Morgunblaðið - 14.12.2001, Blaðsíða 35
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 2001 35
Meðlagsgreiðendur!
Vinsamlegast gerið skil hið fyrsta
og forðist vexti og kostnað
● ●
● ●
● !"#$
# ● #% &&
● ' (# ) ' &*+*,
Hátíðarfatnaður
íslenskra karlmanna
Hátíðarfatnaður íslenskra
karlmanna hefur notið mikilla
vinsælda frá því farið var að
framleiða hann.
Færst hefur í vöxt að
íslenskir karlmenn óski að
klæðast búningnum á
tyllidögum, svo sem við
útskriftir, giftingar, á 17. júní,
við opinberar athafnir
hérlendis og erlendis og við
öll önnur hátíðleg tækifæri.
Hátíðarföt
með vesti
úr 100% ull
kr. 22.900
Stærðir 46— 64
98—110
25— 28
Herradeild Laugavegi, sími 511 1718.
Herradeild Kringlunni, sími 568 9017.
P
ó
st
se
n
d
u
m
Munið Visa tilboð
5.000 kr. afsláttur sé greitt með
Visa kreditkorti.
Nýtt kortatímabil
Pantanir óskast sóttar
Allir stærðir til
VART hefur maður sleppt hend-
inni af einni Bach-útgáfunni áður en
sú næsta ratar inn á borð. Johann
Sebastian er greinilega ekki síður í
uppáhaldi hjá Íslendingum en hjá
öðrum þjóðum. Það getur reyndar
ekki komið neinum á óvart, að þessi
alltumvefjandi risi tónlistarsögunn-
ar skuli njóta svo mikilla vinsælda.
London Chamber Group er, ef
marka má nafnið, hljóðfærahópur
sem starfar í Lundúnum en innan-
borðs hefur hópurinn sex Íslendinga,
auk einleikarans Ólafs Elíassonar.
Þótt við Íslendingar séum víst
manna fremstir á öllum sviðum þá
telst þetta hlutfall landa vorra í er-
lendri hljómsveit varla „eðlilegt“ svo
að tengslin við landið hljóta að vera
önnur og meiri en nafnið bendir til.
Hvað um það, það sem máli skiptir
hér er flutningur tónlistarinnar og
ekkert annað. London Chamber
Group er velspilandi hópur áhuga-
samra hljóðfæraleikara. Samhljóm-
urinn er fallegur og virðist koma frá
fólki sem þekkist vel. Sami hópur
hljóðritaði fyrir nokkrum árum
geislaplötu með Schubert-sinfóníu
og 11. og 12. píanó-
konsert Mozarts og
ekki leikur á því vafi að
framfarir hafa verið
talsverðar.
Píanóleikarinn Ólaf-
ur Elíasson var nem-
andi Rögnvaldar Sig-
urjónssonar í
Tónlistarskólanum í
Reykjavík og lauk prófi
frá Konunglegu tónlist-
arakademíunni í Lond-
on árið 1994. Ég minn-
ist þess hve vel Ólafi
tókst upp í fyrrnefnd-
um Mozartkonsertum í
músíkölskum og
öruggum píanóleik. D-moll-konsert
Bachs BWV 1052 er stórbrotin tón-
smíð og þar einkennist leikur Ólafs
af þessu sama tæknilega öryggi.
Þetta er ákaflega kraftmikill flutn-
ingur þar sem ásláttur Ólafs er mjög
píanistískur (reyndar með umdeilan-
legri pedalnotkun – t.d. nr. 1, 3:20 –
3:39). Fróðlegt er að bera saman
flutning Ólafs við útgáfu Andrei
Gavrilovs á EMI þar sem hinn síðar-
nefndi gerir sér far um í áslætti að
líkja eftir sembal, sem var jú hljóð-
færið sem konsertinn var skrifaður
fyrir. Hæga kaflann, þennan inn-
hverfa söng án orða, leika Ólafur og
félagar hans af mikilli alvöru og
skapa sterka andstæðu við fjörlegan
lokakaflann. Í þessu verki nýtur
Ólafur dyggilegs stuðnings hljóm-
sveitarinnar og stjórnanda hennar,
Harry Curtis. Píanókonsertinn
BWV 1057 er í raun umritun á fjórða
Brandenborgarkonsertinum BWV
1049 sem er saminn fyrir einleiks-
fiðlu, tvær flautur og strengjasveit. Í
konsertinum BWV 1057 fær hljóm-
borðið hlutverk einleiksfiðlunnar.
Ég held að það verði að
skrifast á reikning
hljómsveitarstjórans
hve dauflegur flutning-
urinn á upphafskafla
þessa verks er. Þung-
stígt tempóið (hér þýð-
ir „allegro“ greinilega
ekki það sama og í d-
moll-konsertinum) og
frekar áhugalaus flutn-
ingur gerir kaflann hjá
þeim félögum ekki sér-
lega skemmtilegan
áheyrnar. Erfitt er að
gera sér grein fyrir því
hvert hljómsveitar-
stjórinn er að fara með
þessari líflausu túlkun. Lokakafli
verksins er gæddur meira lífi en þó
virðist vanta herslumuninn. Í loka-
verkinu, Hljómsveitarsvítu nr. 1,
BWV 1066 kveður við nokkuð annan
tón. Eftir inngang forleiksins sem er
í hægasta lagi, en ákaflega fallega
spilaður, tekur við millihlutinn sem
iðar af lífi. Dansarnir koma svo hver
af öðrum, sumir hátíðlegir, aðrir
hraðir og fjörlegir en sameiginlegt
eiga þeir að vera vel spilaðir og fal-
lega mótaðir af stjórnandanum.
Hraðaval Harry Curtis er jafnan
hófstillt og fyrir minn smekk hefði
mátt spretta ögn úr spori og gæða
dansana meira lífi líkt og hann leyfir
sér í Bourrée- og Passepied-köflun-
um. Í þessu tilliti verður þó seint
fundið hið eina og sanna, „rétta
tempó“.
Þrátt fyrir fyrrnefndar aðfinnslur
má á þessum diski finna margt sem
er fallega gert og þá ber sérstaklega
að nefna d-moll-konsertinn og
Hljómsveitarsvítuna nr. 1.
Bach enn á ferð
TÓNLIST
Geislaplötur
Johann Sebastian Bach: Píanókonsertar
í d-moll BWV 1052 og F-dúr BWV 1057.
Hljómsveitarsvíta nr. 1 í C-dúr BWV
1066. Einleikur: Ólafur Elíasson (píanó í
BWV 1052 og 1057), Martial Nardeau
og Björn Davíð Kristjánsson (flauta í
BWV 1057), Tom Owen og Lindsay Wood
(óbó í BWV 1066), Annette Arvidsson
(fagott í BWV 1066). Hljómsveit: London
Chamber Group. Hljómsveitarstjóri:
Harry Curtis. Heildartími: 62’09. Hljóð-
ritun: Halldór Víkingsson 2001. Útgáfa:
Skref LCG 016.
PÍANÓKONSERTAR OG
HLJÓMSVEITARSVÍTA
Ólafur Elíasson
Valdemar Pálsson
JÓN Sæmundur Auðarson mun
afhjúpa verk sitt Barnið á horn-
inu á mótum Sóleyjargötu og
Skothúsvegar á morgun, laug-
ardag, kl. 14.
Verkið er hluti af vettvangs-
verkefninu Listamaðurinn á horn-
inu.
Barninu á horninu er ætlað að
minna okkur enn á það hversu
gjörn við erum á að týna barninu
í okkur á tímum hraða, véla og
umferðaröngþveitis.
Jón Sæmundur vill með verki
sínu minna Reykvíkinga sem og
aðra á það áður en hin mikla há-
tíð ljóss og friðar gengur í garð
að gleyma ekki börnunum.
Barnið á horninu er síðasta sýn-
ing vettvangsverkefnisins Lista-
maðurinn á horninu á þessu ári.
„Með hugmyndinni listamað-
urinn á horninu er ætlunin að
hreyfa við viðteknum hug-
myndum um samspil lista og sam-
félags og leita nýrra leiða til að
virkja listamenn til mótunar á
sínu nánasta umhverfi. Einnig að
gera tilraun til þess að hafa áhrif
á hversdagsleika borgarsam-
félagsins án þess að vera innan
ákveðinna ramma eða afmark-
aðra svæða s.s. listasafna eða
lystigarða,“ segja umsjónarmenn
verkefnisins, Ásmundur Ásmunds-
son og Gabríela Friðriksdóttir.
Verkefnið er styrkt af Menning-
arborgarsjóði.
Barnið á horninu.
Barnið á
horninu
afhjúpað
GUÐBJÖRG Magn-
úsdóttir hefur opnað
vinnustofu í Keilufelli 39.
Guðbjörg útskrifaðist úr
Myndlista- og hand-
íðaskólanum árið 1999,
keramikdeild. Í vinnustof-
unni stendur nú yfir sýn-
ing á verkum Guðbjargar
sem spanna tímabilið frá
árinu 1998 fram til dags-
ins í dag. Sýningin stend-
ur fram á nýárið.
Vinnustofan er opin
alla virka daga frá kl. 10–
16, laugardaga kl. 12–16.Nokkur verka Guðbjargar Magnúsdóttur.
Ný ker-
amik-
vinnu-
stofa