. október síðastliðinn. Það eru orð að sönnu. Fangelsismál hafa lítið sem ekkert verið í brennidepli í um- ræðu um þjóðfélags- mál. Sú umræða sem fer fram er oftast ein- hliða af hálfu fangels- isyfirvalda og ef fang- ar hafa komið frá sér yfirlýsingum hefur lítið mark verið tekið á þeim. Í ljósi frétta und- anfarinnar viku hefur Fangelsis- málastofnun tekið þá ákvörðun að loka fyrirmyndargangi á Litla- Hrauni. Fyrirmyndargangur hefur verið í notkun síðan 1996. Hann var settur á laggirnar til að virka sem hvatakerfi fyrir fanga sem þóttu sýna fyrirmyndarhegðun. Sú fyrirmyndarhegðun hefur alla jafna verið skilgreind þannig að fangi haldi sig frá fíkniefnum, stundi vinnu eða nám og sé til fyr- irmyndar á allan annan hátt. Á fyrirmyndargangi eru fríðindi sem ekki eru á öðrum göngum. Mörg- um finnst eflaust ekki skipta máli hvort þessi fríðindi séu lögð niður því fanginn sé einfaldlega í fang- elsi. En fyrir föngum líta málin öðruvísi út. Fyrir þá er þetta spurning um traust og virðingu. Hvernig er hægt að treysta fanga til að sýna rétta hegðun ef ekki er byrjað að treysta honum innan fangasamfélagsins? Hver fangi á Litla- Hrauni er einstakur en margir þeirra eiga það sameiginlegt að eiga við áfengis- og/ eða fíkniefnavandamál að stríða. Sá fjöldi er einhvers staðar á bilinu 80%–90%. Margir hafa ekki lokið grunnskólanámi og flestir þeirra eru á aldrinum 21–30 ára. En hvert er markmiðið/tilgangurinn með fangelsisvistinni? Undirrituð veit að margir fangar spyrja sig þeirrar spurningar. Skilgreiningin á fangelsisvist virðist ekki fela í sér neitt annað en refsingu. En dómur í fangelsi er, einn og sér, ein tegund refsingar. Hægt er einnig að tala um betrunarvist. Sú hugmynd virðist þýða að fangi skuli einungis vinna. Hjá Fangels- ismálastofnun gildir að hver fangi sem getur skuli vinna. Þetta er einföldun á flóknum hlut. Í dag lifum við á 21. öldinni. Þó telst fangelsi ungt fyrirbæri refs- inga eða um 500 ára gamalt. Í allri þeirri umræðu í dag um þörf fyrir sálfræðinga á leikskólum, skólum og fyrir einstaklinginn sjálfan, er ótrúlegt að sálfræðingur hafi ein- ungis verið ráðinn í fullt starf á Litla-Hrauni síðan 1996. Það eru sem sagt aðeins 5 ár síðan þörf virtist vera á sálfræðingi handa föngum. Staða sálfræðings hefur síðan einungis verið að fullu mönn- uð síðan 1998. Á Litla-Hrauni er pláss fyrir 87 fanga og aðeins einn sálfræðingur. Skýringin sem fengist hefur hjá Fangelsismálastofnun vegna lok- unar fyrirmyndargangs er sú að fangar hafi ekki sýnt þá hegðun sem ætlast er til af þeim. Hver er skilgreiningin á þeirri hegðun? Það þekkist í menntakerfinu að flokka börn niður eftir aldri og getu. Ekki er mælt með fleiri börnum á hverja fóstru en 8 stykki og bekkir sem telja yfir 20 börn eru á hættustigi því þá nær kenn- arinn ekki að sinna öllum jafnt. Það er ekki hægt að móta hegðun ef engin er stefnan. Enginn meðferðargangur er á Litla-Hrauni þó hátt hlutfall fang- anna eigi við áfengis-og/eða fíkni- efnavandamál að stríða. Það þarf meðferðardeild á Litla-Hraun. Undirrituð veit ekki fjölda fanga á hverri deild en þeir eru væntan- lega á bilinu 10–14 talsins. Á hverri deild þyrfti að vera sálfræð- ingur eða félagsráðgjafi sem sæi um að setja hverjum fanga mark- Fyrirmyndargang- ur, sjálfsögð mann- réttindi fanga Gerða B. Hafsteinsdóttir Litla-Hraun Skilgreiningin á fang- elsisvist, segir Gerða B. Hafsteinsdóttir, virðist ekki fela í sér neitt ann- að en refsingu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.